tirsdag, december 31, 2002
Ég get stundum ekki ákveðið mig hverskonar ritstíl ég vil venja mig á en eftir að ég fékk þetta jólakort veit ég að ég vil ekki venja mig við þennan stíl. Ég veit líka að ég vil ekki skrifa hér bara svona það sem ég er að gera dagsdaglega. Bloggið líta greinilega margir á sem svona leið til þess að vera fyndinn og leið til þess að koma á framfæri þeirra spaugilega lífi "í hnotskurn" og reyna þessvegna að vera svona með þennan "Bridget Jones...stíl" Málið er að ef ég ætti að fara að skrifa hér það sem ég gerði alla daga og einhver legði sig fram við að komast að því hernig líf mitt er þyrfti ég að vera mjög heiðarleg í frásögnum af deginum, lesandinn yrði líka að vera virkilega duglegur við það að lesa allt sem ég skrifa. Ég mætti ekki ýkja eða færa í stílinn og yrði að segja satt og rétt frá þeim atburðum sem stæðu upp úr deginum. Ef einhver myndi mögulega nenna þessu kæmist viðkomandi að því að ég lif gjörsamlega mjög venjulegu og hversdagslegu, óspennandi eða áhugaverðu lífi. Sama gildir um alla hina. Alla sem ætla að reyna að segja frá sínu spaugilega og misheppnaða lífi, sem er það að sjálfsögðu ekki.
Ég fékk eitt ömurlegt jólakort sem var svo hljóðandi / (skrifandi) : Kæra Ingrid, (staðlaður texti:) Gleðileg jól og farsælt komandi ár, (skrifað með handskrift) ..og allt svollis ;). Lengra mun ég ekki halda. Mér fannst þetta ekki jólakort með jólaanda. Öll jólakortin sem ég fékk voru falleg og um leið og ég opnaði umslagið fann ég jólaandann svífa upp úr umslaginu. Kærleikurinn og þessi rétti " chirstmas spirit" ágerðist ennþá meir við lesningu kortanna, en þetta kort fór alveg með það. Jólaandinn varð ekkert meiri við að lesa þetta. Þó sá sem sendi mér það lesi þetta vona ég að sá hinn samir verði ekki persónulega móðgaður heldur taki þessu sem einskonar gagnrýni á stíl, þ.e. skrif stíl því viðkomandi hefur gaman af því að skrifa og gerir það vel, en mér finnst þessi stíll "skrifeinsogmarsegir" ekki flottur. Til hvers kennum við íslenska tungu og málfræði hennar í grunn- og framhaldsskólum ef einhverjir ætla að gera það að sínu hlutverki að eyðileggja einkenni málsins og brjóta allar þær reglur sem við höfum lært. Í þessu samhengi er ósanngjarnt að nefna Laxness því, jú vissulega braut hann reglurnar, en á allt annan hátt en þennan. Þessi stíll á að vera svona einskonar kaldhæðni, þ.e. að hæðast að þessu máli jafnaldra minna í dag: Geeðeikt og djísús, svollis og svo helling af þessum brosköllum, fýlu- og blikkköllum. Fyrirgefið mér gangrýni mína.
fredag, december 27, 2002
Jæja. Gleðileg jól öllsömul, þið tvær sem lesið þetta. Þá er komin þriðji í jólum og bílarnir aftur farnir að keyra um göturnar eins og á venjulegum sunnudegi. Það er þó ágætt að það er bara svona eins og sunnudagur í dag...allavegana í gær. Ég fékk alveg fullt í jólagjöf, ég fékk 20 pakk sem er met, ég fékk jafnmikið og Heiðbjört og Eggert sem er skrítið þar sem Hibba á kærasta en ekki ég og Egger er Eggert. En reyndar held ég að mamma hafi sameinað eitthvað í eina gjöf handa Hibbu sem hún skipti í tvær handa mér. En ég held að það hafi bara verið einhver ruglingur hjá henni því hún var alveg á síðustu stundu með að pakka inn. Þegar Eggert ætlaði að taka upp pakka rak hann upp stór augu og varð alveg gífurlega skrítinn á svipinn. Hann horfði oná pakkan sem við sáum ekki hvað var í, leit svo upp á mömmu og sagðist halda að hún væri eitthvað rugluð. Mamma stökk upp og greip pakkann, "Ó, þessi á að vera til Ingridar." Ég skilaði svo til Eggerts samskonar pakka frá mömmu. Í pakkanum var hvít skyrta og grænn mjög flottur bolur. Skyrtan lá ofan á og Eggert sagðist fyrst þegar hann sá fötin í pakkanum, hafa hugasað "En hommaleg föt!" En þetta voru þá bara selpuföt handa mér. Ég fékk tvo matardiska í stellið mitt þannig að núna á ég 6 matardiska. Svo gáfu Hibba og Viðar mér Sound of Music og miða á Lord of The Rings. Eggert var náttúrulega í 7 himni yfir bókinni sem ég gaf honum en núna eigum við allt safnið af Hringadróttinssögu á íslensku. Allir eru sælir og glaðir og vel mettir! :)
tirsdag, december 24, 2002
Gleðileg jól! Vá, ég er svo spennt yfir pökkunum undir trénu...VVVÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!! ....og maturinn sem við borðum í kvöld!!!!!!!
søndag, december 22, 2002
Ég var að komast að því að Helga vinkona mín er furðuleg manneskja. Ekki það ég hef alltaf vitað það. Nei ég segia svona. Hún er týpa. Ég var nefninlega að lesa bloggið hennar. Hún er söm við sig. Hún elskar bræður sína mjög heitt. Enda talar hún mikið um þá, sérstaklega hvað þeir eru lúðalegir og asnalegir. Þeir sem ekki þekkja til halda eflaust að henni þyki ekki vænt um bræður sína. En, ég sem þekki svona aðeins til, veit að ákveðið tal um bræður Helgu er einungis merki um mikla ást hennar á þeim. Sérstaklega Fannari......hehehehhe. Þetta er nú allt í gríni sagt.
Ég er haldin þeim óþolandi kæk að segja alltaf "maður" í öðruhverju orði, það er nokkuð óþolandi.Svo komst ég líka að því að ég er haldin þeim kæk að þurfa alltaf að veifa öllum, bæ, hæ, góða helgi, eða bara einhverntíman. Mjög pirrandi. Það er eins og ég sé svona svolítið aumkunarverð manneskja sem reyni að vera vingjarnlega með misheppnuðum árangri og verð fyrir vikið svolítið baranaleg og eins og ég sé ógeðslega feiminn.
Ég er haldin þeim óþolandi kæk að segja alltaf "maður" í öðruhverju orði, það er nokkuð óþolandi.Svo komst ég líka að því að ég er haldin þeim kæk að þurfa alltaf að veifa öllum, bæ, hæ, góða helgi, eða bara einhverntíman. Mjög pirrandi. Það er eins og ég sé svona svolítið aumkunarverð manneskja sem reyni að vera vingjarnlega með misheppnuðum árangri og verð fyrir vikið svolítið baranaleg og eins og ég sé ógeðslega feiminn.
fredag, december 20, 2002
...as I recall it, it ended much to soon....Oho, what a night! Snilld.
Þetta er sko Four Seasons, algjör snilld þetta diskó maður. Jæja. Í dag er ég frekar tóm. Áður en ég fór að sofa í gær, eða nótt, samdi égeinhverja rosa ræðu sem ég ætlaði að skrifa hérna, en núna er ég búin að steingleyma um hvað það var. Það er nú samt hellingur að gerast þessa dagana jólin og svona. Hellingur líka í pólitíkinni maður. Ég fór í afmæli til afa í gærkveldi (ég fór ekki á Coldplay :( ) og þar var náttúrulega aðal umræðuefnið hvort borgarstjórafíflið eigi að halda stólnum og fara í framboð, hætta við framboð eða hætta sem borgarstjóri. Ég vil að hún hætti við bæði, hætti sem borgarstjóri og fari ekki í framboð.....hehehehe. Nei, ég er nú bara að grínast ég hef ekkert vit á þessu. Það er samt svaka spennandi að fylgjast með hvað gerist í R-listanum maður! Meira að segja heyrði pabbi í útvarpinu ræðu Stefáns Jóns hadna.. og þá var hann bara komin á hlið okkar og farin að tala um óréttlæti í tónlistarskólamálum...ef ég skildi það rétt... Þetta er bara farið að verða verulega spennandi. Fylgist með, framhaldssögunni......!
Þetta er sko Four Seasons, algjör snilld þetta diskó maður. Jæja. Í dag er ég frekar tóm. Áður en ég fór að sofa í gær, eða nótt, samdi égeinhverja rosa ræðu sem ég ætlaði að skrifa hérna, en núna er ég búin að steingleyma um hvað það var. Það er nú samt hellingur að gerast þessa dagana jólin og svona. Hellingur líka í pólitíkinni maður. Ég fór í afmæli til afa í gærkveldi (ég fór ekki á Coldplay :( ) og þar var náttúrulega aðal umræðuefnið hvort borgarstjórafíflið eigi að halda stólnum og fara í framboð, hætta við framboð eða hætta sem borgarstjóri. Ég vil að hún hætti við bæði, hætti sem borgarstjóri og fari ekki í framboð.....hehehehe. Nei, ég er nú bara að grínast ég hef ekkert vit á þessu. Það er samt svaka spennandi að fylgjast með hvað gerist í R-listanum maður! Meira að segja heyrði pabbi í útvarpinu ræðu Stefáns Jóns hadna.. og þá var hann bara komin á hlið okkar og farin að tala um óréttlæti í tónlistarskólamálum...ef ég skildi það rétt... Þetta er bara farið að verða verulega spennandi. Fylgist með, framhaldssögunni......!
torsdag, december 19, 2002
Í gær þegar í náði í einkunnirnar tók ég með mér heim eitt eintak af Beneventum, sem er skólablað okkar MH-inga. Þetta er alveg ágætt blað, svo ég tjái mig nú eitthvað um það. Allavegana betra en það sem kom of seint í vor, eða í haust það var svo seint. Það sem mér finnst nú svona best (af því sem ég hef lesið) er viðtalið við blindu strákana sem hófu nám í skólanum í haust. Mér fannst gaman að lesa hversu miklir húmoristar þeir eru þrátt fyrir fötlunina, eða þá húmaristar í garð fötlunarinnar meina ég nú. Til dæmis, fyrir þá sem ekki hafa lesið, óskaði annar þeirra eftir "blindu stefnumóti" fyrir hinn. Hann sagði líka alveg frábæra sögu sem gerðist í sumar þegar hann og mamma hans voru á lundapysjuveiðum, að mig minnir. Engar voru sjáanlegar svo hann hrópaði "Þarna" og benti út um bílgluggan. Mamma hans stoppaði bílinn og sagði "Hvar?". ´
Þetta er sko húmor í lagi. Að mínu mati altént.
Þetta er sko húmor í lagi. Að mínu mati altént.
onsdag, december 18, 2002
Þá er ég nú búin að fá einkunnirnar. Ég er bara mjög glöð. Ég náði nefninlega enskunni og fékk heila 7 fyrir íslenskuprófið, eða nánar sagt 27,5 stig af 40. Ingrid í 7unda himni. Íslenskuprófið var próf frá helvíti. Það var mjög erfitt og engan veginn í samræmi við það sem flestir bjuggust við. Það var heldur ekki sambærilegt prófinu frá því vorönn. Hver nemandi í skólanum gat prentað út af því sínu tölvusvæði, í skólanum, eitt próf í því fagi sem hann vildi. Ég prentaði út sjúkrapróf í Ísl 503 frá því á vorönn 2002. Það var eina prófið sem allir gátu notað sem æfingapróf. Á því prófi, sem voru 100 stig, voru: 12 krossaspurningar, þrjá spurningar um Halldór Laxness sem giltu, 4, 8 og 6 stig, ein spurning sem gilti 14 stig úr bókmenntasögunni, túlkun á ljóði 18 stig, skilgreiningar á atriðum úr bókmenntasögunni 10 stig, túkun á ljóði 16 sitg.
Á prófinu núna sem voru 40 stig var enginn krossaspurning, bara spurningar um skilgreiningar og að gera stuttlega grein fyrir. Eitt atriði í prófinu sem var sérstaklega ósanngjarnt og erfitt gilti 6-8 stig, ef ég man rétt. Þarna átti maður að nefna fyrstu bók, eða þá bók hvers höfunds sem kom honum á kortið og útgáfuár, mátti skeika um nokkur. Þarna gat ég tvö nöfn rétt, þ.e. Jón úr Vör og Davíð Stefánsson og útgáfuár, ca. Fyrir þetta fékk ég hálfan. Því miður man ég ekki hversu mörg nöfnin voru, ætli þau hafi ekki verið 8 eða 10. Svo var einungis ein ljóðaspurning en það var að gera ráð fyrir myndmáli, túlka og setja í bókmenntasögulegt samhengi ljóð sem við höfðum aldrei séð fyrr og enginn höfundur var nefndur. Fyrir þetta fékk ég reyndar 7,5 af 10 mögulegum. Það var það sem hífði einkunnina upp hjá mér. Ég var alveg svakalega glöð, en fáir aðrir. Fall í þessum áfanga núna á haustönn var 33% meðan venjulega hefur verið svona 7-10% fall. Það eitt segir manni að prófið var erfitt. Stelpa sem ég mætti á leiðinni út úr skólanum var með undirskriftarlista, hún ætlar sko að kæra prófið, og ég skrifaði glöð undir!
Á prófinu núna sem voru 40 stig var enginn krossaspurning, bara spurningar um skilgreiningar og að gera stuttlega grein fyrir. Eitt atriði í prófinu sem var sérstaklega ósanngjarnt og erfitt gilti 6-8 stig, ef ég man rétt. Þarna átti maður að nefna fyrstu bók, eða þá bók hvers höfunds sem kom honum á kortið og útgáfuár, mátti skeika um nokkur. Þarna gat ég tvö nöfn rétt, þ.e. Jón úr Vör og Davíð Stefánsson og útgáfuár, ca. Fyrir þetta fékk ég hálfan. Því miður man ég ekki hversu mörg nöfnin voru, ætli þau hafi ekki verið 8 eða 10. Svo var einungis ein ljóðaspurning en það var að gera ráð fyrir myndmáli, túlka og setja í bókmenntasögulegt samhengi ljóð sem við höfðum aldrei séð fyrr og enginn höfundur var nefndur. Fyrir þetta fékk ég reyndar 7,5 af 10 mögulegum. Það var það sem hífði einkunnina upp hjá mér. Ég var alveg svakalega glöð, en fáir aðrir. Fall í þessum áfanga núna á haustönn var 33% meðan venjulega hefur verið svona 7-10% fall. Það eitt segir manni að prófið var erfitt. Stelpa sem ég mætti á leiðinni út úr skólanum var með undirskriftarlista, hún ætlar sko að kæra prófið, og ég skrifaði glöð undir!
tirsdag, december 17, 2002
Jæja, þá er nú öllum tónfundum og tónleikum lokið að þessu sinni. Þetta árið, allavegana hjá mér. Það er ágætt.
Ég var að velta því fyrir mér hvað "blog" þýddi. Þar sem fjölskyldan hefur núna undanfarna daga, eða einn dag, spurt mig að þessu, hvað í ósköpunum þetta orð þýddi ákvað ég að fletta því upp. Ég varð einskis vísari. Mér datt í hug hvort þetta væri einhverskonar stílfæring á block, sem hefur eina þýðinguna blökk á íslensku. Þannig að verið væri að vísa til þess sem er hægt að skrifa á. En, svo ákvað ég að fletta upp á því bráðsnjalla vefforriti Atomica. Þar kom þessi útskýring : A Web page that contains links to Web sites that cover a particular subject or that are based on some other criterion, such as interesting or entertaining sites. Sem sagt, engin málfræðileg útskýring eða rótar- útskýring. Svo stóð eitthvað meira um það að þar væri hægt að skrifa og eitthvað bla bla bla bla...... Þetta þótti mér miður.
Ég var að velta því fyrir mér hvað "blog" þýddi. Þar sem fjölskyldan hefur núna undanfarna daga, eða einn dag, spurt mig að þessu, hvað í ósköpunum þetta orð þýddi ákvað ég að fletta því upp. Ég varð einskis vísari. Mér datt í hug hvort þetta væri einhverskonar stílfæring á block, sem hefur eina þýðinguna blökk á íslensku. Þannig að verið væri að vísa til þess sem er hægt að skrifa á. En, svo ákvað ég að fletta upp á því bráðsnjalla vefforriti Atomica. Þar kom þessi útskýring : A Web page that contains links to Web sites that cover a particular subject or that are based on some other criterion, such as interesting or entertaining sites. Sem sagt, engin málfræðileg útskýring eða rótar- útskýring. Svo stóð eitthvað meira um það að þar væri hægt að skrifa og eitthvað bla bla bla bla...... Þetta þótti mér miður.
mandag, december 16, 2002
Smáralindin, what a horrible place....það er ekki hægt að fá neinar almennilegar buxur sem eru ekki mjaðmabuxur sem hanga bara á rassinum og eru ljótar og nærbuxurnar koma svona 10 cm upp úr. Þetta er algjör hneysa. Ég byrjaði á því að fara inn í Söru. Engar buxur þar. Svo fór ég inn í Debenhams og talaði við afgreiðslukonu sem lét mig hafa fullt af buxum í átta að því sem ég óskaði eftir. Þær voru allar svona mjama-anoraxíu-drasl nema eitt par sem var oooofff dýrt og og síðar. Svo lá leiðin bara í einhverjar búðir og skoðuðum við fullt af ljótum fötum og flottum og dýrum. Eftir mörg "komum út" og "nei, takk of dýrt" enduðum við í einhverri búð sem ég taldi ábyggilega mjög dýra og ljóta og reyndar sagði ég "nei ég vil ekki fara þarna inn" en mamman var náttúrulega ekki stöðvandi. Þar voru nú tvenns konar ef ekki þrenns konar svartar sparibuxur á alveg viðráðanlegu verði...og vitið menn, fann ég ekki buxurnar sem pössuðu vel yfir rassinn, voru ágætlega upp í mittið og með einföldum faldi svo hægt væri að sytta þær. Ingrid voða glöð og mamman líka.
Það er nefninlega þannig með mig að ég verð næstum alltaf að stytta buxur nema ég kaupi svona gallabuxur sem eru til í öllum stærðum, lengdum og gerðum. Þá er amman eða mamman alltaf ræstar út til að stytt, þ.e. þegar ég kaupi buxur sem þarf að stytta. En, þetta er ekkert voða flókið, kannski getur bara Hibba stytt þær fyrir mig. Hún er nefninlega komin í jólafrí og er mjög glöð yfir því, prófin búin og henni gekk alveg ágætlega. Samt mjög óvíst hvort hún komist í gegn um þenna klásus, það kemur bara í ljós eftir áramótin. en allavegana. Mamm keypti Pepsi....veeeeeeiiiiiiiiiiiiiii..................
Það er nefninlega þannig með mig að ég verð næstum alltaf að stytta buxur nema ég kaupi svona gallabuxur sem eru til í öllum stærðum, lengdum og gerðum. Þá er amman eða mamman alltaf ræstar út til að stytt, þ.e. þegar ég kaupi buxur sem þarf að stytta. En, þetta er ekkert voða flókið, kannski getur bara Hibba stytt þær fyrir mig. Hún er nefninlega komin í jólafrí og er mjög glöð yfir því, prófin búin og henni gekk alveg ágætlega. Samt mjög óvíst hvort hún komist í gegn um þenna klásus, það kemur bara í ljós eftir áramótin. en allavegana. Mamm keypti Pepsi....veeeeeeiiiiiiiiiiiiiii..................
Jennsína bloggar mikið, hún er með meira málæði en ég. Hver er Sigurjón, bara svo ég velti því nú fyrir mér. Ekki er það 124. nafnið á Salbjörgu? Hvað veit ég. Ég veit ekki neitt. Og ég veit að ég veit ekki neitt. Alveg eins og Sókrates. Hann var vitrastur mann því hann var sá eini sem vissi að hann vissi ekki neitt, að hans sögn allavegana. Ég ætla bara að hætta þessu bulli núna og snúa aftur til hins "mikið að gera" lífs míns, því það er einmitt frekar lengi að líða núna. .....OHOhOhohoh hvenær koma jólin...........?
Svefn. Í morgun vaknaði ég. Djöfull það er byrjað að birta. Ég heyrði svona "kikk" og þá byrjaði síminn að hringja, á slaginu 10. Ég gar náttúrulega ekki legið lengur í rúminu, þó ég hefði gjarnan viljað það, því ég var ein heima og það var helling sem ég gat farið að gera. T.d. æfa mig á píanóið, saxafóninn, ryksuga, gera leyndó fyrir jólin, föndra, klára jólakortin og setja í þvottavél. Svo núna veit ég ekkert hvað ég á að fara að gera, nenni helst ekki neinu. Ég borðaði morgunmat með síðustu dropunum af mjólkinn sem var til og las Fréttablaðið. Fór svo að gera jólaleyndó. Svo klukkan tólf var ég alveg banhungruð og fékk mér afgang af kjúklingnum síðan í gær. Svo fór ég að æfa mig á píanóið og svo fór ég að ryksuga. Svo fór ég að klára jólakortin og hlusta á útvarpið. Svo er ég nú hér við tölvuna. Sem sagt, mjög viðburðaríkur dagur í lífi Ingridar. Ekkert nýtt hef ég lært í dag nema hvernig þessi dagur varð. Það er nýja vitneskjan mín í dag.
Svefn. Í morgun vaknaði ég. Djöfull það er byrjað að birta. Ég heyrði svona "kikk" og þá byrjaði síminn að hringja, á slaginu 10. Ég gar náttúrulega ekki legið lengur í rúminu, þó ég hefði gjarnan viljað það, því ég var ein heima og það var helling sem ég gat farið að gera. T.d. æfa mig á píanóið, saxafóninn, ryksuga, gera leyndó fyrir jólin, föndra, klára jólakortin og setja í þvottavél. Svo núna veit ég ekkert hvað ég á að fara að gera, nenni helst ekki neinu. Ég borðaði morgunmat með síðustu dropunum af mjólkinn sem var til og las Fréttablaðið. Fór svo að gera jólaleyndó. Svo klukkan tólf var ég alveg banhungruð og fékk mér afgang af kjúklingnum síðan í gær. Svo fór ég að æfa mig á píanóið og svo fór ég að ryksuga. Svo fór ég að klára jólakortin og hlusta á útvarpið. Svo er ég nú hér við tölvuna. Sem sagt, mjög viðburðaríkur dagur í lífi Ingridar. Ekkert nýtt hef ég lært í dag nema hvernig þessi dagur varð. Það er nýja vitneskjan mín í dag.
søndag, december 15, 2002
Já ég gleymdi alveg að tala um Harry Potter. Jú myndin var góð, eða alveg ágæt. Betri en sú fyrri. Samt, þrátt fyrir góða og mikla skemmtun, snilldarleikara í hlutverkum Gilderoy og Ron, er eitthvað sem vantar. Það vantar einhvern neista í myndina, eitthvað sem gerir hana alveg æðislega. Mér finnst nefninlega heimur bókanna miklu raunverulegri og meira "sjarmerandi" en heimur myndarinnar, þrátt fyrir að þetta eigi náttúrulega ekki að vera raunveruleiki. En allavegana, myndin mætti vera betra, án þess að ég geti sagt hvað það er sem upp á hana vantar til þess.
Þarna fyrir neðan er slóðin að bloggi Jennýjar Höllu. Hún er alltaf að lenda í einhverjum ævintýrum!
Jólaspennan er í hámarki, ég held hún sé meiri núna þessa dagana heldur en hún verður á aðfangadagskvöld. Þá verður jólatréð komið og búið að skreyta það, búið að kaupa allar gjafirnar, allir pakkarnir komnir undir tréð, maður verður pakksaddur og óskar að maður hefði aldrei étið svona mikið. Núna er spennan í hámarki. Bróðir minn var að fara í Kringluna. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fær að fara einn í Kringluna að versla, einn í bæinn yfir höfuð. Reyndar keyrði pabbi hann en hann kemur svo strax aftur heim og skilur Gerta eftir í Kringlunni með pening frá mömmu og óskalistana okkar allra. Hann var svaka spenntur. Auðvitað er hann með gemsa og hörðustu fyrirmæli um hvað hann má ekki gera og hvar veskið eigi að vera geymt. Þetta er svona einskonar manndómsvíxla, að fara einn að versla!!!
lørdag, december 14, 2002
Í Fréttablaðinu í dag voru nokkrir kunnugir þjóðfélagsþegnar beðnir um að nefna 3 uppáhalds eða bestu jólalögin sín og 3 verstu. Mér til mikillar undrunar nefndur flestir ef ekki allir lagið "Jólahjól" sem eitt af þeim verstu jólalögum. Ónefndur maður, sem ég veit reyndar ekkert hver er, sagði vinsældir lagsins bera vott um það hvað lagið er í raun lélegt, ef ég hef skilið hann rétt. Ég er gjörsamlega á öndverðri skoðun. Þó lagið sé einfalt og ekki dýrt kveðið þá er það flott. Það er nefninlega mikil kúnst að semja flott en einfalt lag. Auðvitað er það rétt að hægt sé að fá leið á lögum sem eru ofspiluð, eins og einhverjir sögðu, en þá er kannski bara málið að hlusta ekki alltaf á sömu útvarpsstöðina og stilla sér hófs í spilun laga sem manni finnast einu sinni flott. Kannski á maður bara ekki, alltaf að hlusta á Létt..... heldur kannski hlusta á nýju útvarpsstöðina Radio Reykjavík 104.5 sem mér finnst alveg "brillíant" stöð. Á þessari rás er spiluð góð tónlist, mikil fræðsla, ekki of mikið af auglýsingum en þó svolítið mikið tal sem kemur þó ekki að sök þar sem útvarpsmenn leggja það, enn sem komið er, ekki í vana sinn að bulla og bulla heldur eru með málefnalegar umræður, svona nánast. Þó það komi náttúrulega "Jólahjóli" ekkert við......
Þetta er alveg hræðilegt. Ég var búin að skrifa helling og svo þurrkaðist allt út.........................!!!!
fredag, december 13, 2002
Þá er ég nú að prófa þetta. Ég ætla nú ekki að skrifa mikið núna þar sem ég er að fara á Harry Potter. Já ég vona að þetta sé góð mynd og sé bókinni trú. Fyrri myndin, eða fyrsta myndin var ekki nógu góð. Hún var/ er að mínu mati of barnaleg og höfðar of mikið til barna en bækurnar eru alls ekki eingöngu fyrir börn en fyrir vikið hefur fullorðið fólk ekki mikinn áhuga á að lesa þessar bækur eftir að hafa séð myndina. Jæja altént. Prófum er lokið og svona mestu í tónskólanum. Það er nú fínt. Í dag er merkis dagur, því í dag á Alþjóða Fíflasambandið 7 ára afmæli hvorki meira né minna. Fíflafélagið eins og við köllum það, var stofnað þann 13. des. 1995 af þremur litlum tátum í Ólafsvík, í kjallaranum að Vallholti 4. Sjálfskipaður formaður félagsins var Ingrid Örk, ritari Helga, og gjaldkeri ofurMHstjarnan Jóhanna Ósk. Ekki fleiri orð um það.