The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

tirsdag, juni 29, 2004

The golden circle....the circle of life

Í dag fór ég hinn gullna hring með Dönunum. Um aðra Dani sem stunda fótbolta verður ekki rætt hér. Hinn gullni hringur eru Þingvellir, Geysir og Gullfoss. Skemmtilegur hringur sem ég hef aðeins farið tvisvar áður.
Næstu viku verð ég mjög einmanna. Ég er nýkomin með bílpróf en ég get ekki boðið krökkunum á rúntinn því þau eru öll að flýja til Belgíu í fyrramálið. Og hvað er ég að fara að gera? Vinna!! Ég mun vinna ekstra mikið um helgina. Á laugardaginn mun ég spila dinner í brúðkaupi. Það er reyndar mjög spennandi þar sem ég hef aldrei gert það áður og þarf að æfa mig nokkuð fyrir það. En, æfing er æfing og peningur er peningur. Ef einhver vill heimsækja mig á safnið um helgina er sá hinn sami velkominn.
Svo er það náttúrulega hápunktur vikunnar á sunnudaginn. Ég hef reyndar smá áhyggjur af þessum tónleikum þar sem ég mun troðast undir eða fara í bakinu. Annaðhvort. Ef ekki verður búið að koma upp risaskjám í höllina hef ég eytt 6.500 kalli í ekki neitt. Jú, bakverk, hávaða og spítalalegu eftir að hafa verið tröðkuð niður. Ég og Eggert verðum að halda fast í hvort annað. Verst að Eggert er ennþá svo lítill, ekki nógu stór til að taka mig í fangið, eins og sumir. Ég mun heldur ekki nenna að blogga mikið næstu vikuna þar sem æstustu aðdáendur síðu minnar verða staddir í Belgíu að rokka feitt með poka á bakinu og helling af nammi handa mér!!!!



søndag, juni 27, 2004

Stuð, stuð, stuð er ég .....

Það var nú meira stuðið í gærkveldi. Enda var haldið á Stuðmannaball. Kvöldið byrjaði reyndar hjá henni Þórunni áður en við fórum á ballið, sem var haldið í Súlna Salnum, Hótel Sögu. Ég, Heiðbjört, Bergur og Salbjörg dönsuðum af okkur tærnar þangað til Jenný og Þórunn komu með restinni af fólkinu. Inga og Raggi voru reyndar löngu komin en þau gengu á milli fólks til að kynna sig og kynnast öðrum. Svo var haldið niðrí bæ. Ég og Bergur enduðum ein í röðinni við Hverfisbarinn en þangað fórum við aldrei inn. Við hentumst á milli staða, fórum tvisvar á Sólon og einu sinni á Prikið. Ég gat reyndar ekki mikið gengið því skórnir voru að drepa mig. Það endaði því með því að Bergur tók mig í fangið og bar mig niður Laugarveginn og Bankastrætið. Ég fékk svo að lokum plástur á Subway þannig að allt bjargaðist. Ég gat þá gengið á ný. En þegar ég vaknaði í morgun uppgötvaði ég að ég hafði dansað af mér tærnar í bókstaflegri merkingu. Ég get varla gengið, ég er svo aum í fótunum. En eins og ég hef svo oft sagt og sagði margoft í gær. "Beauty is pain". Fegurð er sársauki. Við gætum líka sagt eins og Svanur heitinn "No pain, no game". !!



torsdag, juni 24, 2004

Jæja. Þá er Ingrid búin að rumpa bílpófiinu af. Það er gott.



onsdag, juni 23, 2004

Vi er røde, vi er hvide.....

I dag bliver det hele skrevet på dansk. Det er ikke sikkert at Danmark kan komme videre på EM så vi må kæmpe om 8. plads...ja eller højere. Så jeg tror det er i tid at skrive en dag på dansk på grund af vores success på EM.

Selv Olé må luk sit øje
Når han ser en rød-hvid trøje
Vi må kæmpe for det land
Der er folkens H.C. And
Moder danmark elsker alle
Danske drenge der kan knalde
Bolden ud til verdens skue
Som en lille nu havfrue
Vi er røde vi er hvide. Vi står sammen
Side om side. Vi er røde vi er hvide
Vi står sammen side om side
Vi er røde vi er hvide
Vi står sammen side om side
Vi er røde vi er hvide
Vi står sammen side om side

Ja, og for resten. Vores bymester følger ikke helt med det der sker i hans by. I dag var vi så heldige at møde bymesteren på arbejde. Vi var i gang med et stort job det havde noget med sand. Vi var alle sammen i fuld gang da bymesteren dukker op og spørger om teenagerne der skulle være i gang med sit arbejde med at plukke noget ukrudt, men han kunne ikke finde dem. Haha, det syntes vi var sjovt. Men han var ikke helt sikker på vores job. Hvad det er vi skal. "Ja, og går i så til skole, måske her til FB?" Så, jeg tror faktist hans majestæt følger ikke helt med hvordan hans by og sommerjobberne virker.

Det ser ikke ud til en rejse til DK i den nærmeste fremtid. Men jeg kigger på den Rytmiske Højskole og har været i kontakt med nogle der. Men det er noget der kan ske næste år. Det kan ske at jeg flytter et semester på en højskole.

Vá, það var erfitt að skrifa þetta. Held þetta sé allt tóm steypa hjá mér. Þurfti að fletta upp í orðabók til að geta þetta!!



søndag, juni 20, 2004

Afgreiðslustörf...ábyggilega það leiðinlegasta í heimi

Þessi helgi var einstaklega...ja hvernig á ég að orða það...leið bara. Hún var bara. Ég var sett í krambúðina um helgina og ég held ég hafi fokkað gjörsamlega upp uppgjörinu í dag. En hvað um það. Í krambúðinni er maður fastur. Það var svosem í lagi. Ég sat og prjónaði áfram í hyrnunni minni sem gengur vonum framar. Það fer að myndast "trekant" á henni. Það væri gaman að telja alla brjóstsykrana sem ég afgreiddi um helgina. Óteljanlega margir. Svo ekki sé minnst á alla mína þolinmæði gagnvart óákveðnum börnum sem eru að velja sér nammi og óákveðnum gömlum konum. Ég þurfti að halda niðrí mér andanum þegar tvær gamlar létu eins og lítil börn inni í búðinni í dag. Gátu ekki ákveðið hvernig litan sleikjó þær vildu. Mér var skapi næst að segja þeim að þetta væri allt saman bragðið og ógeðslega vondur sleikjó sem ætti eitthvað að líkjast því sem var i den.
Í dag kom svo danskur drengjakór og var ég svo heppin að fá að hlusta á nokkur lög. Með þeim spilaði danska tríóið Reflex, sem var reyndar ekki kynnt þannig, en ég er bara svo gáfuð að vita það, þeir spiluðu á Ung Jazz í vor. Einstaklega getnaðarlegir gaurar.

Í gær var svo partýpössun hjá Jennýju, þar sem við vorum að passa partý samnemenda minna gömlu úr MH, sem eru eldri en ég. Það fannst mér fyndið. En, horft var á Scary Movie 3. Ágætlega fyndin mynd. Mér fannst þó eitt betri. En nóg um það.

Í dag sá ég ljótustu konu sem ég á ævinni hef séð. Ég var ekki viss um hvort þetta væri kona eða maður. Eins mikið skegg á konu hef ég alrei séð. Þetta var ógeðslegt.



fredag, juni 18, 2004

Hæ, hó, jibbí jeij......o.s.fr.

Hvaða lag annað en Ólafsvíkurmarsinn fær maður á heilann á 17. júní? Þennan brandara fatta fáir, en já, það er satt. Ég keyrði með foreldrunum og unglingnum áleiðis niðrí bæ í gær kom einhver þjóðhátíðarfílingur í mig. Sko, þetta hefði alveg eins getað verið á sjómannadaginn. En, já. Ég og pabbi sungum Ólafsvíkurmarsinn saman á Sæbrautinni.

Annars er það að frétta af mér að ég tók skriflega ökuprófið áðan, án þess að vera búin að læra eitthvað rosa mikið, og náði með einni villu. Ég var nú bara nokkuð ánægð.

Hins vegar er ég ekki ánægð með það að gellan í Íslandi í Bítið stal jakkanum mínum og Mary Donaldson lúkkinu mínu. Ein sem hefur verið í H&M.



mandag, juni 14, 2004

7. apríl í áranna rás

Um helgina lá ég yfir gömlum videospólum. Ég horfði á mörg afmæli og mörg jól. Því nær sem upptökurnar eru okkar tíma, því hallærislegri verða þær. Eða réttara sagt, því hallærislegri verð ég. Ég hef komist að því að ég var fáránlegur unglingur, í asnalegum fötum, með teina og alltaf með asnalegt tagl í hárinu. Ég komst líka að því að Jenný var eitt sinn með ótrúlega ljót gleraugu. Ennfremur komst ég að því að ég hef hræðilegustu rödd sem ég hef nokkurntíman heyrt.
Að vera lítill var gott. Æskan var í raun stanslaus hamingja. Ég sá það á þessum spólum. Fyrsta hjólið, fyrsti vörubíllinn (sem ég man eftir að hafa fengið eins og það hafi gerst í gær, hann var svo æðislegur), að eignast lítinn bróðir, Lafði lokkaprúð, snjóþotan mín græna, fyrsta vasadiskóið og svo framvegis.

Allavegna, dagurinn í dag var kaldur og blautur. Hálf ömurlegur. Um helgina fór ég í nördalegt starfsmannapartý, sem var samt mjög skemmtilegt, og keypti mér skó, eins og lesa má um hjá fröken gleraugnagámi.



søndag, juni 13, 2004

Bæn

Þegar raunir þjaka mig,
þróttur andans dvínar.
Þegar ég á aðeins þig,
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér sklining hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætið ljós frá þér,
ljóma í sálu minni.

(Gísli frá Uppsölum)

Ein hugljúf á sunnudegi.



fredag, juni 11, 2004

Ingrid í Ártúninu
Maðurinn í Runnanum


Dularfullir hlutir áttu sér stað í gær og hafa ekki fengist ráðnir.

Ingrid átti skemmtilega máltíð saman með móður sinni, Heiðbjörtu, Lilju föðursystur hennar og Hólmfríði frænku hennar, í gærkveldi. Stúlkurnar voru allar í góðu skapi og skemmtu sér vel. Þær gengu frá eftir matinn um rúmlega níu. Ingrid stóð á tali við Hófí inni í eldhúsi. Hún tók eftir því að strætó var stopp fyrir utan húsið, en þar gengur leið fjögur. Eftir smá stund sér hún að strætisvagninn er ennþá stopp við götuna. Hún lítur betur út um gluggann og sér þá hvar strætisvagnastjórinn var á hlaupum eitthversstaðar nálægt runnum sem er skammt frá veginum. Kona stóð fyrir utan vagninn og baðaði út höndunum. Strætóstjórinn hleypur aftur inn í vagninn og konan líka, í því kemur sjúkrabíll tað. Hann stöðvast aftan við vagninn og út koma tveir sjúkramenn. Þeir fara að runnanum með strætóstjóranum, beygja sig eilítið niður koma svo til baka og ná í sjúkrabörur úr bílnum. Ingrid og stúlkurnar veltu fyrir sér hvað þarna væri á ferð. Sjá þær þá hvar maður staulast út úr runnanum og upp á börurnar. Hann er þar næst boinn inn í bíl. Eftir örskamma stund er kominn annar sjúkrabíll, stúlkurnar álykta sem svo að það sé neyðarbíllinn. Þar kemurlæknir út. En eftir að hafa verið smá stund inni í bílnum kemur læknirinn aftur út og byrjar að tala í símann. Stúlkunum fannst þetta ennþá dularfyllra. Læknirinn stóð lengi fyrir utan bílinn og talaði í símann. Það sem enn furðulegra var, var að enginn lögregla mætti á staðinn. Lögreglan á alltaf að mæta á staðinn. Ingrid og gestir matarboðsins fðuðu sig á þessu, sérstaklega þar sem bara einhver maður finnst úti á víðavangi einn.
Stúlkurnar sneru sér svo aftur að boðiinu eftir að sjúkrabílarnir höfðu loksins farið, engu vísari um þessa dularfullu atburði sem höfðu átt sér stað beint fyrir framan eldhúsgluggann í Fiskakvíslinni.



onsdag, juni 09, 2004

Sólstingur

Þá meina ég solstingur.com, ekki Sólstingur Versló.

Ég er sólbrennd eftir síðustu daga. Reyndar ekki bara þá síðustu, heldur bara alla vinnudagana. Líka helgina á safninu. Það að sofna með sjóðandi heitt andlit er algjör kvöl og pína.
En maður verður bara brúnn og sætur. Vinnan er hins vegar alveg ágæt. Hópurinn er fínn og það er margt hægt að spjalla og skrafa í beðunum. Það eina neikvæða við þessa vinnu er staðsetningin. Allt umhverfið er frábært, grasið og allt, skjólið og sólin. En, hængurinn er sá að við erum í Breiðholtinu. Ghettóinu. Það er alveg rosalegt þetta ghettó. Krakkarnir eru brjálaðir. Við höfum orðið fyrir árás fimm ára stelpna og sjö ára drengja sem vildu ólmir fá að "teika". Þessi skríll er illa upp alinn. Í kantskurði mínum, arfareitingum og gróðursetningum hef ég búið til heilu pistlana um þjóðfélagsmál. Ég er að hugsa um að birta þá hér einhverntíman. Skrítiið hvernig hugar manns verður pólitískur í BÆJARVINNUNNI.



søndag, juni 06, 2004

Ég fékk ei neinn körfuboltadreng viðreyndan í gær.

Helgin hefur verið strembin. Byrjaði á vinnu í gærmorgun. Dagurinn leið með Krambúðarbrjóstsykri og kassabílaakstri. Ekki leiðinleg vinna það. Í gærkveldi fór ég svo með Erlingi, Bergi og Jennýju á djammið. Við byrjuðum á einhverju partýi hjá fólki sem ég hef bara ekki hugmynd um hvert er. Það var allavegana mjög gaman. Við fórum svo niðrí bæ með henni Siggu. Ferðinni var heitið inn á "Hressó". Það var bara fínn staður. Reyndar mjög mikið af heldur óhuggulegum vöðvabúntum. Við ákváðum að fara á "Hverfis". Sú Hverfisferð var mjög skemmtileg. Byrjaði á því að við stóðum í röðinni og sögðum brandara. Allt í einu birtis hópur af strákum (sem voru ekkert svo ómyndarlegir) allir í eins bolum. Sá hópur fór beint í VIP röðina. Það fannst okkur súrt. Strákur sem var fyrir framan okkur í röðinni byrjaði að kalla á einn strákinn. "hey, Jón, Jón". Það fór kliður um röðina og Jenný og Bergur urðu eitthvað voða spennt. Ég skildi þetta ekki. Bergur fór að reyna að tala við strákinn. "hey, þekkir þú ekki bróðir minn Þórð?" Strákurinn bara horfði á Berg eins og hann væri eitthvað vangefinn og hélt áfram samræðum sínum við hinn strákinn. Aftur reyndi Bergur en áður en greyið strákurinn gat sagt eitthvað tók Bergur eftir því að þeir væru með eins úr, og varð að sjálfsögðu að koma því á framfæri. Strákurinn horfði á Berg og var heldur smeykur við hann. En að lokum komust þeir að því að hann kannaðist við Þórð í Haukum, hann setti þó upp enn annan skringilega svipinn þegar nafnið Doddi Timberlake, bar á góma. Vildi ekkert kannast við það. Bergur varð svo stoltur af bróður sínum. Ha! af hverju. Ég skildi ekkert í þessu. Bergur var svo uppnuminn af þessu. "Hann þekkir bróðir minn!" sagði Bergur voða ánægður. Hver var þessi strákur eiginlega? Jú, ég komst að því að hann er þessi NBA gaur. Já, þá kveikti ég, bróðir Ólafs Stefánssonar. Allavegana. Þegar inn á staðinn var komið voru þessir grænklæddu herramenn út um allt. Ég og Jenný vorum ekkert ósáttar. Við dönsuðum eins og villidýr og vitiði hvað. Þessi Jón tróð sér fram hjá mér og ég dansaði rassadans við hann!! Þessir körfuboltagæjar gerðu kvöldið svo skemmtilegt.
En þar koma að að litla Ingrid varð að fara heim að sofa til að geta unnið í dag. Áður en ég komst heim fékk hins vegar tvær bjór skvettur yfir mig, og sko það ekkert mikið. Þetta voru ekki afleiðingar þess að vera lítill. Síður en svo. Jenný átti annað bjórglasið sem skvettist yfir mig. Bara til að eyða þessum misskilningi þá vil ég bjórinn frekar upp í mig til drykkjar en ekki yfir.
Dagurinn í dag hefur verið langur. Vinnukonan í Suðurgötu 7 hefur látið sig dreyma um rúmið sitt og næstu helgi, en þá á hún frí.



fredag, juni 04, 2004



Erum við ekki undurfagrar stúdínur?



torsdag, juni 03, 2004

Ég er leið á tónlistinni í tölvunni og geisladiskunum mínum. (eða er í svona lægð gagnvart þessum ósköpum) Hvað á ég að fá lánað af netinu. Einhverjar hugmyndir? Nogle foreslag?



onsdag, juni 02, 2004

Af öðru en þjóðaratkvæðagreiðslu

Í dag hef ég lært að mjög margar hljómsveitir enda á s og byrja á s en ennþá fleiri enda á n og byrja á n. Ég var mjög dugleg að finna upp á hljómsveitum eða tónlistarfólki sem byrar á n og voru mér þar vinir mínir Nik og Jay, efst í huga. Annars líður lífið í rigingu, þreytu, Sex and the city og píanóleti. En framundan eru helgarnar skemmtilegu sem lífga svo sannarlega upp á lífið. Og ekki má gleyma Masterclass í Eyjum sem ég held núna að verði haldið. Þetta verður ein vika. Hvað er betra en að vera í æfingabúðum og þræla sér út til að ná betri tækni og færni? Jú, það veit ég. Æfingartímarnir eftir námsekiðið.



tirsdag, juni 01, 2004

Ríkir strákar á rauðum sportbílum og bæjarvinnan í Reykjavík

Þá er fyrsti vinnudagurinn á enda. Þetta var allt í lagi, en langur dagur. Maður huggar sig þó við þá staðreynd að fá tveggja tíma yfirvinnukaup á dag og frí klukkan þrjú á föstudögum.

Eftir þennan riginingarsama vinnudag er eitt sem stendur upp úr. Þar sem ég stóð í riginingunni óskaði ég þess heitt að hitta ungan, ríkan, myndarlegan danskan strák sem myndi fljúga með mig burt af þessu landi, í land sólarinnar, matarins og tónlistarinnar. En þar sem Christian og Per voru einn og saman algjör hugarburður er ekki líklegt að það gerist. Christian sem átti þennan fallega rauða sportbíl og var erfingi Tuborg, og vinur hans Per sem var svo skemmtilegur og fallegur. En þar sem ég og Jenný vorum ekki nógu sniðugar að finna okkur svona stráka í raunveruleikanum ákváðum við að skálda þá upp, bara til að ljúga að Gudvangen genginu. Þetta langa bréf um uppspunnar ófarir okkar vildi ég óska í dag að væru hreinar og klárar staðreyndir. En sannleikurinn er sá að ég verð moldrík eftir sumarið, ef ég eyði því ekki bara í einhverja vitleysu. (Já, já, Bergur þú verðu ríkari, ég veit)