The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

mandag, januar 31, 2005

Pervertíski píanóviðgerðamaðurinn

Þessi saga verður ekki löng. Ég er ekki í neinu bloggstuði. Er eiginlega bara að reyna að standa undir væntingum æstra aðdáenda þessara síðu.
Á föstudaginn fór ég eins og venjulega niðrí tónskóla og sat þar ein inni í stofu, ein með flyglinum í góðum tónstiga fíling. Skyndilega eru dyrnar opnaðar og inn í gættina stingur gamall kall höfðinu. Áður en ég fæ nokkuð sagt er hann kominn inn á mitt gólf og segir eða hreinlega æpir : Var einhver biluð nóta hérna?!!
Ég lít niðrá hljómborðið og hugsa mig um sem snöggvast, man þá eftir einni leiðinlegri D nótu, hún hafði þó ekkert verið að pirra mig mikið.
-Já, segi ég, það var hérna ein D nóta, annars man ég ekki eftir neinni annari eða öðru sem er að.
Feiti kallinn sem lyktaði líka alveg óskaplega gerir sig líklegan til að setjast við flygilinn svo ég er snar í snúningum og stekk af bekknum og stilli mér upp við vegg til að fylgjast með athöfnum mannsins. Hann losar lokið frá flyglinum, stingur feitu hendinni inn í flygilinn og dregur út skrúfblýant, horfir á mig og spyr mig mjög ásakandi: Átt þú þetta?
Ég hafði sko aldrei séð þennan blýant á ævinni og veit ekkert hvernig hann lenti þarna þannig að hann dempaði eitthvað nótuna. En jæja. Svo kom Sirrý á skrifstofunni inn og sagði honum að það hefði eiginlega verið annar flygill sem átti að laga. Nú jæja, hann stóð þá upp en áður en hann gengur fram hjá mér, starir hann á brjóstkassann á mér og segir: Hvað stendur þarna? uu.....United col...
Ég var fljót að reyna að losa mig við hann og segi: Þetta er bara fatamerki. Jájá, en þá heldur hann áfram að stara á brjóstin á mér og fer eitthvað að afsaka sig með það að hann hafi ekki verið með gleraugun og eithvað bull. Ég bara hló og hann gekk út með Sirrý baulandi eitthvað um af hverju í fjáranum unga stúlkan hefði verið að geyma blýantinn sinn inni í flyglinum! Jeminn eini. Og því miður er pedallinn á þessum flygli alltaf með eitthvað bölvað vesen þannig að ég á pottþétt eftir að mæta þessum perverti aftur.



onsdag, januar 26, 2005

Heil vikar hefur liðið síðan hún Ingrid bloggaði. Hvað kemur til?
Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Ingrid hefur aðeins verið að spila, greina Mozart og gera setningarfræðiverkefni þessa vikuna.
Ekkert er í fréttum hjá mér. Um síðustu helgi var haldið afmæli Begga mínum til heiðurs, en hann varð 15 ára þann 20. janúar. Daginn eftir, á sunnudeginum, var önnur afmælisveisla. Sú var haldin í tilefni 2 ára afmælis hennar Ásdísar litlu sem sýndi mér sinn fagra hest sem heyrist í taka brokkið og hneggja þegar klipið er í eyrun á honum.
Vonbrigði dagsins eru líklega þau að ég uppgötvaði að Sonata no. 8 eftir Beethoven er í bók sem ég á. Þetta er einhver Casio bók sem ég veit ekki hvaðan kemur en hún hefur verið í mínum fórum í mörg ár. Í henni eru mörg meistarastykki. Svo sem Raindrop Prelude og Valsar Chopin, Tunglskinssónatan (sem ég á einmitt að æfa núna sem eins konar slökunaræfingu) og Tilbrigði Mozarts við lagið sem við þekkjum sem ABCD, svo eitthvað sé nefnt.
Ég byrjaði sem sagt að spila Adagio cantabile kaflann í sonötu no. 8 án þess að tékka svona á þessu. Þegar ég er búin með einhverju móti að lesa mig í gegnum fyrstu tvær blaðsíðurnar og ætla að fletta fatta ég að hinn helminginn af laginu vantar. What the....? hugsa ég. Þá er eins og að í bókinni sé bara svona lítið sýnishorn af öllum þremur köflunum í sónötunni. Mikið var ég rosalega svekkt. Nú þarf ég að byrja að leita á bókasafninu niðrá Engjateigi á morgun, samt var ég búin að leita og fann ekki neitt. Damn it! Þetta er ekki lengur uppáhalds nótnabókin mín.

Annars er ég alveg sátt við Bachelorette. Fínt val hjá henni. En ef einhver ykkar vantar sjónvarpsþátt til að fylgjast með þá mæli ég með Murder City sem er á dagskrá á þriðjudagskvöldum eftir tíufréttir. Mjög skemmtilegir....vá ég hef aldrei haft svona mikinn tíma til að horfa á sjónvarp..jeminn eini!!



onsdag, januar 19, 2005

Er vort fagra land og vor göfuga þjóð á hverfanda hveli?

Fólk getur skeggrætt um hluti sem mér finnst ekki skipta neinu máli. Fólk getur líka alveg sleppt sér yfir hlutum sem í raun skipta engu máli. Það get ég. Það get ég yfir engu. Engu sem skiptir neitt voðalega miklu máli.
Í huganum hef ég einmitt undanfarið alveg sleppt mér og svoleiðis baunað yfir óprúttna þjófa og eiturlyfjaneytendur. Viðkomandi mál skiptir kannski litlu máli í samanburði við margt annað. En skiptir miklu máli í mínum litla heimi. Þetta mál leiðir mig einmitt að þeirri spurningu hvort vor göfuga og einstaklega gestrisna þjóð sé á hraðri leið til glötunnar.
Þannig er mál með vexti að í gærdag svaf Viðar litli værum blundi heima hjá sér. Heiðbjört var í vinnunni, já eða skólanum. Á meðan Viðar greyið svaf voru einhverjir fjárans móður serðarar sem brutust inn í húsið og stálu hinu og þessu sem þeir fundu, þar á meðal tölvunni hennar Heiðbjartar. Það sem er kannski mest svekkjandi við þetta allt saman er það að Viðar hafði einmitt farið daginn áður og keypt harðan disk til að færa nú allt dótið þeirra yfir á hann svona til að baktryggja sig. En af einhverjum ástæðum, sem eru kannski ósköp eðlilegar voru þau ekki búin að þessu. Hvað haldiði þá? Kemur bara eitthvað pakk með hor í nös og anoraxíu af of miklu heróíini (eða einhverjum fjandanum), skríða inn um búrgluggan og ræna heima hjá löggunni! Taka stafræna myndavél og nýtt hálsmen sem mamma Viðars hafði fengið í sextugsgjöf bara núna í haust. Reyndar bendir allt til þess að þarna hafi bara ein manneskja verið á ferð. En mér er sama. Land vort og þjóð er bara að fyllast af skrambans glæpalýð, árans hyski og bastörðum, gestapó og aumingjum. Nú hefur Heiðbjört glatað glósunum sínum. Glósur frá kennaranum er hægt að fá aftur en ekki hennar eigin glósur fíflið þitt, hver sem þú ert!! Og að vilja læðast í kringum sofandi mann, alsaklausan og berskjaldaðan fátækan námsmann og bara FOKKING RÆNA HANN!! SKILAÐU TÖLVUNNI HELVÍTIÐ ÞITT!!. Já, ég veit hvað hann afi minn hefði sagt. Það á bara að SKJÓTA þetta lið á færi, gefa út veiðileyfi á þetta pakk!



torsdag, januar 13, 2005

Ansans árin og skrambans útvarp!!

Þetta Norðurljósapakk má bara fara norður....o.s.fr. Nú er ekki hægt að hlusta á tónlist í útvarpinu! Ég er alveg brjáluð. Nú mun ég reka mína eigin útvarpsstöð fyrir bílinn minn og heimilið. Þar sem ég get hlustað á almennilega tónlist! Ég vil ekki hlusta all day long á einhverja FM hnakka tala bjagaða og ranga íslensku, halda að þeir séu rosa kúl en eru bara...djísús. Ég stillti í dag í brjálæði mínu yfir hvarfi Skonrokks á FM og komst bara í hip og shake fíling fyrir vísindaferð á morgun. En það var allt. Ég gat aðeins hlustað á eitt lag, þá var ég komin með nóg og stillti á Rás 2 og þegar ég fékk nóg af henni stillti ég á uppáhaldsútvarpsstöðina mína Útvarp Ingrid Örk.

Er að fara í bíó með frú Klámstjörnu á Alfie, ég titra af tilhlökkun! frú Fellibylur og frú Blájaxl komast ekki. To bad for them. (Hr. Ekkiallurþarsemhannerséður er náttúrulega í DK og kemur ekki með) .......já, ráðið núna í dulmálið.



mandag, januar 10, 2005

Sagt er að fólk sem elskar græna litinn sé mjög jarðbundið fólk..........einmitt!

Jenný Halla kom ásamt fjölskyldu sinni í ansi skemmtilegt matarboð á laugardaginn. Greyið Jennýju var nú heldur brugðið þegar hún sá angistarsvipinn á vinkonu sinni. Hún hélt hún væri að glata vinkonu sinni í hin innstu myrkur vonleysins og skammdegisþunglyndisins. En aldeilisi ekki börnin mín góð. (ég er örugglega með geðhvarfasýki). Í dag er nýr dagur og engin ástæða til að örvænta. Í dag eru einmitt rúmlega tíu vikur í páskaleyfið og þá ætti nú að vera orðið ansi bjart svona miðað við það sem við þurfum að lifa við í dag. Þá ætla ég líka að bjóða vinum og vandamönnum á tónleika, eða réttara sagt stressprófsprufu. Um það leyti á ég líka afmæli, jeij!
En nú lít ég bara björtum augum fram á við. Ég stal af netinu nokkrum lögum með The King's Singers og eitt af því var þetta lag eftir Billy Joel en mér finnst textinn undurfallegur. Hverjum hefur ekki liðið alveg nákvæmlega svona? (ekki mér ég tala svo mikið)

And so it goes
In every heart there is a room
A sanctuary safe and strong
To heal the wounds from lovers past
Until a new one comes along

I spoke to you in cautious tones
You answered me with no pretense
And still I feel I said too much
My silence is my self defense

And every time I've held a rose
It seems I only felt the thorns
And so it goes, and so it goes
And so will you soon I suppose

But if my silence made you leave
Then that would be my worst mistake
So I will share this room with you
And you can have this heart to break

And this is why my eyes are closed
It's just as well for all I've seen
And so it goes, and so it goes
And you're the only one who knows

So I would choose to be with you
That's if the choice were mine to make
But you can make decisions too
And you can have this heart to break

Svona er ég nú dramatísk, svo er sagt að fólk sem laðast að græna litnum sé jarðbundið fólk!!......ekki ég allavegana.




torsdag, januar 06, 2005

Ég hef ákveðið að bjóða velkomna í tenglasafnið mitt tvo nýja einstaklinga.
Þar ber fyrst að nefna kvennagullið og hjartaknúsarann Dodda Timberlake. Þessi maður er eitthvað að þvælast í Frakklandi og bloggar greinilega mjög sjaldan. En hér er hins vegar að finna mikinn fjársjóð einhvers hrognamáls og mállýsku íslenskunnar. Þetta er góð síða sem varpar ljósi á "gangstera" mál Íslendinga. Ég get varla lesið þessa síðu. Topp náungi þar á ferð....alveg eins og bróðir hans.

Svo er það hún Vala. Hér er að finna manneskju sem leggur andlega sem og líkamlega rækt við sjálfan sig. Hér finnið þið dæmi um hina fullkomnu húsmóður sem eldar og bakar ofaní fólk, borðar líka allta sjálf og dansar það svo allt af sér. "Some dance to remember, some dance to forget" Þessi manneskja dansar til að lifa.
Góða skemmtun.



onsdag, januar 05, 2005

Hvað kemur úr myrkrinu?

Nú tekur við steinrunninn kaldur raunveruleikinn eftir listisemdir og matgræðgi jólanna. Mér, eins og öðrum, finnst tíminn sem nú tekur við alveg skrambi svartur og dapur. Ég tel dagana fram að páskafríi. En hvernig í ósköpunum kemst maður í gegnum þennan ömurlega tíma. Snjóþungann og myrkrið. Ég get leyft mér að fullyrða að janúar og febrúar eru ábyggilega leiðinlegustu mánuðir ársins...alltaf. Fyrir utan kannski nokkra afmælisdaga og þannig. Ringo bróðir minn á nú afmæli 20. jan. og þarf ég að finna afmælisgjöf.
En þar sem nú tekur aðeins við myrkur og leiðindi ætla ég að reyna að finna upp góðar hugmyndir fyrir þennan tíma, og þarf til þess mikinn viljastyrk. Hin tryllta og óútreiknanlega Ingrid hefur legið í dvala í nokkurn tíma. Næst þegar ég fer með einhverju ykkar á djammið skal ég dilla mér eins og þið hafið aldrei séð nokkra manneskju nokkru sinni gera. Mjaðmirnar á mér munu fá raflost og verða æstar af kátínu.
-Fyrir utan þá tilhlökkun að fara með mér að dansa er hægt að éta upp allar jólabækurnar. Lesa þær upp til agna og pæla í þeim allar stundir, alveg niðrí botn og skilja hvert einasta orð.
-Það er hægt að kaupa sér kort í ræktinni, fara með góðan spilara með sér og vera viss um að vera með ACDC og Iron Maiden í honum. (Killing in the name of-Rage Against the Machine, algjör snilld í leikfiminni) Svo ekki sé talað um UFO og Yepha sem eru ómissandi á brettinu. "Jeg har en stil som er focking hard core når jeg knæpper..." ...það er nefnilega það.
-Kaupa á útsölum fleiri föt.
-Svo er hægt að sinni áhugamálum sínum. Dúkkuhúsgagnasöfnun er alveg yndislegt áhugamál og sinnir draumum lítilla stúlkna um eigið heimili að nokkru leyti.
-Hvað varð um körfuboltamyndirnar? Ég vildi óska að ég vissi hvað ég gerði við bunkann minn.. Ég sló met í að eiga lítið af Jordan myndum. Eignaðist með mjög óhagstæðum kaupum mynd sem hafði tvo menn Jordan og einhvern annan sem ég man ekkert hver var, gaf í staðinn fyrir þessa mynd stóran bunka af Orlando Magic myndum! Hvernig væri að finna gömlu söfnin sín, köruboltamyndirnar, strokleðurin, servíetturnar, frímerkin og bara allt. Tékka á hver verðmætin eru í þessu?
-City og beautiful nonsense= ungmeyjardraumar. Hikið ekki við þá. Nauðsynlegt innlegg í myrkradagana.
-Svo að lokum vil ég heyra af einhverjum sem fara á Bókhlöðuna og taka eina góða syrpu þar inni. Byrja allt í einu að rappa eða syngja. Bara svona til að hrista upp í liðinu. Ég myndi hlæja.



søndag, januar 02, 2005

Gleðilegt nýtt ár

Nú stendur maður enn og aftur frammi fyrir þeirri staðreynd að árið er liðið og hverfur án þess að maður hafi gert allt sem maður ætlaði sér. Tíminn líður allt of hratt og maður gerir upp árið og hugsar um að það hafi nú ekki verið alveg sneisafullt af sigrum og óvæntum uppákomum. Ef til vill kemst maður að því að maður hefur gleymt að bæta lífi í árin. Heiðbjört var áðan að tala um það að læknar reyna stundum að bæta lífi í ár sjúklinganna í staðinn fyrir að bæta árum við lífið. Þess vegna skrifaði ég nú þetta. Já, ég er bara hálf klökk og voða dramatísk. Hvað getur maður annað gert með Vísur Vatnsenda-Rósu í bakgrunni?

Hér fyrir framan mig er lítið bréf sem systir ömmu minnar í Danmörku gaf mér. Bréfið hefur hún aldrei skilið og það geri ég ekki heldur, en það er skrifað árið 1889 í Bourges í Frakklandi. (ég vona að ég lesi staðarnafnið rétt) Ef einhver vill þýða fyrir mig bréfið er sá hinn sami velkominn til þess. Frænka mín hefur lengi átt þetta bréf og aldrei vitað hvað í því stendur. Mig langar til að senda henni þýðinguna. Hver veit nema þetta sé löngu týnt ástarbréf. Já eða bara sendibréf milli fjölskyldna. Kannski varpar þetta bréf ljósi á gamla morðgátu. Já, hver veit? (eða þá að þetta sé bara innheimta á skuld og yfirlit yfir fjölda fjárs á bóndabæ, mjög spennandi). Ég ætla hvað sem því líður að reyna að pikka bréfið inn í tölvu, láta á það reyna hvort ég skilji stafina. Þar kemur kannski misheppnuð tilraun Gerard og fleirri til að kenna mér frönsku, að góðum notum. Hver veit? Við vitum bara ekki neitt. Við vitum ekki einu sinni hvað mun gerast á þessu ári. Það mun allt koma í ljós, koma í ljós........