The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

tirsdag, marts 20, 2007





Hér koma smá sýnishorn frá síðustu helgi



lørdag, marts 03, 2007

Ingrid GÍTARHETJA!

Þetta eru orð sem ég vildi að einhver, bara einhver gæti látið falla núna á mánudaginn eftir kennarasamspil, það væri mjög gaman. Ég er nefnilega búin að sitja hérna og æfa mig á gítarinn. Er orðin alveg svaka góð núna og það tekur mig bara 2 sek að skipta um hljóm núna, en fyrir nokkrum vikum tók það alveg 4 sek. Svo ætla ég að taka algjört hetju sóló á mánudaginn, strax klukkan níu og börna yfir pentatónsstigan. ......... þess væri allavegana óskandi.
Ég er nefnileg svo upplífgandi manneskja, að ég er búin að sitja fyrir framan anskotans tölvuna, og núna svíður mig í augun, í allt kvöld, á laugardagskvöldi! Og þið kunnið að spyrja ykkur, hvað er hún að gera?, nei hún er ekki að læra, hún var að horfa á Pride and Predjudice, leika andskotans mentos leikinn á netinu, skoða íbúðir á fasteignavefnum, sem er alveg mín skemmtilegasta iðja nú til dags, skoða húsgögn á barnalandi, sem ég ætla setja í leiguíbúðina mína sem ég er enn ekki búin að finna...os.fr. Svo er ég líka búin að háma í mig (guð ég þori varla að segja þetta) Ben & Jerry's karamelluís og negrakossum og kóki..........

......eins gott að Leifur fari bráðum að koma svo ég geti farið að spjalla við hann í staðinn fyrir að hangsa svona fyrir framan skjáinn. Er með stærsta samviskubit í heimi.....ekki yfir ísnum, nei yfir því að hafa ekki lært stafkrók...eða öllu heldur eina nótu. En ég get þó huggað mig við að vera búin að spila nokkra hljóma hérna á þennan skemmtilega gítar sem ég stal frá nágrannanum í næsta herbergi.

Nú er ég hætt að ausa yfir ykkur leiðinlegheitum mínum og ætla að fá mér meiri ís.
Blogga ábyggileg eftir masterclassið hjá fabio píanóleikaranum ítalska. Segi ykkur frá því öllu! :)