The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

torsdag, december 21, 2006

Dagurinn eftir morgundaginn....ekki á morgun heldur hinn

Þá er reyndar þorláksmessa. En ég var nú bara að vitna í bíómynd sem fjallaði um það þegar ísöld lagðist aftur yfir jörðina. Þetta gerðist allt á tíu dögum vegna gróðurhúsaáhrifa mannsins og allt sem við gerum rangt í heiminum.
Og hvað hefur gerst síðustu daga. Menn stranda risastóru skipi sem er fullt af svartolíu og er nú þegar byrjuð að leka út í náttúruríkið og hefur með tímanum áhrif á ósonlagið og allt...þið skiljið. Á sama tíma kemur þetta ofsaveður og leysingar, og það rétt fyrir jól. Votviðrið hefur þau áhrifa að ár flæða yfir bakka sína, vegir rofna, aurskriður falla á mannabyggðir, tengdaforeldrar mínir og Pússla og Mirra, eru næstum því í stór hættu vegna flóðs í Ölfusá. Og hvað sé ég svo þegar ég vakna í morgun? Snjó! Þetta er alveg eins og í myndinni. Mjög krípí allt saman.
Þó hef ég ekki svo miklar áhyggjur að það sama sé að gerast og í myndinni. Öllu heldur er ástæðan einföld. Við búum á Íslandi.
Það segir sig sjálft, og þegar ég segi það á ég ekki bara við veðráttuna hér þennan árstíma, heldur menningu okkar og fornmenningu. Þetta Ísland! Menningarsaga okkar hefur orðið til þess að æskustaður minn, undurfagra ævintýralandið vestur á fjörðum, hefur flekkað mannorð á síðum blaðanna. Svona er þetta afdalafólk. Mér þykir þetta allt soldið undarlegt. Ég vissi ekki að menn iðkuðu ennþá forna trú og siði á Íslandi í svo bókstaflegrir merkingu. Né vissi ég að fólk gæti ekki séð eftir því að keyra á annarra manna dýr og beðist afsökunar á því.
Æ, þetta er voðalegt.

En nú ætla ég að fara að þrífa meira og fara svo í bæinn með mömmu og aldrei að vita nema maður hitti draumaprinsinn seinna í dag.



mandag, december 11, 2006

Afmæli!!

Hann Leifur minn á afmæli í dag! Til hamingju krúttið mitt. Ég veit reyndar að hann les ekki bloggið mitt þannig að hann á ekki eftir að sjá þetta. Engu að síður fannst mér ég verða að koma því til skila hér hvaða merkis dagur er í dag.

Af öðrum afmælum er það að segja að Daníel tvíburabróðirinn á auðvitað líka afmæli í dag..ho ho...og Ásgeir frændi minn á afmæli í dag og á morgun eiga frændur mínir G. Otri og Otir G. báðir afmæli. Óska ég þeim öllum til hamingju með afmælið!