The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

onsdag, november 29, 2006

Maður lifandi!

Nú hefur einhver ekkisens æfingaleti gripið um sig. Bæði í gær og í dag hef ég verið einstaklega löt við æfingar. Ég er með stærsta samviskubit gagnvart sjálfri mér í heimi! Og stigprófið bara eftir nákvæmlega tvær vikur! Shit!
Ég veit ekki hvað veldur þessari leti, en það gæti bara verið almenn desember þreyta, sem kemur því miður hálfum mánuði of fljótt þetta árið. Ekki hefur bara æfingaþreytan gert vart við sig, heldur "faraframúrámorgnanna"-þreytan líka. Einhverra hluta vegna er það agalega erfitt að fara fram úr nægilega snemma þessa dagana.
Ég reyni að spýta í lófana næsta hálfa mánuðinn, en þá ætla ég líka að gefast upp og sofa og sofa, baka, skreyta og dúllast. Dúllí, dúllí! Mikið hlakka ég nú til.

Lifið heil og sæl án megrúnarkúra í desember. Fáið ykkur smákökur og jólaöl!



onsdag, november 22, 2006

Jóla jóla!

Ég er bara ekki frá því að jólaskapið fari að hellast yfir mig hvað og hverju. Heyrst hefur að Mariah Carey, hafi heyrst syngja í Fiskakvíslinni, ekki alls fyrir löngu.
Samfara jólaskapinu hellist prófkvíðinn yfir, með látum í maga, kvörtunum og kveinkunum, pirringi, gráti og tannagnísti, kæruleysi og dugnaðarleysi, metnaði og dugnaði. Öllu í bland. Tekur nú við mikill tilfinningaólgu tími, sem einhverjir kvíða (Leifi, mömmu, Hibbu og Eggerti) svona aðallega.
En sem betur fer fyrir Mariuh Carey. Guði sé lof fyrir hana. Því í þessari tilfinnaólgu er kannski möguleiki á að halda mér í góðu skapi fram yfir próf og fram að jólum. Sjáum bara til.

Gott að láta sér hlakka til og syngja...all I want for christmas is.....ást, hamingja, góð heilsa, meiri peningar, meiri gáfur, skólabækur, föt, geisladiskar, borðbúnaður, rúmföt, skór, stígvél, spariskór, símar, tölvur, maskari, make, augnskuggar, snyrtiborð, fleiri skór...............................................
....... ..........................................................................................................................................................................................................



lørdag, november 18, 2006

Stóllinn....the story

Í gærkvöldi var stóllinn góði opinberlega tilbúin. Þá eru eftir smávægilegar lagfæringar, eins og að verða sér úti um bólstrunarnál og sauma lekin föst. Nú vita kannski einhverjir ekkert hvað ég er að tala um. Því vil ég byrja á byrjuninni.

Á fimmtudaginn fyrir viku kíktum við Leifur í Góða Hirðinn. Fundum við þar forljótan stól, sem var samt sem áður, þrátt fyrir ljótleikann, alveg eins og stóll sem Jenný og Óli eiga. Leifur var einmitt svo hrifinnn að þeim stól því það er hægt að rugga sér í honum. Leifur var að leita sér að einhverskonar sófa inn í herbergið sitt en ég var nú búin að segja honum að hann mætti bara fá gömlu grænu ruslahaugs stólana frá mömmu. Nei, hann vildi sófa. Þegar hann svo kom auga á stólinn var ekki aftur snúið. Stóllinn skyldi keyptur og lagfærður og sett á hann nýtt áklæði. Töldum við það ekkert mál. Var hann tekinn, borgaður og fluttur út í rigininguna. Þegar hann var kominn, blautur inn í bílinn, gaus upp þessi svaka vonda lykt. Það var eiginlega bara pissulykt af honum. Ekkert sérlega skemmtileg. Var því stólnum bara hent inn í bílskúr hérna í Fiskakvíslinni og við gusuðum yfir hann vatni. Ekki var það nóg, tókum við þá bílasápu og helltum yfir hann. Það fannst okkur heldur ekki nóg, svo við tókum Ajax alhreinsilög og helltum líka yfir hann og bara skoluðum ekkert svo mikið. Létum það standa þannig í svona sólarhring og skoluðum meira. Á sama tíma byrjuðum við að pússa tréverkið. Sóttist Leifi verkið vel, eftir að ég gafst upp á pússinu. Sama dag, á fimmtudeginum sem stólinn var keyptur, brunuðum við í Ikea rétt fyrir lokun, eftir skóla, og keyptum hvítt efni. Fengum við efnið á afslætti þar sem það er víst svo skítsælt. Á föstudagskvöldinu var svo drifið af fullum krafti í allar framkvæmdir. Mót tekið af bakhlið og hliðum stólsins, búið til skapalón úr smjörpappír þar sem við gleymdum að kaupa sniðpappír, efnið straujað þurrt eftir þvott og títiprjónað, sniðið og saumað. Hólkurinn sem ég saumaði, smellpassaði. Þetta var svo vel heppnað. Í vikunni varð Leifur sér svo úti um fatalit þar sem efnið varð alltaf bara skítugt við hverja snertingu. Þá varð efnið svona bage (ljósbrúnt, húðlitað...næstum því bleikt) Í gærkvöldi var svo verkið klárað eftir að grindin hafði staðið svona vel pússuð og olíuborin og sætið orðið þurrt. Lék heftibyssan hans pabba þar stórt hlutverk, þrátt fyrir ýmis mótmæli og mótbárur. Við gáfumst ekki upp og kláruðum að hefta efnið yfir sessuna. Við gátum varla farið að sofa í gærkvöldi, það var svo gaman að horfa á stólinn, ekki bara sitja í honum, aðallega að horfa á hann!



torsdag, november 02, 2006

Salur númer eitt.....nei salur númer EITT!

Eins og fleiri Íslendingar, langaði okkur að fara á Mýrina í bíó. Í gær var því ákveðið bíókvöld eftir erfiðan skóla/vinnudag. Varð Háskólabíó fyrir valinu í þetta sinn þar sem myndin er sýnd þar klukkan níu. Fengum við miða okkar í hendurnar og þar stendur salur 1. Við innganginn rífur ungur herramaður af miðnunum okkar og segir, "inngangurinn til vinstri". Ég lít þá í átt að bíósalnum og sé einmitt að dyrnar til vinstri inn í salinn eru opnar. Við löddlum bara í átt að salnum og biðum lengi í biðröð við sjoppuna. Þegar ég loksins kemst að sjoppunni bið ég um Nachos því ég var löngu búin að ákveða að fá mér það. "Nei það er ekki til", ég set upp smá undrunar og smá svekkelsissvip (ímynda ég mér að ég hafi gert) og bið þá um fylltar lakkrísreimar. "nei, þær eru heldur ekki til, bara venjulegar" Þá var ég orðin soldið ill og fékk mér popp og kók, þá poppið hafi ekki endilega verið það sem mig langaði til að byrja með í. Setjumst við þar næst á góðan stað inn í salinn. Þetta var svona rosalega fínn staður og ég þurfti ekkert að lyfta höfðinu til að sjá skjáinn almennilega í gegn um gleraugun. Byrja þá auglýsingarnar. Fullt af hundleiðinlegum og óáhugaverðum myndum auglýstar. Slokkna svo ljósin loksins og Warner Bros merkið byrjar að koma á skjáinn. WARNER BROS PICTURES! Mér verður litið á Leif sem er eitt stórt spurningarmerki. Hann lítur svo á mig og þá er okkur full ljóst að við erum í röngum sal. Við stukkum á fætur því við vorum búin að borga hellings pening fyrir að sjá Mýrina. Þegar við nálgumst útganginn eða öllu heldur innganginn á salnum sé ég var fjöldi annars fólks kemur stormandi út, hleypur samferða okkur inn ganginn í Háskólabíó. Sé ég þá hvar beint á móti mér er inngangur á sal sem heitir "1! !!! Salur eitt! Hver andskotinn, eru tveir salir númer eitt!! Þegar við svo komum inn í hinn rétta sal númer eitt var Mýrin byrjuð og engin sæti laus nema alveg fremst og er mér ennþá illt í hnakkanum eftir að hafa setið þar í tvo tíma. Tók það okkur svo smá tíma að komast almennilega inní stemmningu myndarinnar, en þar af leiðandi þurfti ég að rifja alla helvítis bókina upp til að vita hvað gerðist í byrjun og mundi um leið plottið og endi myndarinnar!
Ég nennti sko ekki að tékka hvort að stóri salurinn væri merktur númer eitt eður ei. Hvort sem svo sé eða ekki, þá finnst mér þetta helvíti lélegt að fólki sé ekki bent á að stóri salurinn sé ekki númer eitt eins og lógígin gerir ráð fyrir. Annars var myndin fín. Ég hefði átt að biðja um endurgreiðslu....andskt........