The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

fredag, oktober 20, 2006

Að vinna....að græða

Núið er skemmtilegur net-´póstleikur. Á hverjum virkum degi fæ ég meil þar sem ég á að svara einhverri auglýsingu og þá fæ ég að sjá hvort ég hafi unnið. Ég er búin að vinna ótrúlega oft og mamma líka. Mamma er búin að fá tvo fyrir einn á einhverjum veitingarstað, 25% afslátt á Lækjarbrekku, ég er búin að vinna þrjá video leiguvinninga og 20% af brúnkumeðferð. Vinna! Eða hvað?
Fyrst vann ég tvær fyrir eina á Grensásvideo. Þangað fór ég, afskaplega glöð og leigði tvær myndir, gamlar og keypti tvö prins póló. Þetta kostaði mig rúmlega 700 krónur þar sem ein mynd kostar 500 kr. Þegar ég fór, hafði ég ekki farið á eigu í nokkur ár. Auk þess er svo mikið að gera alla daga að ég náði náttúrulega bara að horfa á eina mynd eitt þriðjudagskvöld og fór sem eftir skóla daginn eftir til að skila myndunum. Hafði ekki nokkurn tíma í að horfa á báðar, enda væri það bara tímasóun. Ef ég hefði ekki fengið þennan glaðning á Núinu, hefði ég pottþétt sparað mér 700 kr, allavegana 500 kr því ég hefði bara tekið einhverja mynd úr hillunni hjá Eggerti eða sjálfri mér og horft á aftur.
Er þetta þá vinningur. Þetta eru eiginlega bara tilboð. Reyndar er hægt að vinna ferðir, eins og um daginn hefði verið hægt að vinna ferð til Ljublana, sem einhver gerði. Um svipað leiti fékk mamma glaðning sem var tvær vikur í Jiu Jitsu. Mamma horfði furðu lostin á skjáinn og eiginlega í smá sjokki því hún hélt að hún hefði unnið ferð til Asíu. En svo kom í ljós að Jiu Jitsu er sjálfsvarnarskóli!
Samt sem áður hef ég velt þessu fyrir mér. Ef ég er meðvituð um það að ég er ekki að græða neitt þá er þetta allt í lagi. Því í hvert einasta sinn sem ég fæ glaðning og á skjánum birtast þessi orð "Til hamingju, þú hefur unnið glaðning, .... o.s.fr." þá verð ég svo glöð. Þeysist frá tölvunni og læt alla sem vilja heyra, vita að ég hafi unnið. Gleði hríslast um mitt litla sálartetur og skilur eftir sig einhverskonar hamingju í amstri dagsins.
Áhrifin eru sem sagt sú, að um leið og ég fæ glaðning, eru það orð að sönnu, glaðningur og gleði. Þetta er eiginlega bara svona sálrænn netleikur. Klapp fyrir því!



lørdag, oktober 14, 2006

IKEA-draumurinn

Hvaða draumur er það? Jú, það var einhver draumur ungs ástfangins pars í lagi með Stjórninni. "Þau eru ung og svo ástfangin, og því kannski ekki alveg tilbúin, þegar þeim birtist erfinginn...."o.s.fr. Held að lagið heiti Jatsí, man ekki hvernig það er skrifað, en viðlagið er svona "þau spila jatsí og krakkinn fær sleikjó (...)" og svo kemur eitthvað um að þau poppa popp og dreyma um IKEA drauminn.
Þetta lag skaut einmitt upp kollinum í gær þegar ég og Leifur skelltum okkur í IKEA. Spenningurinn hjá mér var orðin svo mikill að ég skalf á fótunum þegar loksins við gengum inn í langþráða draumalandið. Þessi IKEA ferð var plönuð með löngum fyrirvara, enda spenningur fyrir nýju versluninni þvílíkur á landsvísu.
Það var nú eitt og annað sem við vorum búin að ákveða að kaupa, eins og almennilegur koddi fyrir bassaleikarann minn hérna í Fiskakvíslina, snagar í Auðarstrætið og fleira sem ég get ekki greint frá hér (vegna ýmissa hátíðisdaga eins og t.d. jóla). Endaði þetta nú með því þar sem verslunin er svo stór að við vorum næstum tvo tíma að koma okkur í gegn um þetta allt saman. Svo var svona eitt og annað sem rataði með sem var ekki á innkaupalistanum eins og handklæði, lak, myndarammar, servíettur og jóladót. Þegar við loksins komum á leiðarenda vorum við bæði úrvinda. Okkur fannst ekkert gaman lengur í IKEA og keyptum okkur ekki ís. Reyndar keyptum við okkur eitthvað nammi þarna í lokin, en engin varð ísinn eins og planað var, og þrátt fyrir enga biðröð og margar ísvélar. Mæli ég því með því við þá sem ekki hafa lagat leið sína í nýju IKEA og plana kannski tvær ferðir með smá millibili. Ekki ætla ykkur að skoða allt! Gæti ferðin tekið heilan dag. Fyrir fólk eins og mömmu og ömmu, sem þurfa að skoða hvern einasta hlut, gæti þessi verslun hreinlega verið þeim ofviða.
Þrátt fyrir öll herlegheitin, fannst mér svo gaman að ég er að hugsa um að skella mér aftur í dag með Hibbu og mömmu og pabba. Aldrei að vita nema manni verði boðið upp á ís.........



onsdag, oktober 11, 2006


Djöfull erum við myndarleg!



søndag, oktober 08, 2006




Mikið fór ég nú á leiðinlega skemmtun í gær. Það verð ég nú bara að segja. Lagði ég leið mína á Haustfagnað Arnfirðingafélagsins. Venjan er nú sú að þar sem Arnfirðingar koma saman, er afskaplega skemmtilegt (gaman, haha). En einhverra hluta vegna var mjög leiðinlegt á þessari skemmtun. Það sem kannski olli því að mér þótti svona leiðinlegt, var mikil og ofsafengin þreyta. Hafði ég eytt gærdeginum í Ikea og Rúmfatalagernum ásamt fjölskyldunni frá Selfossi. Einnig fór ég í Ráðhúsið að hlusta á Leif spila í smá stund.
Hljómsveitin á þessari fyrrnefndu skemmtun var afspyrnu léleg. Þetta segi ég ekki af eintómri illgirni, því þessir ágætu menn hafa skemmt víða á vestfjörðum (Vesturbyggð) en í gærkveldi var bara eitthvað sem ekki swingaði....vantaði kannski bara chopsin. Chops eru sem sagt, til útskýringar, eitthvað ákveðið dæmi sem er voðalega sniðugt meðal jazznema, skil það varla sjálf, en mjög fyndið engu að síður.
Deginum í dag var svo eytt í lærdóm, æfingar, eplaköku hjá ömmu og umræður um hvernig næsti Hausfagnaður geti verið skemmtilegri og betur skipulagður.
Áður en við fórum á búðarrúntinn í gær fórum við í amerískar morgunpönnsur hjá Jennýju og Óla. Birti hér mynd af því.
Bið ég ykkur svo vel að lifa þangað til ég drollast til að henda hér inn færslu næst. (hringið bara og kvartið Patreks-konur, nema þið séuð alveg að tapa ykkur af skemmtun yfir þessari nýju bloggstelpu! )



torsdag, oktober 05, 2006

Ingrid......the evil theory teacher!!

Í dag á ég í fyrsta sinn á ævinn að kenna tónfræði. Hún Júlíanna ákvað að skella sér til útlanda og hringdi í mig og bað mig að leysa sig af hérna í TSDK. Eftir sem sagt um það bil hálftíma mun ég hefja minn feril sem tónfræði-tónheyrnar kennari. Verkefnið leggst vel í mig, þó ég viti ekki rassgat hvað ég á að gera við litlu krílin....og það í fjóra klukkutíma .þ.e. fjóra hópa. Ég ætlaði að vera voða dugleg að byrja á rythma-sveitar-útsetninarverkefninu stóra núna í þessu klukkutíma gati sem ég er í áður en ég fer að kenna, en er nú bara búin að hanga á netinu. Svo á ég eftir að klára nestið mitt og það er kannski best að ég fari að borða það, eða allavegana að fela það áður en krakkarnir koma inn í stofu. Það er ábyggilega voðalega leiðinlegt að koma í tíma (nenna kannski varla að vera þar) og kennarinn er að éta eitthvað gotterí fyrir framan nefið á manni. Annars er ég að hugsa um að spila Duke Ellington fyrir krakkana og láta þau skrifa fyrstu 10 taktana niður. ....eða kannski ekki. Leyfa þeim allavegana að að hlusta. Svo læt ég þau syngja dúr þríhljóm og eitthvað. Svo byrja ég bara að syngja fyrir þau og svo bara sleppi ég þeim út. .....eða eitthvað, eins og í einhverri söngvamynd. En nú ætla ég að byrja að borða matinn minn....síðan leifi ég og leyfi Leifi að borða hann. ....híhí. (leifi og leyfo Leifi)...smá grín.