The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

torsdag, august 28, 2003

I must not tell lies.....yeah right!

Hér ætla ég að birta lygabréf sem ég og Jenný sömdum í sameingingu í sumar. Ætlunin var, á einum rigningardegi þegar við höfðum alls ekkert að gera í byrjun sumars, að senda bréfið til Ingu og Salbjargar, sem eru einnþá staddar í Noregi. Ég breytti aðeins bréfinu því þetta er nú mín síða. Upphaflega átti það að vera Jenný sem skrifaði bréfið en ég breytti öllum "ég" í Jenný og Ingrid í "ég". Ég vil undirstrika að nánast hvert einasta orð þessu bréfi er alger lygi, ég veit einu sinni ekki hvort E lestin er til og ef við þurftum að fara niðrí bæ, tókum við strætó sem var 3 göngumínútum í burtu frá okkur. Enjoy!


Elsku....

Síðustu dagar hafa sko verið mikið ævintýri! Það hefur ekkert lítið gengið á!!! Þetta byrjaði allt á því að við fengum frí í vinnunni á föstudaginn... ástæðan fyrir því var nefnilega sú að við höfðum verið svo duglegar alla vikuna að DortheMarie hjemmet hafði enga vinnu fyrir okkur á föstudeginum, en fengum samt laun fyrir þann dag. Við vorum himinlifandi yfir þessum skyndilega launaða frídegi og ákváðum því að fara á djammið á fimmtudagskvöldinu. Við eyddum fimmtudagseftirmiðdeginum í að taka okkur til... fórum í sturtu í litla baðherberginu okkar, máluðum okkur, settum upp á okkur hárið og fórum í mestu gellufötin okkar. Eftir allan undibúninginn fengum við okkur banana í kvöldmat (maður er alltaf að passa upp á línurnar) og röltum niður á lestarstöð. Við skemmtum okkur konunglega á leiðinni niður á lestarstöðina því við vöktum gífurlega athygli hjá nokkrum vegavinnumönnum sem voru að vinna hér í götunni okkar. Þeir flautuðu á okkur eins og vitleysingar og vildu helst fá að vita allt um okkur. Við urðum reyndar pínu stressaðar þegar þeir kröfðust þess að fá að keyra okkur niður í bæ, þannig að við fundum okkur einhverja afsökun og flýttum okkur niður á Islev Station. Þegar við komum niður á stöðina komumst við að því að það hafði orðið lítilsháttar bilun í lestinni sem við vorum að bíða eftir, H+ lestinni sem fer beinustu leið niður í bæ, og að henni myndi seinka um 40 mínútur. Við nenntum ekkert að bíða eftir þessari lest þannig að við ákváðum að taka C lestina niður á aðra stöð og skipta þar yfir í einhverja aðra og taka hana niðureftir. Lestin var troðin þannig að við neyddumst til að setjast á reyksvæðið. Vorum frekar óheppnar því við settumst á móti pari sem fór skyndilega að rífast alveg rosalega. Við urðum hálfhræddar því að við bjuggumst við að konan (sem var stór og mikil) myndi berja greyið manninn sinn í klessu, hún var farin að taka í hann og hrista hann allan til. Greyið maðurinn hefur örugglega verið mjög bældur því hann gerði ekki neitt í þessu, sagði ekkert og lét konuna bara öskra á sig, tuska sig til og niðurlægja fyrir framan allan vagninn. Það endaði með því að einvhver í vagninum hringdi á lögregluna og lestin var stöðvuð og konan fjarlægð úr vagninum, öskrandi og spriklandi, með valdi. Þegar lögreglumönnunum hafði loksinns tekist að fjarlægja konufjandann hélt lestin áfram. Loksinns komumst við á þá lestarstöð sem við þurftum að komast á til að skipta niður í bæ. Við fórum þá inn í E lestina. Við urðum náttúrulega ekki heppnari en það að lestin stöðvaðist skyndilega inni í miðjum undirgöngum því lestin fyrir framan okkur bilaði. Við vorum í algjöru óstöðvandi hláturskasti yfir öllum þessum óförum okkar... höfum aldrei lent í öðru eins! Lestin var stopp inni í göngunum í 20 mínútur en hélt síðan aftur af stað og við komumst LOKSINNS niður í bæ.

Þegar við komum niður í bæ vorum við orðnar soldið svangar. Lítið búnar að borða þann daginn annað en banana og smá brauðsneið.... svo að sjálfsögðu freistuðumst við inn á Kentucky!!! Á meðan við vorum að háma í okkur sveitta máltíð tókum við eftir því að maðurinn á næsta borði var farinn að láta eitthvað undarlega, eitthvað að reyna að ræskja sig og hósta. Við fylgdumst með honum í nokkrar sekúndur og gerðum okkur síðan grein fyrir því að greyið maðurinn var að kafna, hann var allur farinn að blána í framan. Við hrópuðum upp yfir okkur og stukkum upp úr sætunum til að reyna að fara að bjarga honum. Ég hljóp að afgreiðsluborðinu að biðja um hjálp og öskraði á afgreiðslufólkið að hringja á sjúkrabíl. Jenný notaði kunnáttu sína úr Bráðavaktinni og barnfóstrunámskeiði Rauða Krossins sem hún fór á þegar ég var 10 ára og tókst eftir nokkrar tilraunir að bjarga manninum. Greyið maðurinn var í algjöru sjokki og við biðum með honum eftir sjúkrabílnum sem kom eftir örfáar mínútur. Hann var svo þakklátur að hann vildi launa okkur björgunina. Hann var ekki með neitt á sér nema kort svo hann lét okkur fá nafnspjaldið sitt og sagði okkur að hringja í sig ef okkur vantaði einhverntímann eitthvað. Þegar við vorum að rölta niður í bæ skoðuðum við nafnspjaldið og komumst við að því að maðurinn var enginn annar en Lars Rasmusen eigandi og stjórnarformaður Tuborg verksmiðjunnar!!! Eftir smá labb komum við loksinns að Moosebar, þar sem allir Íslendingarnir hittast og fengum okkur bjór. Höfðum valið þennan stað því við vissum að hljómsveitin SUB ætti að spila. (SUB er álíka fræg hér í Danmörku og Sálin er á Íslandi) Þegar við fórum af Moosebar röltum við aðeins um bæinn í leit að næsta vikomustað og rákumst innan skamms á stað sem heitir Gay Pan Club... en við höfðum einmitt “rekist á” membercard sem Kristian á frá þessum stað. Við vorum orðnar pínu drukknar og ákváðum að fara inn á staðinn til að tékka hvort við myndum kannski rekast á Kristian!!! Þegar við komum inn gátum við ekki annað en hlegið því þetta var drag/strip staður!!! Ekkert nema dragdrottningar uppi á sviði dillandi sér og hangandi utan í súlum!!! Ekki sáum við Kristian svo við ákváðum að forða okkur því allir karlmennirnir þarna inni voru farnir að glápa á okkur. Á leiðinni út villtumst við inn á þröngan gang. Þegar við ætluðum að snúa við vorum við króaðar af af dragdrottningum í líki Dolly Parton og Tinu Turner... ÞÆR FOKKING RÆNDU OKKUR!!!! Hrifsuðu af okkur töskurnar, tóku af okkur alla peninga sem við vorum með og tóku meira að segja klippikortin okkar í strætó/lestirnar!!! Við höfðum sem betur fer skilið kortin okkar og símana eftir heima. Þegar við reyndum að veita þeim einhverja mótspyrnu var okkur ýtt út útum bakdyr...! Við reyndum að komast aftur inn á staðinn til að ná peningunum okkar aftur en dyravörðurinn neitaði að hlusta á okkur, hvað þá hleypa okkur inn!!!

Við stóðum fyrir utan staðinn pengingalausar og allslausar þegar það byrjaði að hellirigna!!! Við vissum ekkert hvað við ættum að gera, þannig að við betluðum klink af einhverjum strákum, fórum í næsta tíkallasíma og hringdum í Lars Rasmusen, gaurinn sem við höfðum “bjargað” fyrr um kvöldið. Hann vildi endilega hjálpa okkur og sagðist munu senda son sinn á bíl sem myndi síðan skutla okkur heim því hann væri sjálfur eftir sig eftir Kentucky. Eftir hálftíma keyrði að okkur þessi svaka flotti rauði sportbíll! Strákarnir inní sem voru b.t.w. gorgeous skrúfuðu niður rúðuna og spurðu okkur hvort við værum Jenný og Ingrid... við játuðum því og annar þeirra sagðist vera Christian sonur Lars, hinn hét Per og var vinur Christians. Við vorum hálf stressaðar yfir því að þurfa að setjast upp í bíl hjá ókunnugum en eftir smá stund komumst við að því að þeir ótrúlega næs og skemmtilegir. Þegar við komum heim buðum við þeim upp í bjór til að þakka fyrir okkur. Þeir stoppuðu í smá stund og þegar þeir fóru báðu þeir um símanúmerin okkar því þeir vildu endilega hitta okkur á Roskilde (þeir eru að fara líka)!!!!!!!!!!!

Við skriðum upp í rúm og sváfum fram á miðjan dag á föstudeginum... vorum í svo miklu sjokki í gærdag og gærkvöldi að við ákváðum að vera bara heima...!
Skrifa fljótt aftur...



onsdag, august 27, 2003

Brjálaði skólinn enn á ný

Nú er skólinn kominn á fullt skrið. Í morgun setti ég upp tíðnitöflur stærðfræði, hlustaði í næstum klukkutíma á Gulla Ástgeirs tala um Mið-Austurlönd og Arabísku, skrifaði glósur og hlustaði á mjög svo vandaðan og mikið fyrirhafðan fyrirlestur Stebba Karls um Afvopnunarsamninga og NATO og tók svo litla könnun hjá Lárusi rektor í fyrsta tíma "Útskriftar-lífsleikniáfangans". Svo las ég líka smá í Harry vini mínum Potter í matarhléinu. Ég er líka orðin kúl MH-ingur. Ég er orðin alveg óvart alveg svakalega kúl. Ég er orðin svo kúl að ég sit í Norðurkjallara. Já, ég er bara "In the gang" sko. Ég er alveg að fíla mig þarna. Ég meira að segja sagði hæ við ógeðslega vinsælu stelpuna í dag.....hehehehe.
Dagga ákvað af einhverjum ástæðum að flytja alla niðrí NKJ því einhver busagrey voru farin að sækja ansi hart að borðinu. Okkur leist ekkert á blikuna og flýðum frá 2. borði frá klukku. Svo er ég komin með lista yfir yndislestrarbækurnar sem ég get valið. Úff, segi ég nú bara. Ég á að vera búin að lesa þrjár bækur í október, og það er enginn sem les eins hægt og ég. Best að byrja strax. Ekkert væl, bara lesið.

Það er svo eitt sem mér láðist að nefna....hún hefur útlitið ekki með sér. Nei, þetta kom nú bara svona af sjálfu sér. Það er að ég er byrjuð að spila á píanóið mitt. Það var það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim. Ég kyssti ömmu og afa, horfði furðu lostin á flísarnar á gólfinu, þær voru eitthvað svo skrítnar og hljóp svo þar næst inn í herbergi og tók C-dúr tónstigann. Það fór um mig fiðringur. Þetta var svo yndislegt, ég var næstum því farin að gráta. Píanóið fór að gráta og eftir smá grát saman lofaði ég píanóinu mínu að ég myndi aldrei aftur yfirgefa það. Sólarhring seinna ákváðum ég og mamma að skella okkur í berjamó um helgina, sem var afskaplega skemmtilegt. Píanóið mitt mun hvort eða er fá nóg af mér í vetur. Sérstaklega þegar ég verð búin með skólann og eyði öllum morgnum fyrir framan píanóið.



tirsdag, august 26, 2003

Um bölv og anna óþverra

Mamma fór að skamma mig fyrir of mikið bölv hérna á blogginu þannig að ég verð að bæta úr því. Ég vil biðjast afsökunar á þessum ósið og mun gera mitt best til þess að láta af honum.

Bjórbandið frá Íslandi

Þannig var að ég og Jenný fórum ekki í eina bæjarferð (á Strikið í H&M) í sumar, án þess að heyra í Bjórbandinu. Ég er því tilneydd til þess að minnast eitthvað meira á Bjórbandið, sökum óhóflegrar athyglissýki á Strikinu og illa orðaðra setninga. Ég leit í það ljós skína (óvart) að bloggið mitt væri eitthvað svaka merkilegt blogg og ég hefði talað vel og mikið um Bjórbandið hér.
Ég mæli með Bjórbandinu, þetta er skemmtilegt hljómsveit, þeir spila líka skemmtileg lög. Tékkið á bjorbandid.com, skemmtileg síða. Góða nótt.



mandag, august 25, 2003

Pælingar frá Danmörku

Veit ekki alveg hvaðan þessar pælingar hafa komið en ég verð víst að birta eitthvað hér.


07.07.2003

Elskhuginn faðmar stúlkuna að sér og varir þeirra mætast. Lífið gæti ekki orðið betra. Hjörtu þeirra hafa aldrei slegið með meiri ákafa og hraðar en samt svo örugglega. Hjartsláttur þeirra þarf aldrei að vera óöruggur framar og hjarta þeirra getur slegið af trausti. Því hvað sem verður og hvað sem gerist munu þau alltaf eiga hvors annars ást.
Ljósin dofna. Tónlistin ómar í eyrum elskendanna. Hljómblíðir tónar hljómsveitarinnar og ómblíð laglína og hljómagangur fylla endinn meiri gleði en jafnframt létti, en þó á dramafullan hátt. Fínn endahljómur strengjanna segja elskendunum að núna verði allt aftur gott og muni haldast þannig um alla eilífð.
Tjaldið fellur og áhorfendur standa hugfangnir upp og klappa saman lófunum af miklum ákafa. Sagan endaði vel og höfundinum er ákaft hrósað fyrir enn einu stórfenglegu ástarsöguna. Svörum lífsins hefur verið svarað með einu orði. Ástin. Ástin er súrefnið sem þú andar að þér. Ástin er lífið. Hégómi er ekki lífið. Það er ástin. Ástin lyftir okkur hærra og hærra. En engu að síður fær ástin okkur til að láta kjánalega. Svo einfalt er það. Ástin er lykillinn að öllu.
Þegar komið er í samkvæmi eftir sýninguna hafa menn samt gleymt einnar stundar hrifningu fyrr um kvöldið. Enn hafa menn ekki fengið því svarað hver tilgangur lífsins er og velta þeirri spurningu fyrir sér fram og aftur, sýnast stórkallalegir og vitna í hin og þessi rit heimspekinga sem gátu ekki borið þá óvissu að vita ekki tilgang lífsins og enduðu með því að skera af sér eyrað eða loka sig inni í tímaleysu daganna og verða brjálaðir.
Samt hefur þetta allt verið sagt áður. Öllum þessum svörum hefur verið svarað. Hvers vegna eru þá menn að velta þessu fyrir sér? Hvers vegna skrifa skáld hverja ástarsöguna á fætur annarri og telja sig í hvert sinn, með því tímamótaverki hafa í þetta sinn hin réttu svör. Alltaf fáum við réttu svörin.
En það er staðreynd sem erfitt er að viðurkenna, að þegar á hólminn er komið munum við ekki svörin. Við höfum lesið þau öll. Við höfum lesið öll svörin sem skipta máli og við gátum þulið upp heilu tilvitnaninnar fyrir framan kennarann, sjálfsörugg og sperrt. Sýnt fram á það á einkunnaspjöldum og prófskírteinum hvað við erum dugleg að lesa og hversu heili okkar er móttækilegur fyrir spekulasjónum lærðra manna sem voru góðir á sínum tíma í að skrifa þær niður á fagran og heillandi hátt. Þeir gáfu ritin út til að eiga salt í grautinn sinn og urðu svo frægir eftir að þeir dóu í einsemd og volæði, fyrir speki sína og djúpu sýn á lífið. Við tilbiðjum þá og vildum óska að við hefðum gáfur til að finna upp á sömu hlutum til að segja og þeir. En öllu hefur verið svarað og við kunnum öll svörin.
En þegar kemur að því að hjarta okkar tekur kipp þegar ein manneskja gengur hjá, höfum við gleymt öllum góðu svörunum sem við töldum okkur muna svo vel. Þá erum við ekki lengur svo spennt og sjálfsörugg. Allt hverfur sjónum okkar, nema þessi eina manneskja og við stöndum ein fyrir framan hana, fátæk svara, fátæk spurninga. Enn og aftur vita börn reynslunnar ekki hvað þau eiga að gera og sneydd allri skynsemi steypum við okkur í hyldýpi ástarinnar án þess að vita hvort hún færi okkur gleði eða sorg. Þá uppgötvum við á leiðinni, öll svörin á ný.
Við höfum heyrt þetta allt fyrr. En í hvert sinn finnst okkur allt vera nýtt. Tilfinningin er ætíð ný. Svörin fæðast alltaf á ný í nýju ljósi. Alltaf. Við vitum þau öll, en gleymum þeim alltaf en uppgötvum þau á ný. Alltaf lofum við sjálfum okkur að elska aldrei í ný því við kunnum svörin. En alltaf elskum við á ný og sagan hefst á ný.
Þannig að kannski eru svörin rétt. Kannski er ástin lífið. Kannski.



torsdag, august 21, 2003

Í gær komst ég næst því er komast kemst, ad vita hvernig himnasæng er. Rúmið mitt var nefninlega eins og himnasæng er ég lagðist í það í gærkveldi. Ég er komin heim í heiðardalinn.
Svo virðist sem ég hafi óvart stillt á Ungverskan texta á síðunni alveg óvart (næst á listanum á undan íslensku).
Ég vona að þetta hafi ekki valdið dyggum aðdáendum bloggsins míns miklum óþægindum. Mun þetta allt lagast og munu pælingar um lífið á Íslandi og í Danmörku birtast hér jafnt og þétt næstu daga. Lifð heil.



torsdag, august 14, 2003

Ég er komin med svo mikla íslenska heimthrá......anskotans djofulls.....



Eftir 30 stiga hita dag eftir dag finnst manni RIGNINGIN GÓD!

Rosalega er djofull langt sídan ég póstadi sídast. Næstum mánudur.
Ég er búin ad vera oft og morgum sinnum í Carrié-fílingnum heima í tolvunni minni ad velta fyrir mér lífinu og tilverunni, sérstaklega eftir ad ég og Jenný tókum góda skorpu í Sex And The City-glápi.

Ég hef lokid vinnunni hérna í sumar. Sídasti dagurinn var í dag. Ég er ennthá ad reyna ad fatta hvernig í óskopunum mér tókst thetta. Í fyrsta lagi ad detta thetta í hug ad ég gæti gert thetta og í odru lagi ad yfirstíga "hvad-segja-mamma-og-pabbi-throskuldinn". Svo var thad náttúrulega ad draga Jennýju med sér og svo ad koma, fjármagna og bjarga sér.

Ég er uppfull af gódum hugmyndum til thess ad skrifa hérna en thær virdast forsvinda jafnódum og ég fæ thær.

Í dag kvaddi ég alla í vinnunni. Thad var bara skemmtilegt. Ég fékk nammi frá yfirmanninum sem er reyndar kona, og kyssti allar starfsstúlkurnar á kinnina. Svo lagdi ég af stad á hjólinu mínu. Rétt ádur en ég lagdi af stad hafdi komid thessi hellirigning. Thegar ég var ad leggja af stad mætti ég einum gomlum manni af heimilinu og hann sagdi mér nú ad flýta mér ádur en thad byrjadi ad rigna aftur. Í tví ad ég kem ad gangbrautinni yfir Rødovrevej, stoppar svona last-bíll og madur í bílnum kallar eitthvad til mín, nádi thví ekki alveg en thad hafdi eitthvad med regn ad gera. Ég bara brosti. Svo kalladi hann, Så må du ha' god fornøjelse, og kreyrdi af stad og ég bara nikkadi og brosti. Og alltaf var thetta sama lag inn í hofdinu á mér. Sólin byrjadi ad skína og ég gat vel séd upp í heidan himinn. Thegar ég var komin á Veksøvej mætti ég konu á hjóli og hún brosti til mín. Ég var med nammi gjofina í toskunni minni á boglaberanum, inniskóna mína og thad var ágætis vindur en ekki steikjandi brædandi hiti. Thetta kolludu Danirnir storm. Og alltaf var thetta sama lag í hofdinu á mér "I'ts gonna be a bright sun-shiny day". Svo kom ég heim og dreif mig af stad upp í Møntvaskeríid thar sem Jenný var ad taka úr thurkaranum. Vid loddludum svo heim á leid. Thegar inn var komid kom thessi helli rigning og svaka thrumur. "Eigum vid ad fara út eins og vid erum búnar ad tala um í allt sumar" Ég meinti thetta samt eiginlega ekki. En vitid menn. Jenný fékk thennan undarlega svip, bland af glotti og dirfsku. "já, drífum okkur, KOMDU" sagdi Jenný og greip húslykilinn. Vid hugsudum ekki, bara hlupum út í einhverju ædiskasti. Vid urdum gegnósa og lentum í mesta skúrnum, hagléli. Thetta var yndislegt og ég var ekki med myndavél thví midur. Og thad sem var kannski mest svekkjandi ad ég gleymdi ad syngja "Mér finnst rigningin gód". Ædisleg stund.

Kem heim í næstu viku. Sakna píanósins og saxans mikid!