The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

fredag, juli 13, 2007

ÉG VISSI ÞAÐ!

Í fyrra sumar fékk ég að heyra hjá Leifi lög af diski með Michael Brecker. Sérstaklega höfðum við gaman af einu laginu þar og það sem mér fannst svo skemmtileg og eiginlega hálf fyndið var að söngvarinn var James Taylor. Leifur var ekki alveg sjor á þessu,....James Taylor? Svo ég rifjaði upp nokkur lög með gullballöðubarkanum, You've got a friend, Smiling Face o.s.fr. Nei, þetta var ekki hann sko, Leifur alveg sjor á þessu. Svo einhveru seinna erum við í bílnum að hlusta á sömu plötu og aftur byrja ég að tala um þetta, "ég skil ekki að einhver sé með svona líka rödd og James Taylor". Nei, Leifur var alveg viss, hann var búinn að spurja þann sem lét hann fá plötuna og lesa umslagið.
Ég veit ekki hversu vel hann las umslagið eða sá sem átti plötuna hafi fattað að ég væri að tala um James Taylor! En jæja. Nú ári seinna læt ég mér leiðast hérna heima, sólin farin og ég nenni ekki að æfa mig meira, kíki í tölvuna og ákveð að það væri nú gaman að hlusta á þetta lag. Þá fer ég aftur að hugsa um þetta, ég er alveg viss um að þetta sé James Taylor, hvaða maður er með alveg eins rödd og hann?? Ákveð að kíkja á michaelbrecker.com og viti menn:

Michael Brecker Tenor Sax
Pat Metheny Guitars
Herbie Hancock Piano
Charlie Haden Bass
Jack DeJohnette Drums
With Special Guest:
James Taylor vocals

Ég hafði rétt fyrir mér allan tímann!!

Þetta var svona lítil hversdags saga um það þegar manni líður vel yfir einhverju sem skiptir akkúrat engu máli.