The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

søndag, juni 18, 2006

Veruleikafirrt!

Ég vil byrja þennan pistil á því að segja ykkur að ég er akkúrat núna ákaflega svöng. Einnig langar mig að óska ykkur til hamingju með daginn í gær. Hann var hress að vanda. Ég var næstum búin að drepa brjóstið á mér þar sem peysufötin í vinnunni voru títiprjónuð utan á mig og fyrir einhverja einskæra heppni uppgötvaði ég áður en það var um seinan, að einn títiprjónninn stóð upp á rönd út úr brjóstinu, hann hafði þó ekki náð að snerta holdið ennþá....en hin minnsta hreyfing hefði ollið miklum sársauka. Sýkingum og langvarandi eymslum ef út í það er farið.

Þessa dagana er ég að lesa ævisögu Lillian Roth. Bókin heitir "Ég græt að morgni". Það var hún móðir mín sem benti mér á bókina. Var ég henni ákaflega þakklát enda hefi ég snúið mér að meiri stelpuskáldskap upp á síðkastið og sagt skilið við nördabókmenntir í bili. Lillian Roth var barnastjarna, svona svipuð og Judy Garland. Endaði svo í þvílíkum alkahólisma og átti auðvitað eins og allar Hollywood stjörnur menn sem voru vondir við hana. Lillian er ákaflega taugaveikluð manneskja og einhverra hluta vegna finnst mér það eiga að vera ég sem er taugaveikluð. Ef ég er þreytt eða pirruð finnst mér einhvernvegin það vera mjög rökrétt þar sem alkahólisminn er nú alveg að taka völdin hjá Lillian og Mark lemur hana sundur og saman!! Er ég í lagi? Nei það held ég ekki. Ég held ég sé alveg að tapa sjónar á veruleikanum...eða svona næstum því.

Ja, það er nú eitt víst í þessu.....ég veit ekki mikið um flatkökur!

Annars vil ég þakka gömlu frænku mínum á Patró fyrir skemmtilega síðustu helgi. Ég þakka þeim þó ekki hláturharðsperrurnar, þó svo þær hafi nú verið þess virði. Auðvitað þakka ég öllum hinum sem áttu sinn þátt í þessari skemmtilegu helgi. Vil ég því henda fram þessari litlu vísu. Hún er bara grín og ég vil taka fram að þetta á bara við frænkur mínar þegar þær eru í fríi. Mamma fær sína vísu seinna.

Danskurinn dálæti á, margurinn hefur
drekkandi Elsa og Jenta
vætir varnirnar, um tunguna vefur
veltast þær hlæjandi og detta