The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

onsdag, maj 16, 2007

Sæl elskurnar mínar

Ég sórefast um að nokkur maður lesi enn þessa síðu.
Það hefur nú margt og mikið gerst síðan ég skrifaði síðast. Fyrst og fremst tók þessi endajaxlataka langan tíma að jafna sig og þurfti ég að fara tvisvar á bráðamóttökuna. Það er nú hins vegar svolítil lygi því ég fór tvisvar til tannlæknis vegna sýkingar í sárinu.
Svo flutti nú Hibba um daginn og var það mjög gaman að hjálpa henni að flytja. Sömu helgi fluttum við Leifur og höfum verið að hreiðra um okkur hér í Ljósheimunum. Hér líður okkur mjög vel fyrir utan hvað hér er all svakalega heitt. Það er reyndar bara alveg ágætt fyrir kuldaskræfuna mig og axlirnar mínar.
Nú svo er ég bara á fullu í prófum og annarlokum, en ákvað samt að skella mér á smá yfirdrátt og píanókaup en píanóið mitt er mjög fallegt hér inni í stofunni og svo fékk ég þennan alveg rosalega fallega og hágæða píanóbekk í innflutningsgjöf frá mömmu og pabba. Þau gáfu okkur líka handþeytara.
Nú svo þegar ég loksins klára prófin skelli ég mér sko alveg beint út til DK og þaðan munum við fara til Germaníu og til baka til Danaveldis og versla í H&M. Kiel er víst mjög spennandi staður, en þar munum við dvelja hjá Hanna und Peter, sem eru amma og afi Leifs. Með þeim ætlum við til Hamborg til konu sem er móðursystir Leifs og ég hef ekki hugmynd um hvað hún heitir. Nú svo ætlum við að heimsækja allt liðið mitt í Dk, Hans og Gerdu, Else, Kirsti og Ole og vonandi ef tími gefst Snorra og Svövu. Þetta verður ansi stíft prógram, en örugglega gaman. Nú þegar þetta allt er yfirstaðið og við komin heim til að byrja sumarvinnuna mun ég skella inn myndum af fallegu stofunni minni og ferðalaginu. Þangað til......ööööööööööö hej hej (ætlaði að kveðja á þýsku en man ekki hvernig það er skrifað)