The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

fredag, august 03, 2007



Þetta er í sexhundraðasta og fyrsta sinn sem ég blogga á þessa síðu.
Ég má eiginlega til með að segja frá þessari rosalegu nótt sem ég upplifði nú síðustu nótt. Nú er ég alveg alein heima fram á mánudag þar sem Leibbi er í Stokkhólmi að spila. Þessvegna var það mjög leiðinlegur hittingur að rokið skildi akkúrat vilja koma í nótt. Það er nefnilega þannig, greinilega, að vindurinn er mun fyrirferðarmeiri hér uppi á 6. hæð en niðri á jörðinni, ímynda ég mer allavegana. Ég byrjaði náttúrulega á því að koma heim í myrkrinu og vera skíthrædd eins og vanalega. Þegar ég var komin upp í rúm fór að hvessa mjög og heyrði ég þessar rosa hviður skella á blokkinni. Ég náði þó að sofna, en svo vaknaði ég og úff, þvílík læti. Í myrkrinu var ég náttúrulega alveg rosa hrædd við vindinn og þorði ekki fram úr rúminu. Svo að lokum fór ég fram úr og gat séð að ekkert hafði fokið af svölunum mínum, en mér heyrðist hlutir takast á loft hérna mjög nálægt mér. Ég þorði þó ekki út á svalir til að koma í veg fyrir að eitthvað myndi fjúka og fór aftur í rúmið. Þá byrja þessi ofsalæti. Svaka skellir, eins og blokkinn væri í þann mund að hrynja. Ég reyndi að róa mig til að sofna en ekkert gekk. Þá finnst mér ég heyra eitthvað takast á loft og lenda á bíl. En það er eiginlega pottþétt að það hafi verið ímyndunin ein. Ég ligg þarna alveg stjörf af hræðslu...við ég veit ekki hvað...óskandi þess að húsbóndinn hefði ekki þurft að fara akkúrat þessa helgi og væri hérna við hliðina á mér eða búinn að fara út á svalir með hetjulegum tilbrigðum og bjarga okkar dóti. Svo fór ég að ímynda mér að einhver myndi vakna og ætla að biðja mig um að skorða dótið mitt af, þá var ég nú alveg viss um að ég myndi fá hjartaslag úr hræðslu ef einhver dinglaði á bjölluna hjá mér. Ég komst við illan leik fram í stofu til að gá hvað illi því að blokkin væri að fjúka, þá sá ég einhvern kassa skellast við handriðið á svölum hérna aðeins ofar með þessum ofsalátum. Það var svo gengið frá þessu dóti, það hætti allavegana þessum látum. Ég endaði allavegana á því að kveikja bara ljósið hringja í mömmu út af hræðslu og fara svo aðeins á netið. Náði svo að sofna til svona hálf átta. Þá vaknaði ég við að eitthvað fór af stað á svölunum mínum. Þá fór hjartað vel af stað. Ég þorði ekki út í rokið. En einhverra hluta vegna sofnaði ég þar sem ég vissi að þetta var lokið af grillinu og það fauk bara út í horn. En um hálf níu þá skellti ég mer í náttbuxur og ákvað að gerast hetja. Fór berfætt út á blautar svalirnar og skorðaði allt flotta Rúmfatalagersdótið okkar af svo það fyki ekki. Þá að lokum sofnaði ég góðum djúpum svefni.

Ég veit ekki hvaða tilgangi þessi saga þjónar. Kannski bara að sanna fyrir ykkur hvað ég er í raun mikill aumingi og lítill hræðslupúki.
Verið sæl að sinni og góða skemmtun um verslunarmannahelgina. Ég verð á næturvöktum. Jibbííí