The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

fredag, februar 28, 2003

Hvað er fáránlegra en það þegar bróðir manns er farinn að kalla mann Ingridi Ork!! (Orkar úr LOTR)



Ohooho, ég er svo dugleg!!! Búin að æfa mig núna í rúman klukkutíma og á ennþá eftir að fara yfir tónstiga.
Þetta er ágætur dagur. Ég og Vala fengum spassa-fífla-gelgju kast í eyðu og hádegishléinu í dag. Við hlóum eins og fávitar og kítluðum hvor aðra og létum eins og algjör fífl. Ég sver að ég er ekki vön að fá svona köst en það var bara svo gaman að ég gat ekki hætt að láta eins og fáviti. Ég er venjulega þessi rólega sem lætur sér nægja að tala hátt og mikið en ekki að láta eins og algjört fífl! En það var bara stuð!

Eins og sést er ég búina að bæta henni Salbjörgu inn á linkana mína. Salbjörg er fyrrverandi önnur dularfullra vinkvenna Jennýjar Höllu. (Þær eru ennþá vinkonur) En núna er hún ekki dularfull því ég hef séð hana í alvörunni og veit að Jenný Halla var ekkert að ljúga um þessa vinkonur sínar. (Ekki það að ég hafi eitthvað haldið það) Salla er alltaf Sallaróleg! HaHaHaHaHaH!!!!

Stjórnmálafræði þann 28. feb. 2003. Vinstri- Grænt Framboð.
Kolbrún Halldórsdóttir og Katrín Jakobsdóttir mættu og tóku yfir tímann fyrir Stefán Karlsson. Hefði hann ekki verið búin að biðja þær að koma hefðum við fengið frí í tímanum. En mér var nett sama þar sem ég vissi að ég yrði að gefa skýrslu um þennan tíma á "vafsinu" mínu og hef svo mikinn áhuga á þessari tík, pólitíkinni.
Kolbrún er eins og allir vita konan sem segir í símann þinn "Í augnablikinu er slökkt á farsímanum eða hann utan þjónustusvæðis, vinsamlegast reynið seinna. ...... The mobile phone can not be reach at the moment, please try later" eða einhvernveginn svona.
Þó ég sé alveg gjörsamlega ósammála þeim í virkjanamálum þá var Kolbrún samt í alveg svaka töff stígvélum, með svaka pinnahælum en geðveikt flottum samt.
Þær töluðu mikið um skattamál og ég verð að viðurkenna að ég skildi það ekki alveg, skattar eru svo flókið fyrirbæri. Þær sögðu Vinstri-Græna vilja þrepakerfi í skattakerfinu. Ég spurði hvort þær gætu nefnt einvher dæmi um lönd sem væru með svona kerfi. Kolbrún sagði skattakerfið í Danmörku eitthvað sem VG vildu fremur sjá en það sem er hér fyrir, en það kerfi er ekki alveg þrepakerfi en svona endurgreiðsluskattakerfi. Þá sögðu nú einhverjir að þar væri svo auðvelt að svíkja undan skatti og þá gat mín bara ekkert sagt og fór bara að bulla um eitthvað annað.
Ég var óánægð hversu mikill tími fór í það að ræða virkjanamál því svo virtist sem flestir ef ekki allir nema ég væru á móti Kárahnjúkavirkjun og gekk blað þar sem maður átti að skrá sig á póstlista til að fá að vita af mótmælum. Ég skráði mig ekki á listann og þeir sem sátu í kringum mig voru allta harðir MHingar á vinstri vængnum og mjög mikið á móti virkjun. Svo var farið loksins að tala um ESB en þá var tíminn búinn. Ég var samt ánægð með það að þær töluðu um kvótakerfið, því ég spurði um eflingu landsbyggðar ef t.d. enginn virkjun ætti að koma á austfirði, og rakti Kolbrún stefnu VG í kvótamálum. Það var ágætt.

Best að hætta að bulla.



torsdag, februar 27, 2003

Komiði öll blessuð og sæl.
Ég verð því miður að biðja alla sem commenta hjá mér eða skrifa eitthvað í Shout outið, að sleppa öllum íslenskum stöfum. Tölvan mín er eitthvað klikkuð hvað þetta varðar. Hjá sumum get ég lesið en öðrum ekki. Ég get ekki lesið hjá Jenný Höllu, Salbjörgu, Helgu og ekki hjá Steinunni. Mig minnir að það sem Erlingur skrifaði sé allt í lagi. Svo var einhver sem setti í Shout outið hjá mér en ég veit ekkert hver það er. Ég skildi að það var eitthvað í sambandi við Vinstri Græna og að Ögmundur væri svo neikvæður. Mig grunar að þetta hafi verið Dagga en er ekki viss þar sem þetta var allt í fokki.



onsdag, februar 26, 2003

Eyþór á afmæli í dag. Hann er 19 ára. Frá mér í afmælisgjöf fékk hann bara koss á kinnina og svo ætla ég að bæta við þessum litla textabút:

I’m more than a bird…I’m more than a plane
More than some pretty face beside a train
It’s not easy to be me

Wish that I could cry
Fall upon my knees
Find a way to lie
About a home I’ll never see

It may sound absurd…but don’t be naive
Even Heroes have the right to bleed
I may be disturbed…but won’t you concede
Even Heroes have the right to dream
It’s not easy to be me

Up, up and away…away from me
It’s all right…You can all sleep sound tonight
I’m not crazy…or anything…
.......

I’m only a man in a silly red sheet
Digging for kryptonite on this one way street
Til hamingju með afmælið Palli!

Þetta er bjartur og góður dagur. Var búin snemma í skólanum sem var frábært. Ég ætla að tala aðeins um hana Elsu Nínu frænku mína. Hún var eitthvað að hvarta yfir því að ég talaði aldrei um hana hér. Elsa Nína er móðursystir mín og ég er, þegar ég fer að hugsa út í það, mjög lík henni. Við erum báðar miklar frekjur og ákveðnar manneskjur. Við getum allt. Við erum með græn augu en ég er náttúrulega ljóshærð en hún svarthærð. Allavegana. Elsa Nína er skörungur mikill.



tirsdag, februar 25, 2003

I´m a sad, sad person. Ég er með ofurvöðvabólgu og hryggskekkju, er fett og hokin! 18 ára viðundur með bólufóbíu og kreistifíkn. Svo er ég svo sad að ég er alltaf að hlusta á sad tónlist.
En nú verða gerðar breytingar á Ingridi Örk! Nú ætla ég að setja Abba í geislaspilarann eða Queen (reyndar eru þeir nú svolítið sad). Svo ætla ég að gera einhverskonar bakæfingar á hverju kvöldi áður en ég leggst í rúmið, ekki of mikið bara að byrja hægt, svona 10 armbeygjur (ef ég meika svo mikið) og 15 sinnum bakæfingar. Ég ætla aldrei að skrópa í jóga (ekki það að ég hafi gert það einhverntíman en ég ætla allavegana ekki að byrja). Svo ætla ég bara að borða nammi um helgar (eins og ég segi, ekki að ætla sér of mikið). Aldrei að kreista bólur. Ég ætla stöðugt að hugsa um það hvernig ég sit eða stend og alltaf að hætta að æfa mig þegar ég er stíf og gera nokkrar æfingar. Svo verða sætir strákar sem sjá mig ekki látnir lönd og leið! Og að lokum ætla ég eftir bestu getu að æfa mig eftir æfingaplaninu mínu! Og hananú!!
(Ekki veðja um hvort ég geti þetta eða ekki, þið munuð vinna pottinn)



mandag, februar 24, 2003

Ég ætla núna að fara að lesa Hringadróttinssögu 3. Ég er orðin leið á því að vera ekki að lesa neitt. Einu almennilegu kennslubækurnar sem ég er með í skólanum er Jarðfræði og Eðlis- og efnafræði. Skemmtilegt! Ég er ekki í neinum bókmenntaáfanga og það er frekar leiðinlegt. Ég verð þá bara að finna mér einhverjar bækur sjálf. Eggert er ekki enn búinn með bók númer 3 og ég má helst ekki lesa nema hann sé búinn en hann hefur ekki verið að lesa í margar vikur svo núna stel ég bara bókinni af honum (enda gaf ég honum hana). Kannski að maður fari svo bara að leggja í Gerplu eða eitthvað svoleliðis brjálæði. Eða bara að kynna sér aðra höfunda en Laxness. Kannski Gunnar Gunnarsson eða Þórberg Þórðarson. Já ég veit ég er ömurlega gamaldags! En, reyndar á mamma til eina bóka sem heitir Nætursöngvar eftir Vigdísi Gríms sem ég hef ekki lesið og þar sem Kaldaljós er nýja uppgötvunin mín þá ætti maður kannski bara að gerast Vigdísar fan. Það er kannski bara málið.



OMG. Ég er orðin kúl bloggari og komin með comments og allt mar. Vá. Og það sem er er náttúrulega undraverðast af þessu öllu saman er að ég gerði það alveg sjálf, fann síðuna þar sem maður fær svona sjálf og setti það inn sjálf. Vá!!! Ég trúi þessu varla.



søndag, februar 23, 2003

Ok. Hugsið ykkur Desperado með The Eagles. (eða bara eitthvað Ingridarlegt lag, má vera My Favorite Things)
Stundum sest ég niður og er alveg viss um að ég sé komin með svarið við öllusaman, eða svona næstum því. Ég trúi því nefnilega stundum svo vel að ég sé svo mikill spekingur og hugsuður, en hver er það ekki?
Svo er það stundum sem ég sest bara niður með helling af spurningum í kollinum og held ég muni aldrei finna svarið við þeim. En, seint og síðar meir mun ég finna svarið við öllu.
Í kvöld flaug þessi spurning niður í höfuð mitt. Hvað gerir mig að mér?
Þessari spurningu held ég að ég fái best svarað sjálf. Ég held að fyrst þurfi maður að velta fyrir sér hvort maður er maður sjálfur. Oho, þessi klisja, vertu þú sjálfur. Hvernig í fjandanum á maður alltaf að vera meðvitaður um það hvort maður sé maður sjálfur eða ekki, bara að gera öðrum til geðs og það allt?
Jú. Það sem gerir mig að mér sjálfri er eftirfarandi: tónlist,stöðugt syngjandi og skammast mín ekkert fyrir það, stöðugt að tala um einhverja tónlist og hvað einhver hljómsveit sé mikil snilli og allt það; símalandi og talandi, það er best fyrir fólk bara að loka eyrunum þegar ég fæ málæði og það nennir ekki að hlusta, það gerir mig að mér sjálfri að hafa skoðanir á öllum hlutum; stjórnsemi, ég verð stundum að fá að stjórna, það er mitt eðli, ef ég geng of langt verður það bara að vera annarra hlutverk að taka fram fyrir hendurnar á mér; einvera; pirruð; pirrandi; stundum fæ ég svona köst en þau lýsa sér í því að ég fyllist svo miklu eldmóði, það er eins og ég þurfi að springa mér líður svo vel út af einhverju eða þá að mér finnst eitthvað svo skemmtilegt (oftast tónlist eða einhverjar uppgötvanir á sviði sagnfræði eða íslenskrar tungu); allir hlutir sem eru grænir; verð að fá að kvarta og kveina; fer helst snemma að sofa; reyni alltaf eftir bestu getu að hafa nú sæmilega fínt í herberginu og í kringum mig; vera alltaf í góðu skapi og með bros á vör.
Svo er það náttúrulega bara að lifa samkvæmt þessu og ekki bregða út af sínum siðum eða skoðunum nema þess sé þörf og það er kannski það erfiðasta í þessu öllu saman. Þó ég sé oft pirruð verða ég stundum eftir bestu getu að sýna öðrum það ekki, og því miður er það það sem ég geri oft. Ég get líka ekki verið pirruð og í góðu skapi í einu. Ég verð líka að taka tillit til annarra og sleppa því stundum að opinbera skoðanir mínar til að passa að særa ekki aðra. Ég verð líka að hugsa til þess að það hafa ekkert allir áhuga á því sama og ég. Þessvegna verð ég að brjóta mínar megin lífsreglur og sjónarmið (eða það sem gerir mig að mér) á hverjum degi.
Já, þetta er sko erfiðasta listin, listin að lifa!






lørdag, februar 22, 2003

Leti, leti, letiiii. leti líf mitt er! (Þetta stuðlar svo vel :) )
Hámark leti Ingridar er þegar hún nennir ekki að æfa sig eða spila. Þá dregur til tíðinda.
Af hverju þurfti Beethoven að semja skemmtileg verk sem verða svo erfið í lokin? Af hverju á ég ekki ristastórt herbergi, svona jafnstórt og stofan með risastórum, löngum, glænýjum Yamaha flygli? HA? Þessum spurningum verður seint svarað (nema kannski þeirri staðreynd að ég er ekki forrrík og á þessvegna ekki ristastóran flygil). Rykuga brúna, lága (um hálftón) píanóið mitt ( eða sko mömmu og pabba) verður bara víst að duga. Enda er ég nú svo heppinn að það er ágætt ennþá, mun duga mér í mörg ár enn. Og er inni í herberginu mínu ;) En samt. Það er svo gaman að spila á svona flottann flygil. Það er gaman dauðans!

Útlitið á síðunni minni er ljótt. Mig langar frekar í eitthvað svona flott eins og Jenný er með. Það er svo kúl. Enda er Jenný bara kúl manneskja.
Ég átti eftir að segja frá því hvað ég var í miklu töffaraskapi á fimmtudaginn. Vá! Það var sól úti, árshátíðin um kvöldið og ég var að hlusta á Creedens og Smoke on The Water í sko gúddí. Nei ekki gúddí, heldur mergjuðu stuði. Mér fannst ég verða að springa, það var allt svo gaman. Ég var bara svo mikill töffari! Töffari dauðans!
Best að drullast í bíó.



fredag, februar 21, 2003

Já, árshátíðin. Stuð mar! Faðmaði fullt af fólki sem ég hafði hitt síðast í skólanum í gær og var alveg svakalega glöð að hitta það aftur og allt það. Steig á tugi manna og rakst í svipað mikið af fólki. Og auðvitað var stigið oft á mig og rekist í mig. Sem sagt, mikið fjör. Ég dansaði líka svo mikið að skórnir voru alltaf með eitthvað vesen að losna og svona, en það er vesen að vera flott!! Beauty is pain!!Ég var með furðulega hárgreiðslu sem var bara nokkuð töff en samt öðruvísi. Svo át ég svo mikið á Ítallalí, ég hélt ég yrði ekki eldri.

Ég óska mér plötuspilara í afmælisgjöf, ásamt bílprófi, skrifborði, gardínum og vegghillu. Þá gæti ég spilað allar gömlu plöturnar þeirra mömmu og pabba. Þau eiga allt Bítlasafnið, Revolver og allt það. Þau eiga líka Eagles plötu/r og helling maður. Svo er víst líka til Gasoline plata en mig minnir samt að hún sé eitthvað beygluð, en á þeirri plötu er að finna magnað trommusóló sem lengi hefur verið rætt um að leyfa honum Vidda að heyra, en hann er svo mikið trommufan. Kannski að ég hafi eyðilagt hana. Ég var alltaf að leika mér í bíló á plötuspilaranum þegar ég var lítil. Ég gerði það þannig að ég setti tækið í gang þannig að snúningsplatan byrjaði að snúast og svo setti ég bílana hringinn í kring og þá snerust þeir með og ég þurfti ekki að hreyfa þá sjálf, þá gat ég líka verið með marga bíla í umferðinni í einu. Samt man ég ekkert hvernig leikurinn var það var bara svo merkilegt hvernig þetta snerist svona í hringi.



Desperado, why don´t you come to your senses?
You´ve been out ridin´fences for so long now.
You are a hard one, I know that you got your reasons
these things that are pleasin you can hurt you somehow.
............
Now it seems to me some fine things have been laid up on your table
but you only want the ones yout can´t get.


Í dag er mikill merkisdagur. Fyrst og fremst fyrir það hvað byrjun hans hefur verið ömurleg en líka fyrir þær sakir að ég er nettengd inni í herberginu mínu, sem er náttúrulega mjög gaman. Ég byrjaði daginn á því að fara mjög svo mygluð í skólann til þess að fara á ræðukeppnina og meira að segja keyrði pabbi mig niðureftir. Þegar ég kom svo í skólann fæ ég það að vita að það sé búið að fresta keppninni um klukkutíma. Málið var að það gekk ekki fyrir mig út af því að ég þarf að fara í saxafóntíma í dag. Þá ákvað ég að fara heim, eins og áður sagði mjög svo mygluð, svekkt, blaut í fæturnar og kalt. ÖMURLEGT!!! Svo eftir að hafa beðið lengi eftir strætó komst ég loks heim og nú ligg ég uppi í mínu yndislega rúmi, undir minni æðislegu dúnsæng, með mína töffaralegu tölvu tengda með ljótri rauðri snúr við netið og úti er rok og rigning, æðislegt, ekki satt?.........OHohOHoH ég þarf að drullast í tónskólann...ohohohohoooooooo!!!!!!!! Fucker!




torsdag, februar 20, 2003

Ég er stödd í hringamiðju mikilvægra mála. (Reyndar er ég það alltaf).
Í gær var fundur í MH, í boði lagningardaga, þar sem fulltrúar allra flokka sem bjóða sig fram til Alþingiskosninga, voru staddir. Svo ég geri nú svona örstutta úttekt á þessu þá verður að segja frá því að Ingibjörg Sólrún byrjaði á sktítkasti þegar byrja á átti á góðlegu og léttu nótunum. Geir H. Haarde byrjaði á því að segja að þegar hann var ungur dreymdi hann ekkert um pólitík, bara stelpur. Salurinn fór náttúrúlega að hlæja og þetta var svona ágæt byrjun til að undirstrika að húmorinn verður að vera til staðar þó þrætt sé um landsmálin. Halldór Ásgrímsson sagðist hafa fallið á landsprófinu í fyrsta skiptið. Þetta var líka ágætt innlegg í byrjunarumræðurnar og til þess að benda fólki á það að fall er fararheill. Þá var komið að Ingibjörgu Sólrúnu. Það erkifífl, sem ég leyfi mér að kalla hana, byrjaði á því að segja að þegar Geir H. Haarde hætti að dreyma um stelpur, hætti hana að dreyma um sjálfstæðisflokkinn! Þetta fannst mér ekki gott hjá henni, og eiginlega bara ekkert fyndið. Svo sat hún þarna með fýlisvip allan tímann. Svona eiga stjórnmálamenn ekki að hegða sér, þetta er ekki fagmannlegt.
Mér fannst Ögmundur Jónasson standa sig best af þessu fólki. Hann var sannfærandi, kom ekki með of miklar langlokur og virtist málefnalegur. Ekki það, ég var ekki alveg út allan tímann og hef kannski ekkert nógu mikið vit á þessu. Geir H. Haarde virtist ekki nógu öruggur, eða svona. Hann sagði ekkert mikið og auðvitað talaði gegn inngöngu Íslands í ESB og það sem mér fannst verra var að hann vissi ekkert um gerð þessarar reglugerðar um samræmd próf, sem voru gerð af menntamálaráðuneyti Sjáfstæðisflokksins. Halldór Ásgrímsson var bara svona lala. Þurfti að fara á klósettið í miðjum umræðunum. Hann talaði um að honum finndist að það ætti frekar að hafa samræmd próf, eða sagði það svona óbeint, í stærðfræði því það væri öllum til framdráttar að vera með góðan stærðfræðigrunn. Þetta fannst mér bara fáránlegt hjá honum. Til hvers erum við þá með brautir, félagsfræðibraut og málabraut fyrir þá sem eru kannski ekkert svo miklir stærðfræðingar? Margrét Sverrsidóttir kom mér á óvart og olli um þannig nokkrum vonbrigðum, ég hélt hún væri harðari í umræðum. Hún talaði bara svona að mér fannst almennt um menntamálin og sagðist telja ótímabært að Ísland gengi í ESB. Hún vissi ekkert um samræmd stúdentspróf, og kannski ekki frekar en hinir sem þarna voru staddir. Mér finnst þetta kannski bara segja mér hversu mikið Frjálslyndir einblína á sjávarútvegsmál og eru með vanþróaða stefnu hvað allt annað varðar. Hins vega finnst mér gott hjá Frjálslyndum að vera á móti háum Háskólagjöldum. Fram hefur komið skoðun mín á því hvernig Ingibjörg Sólrún var á þessum fundi en hún greinilega fann að hún hafði stuðning 70% fundargesta enda létu nemdendu það glögglega í ljós að MHingar eru að meirihluta, vinstrisinnaðir hippar, rétt eins og þeir fyrstu sem brautskráðust úr MH!



tirsdag, februar 18, 2003

Life is Beautiful! Lagningadagar byrja á morgun. Svo er það náttúrulega árshátíðin á fimmtudag. Það verður stuð, stuð, stuð er ég reyni... já einmitt. Smá tilvitnun í lagatexta hérna. Ég ætla að byrja á því í fyrramálið að fara á fyrirlestur um Britpopið. Það verður vonandi áhugavert. Svo er ég að pæla í að fara á tónlistarspunanámskeið en það er einmitt strákur sem ég þekkti "í gamla daga" í Búðardal, sem verður með það námskeið. Kannski að ég geti bætt einhverri kunnáttu í heilabúið mitt. Svo ætla ég að reyna að fá stofu niðrá Engjateigi eftir hljómfræði annaðkvöld og æfa mig til hálftíu eða eitthvað. Svo er stefnan að sofa aðeins lengur en venjulega á fimmtudaginn, vakna að fara í beauti-sturtu og gera sig svona kláran að einhverjum hluta fyrir kvöldið. Svo verður haldið niðrí skóla á tónlistarspuna námskeið. Svo er það bara lokaundirbúningurinn fyrir kvöldið. Sunna ætlar að greiða mér og vonandi gefa mér smá ábendingar hvað föðrun varðar. Svo eiga brúðarskórnir hennar mömmu að vera komnir frá skósmið á morgun svo það á að vera klárt. Svo er það kjóllinn og þá á ég bara eftir að ákveða glingrið... og jú, alveg rétt...semja við Hibbu! Þetta verður vonandi brjálæðislega gaman!



mandag, februar 17, 2003

Oho, mig langar svo til Danmerkur í sumar. Ég er alveg að deyja. Ég bara verð. Ég ætla mér þetta. Þetta má ekki mistakast! Og ég ætla líka á Roskilde festival. Ég finn á mér að þetta er sumarið!!
Ég var að bæta tengli inn hjá mér. Það er tengill inn á vafsið hennar Steinunnar sem er íslensk námsmær í Danaveldi. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki tengil fyrr en nú er einfaldlega sú að ég vissi ekki að hún væri með bloggsíðu FYRR EN Í GÆR!! Þar hefuru það Steinunn mín. Þetta er allt vinkonu þinni og henni systur minn að kenna að hafa ekki sagt mér það fyrr.
Vildi bara koma þessu á framfæri.



Ég átti bágt með mig í morgun þegar ég gekk inn í stjórnmálafræði. Ég var næstum búin að skella upp úr. Var ekki staddur þar hinn margfrægi fábjáni að mínu mati, Sigurður Kári. Þarna var hann mættur til þess að kynna fyrir okkur stefnu Sjálfstæðisflokksins. En þetta meira fífl sagði að ástæðan fyrir því að hann væri staddur þarna, væri jú sú að kosningar eru í nánd og um að gera að auglýsa sjálfan sig. FíFL! Hann átti að vera mættur í þeim tilgangi að kynna fávísa framhaldsskólanemendum fyrir stjórnmálaflokki en ekki hans kosningaslag og hans baráttumálefnum. Svo var hann auðvitað spurður út í þennan fund hjá Háskólanum. Það var nú alveg rosalega fyndið. "Já, þið hafið væntanlega lesið þetta í Fréttablaðinu" sagði hann dálítið stressaður en góður með sig. Hrokagikkur. Já, hann er það. Hann útskýrði mjög vel hvernig hann meinti þetta með hækkun háskólagjalda, en maðurinn er stórlega skemmdur af velmegunarsamfélagi, Versló og Heimdalli! Fólki sem gerir sér ekki grein fyrir að það er til svo mikið af fólki, sem á ekki eins mikla peninga og það sjálft. "Jú, ég meina, ég er alveg með jafnræði og á móti stéttaskiptingu", sagði hann svo með alls engum sannfæringarkrafti. Je right!, eigum við að trúa því. Það geri ég allavegana ekki!



søndag, februar 16, 2003

Sunnudagurinn 16. febrúar 2003.
Æfa mig.
Ofsaveður = kúra uppi í rúmi með pepsí og rískúlur!



lørdag, februar 15, 2003

Ohoooooo, nammið mitt er búið!
Þegar ég opnaði póstinn minn í dag voru um 12 bréf bara frá fjölskyldu pabba. Lilja ákvað að stofna fjölskyldukór sem á að æfa tvisvar í mánuði eða svo. Svo var útbúinn póstlisti og ekki nóg með það að þar var að finna e-mail allra fjölskyldumeðlima eldri en 5 mánaða helur eru allir með 2 pósthólf eða fleiri, nema ég. Það er mjög margt spaugilegt sem ég sé fyrir mér í þessum fjölskyldukór. Allir vilja ráða og æfingar gætu alveg endað með ósköpum! Nei, núna er ég að ýkja. Svo þurfti náttúrulega að senda leiðréttingar til allra og svar um þátttöku til allra þannig að pósthólfið var alveg orðið troðfullt.

Mér finnst alveg yndislegt til þess að hugsa að um helgina planaði ég ekki neitt. Í morgun fór ég bara í rólegheitunum fram úr, var í náttfötunum í smá tíma. Svo fór ég í rólegheitunum í sturtu og klæddi mig svo í rólegheitunum og tók smá til í herberginu mínu í rólegheitunum. Svo fór ég bara að plokka á mér augabrúnirnar í rólegheitunum og fór svo að æfa mig í rólegheitunum og æfði mig í rúman klukkutíma í rólegheitunum. Svo er ég núna bara að krúsa á netinu í rólegheitunum og á át nammið sem mamma gaf mér í rólegheitunum.....eða nei! Það er ekki rétt, ég át nammið ekki í rólegheitunum því það kláraðist strax, bara hvarf!!



torsdag, februar 13, 2003

Ég fór á Chicago með Jennýju Höllu og vinkonum hennar, Ingu og Söllu, í gær. Það var þvílíkt skemmtilegt. Núna í dag er ég bara búin að vera að steppa og læti. Hún er svaka góð og skemmtileg!
Viljiði pæla. Núna er Dagga stödd í Boston á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og Harvard. Viljiði pæla Harvard! Hún ætlar að kaupa handa mér strokleður eða eitthvað lítið merkt Harvard! Ég er eiginlega ekki að ná þessu ennþá.

Ég las um fábjána í morgun í Fréttablaðinu. Þessi fávitabjáni, eða bara fábjáni, heitir Sigurður Kári og er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningar og er rétt komin yfir gegljuna, sem sagt, einn af þessum ungu, undir þrítugu. Hann mætti sem sagt á fund Háskólastúdenta þar sem ungir frambjóðendur mættu og kynntu málefni sín. Í Fréttablaðinu sagði að hann hefði talað ófeyminn um að hann myndi berjast fyrir hækkun skólagjalda við lítinn fögnuð viðstaddra, ef ekki bara eggja- og tómatkast. Þvílíkur fábjáni, ég segi nú bara ekki annað. Hækkun skólagjalda! Er hann ekki í lagi? Það þarf kannski bara að taka til greina að hann er úr Versló og hafði því efni á þeim skóla og gerir sér ekki grein fyrir hvað þúsundkall er. Þúsundkall fyrir honum er kannski bara eins og tíkall hjá mér. Hann vill sem sagt bara að þeir sem eru efnaðir geti menntað sig en ekki þeir sem koma ekki úr efnuðum fjölskyldum. Þá finnst mér nú stefna Samfylkingarinnar um afnemun skólagjalda miklu betri.
Ég vil taka það fram að ég hef engan veginn ákveðið hvað ég ætla að kjósa. Ég veit ekkert hvar ég stend í pólitík, samt finnst mér gaman að velta þessu fyrir mér.



tirsdag, februar 11, 2003

Þeir sem segjast ekki skilja "vafsið" mitt verða bara að eiga það við sjálfan sig. Ég skil það ekki sjálf!
Ég fór á "úber" skemmtilegt námskeið um helgina. Þetta byggðist aðallega á spuna eða impróviseringu. Það má segja að þetta hafi verið rythma námskeið. Við bjuggum til tónverk og fluttum svo í lok námskeiðsins. Þetta var mjög skemmtilegt en í staðinn varð helgin frekar sutt, eða nánast enginn.
Samfylkingin kom í stjórnmálafræðitíma í gær. Það var mjög viðkunnanlega stelpa, Katrín Júlíusdóttir, kom og kynnti fyrir okkur stefnu Samfylkingarinnar og einnig Unga Jafnaðarmenn. Það var ýmislegt sem hún sagði sem fór fyrir brjóstið á mér eða mér þótti frekar hallærislegt. Eins og þegar hún sagði að frekar ætti að leggja áherslu á það að tengja landsbyggðina með góðum nettningum og ADSL heldur en að vera alltaf að tala um einhver göng. Ég spurði hana þá hvort henni þætti sem sagt betra að allir fengju góða menntun með fjarnámi heldur en að það kæmist til læknis greiðlega. En þá sagði hún að það væri ekki málið og hún meinti það ekkert þannig. Svona tengingar kosta bara svo miklu minna heldur en göng og þetta sé bara eitthvað sem þarf að kippa í liðinn. Svo það varð allt í lagi. En svo var annað sem hún sagði. Stefna Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningar í vor er að hrista upp í þingliðinu og hafa sem "flesta" eða fleiri en áður inn á þingi undir 30 ára. ER EITTHVAÐ AÐ? Ég bara spyr. Ekki treysti ég 28 ára stelpuskjátu fyrir löggjöf og öðru slíku. Hún er aðeins 10 árum eldri en ég sjálf! Hún er eiginlega bara telpuhnót eins og ég sjálf. Af hverju að hafa svona ungt fólk á þingi, þessi stefna er alvega fáránleg. Þetta þýðir samt ekki að þá sé betra að kjósa einhvern annan flokk. Aldeilis ekki. Þetta er svona hjá öllum. Tökum sem dæmi Vinstri Grænir. Þórey Edda Elísdóttir, stangastökkvari á nánast öruggt þingsæti fyrir Norðurlandskjördæmi, að mig minnir. Hvað er hún gömul? Er kannski skortur á almennilegu fólki sem vill stjórna landinu og getur það, hefur reynsluna og hugmynd um, um hvað þetta snýst. Ég meina, ekki geri ég það. Ég tel það því mjög ólíklegt að rétt rúmlega tvítug frjálsíþróttamanneskja geri það eitthvað frekar. Hvað er málið? Ég vil helst bara ekki kjósa neinn flokk!



mandag, februar 10, 2003

Tækifærið fór. Ég sá það fljúga í burtu og ég náði ekki að grípa það. Burt, burt fór það. Það var farið. Út í buskann.Út í bláinn. Ég varð hrygg, sár og svekkt.
En svo sá ég það koma aftur, ekki fyrir tilstilli annarra. Ég hugsaði nefninlega að ég þyrfti ekki að láta það hverfa og ákvað að láta það ekki gerast. Svo ég tók gleði mína upp að nýju.
Þá koma tækifærið til baka í nýju formi. Ég sá það nálgast mig óðfluga svo ég stökk upp og greip það. Nú hef ég það í höndunum og vinninginn að nýju.



lørdag, februar 08, 2003

Lífið veldur hlutum sem ég get ekki lýst.
Lífið veldur gjörðum sem ég get ekki skýrt.
Býður mér upp á kræsingar sem ég get ekki hýst.
Tekur frá mér tækifærin, allt þetta er mér dýrt!



fredag, februar 07, 2003

Ágætis dagur! Púlaði í World Class tilneydd, en það var allt í lagi. Keypti mér fjóra glósupenna í pakka á 3 kr.! Ég var mjög glöð að þurfa ekki að burðast með saxinn með mér í morgun, enda er alveg nóg að vera með skólatösku á hliðinni, leikfimistösku og í þykkri kápu með trefil og húfu....... og þurfa að ferðast með Strætisvögnum Reykjavíkur (sem heita það reyndar ekki lengur) í þokkabót!
Ég vil vekja athygli á því að ég bætti við link hjá mér......! nei !! ég meina tengli. Það er hann Jónas. Hann er merkilegur gaur, er núna í Ástralíu að gera eitthvað.....læra eða eitthvað. Hann er kærasti Siggu sem vann með mér á Árbæjarsafni og í þokkabót vinur Viðars (mágs míns). Ég veit meira að segja hver Brynjar er, vinur Jónasar og gamall bekkjarbróðir Viðars. Allt merkilega skemmtileg tilviljun!
Hvað á ég að segja núna? Ekki neitt. Ætla bara að hætta þessu kjaftæði! Hætta bara að blogga.....Nei! Vafsa! Nei auðvitað ekki, þá yrðu allir brjálaðir á mér, þá þyrfti ég að tala svo miklu miklu meira en ég geri nú þegar!



torsdag, februar 06, 2003

Þetta er svona einn af þessum dögum þegar ég hef mikið að segja en finn ekki það sem ég vil segja. Það er einhvernveginn eins og ég geti ekki ákveðið hvað ég vil segja. Kannski ætti ég bara að semja ljóð eða eitthvað. Eða bara skrifa hér ljóð eftir einhvern ........... var að fá hringingu frá saxkennaranum, ég þarf að mæta klukkan 10:30 á laugardaginn........ohohoooooo hálftíma fyrr en ég átti að mæta í tónskólann á laugardaginn. Það er nefninlega námskeið alla helgina í einhverju sem heitir skapandi tónlist og tónlistarmiðlun...eitthvað. Ég sem ætlaði sko að djamma og djúsa á föstudaginn....uhuuuu....reyndar alveg án alls áfengis, en samt. Bömmer. Já ljóðið. Ég fann ljóð eftir Stein Steinarr sem heitir Netið, kannski ekki svo vitlaust að birta það á Netinu. Merkingin er reyndar önnur en er samt ekkert svo upplífgandi, endar ekki vel. En samt, flott ljóð.

Ég lagði net mitt
í lygnan hyl
hinnar djúpu nætur.

Ég sá mynd þína glitra
í margrænu djúpinu
mér við fætur.

Ég dró net mitt á land
Það var lík í netinu,
lík einnar nætur.
(Steinn Steinarr)

Ég vil bara, til að koma í veg fyrir allan misskilning, segja að þetta endurspeglar ekki hugarástand mitt akkúrat núna. Nema þá að því leyti að mér finnst gaman að pæla í ljóðum.
Sumir segja að ég tali mikið og ég skrifi mikið. Getur verið að ég skrifi svona mikið um ekki neitt. Ég þarf kannski að vera hnitmiðaðri í því sem ég skrifa. Eyþór segist ekki nenna að lesa þetta alltaf hjá mér og skilur ekki neitt í þessum pælingum mínum. En, til þess er þetta "vafs". Þetta er tjáningarform. En þegar ég fer að pæla í þig, tjái ég mig á margan hátt, ég tala, syng, spila tónlist, sendi sms, tala í síma og skrifa alveg helling á netið. Vá, ég er með málæði!



onsdag, februar 05, 2003

Ég stend í einhverju þrugli með þessa blessuðu könnun mína. Árbæjarskóli vill ekki leggja þessa könnun fyrir nokkra krakka. Við erum að tala um gamla skólann minn þar sem ég lauk einum bekk 10. bekk með 10 í dönsku og 8,5 í íslensku, sem ég tel nokkuð gott. Þetta er bara leiðinlegt hjá þeim, ég meina það, eins og það sé ekki hægt að tala við einn kennara, það þarf meira að segja bara að vera einn sögubekkur eða eitthvað, ekkert endilega íslenskubekkur. Djö, ég er fúl núna.

Í gær var ég hinsvegar í svaka stuði. Það var sól, ég var búin snemma, hitti Helgu í strætó, náði 10 á Grensás, útbjó mér drullumall með cheeriosi, æfði mig, æfði mig á saxinn, vann örlítið í ritgerð og fór á æfingu. Þetta er svaka stuð bara. Var sem sagt í gúddí fíling.

Það er líka annað sem ég vil vekja athygli á. Í morgun var ég að spjall við Árna, ofurleiklistarstrák, kærasti Fíflu J (Jóhönnu Óskar). Hann var að segja mér að leikfélagið hefði reynt að komast að á Popp Tíví með leikritið sitt, til þess að aulýsa það. Popp Tíví vildi ekkert fyrir þau gera því Versló var búin að fylla dagskrána hjá þeim, þeir þurftu að frumsýna myndband úr söngleik Versló og þar fram eftir götunum. Einnig var Verslósýningin búin að taka allt frá í Fólk með Sirrý, eða hvað sem hún hadna heitir. Finnst ykkur þetta ekki fáránlegt?

Djö, strákurinn sem var á undan mér að ná flyglinum inn á sal er að spila Langeyjarlagið, eða þarna, CAmFG-lagið, sem sagt ekki spila neitt af viti. Ég sem ætlaði að æfa tónstiga.....bömmer.



tirsdag, februar 04, 2003

Íslenskutími, mjög skemmtilegur. Nenni ekki að skrifa ritgerð, á að vera að gera það en...........æ what the! Skiptir ekki máli. Er búin í skólanum eftir næsta tíma. Það er mjög gaman. Bara hádegishlé og svo einn tími, enginn tvöfaldur í dag! Þá get ég bara farið heim og æft mig, svo lært smá og svo farið á æfingu. Og í kvöld get ég bara tekið því rólega. Veeeeeeiiiiiiiiiiiiiiiiii! Auður situr við hliðna á mér og nennir greinilega heldur ekki að gera neitt. er bara að skoða vafsið hjá stelpunum og vinunum. Voða fjör. Á morgun er miðvikudagur. Hann verður ágætur. Kannski að ég fari með stelpunum og kíki á LA Café, Dagga ætlar að sína okkur nýja kallinn. (Ég hef reyndar séð hann en...) Kannski að maður geti tekið nokkur dansspor svona rétt fyrir svefninn ef það verður góð tónlist. Kemur í ljós. Best að fara að læara eitthvað................



mandag, februar 03, 2003

Ég sat og var að spjalla við krakkana í frímínútum. Þá sá ég hann. Það var eins og op myndaðist á þak skólans og sólin kastaði geislum sínum á hann. Vá! Hann sá að ég horfði á hann. Hann leit til baka á mig. Ég brosti. Um leið og hrollur fór um mig fékk ég fiðring í gegnum allan kroppinn. Stingur í magann. Vá. Óþægilegt en samt guðdómlegt.
Daginn eftir var ég að ganga á ganginum upp eftir að hafa fengið að fara fyrr úr tíma. Var á leiðinnni í matsalinn. Þá mætti ég honum. Ég þorði varla að horfa en leit sem snöggvast á hann. Hann var að horfa á mig. Ég leit undan og gekk hratt fram hjá.
Þriðja daginn var ég í eyðu í tölvunum. Einhver sest í tölvuna við hliðina á mér. Allt í einu læðir manneskjan að mér miða. Þetta er hann. Á miðanum stendur "Hæ, ég heiti............, hvað heitir þú?" Hjartsláttur dauðans, nei hjartsláttur alls lífsins. Í framhaldi af þessu fékk hann númerið hjá mér og hringir svo í mig um kvöldið og bíður mér út. Þetta var það stórkostlegasta sem ég hef lent í....nei bíddu....þetta gerðist ekki. Nei, já alveg rétt. Þetta var bíómyndin sem ég var að horfa á.......! Já, æ, ruglaðist aðeins.



Það er mikið inni í höfðinu á mér núna, en það kemst ekki út. Bleeeeeehhhhhhh............



søndag, februar 02, 2003

Hvers vegna er lífð eins og það er? Svör óskast ekki. Ég vil ekki vita það!
Meðan ekkert gerist hjá mér. Ég meina, lífið gengur bara sinn vana gang, mér líður vel, gengur vel í skólanum og svona, velti ég þessu samt fyrir mér. Ef eitthvað gerist, einvher rómans kemst í spilið, eða eitthvað leiðinlegt gerist mun ég líka velta þessu fyrir mér. Ég er bara svo skrýtin. Kannski er ég ekkert skrýtin, kannski er það bara það að ég er að hlusta á Creep. Ótrúlegt hvað svona tónlist getur haft hryllilega áhrif á mann......mar.

Jæja, skólinn á morgun, sæti strákurinn í matsölunni, jóga, æfa sig og borða kvöldmat. Allt það sama og venjulega. :)



lørdag, februar 01, 2003

Lenti í erfiðri stöðu í vikunni. Var boðið á tvo staði í gærkveldi. Rúna Vala var að halda upp á afmælið sitt og hafa eitthvað svaka kósý "sleep-over". Svo voru hljómsveitarkrakkarnir líka að hittast. Það varð ofan á að líta á hljómsveitarkrakkana en ég vona svo sannarlega að það hafi verið gaman í afmælinu hennar Rúnu Völu. Annars var bara gaman hjá mér í gærkveldi. Ég var með algert málæði. Reyndar er ég bara búin að vera með algjört málæði í nokkra daga. Tónlistarskólanemar geta verið ansi skrautlegir þegar þeir eru komnir í það. Athugunarvert!

Við töpuðum á HM í dag. Sorglegt. Ég hef ekki getað horft á neinn leik þar sem við vinnum. Við höfum bara tapað leikjum sem ég hef horft á. Ég ætla ekki að horfa á næsta leik, ekki það sá leikur skiptir engu máli, við komumst ekki á Ólympíuleikana. Fúlt.
Ég vil, í framhaldi af þessu, skamma íþróttafréttamenn, sérstaklega þar sem svo margir þeirra lesa síðuna mína, fyrir hvernig þeir tala um íslenska handboltaliðið. Þegar Íslendingum gengur vel og við vinnum leik, þá erum það "Við sem unnum leikinn". Ef hins vegar, við töpum leik þá eru það "Íslendingar sem töpuðu leiknum". Mér finnst þetta vera alveg fráleitt. Annaðhvort eru það bara Íslendingar eða við. Það er eins og fólk vilji ekki taka þátt í þessu nema ef vel gangi og ef landsliðinu gengur illa er eins og fólk reyni að forðast það að kenna sig við Íslendinga, eins og handboltaliðið séu Íslendingar en ekki það sjálft. Já, svona er margt sem hægt er að skoða. Íþróttafréttamenn eru algjör gullnáma hvað mál og málfar varðar. Já......einmitt skemmtilegt.............