The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

mandag, marts 31, 2003

Synd að ekki fleiri strákar skildu fara eftir þeim fleygu orðum Micheals Jacksons " don´t go around, breaking young girls heart". Ekki það að einhver strákur hafi "broken my heart" eða eitthvað sé í gangi, mér bara datt þetta svona í hug. Af hverju hafa strákar þetta ekki alltaf í huga? I wonder. Bara smá bælingar (pælingar, nýtt í orðabókinni minni). Samt gott að ekki fleiri stelpur séu svona vitlausar eins og Billie Jean, þær eru samt ábyggilega mjög margar.
Er að útbúa stuð partý disk, með M.J. og Justin Timberlake, Starlight, S club 7 og J Lo og fleirum. Þetta er bara snilld!



søndag, marts 30, 2003

Af því að ég þarf nú að hafa skoðun á öllu, vil ég aðeins hafa skoðun á Söngkeppni Framhaldsskólanna.
Því miður voru of mörg væmin og róleg lög í keppninni í ár. Verðlaunasætin áttu mis- skilið að fá verðlaun. Ég var alveg sátt við það að Muse lagið Muscle Museum hafi verið í öðru sæti og fenigð verðlaun fyrir sviðsframkomu, enda eru Muse bara snillingar (reyndar hermikrákur eftir Radiohead og Fake Plastic Trees hefði fallið vel í kramið hjá Óla Palla..híhí). Þriðja sæti var líka alveg fínt. Góð rödd sem fór ekkert of mikið út af laginu, samt finnst mér mörg atriði önnur hefðu frekar átt rétt á sér í þetta sæti. En, fyrsta sæti. Það væri gaman að fá að vita hver velur í dómnefndina. Það er greinilegt að dómnefndin hefur ekki farið eftir faglegum reglum. Enda ekki faglært fólk þar á ferð, nema kannski í því að vera stjörnur á íslandi. T.d. hvað var Gestur Einar að gera þarna? Hvað er Óli Palli að hugsa að styðja það að Vísur Vatnsenda-Rósu séu teknar og R&B- aðar, og vinni keppnina, og meira segja ekki fluttar af besta söngvaranum. Mér fannst því miður greyið stelpan, sem er ábyggilega hin ágætasta söngkona og með góða rödd, ekki takast nógu vel upp á keppninni sjálfri. Þetta snýst nefnilega líka um það að geta komið fram fyrir hóp af fólki og ekki slegið feilnótu. Mér finnst ekki hægt að kalla þetta lengur söngkeppni, því sönginn er greinilega ekki verið að dæma. Og ekki má gleyma, Vísur Vatnsenda-Rósu og R&B. Sem tónlistarnemendi segi ég að svona ætti að láta vera, en get samt ekki neitað því að þetta er mjög frumlega hugmynd. En svona miðað við minn smekk, hefði ég frekar reynt að rokka þetta eitthvað, notað rafmagnsgítar og effecta og gert þetta tregafyllra, miðað við hvers eðlis lagið er upphaflega og innihald textans. Svo var þetta fáránlegt með fimmta dómarann. Það þýddi bara, því fleiri sem í skólanum eru því hærri einkunn fær atriði þess skóla. Ég var líka mjög hneyksluð á keppninni í fyrra, jafnvel enn hneykslaðri núna. Ég vil líka vekja athygli á því að ég var að horfa á þetta í partýi með tónlistarnemendum, einhverjir voru úr FB, aðrir úr MR þó flestir úr MH, ég get með nokkurri vissu fullyrt það að allir hafi verið sammála um það að atriði MH hafi verið best sungið og einna frumlegast. Þó slógu ekki eina feilnótu, sem er ekki hægt að segja um flesta sem tóku þátt í keppninni. Og þetta kemur frá þjálfuðum tóneyrum. Voru dómararnir kannski ekki starfi sínu hæfir. Allavegana komu Óli Palli og Pálmi Gunnars mér mjög mikið á óvart og hafa fallið mikið niður í áliti hjá sem tónlistarmenn eða tónlistargrúskarar. Með Birgittu kom mér kannski ekkert á óvar, enda J Lo wannabe. Þetta vekur upp hjá mér þá spurningu hvort valið á fyrsta sætinu hafi farið eftir því að keppnin var haldin á heimavelli þess atriðis og því að stelpan átti afmæli...?







Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Tónskóla Sigursveins og Tónskólans í Hafnarfirði voru í gær. Þetta voru mjög vel heppnaðir tónleikar. Rétt fyrir tónleikana var ég beðin um að vera blómakona. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég er beðin um þetta. Ég hlýt að vera svona blómaleg.
Svo í gærkveldi var haldið í partý lengst upp í sveit. Já, alla leið í Mosfellsbæinn, upp í fjall í bjálkahús til Guggíar. Þetta var mikið stuð. Horft var á Væmnislagakeppni Framhaldsskólanna og dómurunum bölvað, farið í flöskustút, dansað og fleira. Svo fórum við í söngspunaleikinn, Feita konan í Espigerði 4, sem var 50 metrar í þvermál. Ég hló mig máttlausa í þessu partýi á vitleysunni í fólkinu. Svo lærði ég magnað partýtrix með plasti af bjórkippu, rétt áður en ég hljóp á eftir Önnu sem dreyfði úr klósettrúllu út um allt. Nei, það var ekki Anna strompur (Egils, systir Helgu Baldurs, hehehe ;) ), heldur Anna litla. Já, og svo voru sumir að "konnekta" þarna mjög vel held ég bara.



lørdag, marts 29, 2003

Var að skoða auglýsingu í Mogganum. Þar er auglýstur leikur í Kringlunni fyrir fermingarbörn. Í verðlaun eru voðaflottir hlutir, eins og úr og slíkt. Svona fermingargjafahlutir. Nú spyr ég, fá krakkar ekki nóg af svoleiðis hlutum í fermingargjöf? Mér finndist miklu skynsamlegra og það má færa betri rök fyrir því að hafa leik fyrir foreldra fermingarbarna. Leikurinn væri þannig að dregið væri úr vinningshöfum bara í einhverjum þætti, Silfir Egils eða eitthvað í staðinn fyrir 70 mín, og í verðlaun væru t.d. úr, verðlaunahafi gæti valið úr annaðhvort stráka eða stelpuúri, græjur, rúm og ýmislegt þesshátta. Þetta gæti sparað foreldrum heilan helling í gjafakaupum og undirbúningi fyrir veislunnar. Þetta gerði það að verkum að fjölbreytni vinninga væri miklu meiri. Það væri til að mynda hægt að vera með blómavinninga eða úttektir á skreytingum í blómabúðum, matarvinninga úr Nóatúni eða Hagkaupum á gosi, kjöti og hráefnum í kökur, kökugjafir úr bakaríum, skópar og kjóla og síðast en ekki síst hárgreiðslugjafir og ljósmyndatöku. Hugsið ykkur hvað þetta gæti aukið hamingjuna í heiminum. Í staðinn fyrir að fermingarbarnið fái enn eitt draslið sem sett verður niðrí skúffu og ekki metið að verðmætum fyrr en 10 árum seinna þegar hluturinn er týndur og myndi ekkert gleðja barnið meira, þá myndi visa-reikningur einnar fjölskyldu ath. eða fleiri, stórminnka og mikil gleði innan fjölskyldunnar eiga sér stað. Allir myndu halda glaðir af stað í kirkjuna vitandi að næstu mánaðmót verða mun auðveldari en þau héldu.



fredag, marts 28, 2003

Sólin skín og lífið er yndislegt.
Í gær fékk ég bréf frá Asger, sem vinnur hjá Nordjobb í Köben. Innifalið í skeytinu var starfstilboð frá einhverju heimili í Kaupmannahöfn. Starfið er bara svona hefðbundið eins og þegar ég var að vinna á Eir. Mér líst vel á þetta.
Svo fór ég í MR partý í gær hjá Jennýju. Þetta var merkilegt. Þar var nefnilega strákur sem heitir Bergur og hann er líka á leiðinni til Danmerkur í sumar. Svo það var ákveðið að við þrjú, Jenný og hann, myndum reyna að finna okku saman íbúð í Kaupmannahöfn. Þetta hljómar allt mjög vel, en ég ætla samt ekki að byggja mér neinar skýjaborgir. Ég var svo sniðug að spyrja bókina með svörin um það hvort ég færi til Kaupmannahafnar og svarið var, þú getur fullvissað þig um það! Vitið menn, í gær fékk ég svo bara svar frá Nordjobb og ég þarf bara að segja já eða nei. Sneddý.
Amma og afi fóru í morgun. Uhuhuuuuuuu!!! :( En ég hitti þau vonandi bráðum aftur. Kannski að ég skelli mér bara í sveitina í lok maí, áður en ég fer út. Svo ætla ég bara út strax í júní og dilla mér í hálfan mánuð áður en ég byrja að vinna, kaupa mér föt og vera töff manneskja.
Svo eftir þetta partý fékk ég far heim með Bigga sem sat fyrir aftan mig allan 10. bekk. Það var nokkuð skondið þar sem ég hef aldrei talað við hann af ráði áður, ekki einu sinni í partýinu, fékk bara far út af því að hann var að fara upp í Árbæinn. Og hann er bara nokkuð viðkunnanlegur strákur. Já, verð bara að segja það. Altént.
Ekki meira að frétta í bili, ætla að reyna að klára mig í öllu áður en ég fer að pakka niður (ég er eiginlega samt byrjuð að pakka niður). 3 ritgerðir, Muggur og Kvótakerfið, það á ekki að vera mikið mál að klára það á hálfum mánuði. Hljómfræðipróf..og....mmmm man ekki eftir meiru nema þessu venjulega. Ég er samt ekkert svo mikið þjökuð af því. Allt er svo skemmtilegt og spennandi núna!



torsdag, marts 27, 2003

Skóli. Skemmtilegt. Mmmmmmmm...... Tóm.
Nei, ekki tóm. Ég ætla aðeins að tjá mig um þetta próf sem hægt er að taka á vef vinstri grænna. Það var einhver umræða um þetta á nfmh.is. Sko, allar spurningarnar eru leiðandi og gjörsamlega miðaðar út frá Vinstri Grænum. Maður getur eingöngu verið Steingrímur J. Sigfússon, nema maður svari vitlaust og asnalega, þá getur maður verið Ingibjörg Sólrún eða Össur. Ef maður svarar alveg út í hött er maður Davíð Oddsson. Útskýringarnar eru svo mjög asnalegar og leiðinlegar og engan vegin faglegar. Þetta er bara sktíkast á aðra flokka. Svo var einhver á nfmh.is, sem sagði að þeir sem hafa vit í kollinum er vinstrisinnaðir og kjósi Vinstri Græna. Ég er svo gjörsamlega ósammála. Ef maður hefur eitthvað vit í kollinum þá kýs maður miðað við málefni og myndar sér skoðun á þeim. Kjósið það sem þið teljið réttast. Ekki þá sem eru mest kúl!



onsdag, marts 26, 2003

Ok. Salbjörg, ég kann ekki að setja íslenska stafi í template-ið þannig að þú heitir þá núna bara Salsa. Og btw. allir! Ekki kommenta með íslenskum stöfum, ég get ekki lesið þetta. Fokking vesen að vera með Makka, samt ekki. Það er miklu betra en að vera með PC. Það eru bara lúðar sem eiga PC. (ekki taka mig alvarlega)
Ég er sniðug stelpa. Ég komst að því í dag. Ég er líka svolítill kjáni en það er bara fyndið að vera kjáni. Hí, hí, hí. Endilega kíkið á bloggið hennar Jennýjar, hún sett broskall að drekka pepsi handa mér á bloggið sitt.



tirsdag, marts 25, 2003

Ég held ég sé orðin klikkuð..... en það gildir einu.
Í síðustu frímínútunum í dag ákváðum ég, Vala og Birkir að við ætlum að útvega okkur kanabisplöntur til að rækta í horninu okkar í skólanum. Hornið okkar er upp við súlu og bak við borð þannig að við gætum bara verið með þetta undir bekknum í horninu. Svo verðum við bara í gúddí fíling í skólanum að reykja hass. Svo bara mætum við með gítar og hárbönd. Birkir myndi nefnilega falla svo vel í þetta með sitt síða hár. Okkur finnst nefnilega ekki nógu mikill stemmari á borðinu okkar. Svona gætum við bara færst Norðurkjallarastemmarann inn á Matgarð og þá væri sko brotið blað í sögu MH. Ég var kominn í svo mikið stemmningsskap eftir þessar frímínútur að ég fór alveg brjáluð í sögutíma, sem var ekki af verri endanum í dag. Við fórum á listasýningu í Hafnarborg. Í rútunni var ég að gera Eyþór alveg brjálaðan því ég var með "Bimbó, bimbó" á heilanum og svo fór ég að syngja eitthvað enn verra sem ég er búin að gleyma hvað var. En, altént. Við komumst að því að ég væri mjög taugaveikluð manneskja þar sem hlátur er bara taugaveiklun og ég var þarna ein í rútunni að hlæja að alls engu.

Svo verðum við bara í "Peacful, easy feeling" í fyrsta u-i frá klukku!



mandag, marts 24, 2003

Já, það er nefnilega það. Ég fór í æsilegt matarboð hjá Jenný (takið eftir því að ég er orðin smituð af orðaforða þríburanna í MR). Þar rakti Jenný fyrir Ragga sögu Taylor Forrester í Glæstum vonum (en það er engin Taylor Forrester í Great Expectations..´híhíh). Það tók svona hálftíma og reyndi mjög á þolrif mín. Því ekki er bara hægt að segja frá henni, í því sambandi þarf að segja frá Ridge og Brooke líka og..engum öðrum en James Warrick!
Núna er ég að fara á upplestrarkeppni í Seljakirkju en hann snillingurinn bróðir minn er að taka þar þátt fyrir hönd Ártúnsskóla og vona ég svo innilega að hann vinni. Ég á eftir að rifna úr stolti þegar hann stígur í ræðupúltið..!!!!



søndag, marts 23, 2003

Flest kústsköft
Ef þú hefur svarað í einlægni, tilheyrir þú þeim sem eru að einhverju leyti dísir og að einhverju leyti nornir. En er þá hægt að treysta því að þú hafir verið hreinskilin í svörum þínum? Ef svo reynist vera ertu skemmtileg stelpa, en örlítið utan við þig. Allur heimurinn snýst í kringum þig en þú tekur yfirleitt ekkert eftir því. Þess vegna tekurðu ekki eftir því þegar aðrir sýna þér áhuga. Jafnvel þú lumar á galdrahæfileikum. Þegar þú notar galdrahæfileika þína getur þú komið öðrum til að halda að þú sért dís.



lørdag, marts 22, 2003

Skemmtilegt, ég er veik :)
Ekki nóg með það að afi gaf mér heljarinnar bók í gær, gaf amma mér líka bók. Sú bók er nú svo merkileg að vera mörg tölublöð af blaðinu "Alt for damerne" frá því herrans ári 1950, innbundin af Else Irene Strandberg systur ömmu. Já, ég er ekki að grínast. Það er ferlega skemmtilegt að skoða þetta. Þarna eru greinar um allt mögulegt, auglýsingar, tískuföt (ég myndi alveg vilja eiga öll fötin þarna) og mataruppskriftir og húsmæðraráð. Þessi blöð eru 53 ára og komu út þremur árum áður en amma og afi giftu sig. Já, það er rétt, amma og afi eiga gullbrúðkaup á þessu ári og af því tilefni ætla systkyni ömmu að koma til landsins í haust, það verður þá í annað sinn sem öll systkynin eru stödd á Íslandi, en í fyrsta sinn öll með maka, en í fyrra skiptið komu ekki allir með.

Ég ætlaði aðeins að tjá mig um stjórnmálafræði í gær. Ég man ekki allt sem ég skrifaði í gær sem bara hvarf en reyni samt að rifja þetta allt upp. Enginn annar en Hannes Hólmstein var mættur í stofu 36 í gær. Ég tel persónulega manninn vera geðbilaðan og bitur út í samfélagið. Ástæða komu hans í tímann var að kynna fyrir okkur Frjálshyggju. Ég ætla ekkert að vera málefnaleg og segja hvað hann sagði um málefni en segja frá öðru. Svo virðist sem maðurinn hafi ótakmarkaða þörf fyrir því að koma sínu ágæti á framfæri. Hann sagði til að mynda mjög oft "Eins og ég sagði nú í sjónvarpsviðtali..blabla". Svo þurfti hann alltaf til að lengja máli sitt, sem var mjög langt fyrir, segja "þá skal ég segja þér litla sögu", svona til þess að röksytðja mál sitt. Hann sagði til dæmis frá þeirri sögu þegar hann las það í Fréttablaðinu að einhver ósætti hefðu komið upp á Skjá einum um þátt Egils Helgasonar, Silfur Egils, en einn nemandi spurð út í það mál. Þá hringdi hann í Egil og spurð "Egill minn, hvað er í gangi?". Nú það var ekkert meira með það en "að ég bara hrindi í þá á Skjá einum og sagði "strákar mínir, látið hann Egil í friði og leyfið honum að hafa þetta eins og hann vill" og þeir bara snarhættu við allt saman". Svona er nú Hannes góður maður. Þessar umræður vöknuðu af umræðunni um Bláu höndina en Hannes var mjög áhugasamur um að ræða um hana. Svo var annað sem hann sagði sem vakti athygli mína. Hann sagði að í stjórnartíð Davíðs Oddssonar hefði hann verið að minnka vald sitt. Ha? Minnka vald sitt? Já, hann meinar kannski, minnka vald sitt út á við og opinberlega en auka það svona bak við tjöldin kannski!



fredag, marts 21, 2003

Það er enginn sem á eins góðan afa og ég! Ég á besta afa í heiminum. Það er ekki hægt að finna eins yndislegan afa og ég á, þó lengi væri leitað. Amma og afi voru rétt í þessu að koma suður með Elsu Nínu og Jónasi. Afi leiddi mig fram á gang þar sem töskurnar þeirra stand núna ennþá og tók upp úr einni töskunni Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns - Dala- og Barðastrandasýsla! Bókina er hann búinn að merkja mér og að ég fékk hana frá afa mínum í Otradal. Þetta er svæði sem ég þekki vel. Þessi bók er algjör fjársjóður. Ég er svo hissa á því að afi hafi viljað gefa mér þessa bók en fyrir þá sem ekki vita er þetta líka heimasvæði afa, hann þekkir þetta svæði hundrað sinnum betur en ég. Líka fyrir þær sakir að Otradalur er þarna í bókinni og æskuslóðir afa. Ég er svo glöð. Ég er líka svo glöð yfir því að afi skuli hafa munað eftir því að ég hafði svo gaman af því að skoða þessar bækur þegar hann fékk þær og bara yfir höfuð muna að ég hefði gaman af þessari bók. Afi minn er bestur!



Núna þarf ég að bölva ..fokking blogg, vildi ekki birta heilu ritgerðina mína...djöfullsins andskotan helvítis fokking asnalega drasl!!!



djöfull, ég var búin að skrifa helling .......Andkst!!!!!



torsdag, marts 20, 2003

Ég var stödd í söngleik. Það var þannig að fyrir söngkeppnina á föstudaginn var þá voru keppendur með tvær stofur svona sem afdrep. Þar gat maður skipt um föt og geymt dótið sitt. Þegar ég kem labbandi inn í stofuna þar sem draslið mitt var eitt skiptið eru Halldóra og Anna að syngja Vísur Vatnsenda-Rósu raddað. Nú þar sem ég kann þessar vísur og var einmitt að reyna að hita mig eitthvað upp geng ég bara inn og byrja að syngja með. Voða gaman. Ekki nóg með það en þegar Egill hljómborðsleikarinn í hljómsveitinni og trommuleikarinn heyra að ég er byrjuð að syngja með, byrja þeir líka að syngja með, taka bassann og tenórinn. Og svo enduðum við lagið. Vá!!! Þetta var svo æðislegt. Þetta er nákvæmlega eins og ég vildi að lífið væri. Bara allt í einu alveg upp úr þurru byrja allir að syngja raddað, rosalega flott. Já, ef lífið væri nú bara söngleikur.....

Ég kom heim hálftíu í gærkveldi. Fúlt. Ég fór úr hljómfræði beint upp á Suðurlandsbraut og beið eftir 150 sem átti að fara í Hafnarfjörð. Ég var orðin ógeðslega svöng, alveg að drepast úr hungri og alveg langur tími þangað til ég kæmist heim að borða. Ég ákvað því þegar ég hoppaði út úr strætó í Firðinum að stökkva inn í Fjörð og keypti mér eina tebollu, svona það fyrsta sem ég greip úr hillunum, allt hitt var orðið svo hart og ólystugt. Þá var klukkan 10 mín yfir átta og ég átti að vera mætt eftir 10 mínútur. Þá tók ég stefnuna á Hásali, jájá ég næ þessu ..og að kyngja tebollunni, vera komin á æfingu, taka upp saxafóninn og vera tilbúin í stólnum. Ekki nóg með það en þá geng ég bara fram á einhverja tjörn... hverjum datt í hug að setja þarna tjörn á milli hússins og krikjunnar og bílastæðisins? Þetta tafði mig nokkuð, ég þurfti að labba yfir einhverja stjúpid brú. Voða stemmning. Mér finnst samt þessi brú eitthvað svo fávitaleg. Af hverju bara ekki að hafa grasflöt og fallega göngustíga yfir, það væri bara miklu fallegra heldur en steinar, grjót og tjörn, þar sem eru engir fuglar og ekki ein lifandi vera vill vera? Kingilmögnuð saga!



tirsdag, marts 18, 2003

Þegar brjálaður hryðjuverkamaður réðst á Bandaríkin 11. september árið 2001 og lagði marga af velli, fór hin samúðarfulla og vel hugsandi um heimsbyggðina, Helga í Kringluna.
Núna er yfirvofandi styrjöld. Bush Bandaríkjaforseti ætlar að hunsa öll mótmæli heimsbyggðarinnar og ráðast inn í Írak á morgun og kemur þannig allri heimsbyggðinni í mikla hættu, ekki bara aumingja Írökunum sem þurfa að upplifa þennan hrylling.

Ingrid ætlar því ekki að tala um stríð hér, því nógu slæmur er heimurinn fyrir hjá sjálfri mér. Mér finnst nóg að reyna að kreista það skemmtilega fram úr dögunum. Það sem var skemmtilegt í dag:

keypti mér snúð,

mamma keypti kleinuhringi,
æfði mig á píanóið, æfði mig á saxafóninn.
Sem sagt, skemmtilegur dagur.
Núna er ég á leiðinni á æfingu. Þetta eru svo gáfulegar æfingar. Ég er að spila í einu lagi eða verki. Svo var meira að segja ákveðið að sleppa fyrrihlutanum. Í gær ferðaðist ég út á landsbyggðina, já ég fór í Hafnarfjörðinn til að geta verið á æfingu í korter. Svo núna þarf ég að sleppa æfingu upp í Hraunbergi til þess að geta verið á æfingu í korter á Engjateigi og örugglega ekki misst af neinu. En hvað er nú gott við þetta allt saman, jú það er rétt, það verður djammað með hljómsveitarkrökkunum eftir tónleikana. Jú, svo verða náttúrulega tónleikar. Það er annað sem er gott við þetta. Maður mætir þarna ásamt öllum nördunum með hljóðfærið sitt, voðalega nördalegur. Sest og þykist vera mjög nördalegur og lifa sig inn í þetta. Allir segja hæ við mann og maður svona talar við fólkið, voða gaman. Allir halda að maður sé alveg forfallinn hljóðfæraleikar, spilar á saxófón og stefnir á einleikaraprófið í klassískum saxafónleik... mikil framtíð fyrir þann einleikara, sérstaklega þar sem Bach samdi svo mikið fyrir saxafón. Saxafónn var uppáhalds hljóðfærið hans Bachs, og reyndar Mozarts líka. Altént. Þessir krakkar eru bara svo skemmtilegir. Allir eru svo gáfaðir og ég sýnist alveg svakalega gáfuð með hljóðfæratöskuna mína og grænakortið. Svo þegar við erum búin að fara yfir fyrsta lagið þá stend ég upp og er farin, svo er ég að kvarta yfir að það sé mikið að gera hjá mér..!



mandag, marts 17, 2003

Hef verið að skoða nfmh.is- spjallið sko. Ég segi nú bara, sumir eiga bágt.

Ég er hrædd við tölvuna mína, það eru svo mikil læti í henni, ég er að reyna að importa Kid A. Kannski hefur hún eitthvað á móti Radiohead. Ég sem þoli ekki fólk sem þolir ekki Radiohead. (allt í góðu samt)



søndag, marts 16, 2003

"Mikið lifandi skelfingar, ósköp er gaman..... að skemmta sér án áfengis"
Jenný Halla kom í gær. Ég hef sjaldan skemmt mér svona vel inni í herberginu mínu. Við dönsuðum tryllt í gærkveldi við "Simply the best of the 70's". Við vorum sveittar og með æsing. Sungum og trölluðum. Vorum með opið út á svalir af því að það var svo heitt, og við þurftum að skipta um boli, fara í eitthvað efnisminna! Vá, það var gaman. Svo verður mér hugsað til þess hvernig við vorum þegar við vorum litlar. Við erum engu betri en þá því þá stóðum við inni í herbergi í Bakkahvamminum hjá Jenný og sungum hástöfum við lagið "I will always love you". Withney Houston, það var málið þá... og reyndar Elvis Presley líka.



lørdag, marts 15, 2003

Earth girl
You are a true nature girl!


Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla



Cheerful
You're the cheerful smile,the one that's truly
happy with almost everything you do and would
never cahnge your life.


What Kind of Smile are You?
brought to you by Quizilla



Ég meikaði það!!! Söngkeppnin var í gær. Það var svaka gaman. Ég var með í maganum allt kvöldið en reyndi samt að hafa gaman af þessu..og það var æðislega gaman. Atriðið sem vann var mjög flott, og kallast "Af skjánum" svona samansafn af stefum af skjánum. Byrjar á Derrik, fer svo í Staupastein, þá Dallas, Fraiser og svo Matlock. Algjör snilld. Enginn texti bara dúdúd. Hildigunnur og Andri eru snillingar að fattað upp á þessu. Ég óska þeim innilega til hamingju og vona að þeim gangi vel á Akureyri. Ég stóð mig ágætlega og er bara sátt við sjálfan mig. Klúðraði reyndar síðustu falsettunni, en..who cares but me? Hljómsveitin var líka algjör snilld. Það var svo gaman að hafa hljómsveitina á bak við sig og það sem mér fannst svo skemmtilegt við þetta allt saman að Siggi litli (sem er reyndar eldri en ég en var alltaf kallaður Siggi litli til aðgreiningar frá öðrum) var gítarleikarinn í hljómsveitinni og svona hálfgerður hljómsveitarstjóri. Ekki datt mér þetta í hug þegar ég var lítil að ég ætti eftir að stand uppi á sviði með Sigga fyrir aftan mig. Það var mjög gaman. Svo var líka Egill hljómborðsleikari sem er skemmtilegur gaur, FB-ingur reyndar, en það gerir hann ekki verri.
Eftir að úrslit voru ljós fór ég með Völu og frænku hennar niðrí bæ. Komumst ekki inn á Sólon og fórum þá á Kaffi Tómasar frænda. Ég var svo þreytt að ég bara var ekkert samræðuhæf. Samt var ég í dansstuði, en þetta er náttúrulega enginn dansstaður þannig að það var ekkert djamm eins og til stóð. Fórum bara heim í háttinn. Sem sagt vel heppnað kvöld!



Roosevelt
Democrat - You believe that there should be a free
market which is reigned in by a modest state
beaurocracy. You think that capitalism has
some good things, but that those it helps
should be obliged to help out their fellow man
a little. Your historical role model is
Franklin Rosevelt.


Which political sterotype are you?
brought to you by Quizilla

Ég hef alltaf vitað þetta. Frank Rosevelt er fyrirmyndin mín....híhíhíhí :)



fredag, marts 14, 2003

Söngkeppnin byrjar eftir 40 mín. Ég er bara að bíða og er orðin svöng og gleymdi veskinu mínu heima! Sneddý ekki satt. Það reddast ég er svo snemma á dagskráni, ég fer ábyggilega á sviðið eftir klukktíma. Ég er eignlega með smá í maganum. OMG. Ég meika þetta ekki!!!



Í Fréttablaðinu í dag voru fjórar greinar um sjávarútveg Íslendinga. Ein þeirra var viðtal við mann (bróður Lindu P) sem sagði að við ættum mikil verðmæti ónýtt í sjónum. Önnur grein var um trillusjómenn sem eiga í harðri lífsbaráttu, peningalega séð og hvernig staða þeirra er gagnvart vinnuveitendum sínum. Hinar greinarnar voru um það hversu aflinn hefur minnkað annars vegar og hins vegar um eitthvað ákveðið skip, las það ekki alveg. Ég vildi bara benda svona á þetta hversu stór hluti af menningu okkar tengist sjónum og sjávarútvegi, einnig þar sem atvinnulífið í landinu byggist að stórum hluta á sjávarútvegi. Það ætti því að vera markmið allra Íslendinga að halda vel um þessa auðlind okkar og læra að nýta hana sem best. Ég er samt enginn sérfræðingur á þessu sviði, veit eiginlega ekkert um kvótakerfið. En ég veit þetta þó.
Svo vil ég líka benda á það að á politk.is skrifar Dagga grein um málefni heyrnarlausra. Mjög góð grein þar á ferð. En í því samhengi vil ég einnig benda á að í öðru sæti Frjálslyndaflokksins í suðvesturkjördæmi er einmitt heyrnarlaus kona sem stefnir inn á þing sem fyrsti heyrnarlausa þingkonan. Hugsið ykkur allt sem hún gæti komið til leiðar fyrir heyrnarlausa, og líka heyrandi. Allt það sem Dagga segir að betur mætti fara í málefnum heyrnarlausra færi betur ef þessi kona kæmist á þing.
Þar sem ég er nú í svona pólitísku stuði þá skrifaði Anna á bloggið sitt um málefni tónlistarfólks og -kennara. Alltaf gaman þegar einhver skrifar um það sem maður þekkir svo vel og er leiðinlegt og ekkert hefur verið gert til þess að breyta því. :)



torsdag, marts 13, 2003

Kommon!
Ég var að lesa grein eftir Elísabetu Jökulsdóttur í Mogganum. Þið megið giska á um hvað hún var að skrifa. Mikið rétt Kárahnjúkavirkjun. Í þessari grein sinni var hún að lofsama mynd Ómars Ragnarssonar um Kárahnjúkavirkjunina og landssvæðið þar í kring. Ég er því miður ekki dómbær á þessa mynd þar sem ég sá hana ekki enda er ég alltaf löggst í rúmið þegar eitthvað áhugavert er í imbanum. En það sem ég veit er að fólki snerist hugur eftir að sjá myndina, þ.e. þeir sem voru fylgjandi virkjun snerust gegn virkjun. Maður hlýtur að spyrja sjálfan sig að því hvort sannfæringarkraftur Ómars sé svona mikill og sjónarhorn myndarinnar út frá augum mómælandans eða er þetta mjög hlutlaus mynd hjá honum sem segir ekkert annað en sannleikann? Það sem ég veit hins vegar er að Ómar hefur ekki alltaf sagt satt og rétt frá. Nú kann ég ekki að rekja alla söguna en get hins vegar sagt það að fjölskylda mín hefur mátt kynnast ósannsöglum fréttaflutningi Ómars og hefur fjölskyldan undir höndum ljósmyndir sem sannar þetta. Ómar getur eflaust verið fínn og hefur sagt marga skemmtilega brandarana, en reyndar gengið of langt í þeim eins og hann gerði víst ´87 þegar salmónella barst til íbúa Búðardals, en hann fékk það til baka, en samt allt í góðu.
Þó ég hafi ekki séð þessa mynd "Á meðan land byggist" þá virkar þetta svona á mig: Ómar fer á Toyotunni sinni upp á hálendi Íslands, tekur myndir í logni og sól, talar svo í sjónvarpið með Toyotuna sína á bak við sig, eins og einhver benti svo skemmtilega á, eða þá að hann tekur á loft í litlu flugvélinni sinni þegar vel viðrar, tekur myndir af fallegu hálendi Íslands í sól og blíðu og lætur nú örugglega sjást á myndunum skuggann af vélinni sinni. Svo semur hann fallegan texta sem hann talar svo inn á videoið og lofsamar náttúruna. Eins og þið getið ykkur til er ég ekki sammála Elísabetu. Svo tekur hún heldur djúpt í árina þegar hún talar um þá menn sem hafa ekki farið eftir settum reglum hvað þetta varðar, sem er reyndar alveg rétt hjá henni, og eru með því að höggva Ómar Ragnarsson. Ha? Svo segir hún líka að þetta séu þeir menn sem hefðu höggvið Snorra Sturluson og einhver málefni Halldórs Laxness! Er ekki full langt gengið þegar farið er að líkja þessu við morðið á Snorra við laugina sína? Ætli hún hafi velt fyrir sér afstöðu Austfirðinga, þeirra vonum, draumum og efnahagslegri stöðu? Ef hún er svona mikið á móti þessu held ég að hún ætti frekar að hafa meiri áhyggjur af efnahagslegri afkomu virkjunarinnar og verðbólgumyndunar og öðru slíku, heldur en einhverrri náttúru sem eru einhver 0.0... prósent af landinu og hálendinu. Svo fór hún að tala um Vatnajökul í þessu samhengi. Sko við erum ekki að fara að sökkva Vatnajökli, hann kemur þarna varla við sögu, eftir því sem mér skilst! Ég held að þeir sem alast upp í Vesturbænum (núna er ég að reyna að ganga fram af ykkur) ættu aðeins að hugsa sig betur um áður en þeir fara að mómæla einhverju sem mun aldrei nokkurntíman skaða það sjálft en mun bæta hag annarra.



onsdag, marts 12, 2003

Jæja. Hvað ætti ég nú að segja gáfulegt? Núna er ég dauðþreytt. Kom heim eftir nemendatónfund klukkan að verða hálftíu, samt frétti ég að Leó og Anna sátu yfir kaffi niðurfrá í klukkutíma eftir að ég var farin. Ég held ég hefði ekki meikað það. Ég er búin að borða smá pulsur og smá grjónagraut samt er ég svöng.... :(
Ég er að leita að þessu gáfulega inni í höfðinu á mér...en finn það ekki. Söngkeppnin er á föstudag, allir að mæta, þetta verður æðislega skemmtilegt..vonandi að það verði alminnilegt partý eftir keppnina....hmmmm. Svo er það hljómsveitaverkefnið í tónskólanum sem byrjar í næstu viku... það á víst að enda með partýi eftir tónleikana. Svo er ferð norður á Hólmavík með galdrabókmenntaáfanganum...svo er árshátíð tónskólanna 12. apríl og svo...... er náttúrulega 7. apríl!!!!!.... og svo....hmmm páskar...veeeeeeeiiiiiiiiiii!!!!!



tirsdag, marts 11, 2003

Núna er ég búin að fá ógeð af:
skólanum,
verkefnum, sem ég nenni ekki að gera og segi við sjálfan mig að ég geri það bara á morgun (á morgun segir sá lati).
sætum strákum sem sjá aldrei neitt og vita ekki af manni, (their completely blind),
að vakna alltaf klukkan 06:45,
að sitja ein í leiðinlegum eyðum og nenna ekki að læra,
að eiga aldrei neinn pening,
samlokum með skinku og osti,
trópí
og óþolandi tímum sem virðast aldrei ætla að líða.

Núna langar mig til þess að:
liggja í leti undir sæng með tærnar upp í loftið á daginn og hlusta á góða tónlist,
vera ógeðslega klár á píanóið,
eiga helling af pening,
skemmta mér með vinum mínum allar helgar og helst líka öll kvöld vikunnar,
kaupa ný föt á hverjum degi,
éta nammi á hverjum degi og fá engar bólur og vera með hvítar tennur,
vera flottust og
þora!!



mandag, marts 10, 2003

"Some dance to remember, some dance to forget"
(The Eagles)



søndag, marts 09, 2003

Ég sá að Dagga vísaði á Önnu Tryggva á blogginu sínu, sem er nýbyrjuð að blogga. Til hamingju Anna, velkomin í hópinn. Anna er sniðug stelpa, mikill Frakki, sellóleikari og kórfélagi. Það sem er best við þetta allt saman er að hún er sko í TSDK, sem er tónskólinn minn. Anna er í Vinstri Grænum og er ekkert nema gott um það að segja. Því bæti ég henni á tenglalistann minn. Þannig að ef þið hafið enn ekki tekið afstöðu fyrir kosningar skuluð þið lesa bloggið hennar líka, og auðvitað Döggu. Fólk sem tekur afstöðu, hvort sem það er önnur afstaða en ég tek, er mér að skapi.



Ég er þýsk sjónvarpsstjarna! Kannski ekki alveg, en svona nálægt því...híhíhí. Ég er ekki að grínast. Ég lék flugfreyju og fékk í fyrsta skipti á ævinni að vita hvernig þar er að vera í flugfreyjubúning og standa við svona vagn í by the way, nýlegri Flugleiðaþotu, og taka út matarbakka. Salbjörg fékk fyrst að vera flugfreyja út af því að hún er svo mjó og passaði í kjólinn. Svo fórum við í pásu eftir að hafa setið og chillað með flugvéladrykki í flugvélinni og þóst vera rosa þreyttir farþegar á leiðinni frá Þýskalandi til Íslands, eða eiginlega frá Köben þar sem vélin hafði millilent. Þá fengum við bara flottan mat og alles, nóg af gosi og Royal búðing í eftirrétt, sem ég reyndar fékk mér ekki af. Þá kom einhver strákur og spurði mig hvar ég hafði verið í vélinni og sagði að ég ætti að skipta um búning við Salbjörgu og vera flugfreyja, enda við ábyggilega grennstar þarna, já eða svona kannski. Svo kom kona sem skipaði mér, bara vinalega, að taka úr mér föstu fléttuna. Oho, ég sem hafði svo mikið fyrir þessari fléttu, en hvað gerir maður ekki fyrir frægðina? Svo fór ég til konu sem meikaði mig og málaði og setti hnút í hárið á mér. Ég hef aldrei í lífinu verið með svona mikið meik framan í mér, við erum að tala um nokkurra millimetra þykkt lag á enninu á mér, enda, ótrúlegt en satt, sást ekki ein bóla. Svo stóð ég þarna á ganginum eins og fáviti fyrir framan vagn og maður á móti mér í flugþjónabúningi. Svo áttum við að færa vagninnn alltaf framar í vélinu og rétta fólki matarbakka og þykast tala við þau. Og ég alltaf með rassinn í myndavélina. Þetta var stundum svo fávitalegt. Svo fór mestur tíminn bara í að bíða og standa og gera sama hlutinn 55 sinnum eða svo. Á meðan biðu Jenný, Salbjörg, Inga og Raggi í matsstofunni og voru bara að spila póker. Samt var búið að skipa þeim að skipta um föt and make themselfs look different. Ég verð nú að segja að þetta var samt bara, svona eftir á að hyggja mjög gaman. Nóg af gosi að drekka, fullt af þjóðverjum sem maður skildi ekki neitt, fullt af bara allskonar fólki, spila spil við krakkana og hlæja eins og vitleysingur, leika látbragsleik, vera inni í flugvél sem er ekki að fara að flytja mann til útlanda og fá að vera flugfreyja, og það allt langt fram á nótt. Best að fara að læra núna.



lørdag, marts 08, 2003

Í gærkveldi var ég rekin að heiman. Sömuleiðis Eggert og Heiðbjört. Því bauð Inga okkur Jennýju og Salbjörgu í mat. Þá fékk ég að hitta Ragnar kærasta Ingu í fyrsta skipti. Málið var að foreldrar mínir og foreldrar Jennýjar voru hér með eitthvað brjálað geim og stuð. Við ætluðum eftir matinn, sem var ofurljúffengur, í diskókeilu en þegar þangað var komið voru bara gagnfræðiskólanemar þar að reykja og er Keiluhöllinn greinilega svona gaggó hang-out. Svo var klukktímabið, þannig að við vorum ekkert að fíla þetta. Þá lá leið okkar bara á rúntinn niðrí bæ og enduðum við inni á Vegamótum. Fengum við okkur þar Swiss-mokka og Inga og Raggi fengu sér einn öllara. Reyndar datt dans-partý stemmningin smá niður, en það var bara allt í lagi. Þetta er svo skemmtilegt fólk sko. Ég hélt ég yrði ekki eldri við matarborðið þegar Jenný var að lýsa einhverjum fávita úr MR, og þó ég viti ekkert hver það er þá var Jenný bara svo fyndin. Ég reyndi eftir mesta megni að fela það hvað ég var í miklu kasti en það hefur verið allt í lagi. Svo eftir að hafa reynt að horfa á Amercan Idol, sem gekk ekkert allt of vel, því Jenný og Salla voru með svo mikil læti og töluðu svo mikið, eins og þeirra er von og vísa, vorum við á hálfgerðu sýru-flippi að reyna að hoppa upp í loft og snerta loftið. Það var mjög gaman, ég var alveg að fíla þetta.
Svo var mér boðið að koma með þeim í kvöld út í Leifsstöð til þess að leika í þýskri sjónvarpsmynd, og auðvitað hafnaði ég því gjörsamlega.....eða þannig. Þetta verður vonandi mjög gaman, nema ég myndi alveg vilja vera að fara eitthvað út í alvörunni, ekki bara í þykistuni. Pæliði kannski verðum við frægar út í Þýskalandi fyrir að vera svona geðveikt kúl fólk í Leifsstöð, svona bak við aðalleikarana að kaupa nammi í fríhöfninni, eða eitthvað.....!



torsdag, marts 06, 2003

Það var eitthvað roslegt sem ég ætlaði að skrifa um núna. En ég er búin að steingleyma hvað það var. En ég man þó annað þeirra. Jú, lesendur góðir, þið allir 5, það er stjórnmálafræði.
Í dag kom Framsóknarflokkurinn í tíma. Við pallborðið í dag sátu einhver Björn Ingi, fyrrverandi MH-ingur og Dagný Jónsdóttir, austfirðingur og mjög viðkunnanlega stelpa. Þau eru bæði tilvonandi þingmenn eins og svo margir aðrir, því miður, undir þrítugu. Mér fannst þau eiginlega svona voða létta og kúl á því. Aðal umræðuefni tímans var auðvitað hið margfræga og mikilvæga málefni, Kárahnjúkavirkjun. Eins og kannski margir vita er Framsóknarflokkurinn fylgjandi virkjun þarna enda eru þau ráðuneyti sem ráða þarna mestu, undir stjórn Framsóknarflokksins. Það sem fór mest í taugarnar á mér í þessum tíma var þegar ein stelpa fór að tala um það af hverju fólk byggi eiginlega út á landi ef það hefði ekkert að gera og vildi bara að Reykvíkingar kæmu og bjargaði þeim um atvinnu. Hún er svo innilega á móti þessari virkjun enda alveg greinilega alin upp í Reykjavík og þekkir ekkert, sko alls ekkert annað. Og ég er svo ósammála henni. Svo var hún orðin svo æst og gaf eiginlega bara skít í aumingja krakkana sem þarna stóðu fyrir svörum. Ég er samt eiginlega á því að Framsóknarflokkurinn sé bara svona málamiðlanaflokkur og eiginlega ætti ég bara að vera Framsóknarmanneskja þar sem ég reyni alltaf að fara milliveginn, og er mjög misskilin oft fyrir vikið.....;) Ég er samt alls enginn Framsóknarmanneskja. Því ætti Framsóknarflokkurinn bara að heita Málamiðlanaflokkurinn. Jæja, allavegana.
Ég er núna hjá frænda mínum og var að leika við Jóhönnu litlu frænku mína, ofurkrútt. En svo ældi hún bara þegar ég var eitthvað að gretta mig framan í hana. Þá var hún farin úr fanginu mínu.



onsdag, marts 05, 2003

Ég er sko frá 6. áratugnum! Ég hef alltaf vitað að ég er gömul sál...eða kannski meira bara gamaldags svona yfir höfuð. Jenný Halla er hippi og er ég nú ekki hissa á því. Hún hefur alltaf verið svolítið brjálaðari en ég og meiri uppreisnarseggur.



tirsdag, marts 04, 2003

Síðan mín er ljót!
Ég er farin að hafa áhyggjur af því hvað ég er mikið í tölvunni. Ég er bara stöðugt í tölvunni. Enda liggur hún hérna á skrifborðinu og það er bara svo endalaust freistandi að opna hana og fara að leika sér eitthvað á netinu. T.d. núna ætti ég náttúrulega að sitja við píanóið sveitt við að gera hljómfræði eða að þýða mjög flókna vísindalega setningu á ensku yfir á íslensku og ætti þá að vera að gæta að stöðu eignarfornafns, stöðu greinis, germynd og þolmynd, framtíð og skildagatíð og þar fram eftir götunum. En ég bara nenni því ekki. Í staðinn held ég að ég bara reyni að búa til þessa blessuðu umsókn á dönsku sem amma er búin að lofa mér að lesa yfir ef ég faxa hana til hennar, en það er mamma reyndar líka búin að gera. Nema hvað ég þarf ekki að faxa hana til hennar. Já, einmitt.
Stundum vildi ég að þeir sem lesa bloggið mitt geti heyrt mig tala svo þeir skilji mig. Eða þá geti sungið það lag sem á við hverju sinni, því það lýsir alltaf svo vel í hvernig skapi ég er.
Hvað þetta átak mitt varðar þá hefur það gengið vel. En ekki núna. Í gær át ég nammi og líka í dag. Ekki mikið en samt smá. Svo sprakk ég á limminu í sambandi við þetta bóludrasl í gær og í dag. Terrible. Svo hvað viðkemur "to be a strong woman" og "I will survive" dæmið, þá hef ég bara ekkert verið nein "Iron woman" síðustu daga. Bara hreint ekki og er bara búin að vera að hlusta á Tequila Sunrise með The Eagles sem er barasta dálítið væmið lag.
Svo þetta ljóð sem er hér fyrir neðan er ekki eftir mig. Nei, ég veit. Það er efitir hann Snorra Pétur, íslandssímara með meiru. Og þetta endurspeglar ekki mína afstöðu til virkjanamála, bara hans....híhí, nei djók. Þetta er bara texti ekkert annað.



Plííííís, viljið þið kommenta með engum íslenskum stöfum. Það er svo agalega leiðinlegt að skilja ekki upp né niður í þessum kommentum ykkar. Voða, voða leiðinlegt.
Allavegana, nóg um það. Ekkert sérstakt í dag nema saltkjöt og baunir. Vei, vei, það er svo hræðilega góður matu. Annars er þetta bara ósköp venjulegur skítsæmilegur dagur. Já, ég veit Jenný, ég verð að láta eitthvað gerast fyrir föstudag, algjört möst, ég veit.

Á huga mínu liggur ekkert sérstakt hitamál í dag, nema þá kannski þetta:

Djúpt gamalt gil.


Hann grætur á gilsbrúninni,
þessi gamli maður sem að var
eitt sinn ungur og man
þegar botn sást af brúninni
og bátar sigldu ekki þar.
Og hann segir með hægð:
- "Farðu með gát".

En lífið er léttúðugt
og látnir eru gamlir menn
sem að grétu við brún.
Þeir áttu ekki heima hér,
heldur vestar og austar.
Og allir þeir sögðu með hægð:
- "Farðu með gát".


Þótt gilsbrúnin gleymist,
og gilsbotninn gleymist,
eru önnur gil,
sem áfram þó verða hrein
og áin rennur eftir bein,
ef gamlir menn segja með hægð:
- "Farðu með gát".

Ef þú á gilsbrún vilt sitja, gráttu ei



mandag, marts 03, 2003

Ohhoooo!! Þetta er svo frábær dagur. Ég fór í pilsi í skólann út af því að það var ekki rok þegar ég vaknaði. Það var farið að birta þegar ég gekk á Kringlumýrarbrautinni og núna er sól. Svo fór ég í stjórnmálafræði. Frjálslyndiflokkurinn var mættur á svæðið í dag. Á orustuvöllinn voru mætt Margrét Sverrisdóttir og einhver Gunnar sem sagðist vera í Ungum Frjálslyndum. Mér fannst hann samt frekar gamall. Allavegana. Þegar hann byrjaði að tala um kvótakerfið og útskýra þetta fyrir okkur varð hann alveg hryllilega æstur. Hann varð ekki brjálaður en maður gat fundið svo fyrir elmóði hans að ég bara fylltist þvílíkum eldmóði sjálf. Þig megið kalla mig trúgjarna og áhrifagjarna ef þið viljið. Mér fannst Margrét samt ekki standa sig nógu vel. Hún varð strax svo æst þegar hún var að útskýra kvótakerfið fyrir okkur og svo var hún að skrifa upp á töflu að það ískraði í krítinni hún skrifaði svo fast. Svo fannst mér þau ekki nógu samtaka í þessum fyrirlestri því hann var svo æstur og greip alltaf fram í fyrir henni, eða kannski ekki alltaf en stundum. Hún áttaði sig nú fljótt á því að þau yrðu að tala um önnur málefni þar sem hún var búin að segja okkur að þetta væri alls ekki eina málið þeirra þó það væri svona aðalmál flokksins. Hún kom aðeins inn á ESB en mér finnst flokkurinn ekki vera búin að mynda sér ákveðna stefnu í þeim málum. Ég hef það svona á tilfinningunni að það sem hún sagði um þau mál endurspegli aðeins hennar sjónarmið gagnvart ESB. Sömu sögu er að segja með virkjanamál. Hún fullyrti að flokkurinn væri alfarið á móti virkjun og vildi leita annarra úrræða í stóriðjumálum. Ég er hins vegar ekki sammála því ég er svona eiginlega með virkjun og veit um fleiri innan flokksins sem er með virkjun. Hins vegar var þetta ágætur tími og krakkarnir fengu aðeins að spyrja en lítil umræða skapaðist samt. Ekki eins og þegar VG komu í tíma. En annars þá kom ég alveg full einhverjum ótrúlegum eldmóði út úr tíma og var bara nokkuð sannfærð um að þetta væri málið!



søndag, marts 02, 2003

Sunnudagurinn fyrir bolludaginn er eiginlega bara bolludagurinn. Samt... ef það væri ekki bolludagur á mánudegi þá væri ekkert spennandi að geta farið með bollu í skólann. Þetta var eini venjulegi skóladagurinn í grunnskóla, sem maður mátti koma með óhollt nesti. En í dag verður allavegana borðað glás af bollum með rjóma og glassúr og þegar dagurinn er á enda verður maður komin með ógeð af rjóma...ööööööö.

Síðan hennar Aspasar Kynbombu er með eitthvað attítút, ég kemst ekki inn á hana.
Í gærkveldi fékk ég móður mína til þess að keyra mig til Jennýjar Höllu. Það var fínt að fara til Jennýjar og þegja með henni...:D Jenný var svo dofin að þegar hún ætlaði að poppa stakk hún pokanum í örbylgjuna og stillti á hálfa mínútu. Svo fór hún í skálaskápinn fyrir neðan örbylgjuofninn og tók það sem var ofan í poppskálinni og setti upp á borð, eitthvað spaghettí sigti og þessháttar dót, en skildi poppskálina eftir. Já, svona fer fyrir fólki þegar það djammar langt fram á rauða nótt....híhíhí...;)



lørdag, marts 01, 2003

Ég og Eggert vorum áðan að dansa enskan vals. Það var stuð. Ég held við höfum ekkert verið neitt flottir dansarar, en allavegana. Ég er nefninlega búin að vera að leika mér að spila The Beautiful Blue Danube eftir Strauss. Jenný Halla, Inga og Salla gætu kannski bara æft sig fyrir Fiðludansleikinn með mínu undirspili....híhí ;)