onsdag, april 30, 2003
Nú man ég hvað það var. Áðan þegar ég var á Miðgarði í tölvunum þar var einhver að æfa sig eins og geðsjúklingur inni á sal. Ég var með geðveikt samviskubit yfir því að hafa MJÖG! lítið æft tónstigana...hver þarf líka tónstiga, þeir eru bara fyrir.....þá sem vilja ná langt...já ég veit, ég er slugsi..uhuhu.
Síðasti skóladagurinn......ekki að eilífu.
Margir ganga núna um ganga skólans, syngjandi, síðasti skóladagurinn for ever and ever...amen. Það geri ég hinsvegar ekki. Ég á rúmlega 20 einingar eftir og tvær annir....uhuhuuu. En það er allt í lagi, ég veit að næsti vetur verður algert pain, þar sem það er síðasti veturinn minn en, það er allt í lagi. Við gerum það besta úr þessu öllu saman.
Fyrir hálfri mínútu var ég að hugsa um það sem ég ætlaði að skrifa en núna er ég búin að steingleyma því..........djöfull.
Margir ganga núna um ganga skólans, syngjandi, síðasti skóladagurinn for ever and ever...amen. Það geri ég hinsvegar ekki. Ég á rúmlega 20 einingar eftir og tvær annir....uhuhuuu. En það er allt í lagi, ég veit að næsti vetur verður algert pain, þar sem það er síðasti veturinn minn en, það er allt í lagi. Við gerum það besta úr þessu öllu saman.
Fyrir hálfri mínútu var ég að hugsa um það sem ég ætlaði að skrifa en núna er ég búin að steingleyma því..........djöfull.
tirsdag, april 29, 2003
Nú sit ég við tölvuna, eins og svo oft áður og hljómfræðiprófið sem ég á að klára fyrir morgundaginn horfir illilega á mig af borðinu.
Hið undarlega gerðist í gær. Ég ákvað að skella mér, af einhverjum undraverðum ástæðum til Jennýjar eftir skóla. Ég var búin eftir 3. tíma og það var svo gott veður að ég bara nennti ekki heim að læra undir efnafræðipróf. Ég og Jenný Halla sátum í eldhúsinu á Hávallagötunni og vorum að tjatta um það þegar Jenný kæmi að heimsækja mig til Danmerkur í sumar. Hún var nefnilega búin að segja já við Kirkjugarðavinnunni á föstudaginn svo engin yrði Nordjobb vinnan. En viti menn, kemur ekki pósturinn og í honum leyndist umslag frá Nordjobb og viti menn, Jennýju var boðið starf á sama stað og ég fékk vinnu. Þetta er alveg ótrúlegt!! Ég og Jenný erum að fara til Danaveldis að borða ís og kaupa föt á Strikinu....og náttúrulega það sem má ekki gleyma, finna dúkkuhúsgagnabúðir. Síðast þegar ég var úti 2001, keypti ég dúkkuhúsgögn og dót fyrir 10.000 krónur. Já, þetta er alger baktería. Ég veit. Svo er það náttúrulega Roskilde og bara Danmörk svona almennt. Vá, þetta verður æði pæði gæði!!!!
Hið undarlega gerðist í gær. Ég ákvað að skella mér, af einhverjum undraverðum ástæðum til Jennýjar eftir skóla. Ég var búin eftir 3. tíma og það var svo gott veður að ég bara nennti ekki heim að læra undir efnafræðipróf. Ég og Jenný Halla sátum í eldhúsinu á Hávallagötunni og vorum að tjatta um það þegar Jenný kæmi að heimsækja mig til Danmerkur í sumar. Hún var nefnilega búin að segja já við Kirkjugarðavinnunni á föstudaginn svo engin yrði Nordjobb vinnan. En viti menn, kemur ekki pósturinn og í honum leyndist umslag frá Nordjobb og viti menn, Jennýju var boðið starf á sama stað og ég fékk vinnu. Þetta er alveg ótrúlegt!! Ég og Jenný erum að fara til Danaveldis að borða ís og kaupa föt á Strikinu....og náttúrulega það sem má ekki gleyma, finna dúkkuhúsgagnabúðir. Síðast þegar ég var úti 2001, keypti ég dúkkuhúsgögn og dót fyrir 10.000 krónur. Já, þetta er alger baktería. Ég veit. Svo er það náttúrulega Roskilde og bara Danmörk svona almennt. Vá, þetta verður æði pæði gæði!!!!
søndag, april 27, 2003
Are you that person........?
Ég hef verið að hugsa um að taka upp á því að vafsa svolítið á heimspekilegu nótunum eins og ég gerði hérna á tímabili. Mér fannst t.d. svona eftir á að hyggja, dálítið skondið þegar ég skrifaði um að lífið væri skakkt strik, en stundum beint. Ég veit samt ekki alveg hvað ég á að skrifa um núna. Rakst samt á vafs-síðu þar sem var mynd af Rachel í Friends, eða Jennifer Aniston. Hún var svo flott á þessari mynd. Alveg perfect. Augabrúnirnar svo flottar, húðin svo flott, hún var svo brún í flegnum og ermalausum bol og með flott hár. Ég hugsaði: ef ég væri nú svona flott. Ef ég gengi nú um götur bæjarins photoshoppuð í fottum fötum og sólbrún með blásið hárið hvern dag ársins. Hvað þá? Ég veit það ekki. Myndi ég nenna því. Nei, ég held ekki. Maður getur ekki verið photoshoppaður, þá væri maður líka aldrei flottur. Ef maður væri alltaf alveg svakalega skæs og töff, þá væri maður ekki fínn, þegar maður ætlar að vera fínn. Maður væri bara alveg eins maður er alltaf. Fúlt, ekki satt. Hvernig vil ég vera? Ég veit eiginlega ekki hvernig ég vil vera. Ég veit allavegana að ég myndi vilja sjá sjálfan mig photoshoppaða svona einu sinni. En ég vil ekki vera alltaf þannig. Ég vil bara vera ég sjálf, með mínar bólur, mínar augabrúnir, plokkaðar af mér sjálfri og þar fram eftir götunum. Allar konur vilja nefnilega vera einhverntíman prinsessur. Það vil ég líka vera. En ég vil ekki vera fegurðardrottningarprinsessa eða photoshoppuð prinsessa með gerviaugnhár og mikið púður. Ég vil vera fín prinsessa eitt kvöld, prófa það. Hvað felst í því að vera prinsessa? Jú, mér finnst það vera að fá að vera í flottum kjól kannski, dansa við ofursjentilmenni við vínartónlist, fá kampavín (eða bara fullt af pepsíi), fínan mat, og bara alla þá þjónustu sem hægt væri að hugsa sér. Einnig að fá að vera stjarna í eina kvöldstund, fá að syngja með hinni fullkomnu hljómsveit öll þau lög sem mér dettu í hug....o.s.fr.
En, er það svo eftirsóknarvert. Jú, kannski. En er það, það að vera prinsessa? Þar sem svona draumur er svo fjarlægur verð ég að láta mér duga að vera prinsessa á hverjum degi. Krumpuðu fötin mín úr fataskápnum verða að duga sem prinsessuföt, og þau eru eiginlega bara alveg að virka. Þunna, slétta hárið verður að duga sem flott prinsessuhár og ódýra meikið verður að duga sem hinn flottasti prinsessufarði. Einnig verður hin sama, gamla góða Ingrid að duga sem prinsessan. Þetta er eiginlega bara góð pæling. Þetta eykur sjálfstraustið og "egóið". Ef ég hugsa svona er ég góð með mig, töff og sjálfsörugg, og þá er ég prinsessan. Þetta ættu fleiri stelpur að hugsa um, ekki það að ég sé eitthvað alltaf svona, en það eru svo margir sem eru ekki nógu ánægðir með sjálfan sig, óöruggir og óákveðnir. Fólk verðu að finna hvað það vill, stelpur verða að vita að þær eru flottastar og bestar. Það er enginn strákur sem vill stelpu sem vill ekki vita að hún er flottust og best. Ef stelpur eru óánægðar með sjálfan sig og þær vilja breyta lífsstíl sínum, verða þær að vita að þær eru fallegastar í þeirra eigin huga, og það er það sem drífur þær áfram í að takast á við sjálfan sig, vera agaðar og ákveðnar. Það eru til svo mörg blöð, myndir, þættir og auglýsingar sem vilja segja okkur hvernig við eigum að vera, hvað við eigum að gera til að breyta því og þar fram eftir götunum. Ég held hins vegar að það sé okkar að ákveða hvað við viljum gera. Okkar er valið. Ég ætla núna að reyna að hugsa alltaf um það að til að rífa mig upp í rétta skapið að ég sé best og flottust. Ég prinsessan!
(Ég er ekki að reykja neitt)
Ég hef verið að hugsa um að taka upp á því að vafsa svolítið á heimspekilegu nótunum eins og ég gerði hérna á tímabili. Mér fannst t.d. svona eftir á að hyggja, dálítið skondið þegar ég skrifaði um að lífið væri skakkt strik, en stundum beint. Ég veit samt ekki alveg hvað ég á að skrifa um núna. Rakst samt á vafs-síðu þar sem var mynd af Rachel í Friends, eða Jennifer Aniston. Hún var svo flott á þessari mynd. Alveg perfect. Augabrúnirnar svo flottar, húðin svo flott, hún var svo brún í flegnum og ermalausum bol og með flott hár. Ég hugsaði: ef ég væri nú svona flott. Ef ég gengi nú um götur bæjarins photoshoppuð í fottum fötum og sólbrún með blásið hárið hvern dag ársins. Hvað þá? Ég veit það ekki. Myndi ég nenna því. Nei, ég held ekki. Maður getur ekki verið photoshoppaður, þá væri maður líka aldrei flottur. Ef maður væri alltaf alveg svakalega skæs og töff, þá væri maður ekki fínn, þegar maður ætlar að vera fínn. Maður væri bara alveg eins maður er alltaf. Fúlt, ekki satt. Hvernig vil ég vera? Ég veit eiginlega ekki hvernig ég vil vera. Ég veit allavegana að ég myndi vilja sjá sjálfan mig photoshoppaða svona einu sinni. En ég vil ekki vera alltaf þannig. Ég vil bara vera ég sjálf, með mínar bólur, mínar augabrúnir, plokkaðar af mér sjálfri og þar fram eftir götunum. Allar konur vilja nefnilega vera einhverntíman prinsessur. Það vil ég líka vera. En ég vil ekki vera fegurðardrottningarprinsessa eða photoshoppuð prinsessa með gerviaugnhár og mikið púður. Ég vil vera fín prinsessa eitt kvöld, prófa það. Hvað felst í því að vera prinsessa? Jú, mér finnst það vera að fá að vera í flottum kjól kannski, dansa við ofursjentilmenni við vínartónlist, fá kampavín (eða bara fullt af pepsíi), fínan mat, og bara alla þá þjónustu sem hægt væri að hugsa sér. Einnig að fá að vera stjarna í eina kvöldstund, fá að syngja með hinni fullkomnu hljómsveit öll þau lög sem mér dettu í hug....o.s.fr.
En, er það svo eftirsóknarvert. Jú, kannski. En er það, það að vera prinsessa? Þar sem svona draumur er svo fjarlægur verð ég að láta mér duga að vera prinsessa á hverjum degi. Krumpuðu fötin mín úr fataskápnum verða að duga sem prinsessuföt, og þau eru eiginlega bara alveg að virka. Þunna, slétta hárið verður að duga sem flott prinsessuhár og ódýra meikið verður að duga sem hinn flottasti prinsessufarði. Einnig verður hin sama, gamla góða Ingrid að duga sem prinsessan. Þetta er eiginlega bara góð pæling. Þetta eykur sjálfstraustið og "egóið". Ef ég hugsa svona er ég góð með mig, töff og sjálfsörugg, og þá er ég prinsessan. Þetta ættu fleiri stelpur að hugsa um, ekki það að ég sé eitthvað alltaf svona, en það eru svo margir sem eru ekki nógu ánægðir með sjálfan sig, óöruggir og óákveðnir. Fólk verðu að finna hvað það vill, stelpur verða að vita að þær eru flottastar og bestar. Það er enginn strákur sem vill stelpu sem vill ekki vita að hún er flottust og best. Ef stelpur eru óánægðar með sjálfan sig og þær vilja breyta lífsstíl sínum, verða þær að vita að þær eru fallegastar í þeirra eigin huga, og það er það sem drífur þær áfram í að takast á við sjálfan sig, vera agaðar og ákveðnar. Það eru til svo mörg blöð, myndir, þættir og auglýsingar sem vilja segja okkur hvernig við eigum að vera, hvað við eigum að gera til að breyta því og þar fram eftir götunum. Ég held hins vegar að það sé okkar að ákveða hvað við viljum gera. Okkar er valið. Ég ætla núna að reyna að hugsa alltaf um það að til að rífa mig upp í rétta skapið að ég sé best og flottust. Ég prinsessan!
(Ég er ekki að reykja neitt)
lørdag, april 26, 2003
"Þú birtist hér sem kröfuhörð manneskja. Forystuhæfileikar þínir eru miklir en hér kemur einnig fram að einhver smáatriði kunna að flækjast fyrir þér eða tefja jafnvel fyrir þér og verkefni sem þú tengist þessa dagana. Einblíndu aðeins á hlutina sem skipta máli og láttu annað liggja á milli hluta. Töfrar hrútsins eru áberandi í byrjun maí 2003 þar sem skarpar gáfur og kröftug ára eflir hann vissulega."
Ok. Í fyrsta lagi er ég búin að heyra nokkuð oft að ég vilji stjórna og sé kröfuhörð, en hvað varð um frekjuna. Hrúturinn er frekur, alltaf kemur það fram. Ég vildi fá lengri útskýringu og stjörnuspá eins og Vala, en ég fann hana ekki. Þetta var bara fyrir daginn í dag.
Ok. Í fyrsta lagi er ég búin að heyra nokkuð oft að ég vilji stjórna og sé kröfuhörð, en hvað varð um frekjuna. Hrúturinn er frekur, alltaf kemur það fram. Ég vildi fá lengri útskýringu og stjörnuspá eins og Vala, en ég fann hana ekki. Þetta var bara fyrir daginn í dag.
Dísús!
I taste like Beef. I taste like beef. I'm probably made of beef. You are what you eat, they say, and if the title didn't mean something else, I would be a beefeater. I think red meat is good for you. Puts hair on your chest. What Flavour Are You? |
fredag, april 25, 2003
Bring the beat back.......
Minn æsilegi hasarkroppur var að koma úr stuðinu í World Class. Ég fór á algert flipp og pumpaði eins og mot.... og tók svo auka 15 mín. á brettinu. Þar vorum ég og Vala að farast úr fíling við Justin Timberlake, skemmtilegt það já......Ég hef nú samt sjaldan þolað svona líkamsræktarstöðvar, en þar sem mér líður ágætlega í öxlum og baki á eftir er ég sátt við þessa staði. En allavegana, svo ég komi mér að efninu. Ég heyrði í útvarpinu At Last, með.....Celin Dion. Oho, hvað manneskjan fer í taugarnar á mér. Sérstaklega núna. Manneskjan reynir að taka öll lög sem henni dettur í hug og gjörsamlega nauðga þeim. Hún ætlar að vera svo sniðug og herma eftir öllum dívunum gömlu, sem voru by the way, jazz söngkonur ekki væmnislaga-óp-létt 96,7-slá heimsmet í nógu háum ópum og slaufum-söngkonur. Það er eiginlega bara ekki hægt að kalla það söngkonur....arghhhhhh!!!!
I´m like so clueless....Ég var að horfa á Clueless í sjónvarpinu í fyrrada. Þrátt fyrir að þetta sé góð mynd og allt það þá var eitt sem fór fyrir brjóstið á mér. Aðalpersónan var að hallmæla rokktónlist sem hún sagði vera væmna eitthvað blablabla, og þá var verið að spila lagið mitt....!!! Ég meina, þetta var lagið mitt! Fake Plastic Trees!! Ég tók eftir að Radiohead var bara spilað nokkuð mikið í þessari mynd. The Bends var bara látin ganga. Ég var nokkuð ánægð með það..I´m like so happy with it, totally!
Síðasta mál á dagskrá í dag er dimmisionið. Dimmitantarnir í MH í dag voru bara ágætir margir hverjir. Þó svona nokkrar lélegar tilraunir til að vera fyndnir en þar sem ölvun kom í veg fyrir að þeir mættu láta ljós sitt skína, urður þeir bara miður fyndnir. Annars voru allavegana tvö atriði nokkuð góð. Það var þegar Bachelorinn hunsaði allar stelpurnar sem reyndu að heilla hann og kallaði til sín Ragnhildi Richter íslensku kennara. Svo var það hópurinn með Braveheart atriðið. Þeir voru nokkuð góðir, reyndar miðurskemmtilegt að horfa á múnið þeirra en allavegana. Alger snilld að fá Gunnlaug Ástgeirsson til þess að koma upp á svið með kórónu og í loðfelld og stef úr LOTR. hehe
Minn æsilegi hasarkroppur var að koma úr stuðinu í World Class. Ég fór á algert flipp og pumpaði eins og mot.... og tók svo auka 15 mín. á brettinu. Þar vorum ég og Vala að farast úr fíling við Justin Timberlake, skemmtilegt það já......Ég hef nú samt sjaldan þolað svona líkamsræktarstöðvar, en þar sem mér líður ágætlega í öxlum og baki á eftir er ég sátt við þessa staði. En allavegana, svo ég komi mér að efninu. Ég heyrði í útvarpinu At Last, með.....Celin Dion. Oho, hvað manneskjan fer í taugarnar á mér. Sérstaklega núna. Manneskjan reynir að taka öll lög sem henni dettur í hug og gjörsamlega nauðga þeim. Hún ætlar að vera svo sniðug og herma eftir öllum dívunum gömlu, sem voru by the way, jazz söngkonur ekki væmnislaga-óp-létt 96,7-slá heimsmet í nógu háum ópum og slaufum-söngkonur. Það er eiginlega bara ekki hægt að kalla það söngkonur....arghhhhhh!!!!
I´m like so clueless....Ég var að horfa á Clueless í sjónvarpinu í fyrrada. Þrátt fyrir að þetta sé góð mynd og allt það þá var eitt sem fór fyrir brjóstið á mér. Aðalpersónan var að hallmæla rokktónlist sem hún sagði vera væmna eitthvað blablabla, og þá var verið að spila lagið mitt....!!! Ég meina, þetta var lagið mitt! Fake Plastic Trees!! Ég tók eftir að Radiohead var bara spilað nokkuð mikið í þessari mynd. The Bends var bara látin ganga. Ég var nokkuð ánægð með það..I´m like so happy with it, totally!
Síðasta mál á dagskrá í dag er dimmisionið. Dimmitantarnir í MH í dag voru bara ágætir margir hverjir. Þó svona nokkrar lélegar tilraunir til að vera fyndnir en þar sem ölvun kom í veg fyrir að þeir mættu láta ljós sitt skína, urður þeir bara miður fyndnir. Annars voru allavegana tvö atriði nokkuð góð. Það var þegar Bachelorinn hunsaði allar stelpurnar sem reyndu að heilla hann og kallaði til sín Ragnhildi Richter íslensku kennara. Svo var það hópurinn með Braveheart atriðið. Þeir voru nokkuð góðir, reyndar miðurskemmtilegt að horfa á múnið þeirra en allavegana. Alger snilld að fá Gunnlaug Ástgeirsson til þess að koma upp á svið með kórónu og í loðfelld og stef úr LOTR. hehe
torsdag, april 24, 2003
Hehe, sniðugt að vera æfingardúkka sjúkraþjálfaranema fyrir nuddpróf. Það er svo gaman þegar Heiðbjört sjúkraþjálfar mig.
Stelpan sem var með svo mikið málæði að hún.........
Gleðilegt sumar gott fólk og takk fyrir sumar-veturinn.
Nú er ég búin að sitja með saxófóninn í fanginu og horfa á nóturnar og blues-skalann og geispa og geispa. (hvernig skrifar maður annars að geispa, geyspa?) Ákvað svo að spila með einu lagi og reyna við skalann í öllum sínum myndum. Ætlaði svo að vera rosa sneddý og prófa öll trixin sem kennarinn minn kenndi mér í síðustu viku, en svo þegar ég ætlaði að prófa þá var ég búin að gleyma þeim alveg. Stjúbid mí.
Áðan var ég að spila Bach, eftir nokkurt hlé. Ég fékk nefnilega svo mikið ógeð af honum fyrir jól, ég veit ekki af hverju, bara fannst ekkert gaman lengur að fá í hendurnar hvert lagið á fætur öðru sem virðist alltaf mjög einfalt, en er svo algerleg óspilanlegt fyrir þá sem æfa sig á hverjum degi bara svona stundum og inn á milli ekki neitt. Og núna fékk ég aftur í hendurnar eina Kleine prelúdíu, sem að nafninu til á að vera mjög einföld, en er svo þegar allt kemur til alls, afar flókin, eins og fyrri daginn.
Hey, þetta er ekkert það sem ég ætlaði að skrifa um í dag, ohooooo...............
Gleðilegt sumar gott fólk og takk fyrir sumar-veturinn.
Nú er ég búin að sitja með saxófóninn í fanginu og horfa á nóturnar og blues-skalann og geispa og geispa. (hvernig skrifar maður annars að geispa, geyspa?) Ákvað svo að spila með einu lagi og reyna við skalann í öllum sínum myndum. Ætlaði svo að vera rosa sneddý og prófa öll trixin sem kennarinn minn kenndi mér í síðustu viku, en svo þegar ég ætlaði að prófa þá var ég búin að gleyma þeim alveg. Stjúbid mí.
Áðan var ég að spila Bach, eftir nokkurt hlé. Ég fékk nefnilega svo mikið ógeð af honum fyrir jól, ég veit ekki af hverju, bara fannst ekkert gaman lengur að fá í hendurnar hvert lagið á fætur öðru sem virðist alltaf mjög einfalt, en er svo algerleg óspilanlegt fyrir þá sem æfa sig á hverjum degi bara svona stundum og inn á milli ekki neitt. Og núna fékk ég aftur í hendurnar eina Kleine prelúdíu, sem að nafninu til á að vera mjög einföld, en er svo þegar allt kemur til alls, afar flókin, eins og fyrri daginn.
Hey, þetta er ekkert það sem ég ætlaði að skrifa um í dag, ohooooo...............
onsdag, april 23, 2003
Og tjágleðin heldur áfram......
Það er mikið sem liggur á mér þessa dagana. Allavegana mikið sem ég þarf að koma frá mér og segja frá. Ég get svo svarið það að ég er orðin svo háð þessu bloggi (vafsi) að allt mitt daglega líf snýst um það hvað ég muni skrifa á netið hvern dag. Allt sem ég upplifi, sé, geri og velti fyrir mér finnst mér ég þurfa að tjá mig um hér. Stundum velti ég því fyrir mér hvort nokkur lesi þetta nokkurn tíman. Nennir fólk að lesa svona langa pistla. Stundum nenni ég að lesa langa pistla ef þeir eru skemmtilegir eða fyndnir. En ég hef sterklega á tilfinningunni að ég sé mjög misjöfn. Stundum sé ég alveg allt-í-lagi fyndin og stundum alveg hörmuleg. Allan daginn er ég að segja sögu. Ég er alltaf að segja sögu um það sem gerist. T.d. í eðlisfræðiprófinu var ég að segja frá því á mjög skemmtilegan hátt. Einnig þegar ég var í strætó, þá var ég að segja frá strætóferðinni. Það eru alltaf að kvikna hjá mér hugmyndir um það sem ég gæti skrifað en svo gleymi ég þeim jafnóðum. Um leið og ég sé eitthvað nýtt er ég farin að hugsa um það. Ég er eins og gullfiskur, er alltaf að sjá eitthvað nýtt, þó ég hafi séð það áður. Kannski er það gott. Kannski er ég bara alltaf að sjá hlutina í nýju ljósi.
Í dag var ég í strætó. Mér fannst eitthvað svo mikið drasl í vagninum. En þá tók ég eftir að í hverju sæti héngu bækur. Þetta fannst mér alveg afskaplega spennandi. Nú loksins var farþegum gefinn kostur á einhverri afþreyingu á meðan þeir biðu þess að stíga út úr myglulegum vagninum. Loksins var skemmtilegt að taka strætó, sem venjulega er alveg grautfúlt og leiðinlegt, sérstaklega að sitja og bíða eftir því að vera komin á áfangastað. Í sætinu mínu var gul bók. Hún heitir Crazy og er eftir Benjamin Leber. Vegna mikils tímaskorts, þar sem strætóferðin tók aðeins 7 mín en það hefði tekið aðeins lengri tíma að lesa bókina, lét ég mér nægja að lesa aftan á bókina. Hún virtist bara spennandi. Ég leit í kringum mig og tók eftir að þetta voru allt sömu bækurnar. Einhverjar bækur sem seljast ekki. Týpískt. Þarna var líka bók eftir Boris Kanúnan, að mig minnir, sem heitir Ríkisráðið, eða eitthvað og er með myndum að Rússneskum turnum framan á. Afskaplega óspennandi bók. Svo var þarna líka Andlit Óttans, mjög svo líka óspennandi bók. Ég veit ekki afhverju, allar bækur sem heita einhverju dramtísku nafni eins og Í skugga óttans, eða Hefndir og hræðsla, eða ástir og hatur, eða Bak við óttann, eða Hatur Óttans, heilla mig ekki. Þegar ég var svo á leiðinni í tónskólann settist ég hjá einni Syrpu. Hún var svo ótrúlega spennandi, hét Reiðikastið. Í fyrsta sinn langaði mig að dvelja lengur í gráum, illa þefjandi strætisvagninum.
Mér finnst að þetta eig að vera altaf svona. Í dag er reyndar dagur bókarinnar, hvaða dagur eitthvers er ekki til. Það væri svo gaman. Þá gæti maður bara valið sér einhverja bók til að lesa og sest alltaf þar sem hún er og lesið hana bara alltaf þegar maður er í strætó. Reyndar gæti þetta skapað vandræði en ég myndi bara segja þeim sem sitja þar sem bókin mín er að drullast í burtu. Þá er ekkert vesen með að hafa ekki tíma til að lesa bækur sér til afþreyingar. Maður notar bara tímann í strætó. Ekkert mál. En ég geri mér samt grein fyrir að þetta gæti skapað mikil vandamál í samskiptum fólks í strætó.................
Það er mikið sem liggur á mér þessa dagana. Allavegana mikið sem ég þarf að koma frá mér og segja frá. Ég get svo svarið það að ég er orðin svo háð þessu bloggi (vafsi) að allt mitt daglega líf snýst um það hvað ég muni skrifa á netið hvern dag. Allt sem ég upplifi, sé, geri og velti fyrir mér finnst mér ég þurfa að tjá mig um hér. Stundum velti ég því fyrir mér hvort nokkur lesi þetta nokkurn tíman. Nennir fólk að lesa svona langa pistla. Stundum nenni ég að lesa langa pistla ef þeir eru skemmtilegir eða fyndnir. En ég hef sterklega á tilfinningunni að ég sé mjög misjöfn. Stundum sé ég alveg allt-í-lagi fyndin og stundum alveg hörmuleg. Allan daginn er ég að segja sögu. Ég er alltaf að segja sögu um það sem gerist. T.d. í eðlisfræðiprófinu var ég að segja frá því á mjög skemmtilegan hátt. Einnig þegar ég var í strætó, þá var ég að segja frá strætóferðinni. Það eru alltaf að kvikna hjá mér hugmyndir um það sem ég gæti skrifað en svo gleymi ég þeim jafnóðum. Um leið og ég sé eitthvað nýtt er ég farin að hugsa um það. Ég er eins og gullfiskur, er alltaf að sjá eitthvað nýtt, þó ég hafi séð það áður. Kannski er það gott. Kannski er ég bara alltaf að sjá hlutina í nýju ljósi.
Í dag var ég í strætó. Mér fannst eitthvað svo mikið drasl í vagninum. En þá tók ég eftir að í hverju sæti héngu bækur. Þetta fannst mér alveg afskaplega spennandi. Nú loksins var farþegum gefinn kostur á einhverri afþreyingu á meðan þeir biðu þess að stíga út úr myglulegum vagninum. Loksins var skemmtilegt að taka strætó, sem venjulega er alveg grautfúlt og leiðinlegt, sérstaklega að sitja og bíða eftir því að vera komin á áfangastað. Í sætinu mínu var gul bók. Hún heitir Crazy og er eftir Benjamin Leber. Vegna mikils tímaskorts, þar sem strætóferðin tók aðeins 7 mín en það hefði tekið aðeins lengri tíma að lesa bókina, lét ég mér nægja að lesa aftan á bókina. Hún virtist bara spennandi. Ég leit í kringum mig og tók eftir að þetta voru allt sömu bækurnar. Einhverjar bækur sem seljast ekki. Týpískt. Þarna var líka bók eftir Boris Kanúnan, að mig minnir, sem heitir Ríkisráðið, eða eitthvað og er með myndum að Rússneskum turnum framan á. Afskaplega óspennandi bók. Svo var þarna líka Andlit Óttans, mjög svo líka óspennandi bók. Ég veit ekki afhverju, allar bækur sem heita einhverju dramtísku nafni eins og Í skugga óttans, eða Hefndir og hræðsla, eða ástir og hatur, eða Bak við óttann, eða Hatur Óttans, heilla mig ekki. Þegar ég var svo á leiðinni í tónskólann settist ég hjá einni Syrpu. Hún var svo ótrúlega spennandi, hét Reiðikastið. Í fyrsta sinn langaði mig að dvelja lengur í gráum, illa þefjandi strætisvagninum.
Mér finnst að þetta eig að vera altaf svona. Í dag er reyndar dagur bókarinnar, hvaða dagur eitthvers er ekki til. Það væri svo gaman. Þá gæti maður bara valið sér einhverja bók til að lesa og sest alltaf þar sem hún er og lesið hana bara alltaf þegar maður er í strætó. Reyndar gæti þetta skapað vandræði en ég myndi bara segja þeim sem sitja þar sem bókin mín er að drullast í burtu. Þá er ekkert vesen með að hafa ekki tíma til að lesa bækur sér til afþreyingar. Maður notar bara tímann í strætó. Ekkert mál. En ég geri mér samt grein fyrir að þetta gæti skapað mikil vandamál í samskiptum fólks í strætó.................
tirsdag, april 22, 2003
You are the guitar! You like to have fun and love
music. You're probably smarter then most people
think you are but you don't have to prove
anything to anyone because people who know you
know you rock!
What instrument are you?
brought to you by Quizilla
Ok, það er ekki hægt að vera neitt annað en gítar, sama hverju ég breytti, ég varð alltaf gítar aftur. Ég vil vera píanó eða sxafónn, það sem ég er í alvörunni. Ég og Ólöf ræddum það einu sinni (píanókennarinn minn) að fólk velji sér hljóðfæri eftir skapi..eða öllu heldur veljast hljóðfærin bara einhvernvegin þeim sem skapið í þeim á við. Skilduð þið þetta? Til að mynda spila ég á píanó af því að það heyrist ágætlega vel í því, eiginlega svolítið hátt, svona eins og heyrist alltaf í mér. Sama gildir um pabba. Hann er með 7. stigið á gítar og kennaraprófið út á það, en bara 2. stig á píanó. Samt hefur hann eiginlega bara alltaf spilað á píanóið og gerðist organisti í mörg, mörg ár. Hann hefur sem sagt ekkert verið á rétta hljóðfærinu, hann er svo hávær. Eins með Heiðbjörtu systur mína. Þegar hún hafði lokið 5. stigi á píanó skipti hún yfir á gítar og er með 2. eða 3. stig á gítar. Hún er rólega systirin en ég er sú hævara. Þessvegna held ég að Eggert, sem er alveg afskaplega skapvondur stundum og hávær og mjög svo hyper, sé á röngu hljóðfæri. Hann getur aðeins spilað á gítarinn klukkan 12 á miðnætti þegar allir eru farnir að sofa og ró yfir öllu, svo heyrist nú örugglega í honum....og alveg örugglega inn í næsta herbergi þar sem stóra, gamla, ráðríka..... er að reyna að sofna!
music. You're probably smarter then most people
think you are but you don't have to prove
anything to anyone because people who know you
know you rock!
What instrument are you?
brought to you by Quizilla
Ok, það er ekki hægt að vera neitt annað en gítar, sama hverju ég breytti, ég varð alltaf gítar aftur. Ég vil vera píanó eða sxafónn, það sem ég er í alvörunni. Ég og Ólöf ræddum það einu sinni (píanókennarinn minn) að fólk velji sér hljóðfæri eftir skapi..eða öllu heldur veljast hljóðfærin bara einhvernvegin þeim sem skapið í þeim á við. Skilduð þið þetta? Til að mynda spila ég á píanó af því að það heyrist ágætlega vel í því, eiginlega svolítið hátt, svona eins og heyrist alltaf í mér. Sama gildir um pabba. Hann er með 7. stigið á gítar og kennaraprófið út á það, en bara 2. stig á píanó. Samt hefur hann eiginlega bara alltaf spilað á píanóið og gerðist organisti í mörg, mörg ár. Hann hefur sem sagt ekkert verið á rétta hljóðfærinu, hann er svo hávær. Eins með Heiðbjörtu systur mína. Þegar hún hafði lokið 5. stigi á píanó skipti hún yfir á gítar og er með 2. eða 3. stig á gítar. Hún er rólega systirin en ég er sú hævara. Þessvegna held ég að Eggert, sem er alveg afskaplega skapvondur stundum og hávær og mjög svo hyper, sé á röngu hljóðfæri. Hann getur aðeins spilað á gítarinn klukkan 12 á miðnætti þegar allir eru farnir að sofa og ró yfir öllu, svo heyrist nú örugglega í honum....og alveg örugglega inn í næsta herbergi þar sem stóra, gamla, ráðríka..... er að reyna að sofna!
Furðuleg tilhugsun
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnum Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram í Alþingiskosningunum í vor, er ég orðin hvorki meira né minna en dóttir varaþingmanss. Já, það er rétt. Þrátt fyrir mikla umræðu um það að Frjálslyndi flokkurinn sé einungis einsmálsflokkur, hefur fylgi hans í Reykjavík stórbatnað...eða öllu heldur vaxið. Allt í einu fær flokkurinn tvo þingmenn í Reykjavík-norður og þá er pabbi orðin varaþingmaður. En öllu svona ber að taka með fyrirvara. Þegar ég kláraði lesninguna um nýjustu könnunina kom í ljós að úrtakið var aðeins um 1200 manns. Ég verð að segja að kannanir Fréttablaðsins finnst mér síst trúverðugastar af öllum. Reyndar var síðasta könnun þeirra svipuð og allra annarra. Ef faðir minn væri nú settur í einhver nefndarstörf og fengi ágætis laun, á gætum við bara farið að kaupa okkur mikið af fötum og dóti......það væri nú aldeilis gaman, ha.
Mig langar aðeins líka, þar sem ég er nú byrjuð á póltíkinni að tjá mig um kosningabaráttu Samfylkingarinnar. Í dag byrtist auglýsing í Fréttablaðinu, þar sem voru allskonar tölur og töflur yfir allskonar staðreyndir á sköttum og greiðslum ríkissjóðs í stjórnartíð Sjálfstæðisflokkinn. Fyrirsögnin var því "...ríkistjórn Davíðs Oddssonar". Undir voru svo einkunnarorð Samfylkingarinnar.
Maður fær það óneitanlega á tilfinninguna að kosningabarátta Samfylkingarinnar snúist um það að skíta nógu mikið á Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin gerir ekki út á málefni, hvað þeim finnst betur mætti fara og hvernig þeir ætli að gera það. Nei, aðeins það sem betur mætti fara og það sem Davíð hefur gert, sem er gjörsamlega undantekningarlaust, neikvætt.
Um daginn birtist auglýsing þar sem voru myndir af öllum forsetisráðherrum lýðveldisins, öll árin. Þar sem birtust alltaf sömu myndirnar, ein fyrir hvert ár og svo í lokin var mynd af Ingibjörgu Sólrúnu og sagt að við mættum vænta breytinga í sögu lýðveldisins, eða eitthvað svoleiðis. Ég veit ekki alveg hver skilaboðin eru þarna. Maður gæti skilið sem svo að landinu hafi alltaf öll þessi ár, verið svo illa stjórnað en ef Ingibjörg Sólrún komist að verði landinu loksins í eitt skipti fyrir öll vel stjórnað.
Ég verð að viðurkenna að ég fattaði samt alveg hver meiningin hjá greyið Ingibjörgu var, eða sú meining að hún gæti orðið fyrst kjörna konan í forsætisráðherrastól. En enginn getur neitað því að auglýsing var svo áberandi tvíþætt og hafði tvær meiningar og önnur þeirra svo algerlega viðurstyggilega ósmekkleg. Maður skildi ekki ætla, að Ingibjörg Sólrún væri kannski í persónulegu stríði við Davíð Oddsson. Eða hvað? Ég fæ það á tilfinninguna stundum að þetta snúist ekki um málefnin, heldur það, að núna er Davíð Oddsson búin að vera nógu lengi, sem er og alveg rétt, og núna sé komið að hinum borgarstjóranum, henni Ingibjörgu Sólrúnu, að feta í fótspor Davíðs, rétt eins og hún hefur núna gert sem borgarstjóri. Því vill hún koma því að hjá þjóðinni að hún sé betri en Davíð og það sé auðvitað það sem skiptir máli, ekkert annað.
Svo eru það aðrir flokksmenn sem styðja hana í þessu. Í Silfri Egils á páskadag, benti Dagný Jónsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins, að henni finndist Samfylkingin ekki byggja sína kosningabaráttu á málefnu, henni finndist þetta þefa af málefnaskorti. Mörður Árnason varði Samfylkinginu með kjafti og klóm..eða svona nokkurn veginn. Það kom mér líka á óvart, að Samfylkingin hefur neitað því að hún færi í ríkisstjórn með Frjálslyndaflokknum, enda eru stefnur flokkanna mjög ólíkar í sjávarútvegsmálum sem og öðrum málaflokkum. En til allra furðu í þættinum á páskadag, sagði Mörður Árnason að hann vildi mynda ríkisstjórna með Frjálslynda flokknum. Furðulegt. Bizarre.
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnum Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram í Alþingiskosningunum í vor, er ég orðin hvorki meira né minna en dóttir varaþingmanss. Já, það er rétt. Þrátt fyrir mikla umræðu um það að Frjálslyndi flokkurinn sé einungis einsmálsflokkur, hefur fylgi hans í Reykjavík stórbatnað...eða öllu heldur vaxið. Allt í einu fær flokkurinn tvo þingmenn í Reykjavík-norður og þá er pabbi orðin varaþingmaður. En öllu svona ber að taka með fyrirvara. Þegar ég kláraði lesninguna um nýjustu könnunina kom í ljós að úrtakið var aðeins um 1200 manns. Ég verð að segja að kannanir Fréttablaðsins finnst mér síst trúverðugastar af öllum. Reyndar var síðasta könnun þeirra svipuð og allra annarra. Ef faðir minn væri nú settur í einhver nefndarstörf og fengi ágætis laun, á gætum við bara farið að kaupa okkur mikið af fötum og dóti......það væri nú aldeilis gaman, ha.
Mig langar aðeins líka, þar sem ég er nú byrjuð á póltíkinni að tjá mig um kosningabaráttu Samfylkingarinnar. Í dag byrtist auglýsing í Fréttablaðinu, þar sem voru allskonar tölur og töflur yfir allskonar staðreyndir á sköttum og greiðslum ríkissjóðs í stjórnartíð Sjálfstæðisflokkinn. Fyrirsögnin var því "...ríkistjórn Davíðs Oddssonar". Undir voru svo einkunnarorð Samfylkingarinnar.
Maður fær það óneitanlega á tilfinninguna að kosningabarátta Samfylkingarinnar snúist um það að skíta nógu mikið á Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin gerir ekki út á málefni, hvað þeim finnst betur mætti fara og hvernig þeir ætli að gera það. Nei, aðeins það sem betur mætti fara og það sem Davíð hefur gert, sem er gjörsamlega undantekningarlaust, neikvætt.
Um daginn birtist auglýsing þar sem voru myndir af öllum forsetisráðherrum lýðveldisins, öll árin. Þar sem birtust alltaf sömu myndirnar, ein fyrir hvert ár og svo í lokin var mynd af Ingibjörgu Sólrúnu og sagt að við mættum vænta breytinga í sögu lýðveldisins, eða eitthvað svoleiðis. Ég veit ekki alveg hver skilaboðin eru þarna. Maður gæti skilið sem svo að landinu hafi alltaf öll þessi ár, verið svo illa stjórnað en ef Ingibjörg Sólrún komist að verði landinu loksins í eitt skipti fyrir öll vel stjórnað.
Ég verð að viðurkenna að ég fattaði samt alveg hver meiningin hjá greyið Ingibjörgu var, eða sú meining að hún gæti orðið fyrst kjörna konan í forsætisráðherrastól. En enginn getur neitað því að auglýsing var svo áberandi tvíþætt og hafði tvær meiningar og önnur þeirra svo algerlega viðurstyggilega ósmekkleg. Maður skildi ekki ætla, að Ingibjörg Sólrún væri kannski í persónulegu stríði við Davíð Oddsson. Eða hvað? Ég fæ það á tilfinninguna stundum að þetta snúist ekki um málefnin, heldur það, að núna er Davíð Oddsson búin að vera nógu lengi, sem er og alveg rétt, og núna sé komið að hinum borgarstjóranum, henni Ingibjörgu Sólrúnu, að feta í fótspor Davíðs, rétt eins og hún hefur núna gert sem borgarstjóri. Því vill hún koma því að hjá þjóðinni að hún sé betri en Davíð og það sé auðvitað það sem skiptir máli, ekkert annað.
Svo eru það aðrir flokksmenn sem styðja hana í þessu. Í Silfri Egils á páskadag, benti Dagný Jónsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins, að henni finndist Samfylkingin ekki byggja sína kosningabaráttu á málefnu, henni finndist þetta þefa af málefnaskorti. Mörður Árnason varði Samfylkinginu með kjafti og klóm..eða svona nokkurn veginn. Það kom mér líka á óvart, að Samfylkingin hefur neitað því að hún færi í ríkisstjórn með Frjálslyndaflokknum, enda eru stefnur flokkanna mjög ólíkar í sjávarútvegsmálum sem og öðrum málaflokkum. En til allra furðu í þættinum á páskadag, sagði Mörður Árnason að hann vildi mynda ríkisstjórna með Frjálslynda flokknum. Furðulegt. Bizarre.
mandag, april 21, 2003
Ég þoli ekki þegar logið er að manni!!! Ég ætlaði að downloda Fever með Ellu Fitzgerald og fékk upp helling af mp3 fælum og downloda einum..."Ella Fittzgerald-Fever" svo þegar ég er búin að eyða nokkrum megabætum í þetta þá er þetta bara ekkert með Ellu Fitzgerald, bara einhver djasssöngkona sem ég veit ekkert hver er. Einhver hefur bara sett samasem merki milli djass og Ellu Fitzgerald. Eins og þegar ég fékk upp Take Five með Charlie Parker. Ég viðurkenni fúslega að mér þótti þetta skrítið en samt spennandi þar sem ég var bara rétt farin að læra um saxafónleikara. Svo heyrði ég alveg að þetta var bara nákvæmlega sama útgáfan og sú sem er á Dave Brubeck disknum mínum þar sem sjálfur Paul Desmond spilar það. Svo fór ég að segja Óla sax frá þessu og hann sagði að þetta væri merkilegt þar sem Charlie Parker hafi verið löngu dauður þegar Paul Desmond samdi Take Five. Vitlausa fólk!!
søndag, april 20, 2003
Niðurstaða:
Stuðningur þinn við stefnu flokkanna er eftirfarandi:
1. 54% Vinstri grænir (xu).
2. 54% Frjálslyndi flokkurinn (xf).
3. 46%Framsóknarflokkur (xb).
4. 38% Sjálfstæðisflokkur (xd).
5. 38% Samfylking (xs).
Þetta próf tók ég á afstada.is, en bloggið mitt er svo sniðugt að ég get ekki linkað á það. Mér þykir þetta nokkuð athyglisvert þar sem ég styð engan veginn Vinstri Græna og þykir barátta þeirra gagnvart Kárahnjúkum fáránleg og vilaus, allavegana mótmælin. Svo var það náttúrulega fiskvieiðistjórnunin sem gerði það að verkum að Frjálslyndi flokkurinn kom þarna inn í í fyrsta sætið jafnt með VG. Ég skil samt ekki af hverju VG er þarna. Ekki ennþá búin að fatta það. Kannski var það með nektarstaðina, ég vil banna þá.
Sunna frænka mín situr núna sveitt við að læra fyrir vorpróf í Lögregluskólanum. Hún var að segja mér það að það eru til lög í landinu sem segja til um það að ef einstaklingur sem er ekki orðin lögráða á meira en 500.000 inn á banka ber lögráðendum hans skylda til að leita til yfirlögráðanda sem er sýslumaður, og á hann að ráða hvernig fénu er ráðstafað best þannig að það ávaxti sem best fé. Merkilegt. Þetta veit örugglega enginn nema nördar í lögguskólanum.
Stuðningur þinn við stefnu flokkanna er eftirfarandi:
1. 54% Vinstri grænir (xu).
2. 54% Frjálslyndi flokkurinn (xf).
3. 46%Framsóknarflokkur (xb).
4. 38% Sjálfstæðisflokkur (xd).
5. 38% Samfylking (xs).
Þetta próf tók ég á afstada.is, en bloggið mitt er svo sniðugt að ég get ekki linkað á það. Mér þykir þetta nokkuð athyglisvert þar sem ég styð engan veginn Vinstri Græna og þykir barátta þeirra gagnvart Kárahnjúkum fáránleg og vilaus, allavegana mótmælin. Svo var það náttúrulega fiskvieiðistjórnunin sem gerði það að verkum að Frjálslyndi flokkurinn kom þarna inn í í fyrsta sætið jafnt með VG. Ég skil samt ekki af hverju VG er þarna. Ekki ennþá búin að fatta það. Kannski var það með nektarstaðina, ég vil banna þá.
Sunna frænka mín situr núna sveitt við að læra fyrir vorpróf í Lögregluskólanum. Hún var að segja mér það að það eru til lög í landinu sem segja til um það að ef einstaklingur sem er ekki orðin lögráða á meira en 500.000 inn á banka ber lögráðendum hans skylda til að leita til yfirlögráðanda sem er sýslumaður, og á hann að ráða hvernig fénu er ráðstafað best þannig að það ávaxti sem best fé. Merkilegt. Þetta veit örugglega enginn nema nördar í lögguskólanum.
lørdag, april 19, 2003
Páskarnir eru skemmtilegur tími, maður slappar af og hefur áhyggjur af ritgerðum og prófum í senn. Þó þetta sé yndislegur tími langar mig alltaf helst til þess að æla á páskadag, samt held ég alltaf áfram að borða súkkúlaði, þangað til mér líður svo illa að ég leggst upp í rúm og veit ekki mitt rjúkandi ráð, verð bara að liggja þar, komin með ógeð af súkkulaði.
Páskarnir í ár horfa samt öðruvísi við mér en áður. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að foreldrar mínir hafa tekið upp á því að vilja ganga úr sér allt vit um páskana. Reyndar gera þau þetta alltaf um hátíðirnar, líka á jólunum. Þá eru þau búin að borða svo mikið að þeim langar svo út að labba og lofa sjálfum sér að vera ofurdugleg að labba núna alltaf í hverri viku. Þetta gengur sjaldnast eftir. En samt sem áður. Það er alltaf mjög skemmtilegt þegar fjölskyldan tekur upp á því að fara öll saman út að labba. Við leggjum öll af stað niðrí Elliðárdal og þetta gerðum við stundum í Ólafsvík líka, fórum inn í bug eða niðrí fjöru eða eitthvað. Þegar við vorum lítil í Búðardal og fórum út að labba um jólin þurftum við ekki að labba, við vorum dregin á snjóþotum af foreldrum okkar, um götur bæjarins.
Þessi iðja að labba svona um hátíðirnar er af hinu góða. Fjölskyldan nær svo vel saman og það er öllum hollt að fá sér frískt loft eftir að hafa vakað fram á nótt, sofið lengi, setið fyrir framan sjónvarpið og borðað mikið með vondir samvisku. Það er því öllum gott að fara út að labba. Svo koma allir heim glaðir í bragði, ánægðir með sjálfan sig yfir dugnaðinum að hafa labbað langan göngutúr og setjast niður og borða meira og það með góðri samvisku í þetta sinn.
Þannig að kannski horfir þessi hátíð ekkert öðruvísi við mér......
Páskarnir í ár horfa samt öðruvísi við mér en áður. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að foreldrar mínir hafa tekið upp á því að vilja ganga úr sér allt vit um páskana. Reyndar gera þau þetta alltaf um hátíðirnar, líka á jólunum. Þá eru þau búin að borða svo mikið að þeim langar svo út að labba og lofa sjálfum sér að vera ofurdugleg að labba núna alltaf í hverri viku. Þetta gengur sjaldnast eftir. En samt sem áður. Það er alltaf mjög skemmtilegt þegar fjölskyldan tekur upp á því að fara öll saman út að labba. Við leggjum öll af stað niðrí Elliðárdal og þetta gerðum við stundum í Ólafsvík líka, fórum inn í bug eða niðrí fjöru eða eitthvað. Þegar við vorum lítil í Búðardal og fórum út að labba um jólin þurftum við ekki að labba, við vorum dregin á snjóþotum af foreldrum okkar, um götur bæjarins.
Þessi iðja að labba svona um hátíðirnar er af hinu góða. Fjölskyldan nær svo vel saman og það er öllum hollt að fá sér frískt loft eftir að hafa vakað fram á nótt, sofið lengi, setið fyrir framan sjónvarpið og borðað mikið með vondir samvisku. Það er því öllum gott að fara út að labba. Svo koma allir heim glaðir í bragði, ánægðir með sjálfan sig yfir dugnaðinum að hafa labbað langan göngutúr og setjast niður og borða meira og það með góðri samvisku í þetta sinn.
Þannig að kannski horfir þessi hátíð ekkert öðruvísi við mér......
fredag, april 18, 2003
Ég mæli með The Brown Derbies og auðvitað The Kings singers líka, þeir eru massagóðir....já svo gleymdi ég um daginn að nefna The Sound of Music....hvernig gat ég það. Þetta er hræðilegt...fyrirgefðu Julie, elskan mín....ég sé svo eftir þessu...ég hefði átt að hugsa mig tvisvar um áður en ég postaði þessu. Þá hefði ég kannski munað eftir ykkur elskurnar mínar úr Sound of Music, þið eruð best!
Í dag er mikill gleðidagur. Já, þið haldið kannski að ég muni ekki hvaða dagur er. Jú, ég man það. Í dag er föstudagurinn langi. Dagurinn er gleðilegur af því að ég er glöð. Núna er ég búin að borða mikið, fara út að labba og laga síðuna.
Í dag er líka gleðidagur af sögulegum ástæðum. Þennan dag var Jesú festur á krossinum og myrtur. Þið veltið fyrir ykkur af hverju ég tel það gleðiefni. Jú, sjáiði til. Eins og frændi minn og félagar hans í hljómsveitinni Helsi, bentu svo réttilega á í texta sínum við lagið Júdas, þá hefði Jesús aldrei komist á blað, nema af því að Júdas sveik hann. Þeir reyndar vildu meina að það ætti ekki að dæma Júdas svo hart fyrir það sem hann gerði en ég læt það vera. Hefði Júdas aldrei svikið Jesú, hefði ef til vill enginn náð að breyða út boðskap Krists. Margir velta kannski fyrir sér hvað sé svona gott við boðskap Krists og líta til mannkynssögunnar, þar sem Kirkjan hefur pínt fjölda manna og komið af stað miklum illdeilum. Ég vil nefnilega meina það að það sé mikill og góður boðskapur í Kristni. Þá erum við að tala um kærleikann. Jesú boðaði kærleika manna á milli og það er enginn sem getur neitað að það sé góður bopskapur. Jesú boðaði frið og kærleika, þó að í aldaraðir hafi alltaf verið til menn sem hafa rangtúlkað þennan boðskap og gerst ofsatrúarmenn og framkvæmt gjörðir sem ekki teljast í þágu mannkyns eða siðlegar. Við getum lítið gert af því. Trúmálum má velta lengi og mikið fyrir sér og hefur það oftar en ekki verið gert í minni fjölskyldu, afmælum og öðrum mannfögnuðum. Ég ætla ekki að hætta mér út í umræður um Guð. Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta eru miklar umræður á spjallrásinni á nfmh.is þar sem MH-ingar hafa verið að tjá sig um sína trú. Það sem mér þykir kannski leiðinlegast í þeirri umræðu er ljótt orðbragð og bara hinn argasti munnsöfnuður, þó í rituðu máli auðvitað. Það sem ég vil hins vegar segja um Guð og mína trú er að boðskapur Kristninnar þykir mér góður og eiga fullan rétt á sér. Hvað Guð varðar, læt ég vera vangaveltur um það hvort hann hafi skapað heiminn eða ekki. Ég trúi því hins vegar að til sé eitthvað gott í öllu fólki og fyrir mér er það Guð. Sem sagt, Guð er það góða í okkur. Þannig vil ég allavegana líta á það. Því var ég skírð og fermd og fer stöku sinnum í kirkju. Eftir að pabbi hætti hins vegar sem organisti gerist það æ sjaldnar. En, ég lít samt á mig sem Kristna manneskju þó ég sé engin bókstafstrúarmanneskja.
Í dag er líka gleðidagur af sögulegum ástæðum. Þennan dag var Jesú festur á krossinum og myrtur. Þið veltið fyrir ykkur af hverju ég tel það gleðiefni. Jú, sjáiði til. Eins og frændi minn og félagar hans í hljómsveitinni Helsi, bentu svo réttilega á í texta sínum við lagið Júdas, þá hefði Jesús aldrei komist á blað, nema af því að Júdas sveik hann. Þeir reyndar vildu meina að það ætti ekki að dæma Júdas svo hart fyrir það sem hann gerði en ég læt það vera. Hefði Júdas aldrei svikið Jesú, hefði ef til vill enginn náð að breyða út boðskap Krists. Margir velta kannski fyrir sér hvað sé svona gott við boðskap Krists og líta til mannkynssögunnar, þar sem Kirkjan hefur pínt fjölda manna og komið af stað miklum illdeilum. Ég vil nefnilega meina það að það sé mikill og góður boðskapur í Kristni. Þá erum við að tala um kærleikann. Jesú boðaði kærleika manna á milli og það er enginn sem getur neitað að það sé góður bopskapur. Jesú boðaði frið og kærleika, þó að í aldaraðir hafi alltaf verið til menn sem hafa rangtúlkað þennan boðskap og gerst ofsatrúarmenn og framkvæmt gjörðir sem ekki teljast í þágu mannkyns eða siðlegar. Við getum lítið gert af því. Trúmálum má velta lengi og mikið fyrir sér og hefur það oftar en ekki verið gert í minni fjölskyldu, afmælum og öðrum mannfögnuðum. Ég ætla ekki að hætta mér út í umræður um Guð. Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta eru miklar umræður á spjallrásinni á nfmh.is þar sem MH-ingar hafa verið að tjá sig um sína trú. Það sem mér þykir kannski leiðinlegast í þeirri umræðu er ljótt orðbragð og bara hinn argasti munnsöfnuður, þó í rituðu máli auðvitað. Það sem ég vil hins vegar segja um Guð og mína trú er að boðskapur Kristninnar þykir mér góður og eiga fullan rétt á sér. Hvað Guð varðar, læt ég vera vangaveltur um það hvort hann hafi skapað heiminn eða ekki. Ég trúi því hins vegar að til sé eitthvað gott í öllu fólki og fyrir mér er það Guð. Sem sagt, Guð er það góða í okkur. Þannig vil ég allavegana líta á það. Því var ég skírð og fermd og fer stöku sinnum í kirkju. Eftir að pabbi hætti hins vegar sem organisti gerist það æ sjaldnar. En, ég lít samt á mig sem Kristna manneskju þó ég sé engin bókstafstrúarmanneskja.
torsdag, april 17, 2003
Ég má ekki sjá tölvuna þá verður öxlin á mér stíf eins og grjót og veldur ömurlegum verk upp í haus. Er bloggið ekki annars til að kvarta og vorkenna sjálfum sér? Ég ætla að vorkenna sjálfri mér aðeins meira.
Eðlisfræði. Eðlisfræði er bull og vitleysa. Hver skilur eðlisfræði......hmmm..allir nema ég! Núna er Heiðbjört fyrir norðan og ég get bara ekkert lært í eðlisfræði á meðan....djöfulsins hátíðnihljóð í ofninum!
Núna er ég búin með tvær ritgerðir og hef eina tilbaka. (har en tilbage, er að reyna að sletta á dönsku) Sú ritgerð er rannsóknarritgerð og á að vera fokking (þeir segja þetta líka í DK) 8 blaðsíður að lengd. Svo reyndi ég að gera smá hljómfræði í morgun, bætti þremur hljómum við dæmið sem ég byrjaði á í tíma fyrir viku síðan. Oho, ég vona ég falli ekki á prófinu.
Annars er allt gott að frétta af mér.
(Í gær fór ég til Jennýjar með MCcains súkkúlaðiköku, ég gat ekki borðað meira en tvær sneiðar en svo þegar ég vaknaði í morgun varð mér hugsað til elsku kökunnar minnar í gær.....ég hefði átt að borða meira).
Eðlisfræði. Eðlisfræði er bull og vitleysa. Hver skilur eðlisfræði......hmmm..allir nema ég! Núna er Heiðbjört fyrir norðan og ég get bara ekkert lært í eðlisfræði á meðan....djöfulsins hátíðnihljóð í ofninum!
Núna er ég búin með tvær ritgerðir og hef eina tilbaka. (har en tilbage, er að reyna að sletta á dönsku) Sú ritgerð er rannsóknarritgerð og á að vera fokking (þeir segja þetta líka í DK) 8 blaðsíður að lengd. Svo reyndi ég að gera smá hljómfræði í morgun, bætti þremur hljómum við dæmið sem ég byrjaði á í tíma fyrir viku síðan. Oho, ég vona ég falli ekki á prófinu.
Annars er allt gott að frétta af mér.
(Í gær fór ég til Jennýjar með MCcains súkkúlaðiköku, ég gat ekki borðað meira en tvær sneiðar en svo þegar ég vaknaði í morgun varð mér hugsað til elsku kökunnar minnar í gær.....ég hefði átt að borða meira).
onsdag, april 16, 2003
Mamma sagði mér þennan. Sko mamma. (þetta er svona saga sem henni og Elsu Nínu fannst alveg ógeðslega fyndin þegar þær voru litlar og gátu grátið úr hlátri út af..enda bjuggu þær í sveit og urðu að skemmta sér við sögusagnir afa)
Eitt sinn austan við fjall, bjó bóndi nokkur er Sigurður hét, að Hofi. Sigurður hafði nokkrum misserum áður ráðið til sín tvo vinnumenn er nefndust Vindur og Viður. Höfðu þeir unnið vel fyrir Sigurð hafði hann ekki haft aðrar en góðar spurnir af þeim og þeir reynst honum vel þann tíma er þeir höfðu dvalið að Hofi.
Eitt sinn hélt heimilisfólk á Hofi til kirkju og Sigurður einnig. Vindur og Viður urðu eftir enda ekki til siðs að vinnufólk færi með til helgistunda. Fól Sigurður bóndi þeim að gæta búsins og meðan hann væri í burtu og hafði því ekki áhyggjur af því.
Þegar átti að mjólka beljurnar spurði Vindur, sem var öllu spaugsamari í daglegu tali og störfum heldur en Viður, hvort hann mætti mjólka að þessu sinni. Varð Viður við því og féllust þeir á að skipta með sér verkum. Þegar þeir eru hafnir störfum, tekur Vindur upp á því að beina spenanum á beljunni að Viði og sprauta á hann mjólk. Viður bregst allur illa við og biður Vind um að hætta fíflalátunum. Verður Vindur við því. Þegar Vindur tekur upp á sama bragðinu annað sinnið rís Viður upp og ber í fjósvegginn og segir Vind verða hætta annars muni hann binda hann við fjósgaflinn. Vindur hættir því. Spaugsemin er hins vegar svo mikil hjá Vindi að þegar hann tekur upp á sama bragðinu hið þriðja sinn bregst Viður reiður við, rís upp og fylgir fyrri orðum sínum. Þegar Viður er búinn að binda Vind, fer hann til hús og leggst til rekkju enda þreyttur eftir annasamann dag. Þegar Sigurður bóndi snýr heim frá kirkju sér hann hvar Vindur er bundinn fastur við fjósgaflinn. Svo hann leysti Vind og rak Við!
Eitt sinn hélt heimilisfólk á Hofi til kirkju og Sigurður einnig. Vindur og Viður urðu eftir enda ekki til siðs að vinnufólk færi með til helgistunda. Fól Sigurður bóndi þeim að gæta búsins og meðan hann væri í burtu og hafði því ekki áhyggjur af því.
Þegar átti að mjólka beljurnar spurði Vindur, sem var öllu spaugsamari í daglegu tali og störfum heldur en Viður, hvort hann mætti mjólka að þessu sinni. Varð Viður við því og féllust þeir á að skipta með sér verkum. Þegar þeir eru hafnir störfum, tekur Vindur upp á því að beina spenanum á beljunni að Viði og sprauta á hann mjólk. Viður bregst allur illa við og biður Vind um að hætta fíflalátunum. Verður Vindur við því. Þegar Vindur tekur upp á sama bragðinu annað sinnið rís Viður upp og ber í fjósvegginn og segir Vind verða hætta annars muni hann binda hann við fjósgaflinn. Vindur hættir því. Spaugsemin er hins vegar svo mikil hjá Vindi að þegar hann tekur upp á sama bragðinu hið þriðja sinn bregst Viður reiður við, rís upp og fylgir fyrri orðum sínum. Þegar Viður er búinn að binda Vind, fer hann til hús og leggst til rekkju enda þreyttur eftir annasamann dag. Þegar Sigurður bóndi snýr heim frá kirkju sér hann hvar Vindur er bundinn fastur við fjósgaflinn. Svo hann leysti Vind og rak Við!
mandag, april 14, 2003
Oh, listen sister, I love my mister man, and I can´t tell you why
There ain´t no reason why I should love dat man,
It must be something that the angels did plan.
The chimey smoking, the roof is leaking in, but he don´t seem to care....
Ella Fitzgerald er málið núna...einnig lagið Georgia on My Mind...það er mjög flott með henni. Svona í tengslum við það mæli ég með The King Singers sem syngja Bítlalögin accapella. Það er alveg rosalega flott og lagið Back to the U.S.S.R., þar sem upphafsstefið er einmitt stolið úr Georgia on my Mind, er alveg afskaplega flott. Ég mæli bara með tónlist almennt, bið ykkur samt ekki um að kvekja á útvarpinu og hlusta á FM og finnast öll lögin alveg svakalega flott og segja svo að þið séuð alætur á tónlist. FM og Popp Tíví spilar mesta crap sem nokkru sinni hefur verið samið (þó það sé gaman að dansa við Justin Timberlake). Ef þið viljið hlusta á góða tónlist..hmmmm... The Beatles, náttúrulega bara klassískir, Queen, líka klassískir, Abba, algjör snilld ef þið eruð í dansfíling, líka klassískt, Travis, þægileg og notaleg kvöldstund, Weezer, góður fílingur, Coldplay, líka góður fílingur, Chopin, ef þið viljið pæla í píanóklassík, samt ábyggilega ekkert skemmtilegt fyrir þá sem ekki hafa áhuga á píanótónlist, Dave Brubeck- band, skemmtilegur þægilegur djass, Ella Fitzgerald, góður þægilegur fílingur, mjög "cool", Charlie Parker, algjör vitleysingur, Frank Sinatra, viltu vera góð/ur með þig og kúl á því?, Dean Martin, einnig kúl á því, Nat King Cole, ljúfur og skemmtilegur (L-O-V-E), ég gæti lengi haldið áfram.... jú og The Eagles náttúrulega bara algerir snillingar, og ef þið eruð í alveg svakalegum töffarafíling þá er það bara Led Zeppelin og C.C.R., Deep Purple og Pink Floyd.....nenni ekki að skrifa meira, svo er það náttúrulega bara Radohead eins og alltaf.......ég er örugglega að gleyma einhverju........
There ain´t no reason why I should love dat man,
It must be something that the angels did plan.
The chimey smoking, the roof is leaking in, but he don´t seem to care....
Ella Fitzgerald er málið núna...einnig lagið Georgia on My Mind...það er mjög flott með henni. Svona í tengslum við það mæli ég með The King Singers sem syngja Bítlalögin accapella. Það er alveg rosalega flott og lagið Back to the U.S.S.R., þar sem upphafsstefið er einmitt stolið úr Georgia on my Mind, er alveg afskaplega flott. Ég mæli bara með tónlist almennt, bið ykkur samt ekki um að kvekja á útvarpinu og hlusta á FM og finnast öll lögin alveg svakalega flott og segja svo að þið séuð alætur á tónlist. FM og Popp Tíví spilar mesta crap sem nokkru sinni hefur verið samið (þó það sé gaman að dansa við Justin Timberlake). Ef þið viljið hlusta á góða tónlist..hmmmm... The Beatles, náttúrulega bara klassískir, Queen, líka klassískir, Abba, algjör snilld ef þið eruð í dansfíling, líka klassískt, Travis, þægileg og notaleg kvöldstund, Weezer, góður fílingur, Coldplay, líka góður fílingur, Chopin, ef þið viljið pæla í píanóklassík, samt ábyggilega ekkert skemmtilegt fyrir þá sem ekki hafa áhuga á píanótónlist, Dave Brubeck- band, skemmtilegur þægilegur djass, Ella Fitzgerald, góður þægilegur fílingur, mjög "cool", Charlie Parker, algjör vitleysingur, Frank Sinatra, viltu vera góð/ur með þig og kúl á því?, Dean Martin, einnig kúl á því, Nat King Cole, ljúfur og skemmtilegur (L-O-V-E), ég gæti lengi haldið áfram.... jú og The Eagles náttúrulega bara algerir snillingar, og ef þið eruð í alveg svakalegum töffarafíling þá er það bara Led Zeppelin og C.C.R., Deep Purple og Pink Floyd.....nenni ekki að skrifa meira, svo er það náttúrulega bara Radohead eins og alltaf.......ég er örugglega að gleyma einhverju........
Blake Thorpe: Thu ert illgjorn kona sem svifst
einskis til ad koma ser a framfaeri, baedi i
atvinnu og astum! Pabbi thinn er rikur og
voldugur og thu notar sambond hans oft til ad
koma ther a framfaeri. Nuverandi elskhugi thinn
er fyrrverandi elskhugi modur thinnar og
erkiovinur pabba thins! En thad stodvar thig
ekkert!
Hvada Leidarljos karakter ertu?
brought to you by Quizilla
Ég er samt meira fyrir Revu Shane eða Myndi Sampson. Blake flæktist eitthvað í Spaulding fjölskylduna minnir mig, kom inn í þættina sem elskhugi Alans Spauldings.
søndag, april 13, 2003
Ég er að hlusta á tónleikadisk Radiohead. Djöfu......langar mig á tónleika með þeim.
(ég veit ég bölva mikið og það er synd á sunnudegi)
(ég veit ég bölva mikið og það er synd á sunnudegi)
Þetta er svo mikill dagur fyrir Fake Plastic Trees.
Árshátíðin hefði ekki getað heppnast betur og var alvega rosalega skemmtileg. Djöful.... snilld að hafa Rússíbanana á ballinu.
Ég vil benda Önnu Tryggva á það að kynna sér málið með Gunnar Örlygsson. Þetta voru ekki hrein bókhaldssvik, ekki einu sinni nálægt því. Þetta sprettur allt af hreint út sagt hörmulega misheppnuðu kvótakerfi og einhverjum fáránlegum lögum sjávarútvegsráherra, sem ég kann ekki alveg að útskýra. En allavegana þá voru þeir sem tóku þátt nauðugur einn kostur. (segir maður það ekki annars).
Svo finnst mér alveg magnað að ungir frjálslyndir hafa tekið undir sig Sólon þann 19. apríl næstkomandi þar sem hinn "ungi" Gunnar mun taka á móti öllum þeim sem telja sig Frjálslynda og af einhverjum ástæðum get ég ekki linkað á þessa auglýsingu. Ég get bara ekkert linkað neitt í textanum mínum. Fokking blogg.
Ég vil samt taka hérna fram að ég er ekki í Frjálslynda flokknum og get því ekki tekið þátt í kappræðum á stjórnarksipta daginn eins og Anna var að biðja mig um. Mér finnst þetta allt bara hálf fyndið. (án þess að ég sé að gera grín af pólitík) Meira að segja DJ Sóley telur sig mjög pólitíska og er á lista Frjálslyndra. Möguleikarnir á því að hún verði varaþingmaður aukast með hverjum deginum.
Árshátíðin hefði ekki getað heppnast betur og var alvega rosalega skemmtileg. Djöful.... snilld að hafa Rússíbanana á ballinu.
Ég vil benda Önnu Tryggva á það að kynna sér málið með Gunnar Örlygsson. Þetta voru ekki hrein bókhaldssvik, ekki einu sinni nálægt því. Þetta sprettur allt af hreint út sagt hörmulega misheppnuðu kvótakerfi og einhverjum fáránlegum lögum sjávarútvegsráherra, sem ég kann ekki alveg að útskýra. En allavegana þá voru þeir sem tóku þátt nauðugur einn kostur. (segir maður það ekki annars).
Svo finnst mér alveg magnað að ungir frjálslyndir hafa tekið undir sig Sólon þann 19. apríl næstkomandi þar sem hinn "ungi" Gunnar mun taka á móti öllum þeim sem telja sig Frjálslynda og af einhverjum ástæðum get ég ekki linkað á þessa auglýsingu. Ég get bara ekkert linkað neitt í textanum mínum. Fokking blogg.
Ég vil samt taka hérna fram að ég er ekki í Frjálslynda flokknum og get því ekki tekið þátt í kappræðum á stjórnarksipta daginn eins og Anna var að biðja mig um. Mér finnst þetta allt bara hálf fyndið. (án þess að ég sé að gera grín af pólitík) Meira að segja DJ Sóley telur sig mjög pólitíska og er á lista Frjálslyndra. Möguleikarnir á því að hún verði varaþingmaður aukast með hverjum deginum.
lørdag, april 12, 2003
Núna er ég búin að hafa mig til og gera mig fína. Mjög ánægð með hvernig tókst til við andlitsförðunina. Já, það er komið að því. Hin margumtalað Árshátíð Tónskólanna (TSDK, Tónó í Rvk, FÍH og svo ætla þeir í Hafnarfirði að vera með). Þetta verður vonandi heljarinnar fjör.
Annika á afmæli í dag og fær hún mínar bestu afmæliskveðjur. Sama er að segja um mína elskulegu Hófí frænku. Hún er hvorki meira né minna en 21 árs í dag. Jeminn, á næsta ári verð ég tvítug. Þetta er svo fjarstæðukennt eitthvað. Það er eitthvað fyrirpartý hjá einum FÍH-ingnum sem ég þekki ekki neitt. Ég held ég fari bara beint á staðinn frekar, þekki ekki neinn þarna nema náttlega fólkið í tónskólanum mínum. Jú, reyndar, þá þekki ég alveg slatta af fólki, ég þekki reyndar fólk líka í FÍH, þetta eru náttúrulega allt MH-ingar meira og minn. En jæja. Ég ætla samt bara að tjilla heima þangað til.
Afsakið hvernig ég veð úr einu í annað.
Í gær gerðist einn sá hræðilegasti hlutur sem hefur nokkru sinni komið fyrir mig í langan tíma. Ég missti saxinn í gólfið á saxtíma. Guð hvað þetta var hræðilegt. Ég hugsaði bara hvað ég hefði eiginlega gert!! Munnstykkið datt náttúrulega í sundur, eða sko blaðið fór bara af. Jí, þetta var hryllilegt. Aumingja saxinn minn!! Hann beyglaðist og Óli sax tók hann bara og skoðaði hann hann strax og reyndi að rétta hann til. Pabbi þarf ábyggilega eitthvað að rétta hann til og þegar ég ætlaði að reyna að spila á hann aftur til að athuga hvort ekki væri allt í lagi þá titraði ég svo mikið að Óli þurfti að halda á honum svo ég gæti fest hann í ólina. Ég var í svo miklu sjokki. Ég skammaðist mín líka, og geri enn. Ég get ekki sagt neinum frá þessu. ........hmmmm....já ég er samt að því hér. En það er allt í lagi.
Munið bara að "Just think of your favorite things, and than you don´t feel so bad" (breytti aðeins persónufornafninu).
Rock On!
Annika á afmæli í dag og fær hún mínar bestu afmæliskveðjur. Sama er að segja um mína elskulegu Hófí frænku. Hún er hvorki meira né minna en 21 árs í dag. Jeminn, á næsta ári verð ég tvítug. Þetta er svo fjarstæðukennt eitthvað. Það er eitthvað fyrirpartý hjá einum FÍH-ingnum sem ég þekki ekki neitt. Ég held ég fari bara beint á staðinn frekar, þekki ekki neinn þarna nema náttlega fólkið í tónskólanum mínum. Jú, reyndar, þá þekki ég alveg slatta af fólki, ég þekki reyndar fólk líka í FÍH, þetta eru náttúrulega allt MH-ingar meira og minn. En jæja. Ég ætla samt bara að tjilla heima þangað til.
Afsakið hvernig ég veð úr einu í annað.
Í gær gerðist einn sá hræðilegasti hlutur sem hefur nokkru sinni komið fyrir mig í langan tíma. Ég missti saxinn í gólfið á saxtíma. Guð hvað þetta var hræðilegt. Ég hugsaði bara hvað ég hefði eiginlega gert!! Munnstykkið datt náttúrulega í sundur, eða sko blaðið fór bara af. Jí, þetta var hryllilegt. Aumingja saxinn minn!! Hann beyglaðist og Óli sax tók hann bara og skoðaði hann hann strax og reyndi að rétta hann til. Pabbi þarf ábyggilega eitthvað að rétta hann til og þegar ég ætlaði að reyna að spila á hann aftur til að athuga hvort ekki væri allt í lagi þá titraði ég svo mikið að Óli þurfti að halda á honum svo ég gæti fest hann í ólina. Ég var í svo miklu sjokki. Ég skammaðist mín líka, og geri enn. Ég get ekki sagt neinum frá þessu. ........hmmmm....já ég er samt að því hér. En það er allt í lagi.
Munið bara að "Just think of your favorite things, and than you don´t feel so bad" (breytti aðeins persónufornafninu).
Rock On!
fredag, april 11, 2003
Everybody dance now, dúff, dúff, dúff, dúff, dúff, dúff, dúff dúff, everybody dance now....!!
Í gærkveldi lá leið mín (samfarablossa), slordóna (Jennýjar) og Völu á 90´s ball hjá MH. Slordóni var klædd í þvílíku Clueless outfitti og ég var eins og á diskóteki í 7.bekk. Vala kom með ljósbláa og hvíta Buffaló skó, jeminn, þetta fannst manni flott. En sökum of háa botna treysti danstransbrjálæðingurinn sér ekki til þess að fara í þeim á ballið. Þegar komið var á ballið hittum við Heiðdísi sem dansaði með okkur trylltan dans allt kveldið. Svo var maður bara í No, no limit fíling og Gangsters Paradise. Einnig Magerana, sem ég var samt komin með smá leið á þegar búið var að spila það tvisvar og við náttúrulega með sama Magarena dansinn í gegnum allt lagið. Við vorum svo miklir kúlistar í fötunum að það hálfa væri nóg.
Í gær spilaði hljómsveitin sem var á ballinu í hádegsihléinu. Þeir spiluðu lag sem byrjar með svona kassagítarshljómum og ég þekkti það strax. Ég fór í svo mikinn fílin og ég get svarið það ég fékk alveg í gegnum mig, ég hefði sko alveg viljað vera þarna með þeim í svaka innlifun. Já, þetta var Radiohead og lagið Just. Það var bara svo mikil stemmning. Samt nennti ég ekkert að vera að dansa við hljómsveitina í gær, heldur var miklu meira þar sem DJ Amma var með öll reif lögin og bara þessu klassísku. Páskafríið byrjar í dag!
Stuð og stemmning!
Í gærkveldi lá leið mín (samfarablossa), slordóna (Jennýjar) og Völu á 90´s ball hjá MH. Slordóni var klædd í þvílíku Clueless outfitti og ég var eins og á diskóteki í 7.bekk. Vala kom með ljósbláa og hvíta Buffaló skó, jeminn, þetta fannst manni flott. En sökum of háa botna treysti danstransbrjálæðingurinn sér ekki til þess að fara í þeim á ballið. Þegar komið var á ballið hittum við Heiðdísi sem dansaði með okkur trylltan dans allt kveldið. Svo var maður bara í No, no limit fíling og Gangsters Paradise. Einnig Magerana, sem ég var samt komin með smá leið á þegar búið var að spila það tvisvar og við náttúrulega með sama Magarena dansinn í gegnum allt lagið. Við vorum svo miklir kúlistar í fötunum að það hálfa væri nóg.
Í gær spilaði hljómsveitin sem var á ballinu í hádegsihléinu. Þeir spiluðu lag sem byrjar með svona kassagítarshljómum og ég þekkti það strax. Ég fór í svo mikinn fílin og ég get svarið það ég fékk alveg í gegnum mig, ég hefði sko alveg viljað vera þarna með þeim í svaka innlifun. Já, þetta var Radiohead og lagið Just. Það var bara svo mikil stemmning. Samt nennti ég ekkert að vera að dansa við hljómsveitina í gær, heldur var miklu meira þar sem DJ Amma var með öll reif lögin og bara þessu klassísku. Páskafríið byrjar í dag!
Stuð og stemmning!
torsdag, april 10, 2003
Sólin skín og Esjan er eins og grinileg djöflaterta. Mig langar til þess að borða hana!
Slordóni er á leiðinni til mín því nú á að skella sér á ball. Vala ætlar líka að koma. Það verður geðveikt stuð!! Dansað við The Rythm of the Night og Parklife og Countryhouse. Gaman, saman.
Slordóni er á leiðinni til mín því nú á að skella sér á ball. Vala ætlar líka að koma. Það verður geðveikt stuð!! Dansað við The Rythm of the Night og Parklife og Countryhouse. Gaman, saman.
onsdag, april 09, 2003
Í tilefni af 90´s balli og þema hjá MH
Árið er 1995. Brátt líður að jólum og allir eru í óðaönn að klára skólann og tónskólann fyrir jólafrí. Í kvöld 13. desember verða jólatónleikar Tónlistarskóla Ólafsvíkur. Tvær stelpur sem báðar eru að læra á píanó eiga að spila saman fjórhent á tónleikunum og ákveða því að hittast heima hjá annarri þeirra til þess að æfa saman, eftir skóla. Þetta eru þær Jóhann Ósk og Ingrid Örk. Helga þeirra er að leika við Ingridi þegar Jóhanna kemur. Þær fara allar niðrí kjallara heima hjá Ingridi þar sem píanóið er staðsett. Eftir ærslafullan stólaleik og mikinn hlátur eru stelpurnar þrjár orðnar uppgefnar og fara heim.
Í kjölfar þessa stólaleiks varð til Alþjóða Fíflasambandið.
Starfsemi Alþjóða Fíflasambandsins fór með árunum ört stækkandi. Á eins árs afmæli þess efndi Fífla I, formaður félagsins til logo-samkeppni. Þegar kom að samkeppninni á afmælisdaginn höfðu Fífla I og Fífla J, gjaldkeri, steingleymt samkeppninni. Fífla H, ritari félagssins, var sú eina sem lagði fram logo og var það einróma samþykkt sem opinbert logo félagsins, Fífillinn.
Skipst hafa á skin og skúrir í starfsemi félgasins. Fjórði meðlimurinn var tekinn inn í félagið en svo sparkað út úr því eftir illdeilur við aðra meðlimi. Eitt sinn reyndi félagið að fá til sín fleiri meðlimi en ekki með miklum árangri. Fjórði félaginn var svo tekinn inn í félagið seinna en eftir það dalaði starfsemi þess, þó ekki í kjölfar og alveg ótengt nýja meðlimnum. Félagið hefur staðið fyrir útgáfu nokkurra fréttatímarita sem náðu ekki miklum vinsælum nema hjá meðlimum félagsins.
Alþjóða Fíflafélagið eða Fíflasambandið hefur átt í miklum samskiptum við önnur félög í heiminum. Til að mynda fór Fífla H, ritari félagsins á ráðstefnu fyrir hönd Alþjóða Fíflafélagsins á Íslandi, hjá Asnafélaginu á Indlandi, eða AFI. Dvaldi Fífla H þar í nokkra daga, kynnti sér starfsemi Asnafélagsins og hafði gaman af. Einnig hefur félagið átt í samstarfi við Samtök Aula í Feneyjum eða SAF.
Fagnaði félagið 5 ára afmæli 13. desember 2000. Komu þá allir þrír meðlimir félagsins saman og eyddu sjóðnum sínum sem Fífla J, gjaldkeri hafði haldið saman af mikilli fagmennsku, 1300 kr. Borguðu allir meðlimir félagsins 50 kr. í sjóð á mánuði en Fífla I, formaður og Fífla H, voru orðnar stórskuldugar í sjóðinn. Á afmælinu hafði Fífla I, formaður, bakað köku félaginu til heiðurs og hélt tölu sem kætti mjög aðra félaga. Síðan hefur starfsemi félagsins alveg fallið niður nema þessar ráðstefnur sem Fífla H, ritari, var send á fyrir hönd félagsins en ráðstefnunar voru tvær á Indlandi.
Sökum anna hafa meðlimir ekki komið saman. Fífla J, gjaldkeri, er önnum kafinn MH-ingur í leiklist og stefnir á frekara nám á því sviði. Fífla H, ritari stundar nú masters nám í MR og hefur ekki séð sér fært að sinna störfum ritara af þeim sökum. Fífla I, formaður, hefur ekki haft tíma til þess að sinna formennsku félagsins vegna mikillar sjálfselsku sem er mjög tímafrek og mikils frama á sviði píkupoppstónlistar.
Stefnt er að 10 ára afmælishátið félagsins árið 2005, sem verður haldin með pompi og pragt á Broadway.
Árið er 1995. Brátt líður að jólum og allir eru í óðaönn að klára skólann og tónskólann fyrir jólafrí. Í kvöld 13. desember verða jólatónleikar Tónlistarskóla Ólafsvíkur. Tvær stelpur sem báðar eru að læra á píanó eiga að spila saman fjórhent á tónleikunum og ákveða því að hittast heima hjá annarri þeirra til þess að æfa saman, eftir skóla. Þetta eru þær Jóhann Ósk og Ingrid Örk. Helga þeirra er að leika við Ingridi þegar Jóhanna kemur. Þær fara allar niðrí kjallara heima hjá Ingridi þar sem píanóið er staðsett. Eftir ærslafullan stólaleik og mikinn hlátur eru stelpurnar þrjár orðnar uppgefnar og fara heim.
Í kjölfar þessa stólaleiks varð til Alþjóða Fíflasambandið.
Starfsemi Alþjóða Fíflasambandsins fór með árunum ört stækkandi. Á eins árs afmæli þess efndi Fífla I, formaður félagsins til logo-samkeppni. Þegar kom að samkeppninni á afmælisdaginn höfðu Fífla I og Fífla J, gjaldkeri, steingleymt samkeppninni. Fífla H, ritari félagssins, var sú eina sem lagði fram logo og var það einróma samþykkt sem opinbert logo félagsins, Fífillinn.
Skipst hafa á skin og skúrir í starfsemi félgasins. Fjórði meðlimurinn var tekinn inn í félagið en svo sparkað út úr því eftir illdeilur við aðra meðlimi. Eitt sinn reyndi félagið að fá til sín fleiri meðlimi en ekki með miklum árangri. Fjórði félaginn var svo tekinn inn í félagið seinna en eftir það dalaði starfsemi þess, þó ekki í kjölfar og alveg ótengt nýja meðlimnum. Félagið hefur staðið fyrir útgáfu nokkurra fréttatímarita sem náðu ekki miklum vinsælum nema hjá meðlimum félagsins.
Alþjóða Fíflafélagið eða Fíflasambandið hefur átt í miklum samskiptum við önnur félög í heiminum. Til að mynda fór Fífla H, ritari félagsins á ráðstefnu fyrir hönd Alþjóða Fíflafélagsins á Íslandi, hjá Asnafélaginu á Indlandi, eða AFI. Dvaldi Fífla H þar í nokkra daga, kynnti sér starfsemi Asnafélagsins og hafði gaman af. Einnig hefur félagið átt í samstarfi við Samtök Aula í Feneyjum eða SAF.
Fagnaði félagið 5 ára afmæli 13. desember 2000. Komu þá allir þrír meðlimir félagsins saman og eyddu sjóðnum sínum sem Fífla J, gjaldkeri hafði haldið saman af mikilli fagmennsku, 1300 kr. Borguðu allir meðlimir félagsins 50 kr. í sjóð á mánuði en Fífla I, formaður og Fífla H, voru orðnar stórskuldugar í sjóðinn. Á afmælinu hafði Fífla I, formaður, bakað köku félaginu til heiðurs og hélt tölu sem kætti mjög aðra félaga. Síðan hefur starfsemi félagsins alveg fallið niður nema þessar ráðstefnur sem Fífla H, ritari, var send á fyrir hönd félagsins en ráðstefnunar voru tvær á Indlandi.
Sökum anna hafa meðlimir ekki komið saman. Fífla J, gjaldkeri, er önnum kafinn MH-ingur í leiklist og stefnir á frekara nám á því sviði. Fífla H, ritari stundar nú masters nám í MR og hefur ekki séð sér fært að sinna störfum ritara af þeim sökum. Fífla I, formaður, hefur ekki haft tíma til þess að sinna formennsku félagsins vegna mikillar sjálfselsku sem er mjög tímafrek og mikils frama á sviði píkupoppstónlistar.
Stefnt er að 10 ára afmælishátið félagsins árið 2005, sem verður haldin með pompi og pragt á Broadway.
Fínn dagur. Nú er ég allsvakalega pist út í Döggu, sem btw. situr hérna við hliðina á mér...og hún sagði bara "gott á þig". Já, þú segir það Dagga mín. En allavegana, það er búið og gleymt. Ég veit bara ekki alveg hvernig ég á að svara fyrir mig í þetta sinn...og held ég sleppi því bara. Dagga hefur tekið upp hanskann fyrir mig einu sinni og ég ætla bara að hætta hér. En í dag er Dagga vond manneskja. Kannski ekki lengur á morgun.
Ingibjörg Sólrún kom í skólann í morgunn. Hún var bara ágætlega til fara enda verður hún greyið að vinna sig upp í þessa forsætisráðherraímynd hjá landanum. Ég nennti ekki að hlusta á hana svo ég sat bara og horfði út í loftið og boraði í nefið, enda á hún ekki mitt atkvæði greyið. Ég hugsði auðvitað að ég gæti náttúrulega hlustað og reynt að hrekja það sem hún sagði hér...en vitiði að ég er bara komin með hálf leið á þessum fíflalátum, sérstaklega þegar fólk er að skjóta á mann fyrir að hafa aðrar skoðanir. En það jafnar sig eins og flest annað.
Nenni ekki að skrifa meira en já Fríða er víst byrjuð að blogga. Það kemur í ljós hvort hún sé megabloggari eins og við hinar (ég og Dagga, Vala er frekar mikill letibloggari ;) ) eður ei.
Ingibjörg Sólrún kom í skólann í morgunn. Hún var bara ágætlega til fara enda verður hún greyið að vinna sig upp í þessa forsætisráðherraímynd hjá landanum. Ég nennti ekki að hlusta á hana svo ég sat bara og horfði út í loftið og boraði í nefið, enda á hún ekki mitt atkvæði greyið. Ég hugsði auðvitað að ég gæti náttúrulega hlustað og reynt að hrekja það sem hún sagði hér...en vitiði að ég er bara komin með hálf leið á þessum fíflalátum, sérstaklega þegar fólk er að skjóta á mann fyrir að hafa aðrar skoðanir. En það jafnar sig eins og flest annað.
Nenni ekki að skrifa meira en já Fríða er víst byrjuð að blogga. Það kemur í ljós hvort hún sé megabloggari eins og við hinar (ég og Dagga, Vala er frekar mikill letibloggari ;) ) eður ei.
tirsdag, april 08, 2003
Gimbill, ég hef sko líka sambönd. Einhver sem þekkir einhvern sem er vinur bassaleikarans í Radiohead sagði þetta. Já, ég er líka jafn merkileg og þú sem þekkir vinkonu mömmu Tohm York..ha, jaaaá Hemmi minn......(I wish I was her..huhuhuuhuhu!!!)
Þakka ykkur öllum fyrir hugheilar kveðjur á afmælisdaginn.....vá þetta var eins og í jólakveðjunum á gufunni.
Nú veit ég ekkert hvað er að gerast í lífi Helgu, Jennýjar og Salbjargar því í fyrsta lagi virkar ekki templatið hjá Helgu og Jenný Höllu enda báðar með það sama og í öðru lagi hefur Salbjörg bara ákveðið að gerast letibloggari...en mér er sama, þá bara les ég bloggið ykkar ekki neitt...;)
Ok, sko. Ég veit ekkert meira um þetta með Radiohead en það að samkvæmt mjög svo óstaðfestum heimildum eiga Radiohead að spila hér í maí........ég veit!!!!!!!!! Ef þið viljið sjá Radiohead þá er bara að taka stúdentinn næsta ár stelpur ha.. það er bara ekkert annað. Þetta kemur ábyggilega bara allt betur í ljós seinna, allavegana höfum við Viðar varann á og Hibba er búin að ákveðja...nei ég má ekki segja það hér. Hún ætlar samt alveg ábyggilega með...ég geri eiginlega fastlega ráð fyrir því..eins og bara allir aðrir sem hafa eitthvað rokkvit í kollinum á sér. En allavegana....gucci little piggy er farinn.
Nú veit ég ekkert hvað er að gerast í lífi Helgu, Jennýjar og Salbjargar því í fyrsta lagi virkar ekki templatið hjá Helgu og Jenný Höllu enda báðar með það sama og í öðru lagi hefur Salbjörg bara ákveðið að gerast letibloggari...en mér er sama, þá bara les ég bloggið ykkar ekki neitt...;)
Ok, sko. Ég veit ekkert meira um þetta með Radiohead en það að samkvæmt mjög svo óstaðfestum heimildum eiga Radiohead að spila hér í maí........ég veit!!!!!!!!! Ef þið viljið sjá Radiohead þá er bara að taka stúdentinn næsta ár stelpur ha.. það er bara ekkert annað. Þetta kemur ábyggilega bara allt betur í ljós seinna, allavegana höfum við Viðar varann á og Hibba er búin að ákveðja...nei ég má ekki segja það hér. Hún ætlar samt alveg ábyggilega með...ég geri eiginlega fastlega ráð fyrir því..eins og bara allir aðrir sem hafa eitthvað rokkvit í kollinum á sér. En allavegana....gucci little piggy er farinn.
mandag, april 07, 2003
Ég á afmæli í dag, syngjum hátíðarbrag, lengi lifiiiiiii éeeeg....ég er nítján ára í dag.
I dag er Ingrids födslesdag, hurra, hurra, hurraaaaa, jeg glæder mig de gafer for, som jeg har önsket mig i aar og dejligt pepsilade (chocolade) og kager til!!!
Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli aftur, ég á afmæli í dag!!! Vei, Vei, Vei!!!!
(Ég veit ég er sjálfselsk manneskja)
I dag er Ingrids födslesdag, hurra, hurra, hurraaaaa, jeg glæder mig de gafer for, som jeg har önsket mig i aar og dejligt pepsilade (chocolade) og kager til!!!
Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli aftur, ég á afmæli í dag!!! Vei, Vei, Vei!!!!
(Ég veit ég er sjálfselsk manneskja)
søndag, april 06, 2003
Ég er í algjöru sjokki!! Veit eiginlega ekki hvort ég á að trúa þessu!! Radiohead eru að koma til Íslands í maí!!!!
lørdag, april 05, 2003
Skrifaði mjög svo súrt blogg áðan og það hvarf, gleymdi að gera copy peist eins og ég geri venjulega ..týpískt!
Núna er ég búin að standa á haus fyrir alla fjölskylduna. Er alvarlega að hugsa um að vera skemmtiatriði í afmælinu hjá Bergrúnu á morgun. Sjáið þið þetta ekki alveg fyrir ykkur? Gestirnir í afmælinu sem ekki þekkja mig munu halda að litla stelpan þarna sem hleypur um og stendur á haus upp um alla veggi sé þroskaheft.
Jón Jónsson (úr hinni ættinni) Hver er þessi stelpa þarna sem lætur eins og fífl með því að standa á haus upp um alla veggi....(hugsar sig um) er hún kannski þroskaheft greyið?
Frændi minn eða frænka Já, nei, þetta er nú bara hún litla frænka, Ingrid, dóttir Kjartans og Svanhvítar. Já, hún hefur nú alltaf verið dálítill ólátabelgur, hún er bara svo spennt út af því að hún á afmæli á morgun. Já, hún er nú svolítið sérstök stelpan, óskar þess að lífið sé söngleikur, syngur stöðugt öllum til mikillar ónæðar. Já, hún er nú hálf óþolandi stelpan, ef ég á nú að vera alveg hreinskilin. Satt að segja hefur þetta verið mikið mál í fjölskyldunni. Foreldrar hennar lifa í mikilli afneitun, hún hefur nefnilega aldei verið greind neitt.... í tvennum skilningi. Þau hafa aldrei viljað fara með hana til læknis eða gefið henni rídalín.....
Einmitt það. Ég fór að skipta mér af pólitískum umræðum á nfmh.is...úps :/ ! En það jafnar sig.... Maður þarf stöðugt að passa hvað maður segir eða skrifar ... sem hefur verið mikið vandamál í mínum uppvexti. Allavegana...ritgerð!!
Núna er ég búin að standa á haus fyrir alla fjölskylduna. Er alvarlega að hugsa um að vera skemmtiatriði í afmælinu hjá Bergrúnu á morgun. Sjáið þið þetta ekki alveg fyrir ykkur? Gestirnir í afmælinu sem ekki þekkja mig munu halda að litla stelpan þarna sem hleypur um og stendur á haus upp um alla veggi sé þroskaheft.
Jón Jónsson (úr hinni ættinni) Hver er þessi stelpa þarna sem lætur eins og fífl með því að standa á haus upp um alla veggi....(hugsar sig um) er hún kannski þroskaheft greyið?
Frændi minn eða frænka Já, nei, þetta er nú bara hún litla frænka, Ingrid, dóttir Kjartans og Svanhvítar. Já, hún hefur nú alltaf verið dálítill ólátabelgur, hún er bara svo spennt út af því að hún á afmæli á morgun. Já, hún er nú svolítið sérstök stelpan, óskar þess að lífið sé söngleikur, syngur stöðugt öllum til mikillar ónæðar. Já, hún er nú hálf óþolandi stelpan, ef ég á nú að vera alveg hreinskilin. Satt að segja hefur þetta verið mikið mál í fjölskyldunni. Foreldrar hennar lifa í mikilli afneitun, hún hefur nefnilega aldei verið greind neitt.... í tvennum skilningi. Þau hafa aldrei viljað fara með hana til læknis eða gefið henni rídalín.....
Einmitt það. Ég fór að skipta mér af pólitískum umræðum á nfmh.is...úps :/ ! En það jafnar sig.... Maður þarf stöðugt að passa hvað maður segir eða skrifar ... sem hefur verið mikið vandamál í mínum uppvexti. Allavegana...ritgerð!!
Ágætis byrjun á ágætis degi.
Í gærkveldi kom Jenný í ofurlítið afmælisboð. Veigarnar í þessu stórafmæli voru Pepsi Twist og Doritos ásamt smá súkkulaðirúsínum. Samkvæmisleikirnir að þessu sinni voru augnbrúnalitun og fataskápsskoðun fyrir ball og árshátíð. Svo var setið og spjallað, hneykslast, hlegið og talað um komandi sumar. Einnig var farið yfir 53 ára gömul Alt for damerne- blöð og öll fötin og kjólarnir pantaðir og farið í ímyndunarleik þar sem gestur og gestgjafi létust eiga öll fötin í blöðunum og fullt af peningum til þess að kaupa endalaust af fötum. Einnig var talað um áhyggjur samkvæmisgests og gestgjafa af tilvonandi yfirvigt í næstkomandi ágústmánuði. Samkvæmið endaði svo á því að gestgjafi var orðin svo hundúll af gestinum að hann sparkaði gestinum út, enda samkvæmisgestur búin að vera með mikil læti og hafði krotað allt herbergi gestgjafa út í myndum af konum í flottum fötum. Gestgjafi ályktaði svo að gesturinn væri orðin kexruglaður af Pepsi Twist og sagði honum að drullast heim og ekki snúa aftur fyrr en Pepsíið væri runnið af honum.
Í gærkveldi kom Jenný í ofurlítið afmælisboð. Veigarnar í þessu stórafmæli voru Pepsi Twist og Doritos ásamt smá súkkulaðirúsínum. Samkvæmisleikirnir að þessu sinni voru augnbrúnalitun og fataskápsskoðun fyrir ball og árshátíð. Svo var setið og spjallað, hneykslast, hlegið og talað um komandi sumar. Einnig var farið yfir 53 ára gömul Alt for damerne- blöð og öll fötin og kjólarnir pantaðir og farið í ímyndunarleik þar sem gestur og gestgjafi létust eiga öll fötin í blöðunum og fullt af peningum til þess að kaupa endalaust af fötum. Einnig var talað um áhyggjur samkvæmisgests og gestgjafa af tilvonandi yfirvigt í næstkomandi ágústmánuði. Samkvæmið endaði svo á því að gestgjafi var orðin svo hundúll af gestinum að hann sparkaði gestinum út, enda samkvæmisgestur búin að vera með mikil læti og hafði krotað allt herbergi gestgjafa út í myndum af konum í flottum fötum. Gestgjafi ályktaði svo að gesturinn væri orðin kexruglaður af Pepsi Twist og sagði honum að drullast heim og ekki snúa aftur fyrr en Pepsíið væri runnið af honum.
fredag, april 04, 2003
Í dag hef ég akkúrat ekkert til þess að skrifa um. Síðustu daga hef ég verið svo andlaus þegar kemur að því að blogga. Í dag er bara stóra spurningin hvernig helginni verður varið. Ég verð eiginlega að vera dugleg að læra og vinna í ritgerðasmíðum..en ég nenni því ekki. Kannski að maður plati Jenný til að kíkja. En á sunnudag ætlar mamma að halda upp á fæðingarafmæli lítillar telpu er hér skrifar, með kökum, góðum mat og síðast en ekki síst pepsíi!
Dagurinn heldur áfram að lengjast og nóttin að styttast. Prófin nálgast og senn líður út fresturinn til að gera upp sín mál við kennara til þess að fá að taka prófin. Vindurinn hægir á og sólin fer að skína oftar. Fólk er að undirbúa sumarfríin og hvað eigi að gera þegar dúnúlpunum verður lagt og nagladekk sett inn í bílskúr. Allir eru glaðari, áhyggjulausari og fullir tillhlökkunar. Og ég líka!
Dagurinn heldur áfram að lengjast og nóttin að styttast. Prófin nálgast og senn líður út fresturinn til að gera upp sín mál við kennara til þess að fá að taka prófin. Vindurinn hægir á og sólin fer að skína oftar. Fólk er að undirbúa sumarfríin og hvað eigi að gera þegar dúnúlpunum verður lagt og nagladekk sett inn í bílskúr. Allir eru glaðari, áhyggjulausari og fullir tillhlökkunar. Og ég líka!
onsdag, april 02, 2003
Ég elska lífið og lífið elskar mig.
Ég er að fara til Danmerkur í sumar! Ég er búin að fá vinnu og er að vinna í íbúðarmálum. Jenný ætlar mjög líklega með mér og Bergur vinur hennar. Þetta verður svo gaman!! Og svo eru fleiri að fara út. Það eru fullt af krökkum úr MH að fara, bæði sem nordjobbarar eða bara á eigin vegum. Oho, þetta verður svo skemmtilegt. Svo ætla ég náttúrulega á Roskilde eins og ég var búin að ákveða fyrir langalöngu. Allavegana, er að fara í hljómfræði.
Ég er að fara til Danmerkur í sumar! Ég er búin að fá vinnu og er að vinna í íbúðarmálum. Jenný ætlar mjög líklega með mér og Bergur vinur hennar. Þetta verður svo gaman!! Og svo eru fleiri að fara út. Það eru fullt af krökkum úr MH að fara, bæði sem nordjobbarar eða bara á eigin vegum. Oho, þetta verður svo skemmtilegt. Svo ætla ég náttúrulega á Roskilde eins og ég var búin að ákveða fyrir langalöngu. Allavegana, er að fara í hljómfræði.
tirsdag, april 01, 2003
"limb by limb and tooth by tooth,
tearing up inside of me
everyday, everyhour wish that i was
..........bullet proof"
(Radiohead)
Já, bara ef........
Ég er sko ekkert miður mín núna eða neitt svona, mér bara datt þetta svona í hug. Ef maður væri eins og Bruce Willis í Unbreakable.
Ég er opin manneskja og ætla að halda því áfram. Látið því ekki þetta koma ykkur á óvart.
Um helgina var sagt frá flugslysi í Hvalfirðinum aftan á Mogganum. Ég verð að segja að mér brá nokkuð við að sjá þessa frétt. Flugslys fanga alltaf athygli mína enda missti ég nákominn frænda minn í flugslysi þegar hann var einungis 22 ára. Sem betur fer komust báðir farþegar flugvélarinnar lífs af og er það kraftaverki líkast að þeir skildu hafa lifað. Vélin var öll í klessu miðað við myndirnar í blaðinu og var því einmitt lýst að það hafi alveg verið ótrúlegt að þeir skildu hafa lifað. Óneitanlega var það fyrsta sem ég hugsaði að það er greinilegt að þetta er allt ákveðið fyrirfram. Sumir lifa svona hremmingar af, aðrir ekki. Af hverju skildi þetta vera? Af hverju fá sumir að lifa lengi en aðrir ekki? Ég held ég fái aldrei svar við þessu og ekki nokkur maður né andi fái því nokkru sinni svarað.
En, á sömu síðu var sagt frá bílslysi þar sem tveir fórust. Ákvað guð bara þennan daginn að mennirnir sem lentu flugslysinu fengju að lifa en bara aðrir myndu farast í bíslysi? Þegar ég les um bílslys hugsa ég, já það er aldrei of varlega farið. Alveg þveröfugt við það sem ég hugsaði þegar ég sá að báðir hefðu bjargast úr flugslysi. Og þá er bara stóra spurningin. Ráðum við þessu sjálf eða er þetta allt ákveðið fyrirfram? Ef ég segði núna að þetta væri allt ákveðið fyrirfram, væri þá réttlætanlegt að ég hugsaði að það skipti ekki máli hvort ég færi varlega eða ekki, guð væri búinn að ákveða þetta allt. En að sjálfsögðu geri ég það ekki. Þegar fólk sest undir stýri getur það ráðið því sjálft hvort það örkumlist eða ekki. Það getur vel verið að guð taki til sín englana sína snemma en mennirnir hafa lært að gera sér vélar sem tortíma þeim sjálfum.
Farið varlega. Slysin gera ekki boð á undan sér, ég ætti að vita það.
tearing up inside of me
everyday, everyhour wish that i was
..........bullet proof"
(Radiohead)
Já, bara ef........
Ég er sko ekkert miður mín núna eða neitt svona, mér bara datt þetta svona í hug. Ef maður væri eins og Bruce Willis í Unbreakable.
Ég er opin manneskja og ætla að halda því áfram. Látið því ekki þetta koma ykkur á óvart.
Um helgina var sagt frá flugslysi í Hvalfirðinum aftan á Mogganum. Ég verð að segja að mér brá nokkuð við að sjá þessa frétt. Flugslys fanga alltaf athygli mína enda missti ég nákominn frænda minn í flugslysi þegar hann var einungis 22 ára. Sem betur fer komust báðir farþegar flugvélarinnar lífs af og er það kraftaverki líkast að þeir skildu hafa lifað. Vélin var öll í klessu miðað við myndirnar í blaðinu og var því einmitt lýst að það hafi alveg verið ótrúlegt að þeir skildu hafa lifað. Óneitanlega var það fyrsta sem ég hugsaði að það er greinilegt að þetta er allt ákveðið fyrirfram. Sumir lifa svona hremmingar af, aðrir ekki. Af hverju skildi þetta vera? Af hverju fá sumir að lifa lengi en aðrir ekki? Ég held ég fái aldrei svar við þessu og ekki nokkur maður né andi fái því nokkru sinni svarað.
En, á sömu síðu var sagt frá bílslysi þar sem tveir fórust. Ákvað guð bara þennan daginn að mennirnir sem lentu flugslysinu fengju að lifa en bara aðrir myndu farast í bíslysi? Þegar ég les um bílslys hugsa ég, já það er aldrei of varlega farið. Alveg þveröfugt við það sem ég hugsaði þegar ég sá að báðir hefðu bjargast úr flugslysi. Og þá er bara stóra spurningin. Ráðum við þessu sjálf eða er þetta allt ákveðið fyrirfram? Ef ég segði núna að þetta væri allt ákveðið fyrirfram, væri þá réttlætanlegt að ég hugsaði að það skipti ekki máli hvort ég færi varlega eða ekki, guð væri búinn að ákveða þetta allt. En að sjálfsögðu geri ég það ekki. Þegar fólk sest undir stýri getur það ráðið því sjálft hvort það örkumlist eða ekki. Það getur vel verið að guð taki til sín englana sína snemma en mennirnir hafa lært að gera sér vélar sem tortíma þeim sjálfum.
Farið varlega. Slysin gera ekki boð á undan sér, ég ætti að vita það.