Var að skoða gamlar vidjóspólur af mér síðan ég var svona 7-8 ára. Ég var nú meiri bévítans frekjan. Skemmtilegar myndir frá 7 ára afmælinu mínu. Gasalega fer samt í taugarnar á mér að horfa á þetta. Það er gaman að horfa á Eggert 1 og 2 ára en ekki mig á þessum aldri. Myndir af mér síðan ég var 2 og 3 ára eru skemmtilegar, ekki þessar. Allavegana í þessu afmæli sat ég í stól og skipaði öllum að syngja afmælissönginn. "Núna eiga allir að syngja, einn, tveir, og....nei ALLIR AÐ SYNGJA". Að lokum söng fólkið fyrir mig og ég sat með krosslagðar hendur í stólnum. Sátt. ....... Jeminn!!
Svo voru myndir teknar hjá Otra og Lindu á Patró. Þar settist Júlíanna í stól og fór að segja frá sjálfri sér. Mér hefur fundist þetta alveg ógurlega sniðugt svo ég stóð upp gekk til Júlíönnu og bað sagði henni að færa sig. Hún færði sig að lokum og ég byrjaði að tala, svo var Eggert og Melkorka með einhver læti fyrir framan mig svo ég bara stóð upp og ítti þeim í burtu, settist og hélt áfram að tala. Ég hlýt að hafa verið óþolandi barn. Ég vona að sé ekki svona frek í dag, án þess að taka eftir því. Allavegana ekki svona dónalega frek. ............ Er það nokkkuð?
5 dagar (4 dagar og 16 klukkustundir)