The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

lørdag, maj 31, 2003

Hehe, gamlar vidjóspólur

Var að skoða gamlar vidjóspólur af mér síðan ég var svona 7-8 ára. Ég var nú meiri bévítans frekjan. Skemmtilegar myndir frá 7 ára afmælinu mínu. Gasalega fer samt í taugarnar á mér að horfa á þetta. Það er gaman að horfa á Eggert 1 og 2 ára en ekki mig á þessum aldri. Myndir af mér síðan ég var 2 og 3 ára eru skemmtilegar, ekki þessar. Allavegana í þessu afmæli sat ég í stól og skipaði öllum að syngja afmælissönginn. "Núna eiga allir að syngja, einn, tveir, og....nei ALLIR AÐ SYNGJA". Að lokum söng fólkið fyrir mig og ég sat með krosslagðar hendur í stólnum. Sátt. ....... Jeminn!!

Svo voru myndir teknar hjá Otra og Lindu á Patró. Þar settist Júlíanna í stól og fór að segja frá sjálfri sér. Mér hefur fundist þetta alveg ógurlega sniðugt svo ég stóð upp gekk til Júlíönnu og bað sagði henni að færa sig. Hún færði sig að lokum og ég byrjaði að tala, svo var Eggert og Melkorka með einhver læti fyrir framan mig svo ég bara stóð upp og ítti þeim í burtu, settist og hélt áfram að tala. Ég hlýt að hafa verið óþolandi barn. Ég vona að sé ekki svona frek í dag, án þess að taka eftir því. Allavegana ekki svona dónalega frek. ............ Er það nokkkuð?

5 dagar (4 dagar og 16 klukkustundir)



fredag, maj 30, 2003

Um mottuþvotta

Hér er góð uppskrift að mottuþvotti:

Setjið mottuna á svalarhandriðið þegar byrjað er að hvessa örlítið.
Farið inn og gleymið mottunni.
Sækjið mottuna niðrí garð eftir um 10 mín.

Nú ætti mottan að vera vel viðruð og tilbúin til að fara aftur á gólfið.

5 dagar og 20 klukkustundir.



torsdag, maj 29, 2003

Þetta er búinn að vera yndislegur dagur úti á svölum í útí í garði. Einnig í Stífluhringnum. Jökullinn er frábær núna og sólin æðisleg þar sem hún er að setjast. Ég vildi að það væri filma í myndavélinni. Allavegan. Setti þetta saman. Textinn virðist ekkert svo asnalegur þegar lagið er sungið með. Svolítið Disneylegt lag þ.e.a.s. Pocahontaslegt, alveg óvart.

Blikar yfir land,
sól þegar slokknar á degi og hand-
tak dugir ei til þess að ná þér á land.
Svífur í loftinu sál þín og and-
ardráttur minn ágerist stöðugt er

þú, gengur um salinn og
nú, sé ég þig svífa og
sú, ást sem ég bý yfir
nær ekki lengr´en til augnanna minna.

Sérð´ekki jökul í vestri, hann ber
svipaða mynd og af þér,
er speglast augum mínum á
hvern dag er þú gengur hjá.

Nú hverf ég á braut
og loks lýkur okkar löngu þraut,
í þeim skóla er við höfum lagt
og svo gerir sólin en hún hefur sagt
að nú leggir þú á þann eilífa sæ
lífsins og syrgi ég þig sí og æ
aldrei aftur......

þú, gengur um salinn.......

(IÖK)



Kónguló spinnur vef fyrir utan gluggann minn. Í baksýn gnæfir Jökullinn yfir Faxaflóa. Kvöldroði sólarinnar umlykur Snæfellsnesið. Það liggur næst við mér að segja "Fögur er hlíðin" og hætta við að fara til Danmerkur. Stundum skil ég ekki hvað ég er að vilja þangað. En ég veit að ég mun ekki sjá eftir því og ég verð samt eflaust fegin því að koma heim og líta á Esjuna, þó ég geti ekki hugsað mér í dag að kalla hana fjallið mitt. Faxaflóinn er heldur ekki hafið mitt. Breiðafjörðurinn verður alltaf fjörðurinn minn, og Vestfirðirnir fjöllin mín. Eða svo held ég núna. Ef ég verð ástfangin í Danmörku og kem ekki heim á ég kannski eftir að kalla Himmelbjerget fjallið mitt........ nei, gvöð ég vona nú svo sannarlega ekki!



onsdag, maj 28, 2003

Ég hef bætt Sólsting í linkana mína. Þar verða í sumar heitustu fréttir frá Norge (lands víkinga og dópsala). Nánar tiltekið frá Gudvangen, sem er verslunarstaður frá Víkingaöld. Mér finnst þetta magnað. Þorpið stendur við þrengsta og ábyggilega lengsta, fjörð í heimi, sem er samt svo djúpur og stærstu skip geta sigld inn hann. Þetta skapar auðsjáanlega mikinn ferðamannastraum innst í firðinum. Inga Gimbill, verður þar að gæda (guide) ríka Ameríska eftirlaunaþega (einhverra hluta vegna verður mér hugsað til Árbæjarsafns síðasta sumar og heimsku Kanana sem komu með skemmtiferðaskipunum "Do you live here?" og "Do you have cars here in Iceland". LOOK AROUND. Pælið í því, fólið þurfti að KEYRA í rútum til að komast frá Sundahöfn upp á safn. Merkilegt helvíti.

Niðurtalning hafin: 8 dagar!!!!



tirsdag, maj 27, 2003

Þessi skóli minn hefur enn ekki séð sér fært að færa inn einkunnir mínar í Innuna. Þetta finnst mér lélegt.
Það var virkilega gaman að labba um miðbæinn aðfaranótt sunnudags í góða en kalda veðrinu og skoða fólkið í bænum, og nýútskrifaða menntskælinga. Vil ég færa öllum nýstúdentum mínar bestu þakkir fyrir skemmtunina. Þeir voru eins og gefur að skilja í msjöfnu ásigkomulagi. Ég var hins vegar dottinn úr öllu stuði eftir að hafa þurft að sitja í bílnum í langan tíma, meðan lögga í fríi var sótt inn í Hafnarfjörð, já alla leið þangað, og eftir að beðið var eftir Sunnu meðan hún fór að pissa inn á löggustöðinni í Hafnarfirði!!! Já, ég var orðin nett pirruð, þannig að þegar helmingur bílfarþega enduðu inni á Gauknum, en fátæku Danmerkurfararnir, ég og Hibba, löbbuðum bara um bæinn, spjölluðum og skoðuðum fólkið. Fórum svo edrú heim um hálffimmleytið.

Í dag kláraði ég loksins vorprófið!! Jibbííííí!!!! Þetta gekk alveg ágætlega. Sigursveinn skólastjóri heilsaði mér með bros á vör eins og venjulega og allir hinir píanókennararnir. Svo var mér beðið að gjöra svo vel að setjast niður við flygilinn og ég spurð hvað ég ætlaði að spila. Þá fór ég alveg í kerfi maður. Var ekkert viss hvernig ég ætti að bera þetta fram. Held ég hafi sloppið frá þessu með hinu besta móti. Svo byrjaði ég að spila. Og viti menn. Kom ekki yfir handleggi mína þessi ofsa lömunartilfinning. Þetta er alveg hræðilegt. Ég fann ekki fyrir neinu og þurfti að rembast við að halda laginu gangandi og fingrunum á hreyfingu. Jeminn. Ég hugsaði stöðugt um að ég YRÐI, ÉG VERÐ!! og smá saman lagaðist þetta, þó á löngum tíma. Eftir á fór ég að hugsa um hverskonar tilfinning þetta væri. Málið er eflaust það að stressið færist allt niðrí handleggina. Þetta er helst líkt því þegar maður er að kikna í hnjánum. Aðrar stelpur, allavegana, hljóta að kannast við þessa tilfinningu þegar maður stendur fyrir framan þennan æðislega strák og getur varla staðið í lappirnar. Svipaða tilfinningu fékk ég í handleggina. Þeir urðu ofurþungir. Já, sem sagt, þetta var hálf hræðilegt.



mandag, maj 26, 2003

Ok, this is all really weird. Núna er gamla templatið mitt þannig að ég get engu breytt og allir gömlu linkarnir, samt lítur síðan út eins og áður, eða ég meina eftir að ég breytti linkunum og setti hljómsveitina inn á...???



Ég samdi lag í dag. Þegar ég fór að spila það og syngja í heild sinni var það óvart alveg eins og lag sem Snorri frændi minn samdi fyrir nokkrum árum. Deem...
Viðlagið er allavegana svona, allt hitt á eftir að taka miklum breytingum.

Mamma og pabbi þau skilja ekki neitt,
borg´ekki búsið er ég elska svo heitt.
Því ég er hálfétinn súkkulaðikleina með sólsting.

Þetta átti upphaflega að vera "súkkulaðikleinutýpa" en það passar ekki inn í rythman. So be it.
En svo eru það erindin sem eru enganveginn stuðluð en örlítið rímuð, ekki merkileg textasmíð. Á ábyggilega eftir að breyta þessu. Var að hugsa um að koma því inn í að sögupersónan þyrfti að komast í ljós og ræktina og svona stöff, líka eitthvað í sambandi við flotta bílinn og svona. En sjáum til.

"Vaknaði í morgun með grútskítugt hár,
líkaminn orðinn þrútinn og grár
Djamma allar helgar, bara vit í því
áhyggjur vikunnar fyrir bý.

(viðlag)
Mamma og pabbi......
Því ég er ......

Pabbi ó pabbi, sumir kalla mig drós,
en gefðu mér pening svo ég komist í ljós.
Því ég er hálfétinn súkkulaðikleina með sólsting.

Hvar er ég núna, ég veit það ei
viðburðir gærdagsins hverfa aldrei,
Með einhvern við hlið með sem hrýtur svo hátt,
í hendur og fætur ég fæ bráðum mátt.

Og þá mun ég flýja, um stræti og torg (jeminn datt mér ekkert betra í hug)
á leið til míns heima því ég bý í borg,
þar sem nóttin hún lifir og þá gleðjumst við
er djammari hennar stígur á svið.

(viðlag)
Ó kæra veröld bjargaði mér
ég reyni að læra, ávallt af þér
Því ég er hálfétin súkkulaðikleina með sólsting.

Pabbi hann borgar, skólana þrjá
en ég nenni ekk´að sitja stólunum á.
Því ég er hálfétin súkkulaðikleina með sólsting."
(IÖK)



søndag, maj 25, 2003

Ég er þreytt í löppunum.

Það hefur aldrei verið svona mikið drasl í herberginu mínu fyrr. Ég ætla ekki að laga til fyrr en á morgun.



lørdag, maj 24, 2003

Ég er orðin letibloggari og letiblogg-lesari líka. Puff,..þetta er ekki hægt.
Það er nú bara búin að vera sumar og sól hjá mér þessa dagana. Náði öllum prófunum og allt í gúddí. Á samt vorpróf eftir..úfff, ég verð feginn þegar það er búið. Ekkert stress meir....jú nema Dk, það er smá stress. Ég held samt að mesta stressið sé að ég mun sakna mömmu og allra óskaplega mikið. En hún er kannski að spá í að koma út í ágúst. Moster Else ætlar að lána mér nýja hjólið sitt sem hún notar aldrei. Jenný fær svo eitt úr bústaðnum, ég dýrka hjólin þar. Svo verðum við mjög líklega að búa inn á gaurnum sem ætlar að leigja okkur í 10 daga eða svo, þangað til hann er búinn í prófum. Hann er sko 25 ára kennaranemi, ekki leiðinlegt það....hann er ábyggilega síðhærður með skakkar tennur og þykk gleraugu. :S

Allavegana, eins og glöggir aðdáendur síðunnar minnar hafa tekið eftir er ég gjörsamlega hætt að skrifa pistla eða skrifa eitthvað af viti. Málið er að ég er hætt í skólanum og fæ ekki eins mikinn innblástur. Ég er hætt að ferðast með strætó og fá innblástur þar. Ég er bara með
ritstíflu af versta tagi. Ég vil því afsaka lélegheitin en nenni samt ekki að skrifa um neitt almennilegt. Kannski að ég geti skellt mér inn á netkaffi og hæðast að danskri menningu í sumar. Samkvæmt þessu prófi hérna fyrir neðan mun ég hanga inn á á netkaffihúsunum.... ;)



mandag, maj 19, 2003

Núna er ég orðin dökkhærð.


Sjáðu hvaða týpa þú ert

Þetta á kannski eitthvað við mig, svo fékk ég líka upp að ég væri stærðfræðinörd. En já, ég væri nokkurnveginn lömuð án netsins, en samt er ég ekki alveg svona háð því. Prófaði að svara alveg þveröfugt við sjálfan mig og fékk að ég væri viðskiptafræðinemi út af því að allir eru í því. Þær manneskjur halda að þær séu rosa bomb en eru bara eins og Friðrik whatshisname...hehe, þetta er húmor.



Að skola einni parkódín niður með volgu kóki

..OOjjjjjj.....Ég fór seint úr náttfötunum í gær. Á laugardagskveldið var nefnilega afmælisveislan hans Snorra. Þetta tókst allt mjög vel. Nema hvað ég var með svo mikinn dúndrandi höfuðverk, en það lagaðist. Ég söng raddböndin í kaf, enda allt mikið söngfólk þarna. Við sungum raddað og óraddað og blúsuðum og ég veit ekki hvað. Svo hlustaði ég (og kom með nokkur komment) á samræður nokkurra verkfræðinga um Radiohead. Þeir töldu sig vita allt um þetta, mér fannst líka svo fyndið að sjá svona "fína" og "educated" einstaklinga láta eins og þeir væru í framhaldsskóla. Mjög fyndið allt saman. Einn sálfræðinemi tók líka þátt í umræðunni. Þetta var nú meira geimið.

Í gær stofnuðum ég og Eggert dúettinn Ónefnd. Eða það heitir hljómsveitin okkar. Lögin okkar verða í anda Sigur Rósar...nei djók. Við vorum að hugsa um nafnið "Silent and deadly" en ákváðum að velja hitt frekar. Á dagskránni hjá okkur eru þrjú lög "Heillandi hljómar- CAmFG7", "Sing" og "Come as you are" með Nirvana. Vorum líka að pæla í nafninu Lirfvana, borið fram lirvana.



fredag, maj 16, 2003

Síðasti saxófóntíminn var í dag...sniff, sniff. Það er súrt. Ég er bara alveg búin í saxófóntímum í vetur, eða þetta árið. En ég byrja aftur í haust. Ætli málið sé ekki bara núna að fara að improvisera eins og mother fucker......!



Vúhúúúúú!!!! Jiiibbbííííí!!! Ég útskrifast um jólin!!! Ég fékk heilar 7 einingar fyrir tónskólann, það er komið inn á Innuna!!



torsdag, maj 15, 2003

Að vera latur, eða ekki vera latur

Dagarnir eru yndislegir. Ég leyfði mér að sofa til klukkan 10 í morgun. Fór svo að æfa mig klukkan 11 og æfði mig til rúmlega 12. Það var ágætt. Svo æfði ég mig líka á saxinn í dag. Klapp fyrir mér. Svo er ég bara alltaf að chilla. Fór í sund um daginn með Völu, út að labba með Hibbu og mömmu og pabba í gærkveldi og var núna úti að labba með mömmu og Hibbu. Við erum sko í labb-átaki. Svo er ég bara að þrífa þvott og svona fara að pæla í hvað ég eigi að taka með mér út. Þetta er bara svona einskonar letilíf. Samt er ég að reyna að vera ekki löt. Það er löstur að vera latur. Ég verða alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Enda hef ég núna vorprófið fyrir stafni og svoleiðis, svo ekki sé minnst á alla tónleikana, ég held ég eigi allavegana þrjá eftir. En það er allt í lagi. Svo er ég bara að chilla með afa og ömmu og svona.

Vá, svo er ég orðin svo spennt að kaupa nýja diskinn með Radiohead. Hann kemur út 9.júní. Ég ætla sko að finna mér einhverja plötuverslun úti og vera fyrst til að kaupa diskinn, þó ég sé búin að heyra öll lögin. Talandi um nýtt "efni". En það er búið að frumsýna 3ju myndina um Anja og Viktor úti. Og mér lýst samt bara vel á þetta. Önnur myndin var heldur slappari en sú fyrri en söguþráðurinn í þessari er sko magnaður. Búin að horfa á trailerinn, vona að hún verði ennþá í bíó þegar ég kem út. Ég mæli með þessum myndum. Danskur húmor er bara frábær. Sérstaklega í fyrri myndinn sem heitir hinu upprunalega nafni, Kærlighed ved förste hik. Alveg magnað. Robert Hansen, sem leikur Viktor Knudson, er bara svo frábær í þessu hlutverki. Svo misheppnaður en góður gaur.
"Jeg skal ha´ saadan..eheh...ko..ko..kooon..kond....kondie-vand"



onsdag, maj 14, 2003

Að enda á röngum hljómi

Það hræðilegasta sem getur hent hvern og einn tónlistarmann, þá sérstaklega píanóleikara, er að koma niður á rangan hljóm í enda lags. Þetta hefur einmitt komið fyrir mig. Ég tók eitt sinn þátt í samspili Tónskóla Sigursveins með fullt af litlum krökkum og
Önnu Tryggva. Við vorum að spila Heiðlóarkvæði, Jónasar Hallgríms, og svo átti ég að koma með fallegan endahljóm í lokin og hitti ekki á réttan stað. Skjálfti fór um mig mikill og skömm. Stjórnandinn, sem var kona skólastjórans (hún er ennþá konan hans), horfði á mig eins og ég væri eitt það furðulegasta sem hún hafi nokkurn tíman augum litið, m.ö.o. eins og ég væri viðundur. Og þetta var á tónleikunum sjálfum, reyndar bara í Selásskóla, ekkert merkilegra en það, en vandræðlegt engu að síður.
Að hitta á vitlausan stað er hlægilega vandræðalegt. Maður ætlar að loka sér af, eftir mikið þrekvirki, með glæsibrag, en klúðrar því á hinn undraverðasta hátt. Ekki nokkur maður getur með nokkru móti skilið, hvernig er hægt að klúðra svona einföldum hlut. Og það sem meira er að þeir sem fremja þetta ódæðisverk gagnvart tónverkinu sjálfu, skilja það ekki sjálfir.
Þannig er nú það.

Í gærkveli fór ég með mína frábæru útsetningu af Daughter, með Pearl Jam, á æfingu til stelpnanna. Þeim líst vel á þetta og er það vel. Þessi útsetning er aðeins fyrir alt og sópran, fjórar raddir, tvo alt (laglína og "bassi") og svo aukarödd og yfirrödd. Þetta verður frábært. Ég hlakka svo til að heyra þetta á videoinu, verð samt að muna að biðja einhvern að taka það upp. Tilefnið af þessu öllu saman er þrítugsafmæli bróður pabba og var hugmyndin að taka eitthvað lag sem hann fílar. Hann er einlægur aðdáandi Perla Jam, en ekki ég og þar sem ég tók þetta að mér, tók ég bara það lag sem ég þekkti. Svo er þetta bara tveggja hljóma lag. Mjög einfalt. Svo er það fímmtugsafmæli Jónasar helgina þar á eftir, og ég og mamma ætluðum að reyna að æfa eitthvað saman og ég er ekkert farin að hugsa fyrir því. En við ætlum, í báðum afmælum, að taka lagið "Sjáumst aftur" sem er eftir einhvern Lassi minnir mig, frá 1400 og eitthvað. Páll Óskar tók þetta eins og frægt er orðið. Við erum með upprunalegar raddsetningar og hafa stelpurnar verið duglegar við að læra raddirnar. Svo ætlum við Hibba að taka sama lagið með mömmu í afmælli Jónasar. Ég vona að hvorki Snorri né Jónas lesi þetta blogg.

Ég ætla að fara að horfa á afa steykja kleinurnar (ef amma hefur leyft honum það) annars horfum við afi bara á ömmu á meðan og hlæjum að henni og gerum grín......nei djók, við afi erum ekki svona vond.v



tirsdag, maj 13, 2003

That´s more like it. Ég fékk út að ég ætti að vera bláeygð. Þvílíkt bull. Ég breytti því bara í hvaða nærfötum ég væri, þá fékk ég það rétta út.


Green Eyes


What Color Eyes Should You Have?
brought to you by Quizilla



søndag, maj 11, 2003

Það er 11.maí, hugsið ykkur!

Atburðir gærdagsins verða ekki ræddir nema á þann hátt, að ég vildi sko sjá Davíð á bak og burt. Ánægð með að Ingibjörg Sólrún hafi dottið út. Bjarni Benediktsson er inni og er það vel, en hefði sko verið sama þó þessi Sigurður Kári væri bara ekkert inni, sá montrass. Líst miklu betur á þennan Bjarna.
Ég er ekkert að leyna því en atkvæði mitt datta dautt niður. Gjörsamlega. Mikil vonbrigði þar. En djöfull er ég svekkt með að stjórnin heldur velli. En ég er alveg hæstánægð með að sjá Gunnar og Magnús inni á þingi. Fögnum því!!

Ég er búin að liggja í allan dag í sólbaði og hugsið ykkur það, að maí er nýbyrjaður. Jeminn! Í morgun fórum við mæðgunar í yndislegan göngutúr, eins og flest alla daga og svo voru það bara svalirnar, en núna klukkan 17:22 er sólin farin. Bömmer!



lørdag, maj 10, 2003

"I won´t let this happen to my children (...) I wiiiiiiill rise up..."

Nýjasti Radiohead-frasinn.



Ég ætla að verða fræg

Eftir að hafa setið mesta allan daginn á tónleikum var ferðinni heitið á kosningaskrifstofu Frjálslyndra. Eftir að ég kom heim þaðan, þar sem var bara skítugt fólk að sníkja sér kökur, fyrir utan okkur sem vorum fín, settist ég bara hérna fyrir framan tölvuna. Þá kom Heiðbjört litla og spurði hvort að ég vildi hlýða henni yfir. Ekki málið sagði ég en svo lagðist hún bara undir rúmteppið og sofnaði, og sefur hér eins og engill greyið, enda búin að sitja yfir teikningum og latneskum heitum á á líffærum og vöðvum í marga daga og orðin nokkuð þreytt. Best að ég fari að vekja hana bráðum, svo hún nái...nei djók.



fredag, maj 09, 2003

Nenni ekki að skrifa um auglýsingabæklingana. Allir að koma á Dag Tónskólans á Engjateigi á morgun. Ég er tvisvar og bróðir minn einu sinni, þið getið verið á þremur tónleikum, þurfið reyndar að hlaupa á milli til að sjá okkur bæði, það eru sko margir tónleikar.

Er að tékka á þessu nýjast með Radiohead, búin að ná í There There, sem er mjög gott og svo líka I Will, samt ekki eins sætt og hjá Paul, en gott lag samt.



Jess, jess....einmitt það sem ég vildi vera..eða Julie Andrews...."I could have danced all night....lalala....Moon River" ...klassík.


You're Audrey Hepburn...and classy is your middle
name. You're an angel and you never think about
yourself but what you can do for
others...loverly!


What actress are you?
brought to you by Quizilla



Ég þarf virikilega að fara að venja mig af þessu "hehe".....



Tag-boardið vill ekki viðurkenna páfagaukalærdómur, sem orð. Weird!
Helga þarf nauðsynlega að fá sér Shout Out, þetta er ekki hægt. Ég get ekkert sagt neitt við þig Helga mín...hehehe. Annars þá langar mig líka út á sjó. Jökullinn hlýtur að hafa verið æðislegur, hehe, stundum þoli ég ekki Reykjavík þar sem eru bara grá fjöll í kring, en Jökullinn er nú samt flottur þegar vel viðrar héðan frá séð, sérstaklega úr glugganum mínu.

En allavegana. Í morgun vissi ég ekkert hvað ég ætti að fara að gera þannig að ég hélt bara áfram að sofa. Ljúft. En svo ákvað ég að fara á fætur og æfa mig, og núna ætla ég bara að fara að taka til í herberginu mínu, þrífa baðið og taka í nýviðgerða saxinn. Prófaði hann aðeins í gær eftir aðgerðinu og hann er allur að koma til greyið. Aðgerðin heppnaðist bara vel og núna eru neðstu takkarnir ekki skakkir og stykkið sem datt af, eða öllu heldur pabbi reif af, fast á honum. Svo verður píanóið og hann saxinn minn bara ein heima í allt sumar. Huhuhuuuuu, æ ég vorkenni þeim svo, þau eiga ábyggilega eftir að sakna mín svo mikið.

...en lífið í Danmörku verður samt ljúft.



torsdag, maj 08, 2003

They will never forget you til somebody new comes along

Veit ekkert hvaðan þetta kom. Þetta er úr texta The Eagles, New Kid in Town. Nú hef ég ekki skrifað hér í heila einhverja þrjá eða fjóra daga. Vá, það er mikið. Ástæðan er nú nokkuð logisk, það er maí og allir eru í prófum, including me. En núna er ég búin, hehehe á undan öllum öðrum. En ég er líka alveg þokkalega búin að fá nóg. Skilaði líka Djöful-ritgerðinni minni í galdrabókmenntum í dag og skilaði inn staðfestingu á öllu tónskóladótinu, þannig að núna er bara að bíða og sjá hvað Þorgerðu Ingólfs ætlar að vera góð og gefa mér margar einingar. Núna á víst að taka við miklar píanóæfingar og tónstigaæfingar þar sem ekkert verður hljóðfærið í sumar og sumir ætla sér að taka 5. stigið um jólin til að geta útskrifast..hmmm.

Það nokk fyndið að fyrirsögnin á engan veginn við það sem ég ætla að skrifa, þar sem hún er alveg þveröfugt við það. En ég ætlaði að gera að umræðuefni, kosningarnar. Þannig er mál með vexti að fólk á Íslandi er svo fljótt að gleyma. Fólk er búið að steingleyma öllu því fáránlega sem ríkisstjórnin hefur gert á þessu kjörtímabili. Fólk er svo fljótt að gleyma. T.d. urðu allir brjálaðir, daginn eftir síðustu alþingiskosningar en þá hækkuðu þingmenn laun sín og ráðherra um mörg prósentustig, og auðvitað fylgdi enginn önnur stétt í kjölfarið. Á tímabilinu var samið við sjúkraliða og mörg miður orð látin falla af hendi meirihlutans. Samningarnir voru skammarlegir. Einnig var ekki samið við sjómenn og hafa kjör þeirra ekki breyst. Ríkisstjórnin var í liði með útgerðarmönnum en ekki sjómönnum. Margt svona hefur gerst á þessu kjörtímabili, en hvað ætlar þjóðin að gera. Jú, kjósa sömu ríkisstjórnina í algerri blindni. Búið að gleyma öllu sem það var svo óánægt yfir síðustu 4 ár. En kosningaloforð og flottar auglýsingar er nóg til að blinda manninn. Komum ríkisstjórninni frá.

Á morgun ætla ég að gera úttekt á auglýsingabæklingum sem ég hef fengið frá flokkunum.



søndag, maj 04, 2003

3.3 Sólkerfið

Jörðin er ein af níu þekktum reikistjörnum sem ganga umhverfis sólina. Sólin, reikistjörnurnar með tunglum sínum og hringjum, smástirnin og halastjörnurnar mynda sólkerfið.......sólin, já hún er indæl. Það verður gaman þegar ég og Jenný Halla liggjum á ströndinn í Danmörku í sumar og sleikjum sólina. Já, ég þarf að kaupa mér bikiní, hvernig á það að vera. Á ég að kaupa svipað og gamla eða eitthvað nýtt, á það að vera grænt, bleikt eða kannski svona fallega blátt, það væri nú solítið töff....já þá gæti ég tekið bláa stutta kjólinn þarna sem ég nota aldrei og notað hann sem strandarkjól, alveg eins og Jenný var að segja. Þá væri þetta allt í stíl hjá mér. Oho, hvað ég hlakka til. En hvað lífið er yndislegt núna, og svo verð ég kannski stúdent um jólin, önn fyrr enn ég áætlaði, oho, það verður líka gaman. Ætli við höfum veisluna hér eða í skólanum. Núna getum við náttúrulega haldið veislu heima þar sem íbúðin er miklu stærri en þegar Heiðbjört útskrifaðist..það er nú samt svolítið gaman að hafa það í svona einskonar sal, eða sko í tónskólanum, þá er líka píanóið í stærsta rýminu þar sem veigarnar væru og........."Ekki er endanlega ljóst hvort einhverjar reikistjörnur leynast utan við Plútó en margir telja að svo geti verið.." .......ha!!?? Um hvað var ég að lesa......?!



fredag, maj 02, 2003

Það er notalegt að vera mikilvægur, en það er mikilvægara að vera notalegur

Klukkan 17:17, nú síðla dags, gekk ég út úr hljómfræðiprófinu. Ég trúi því varla að ég sé búin með hljómfræðiprófið. Frá klukkan 14.00 sat ég þarna inni og reyndi að búa til hljómadæmi, í dúr og moll. Ég sé samt smá eftir því að hafa ekki farið einu sinni yfir það til viðbótar. Ég var orðin svo þreytt að ég ákvað að hætta, því annars hefði ég orðið sálarsjúk. Æ, af hverju fór ég ekki einu sinni yfir það enn, bara einu sinni. Jæja, því verður ekki breytt héðan í frá. Ég vona að ég hafi náð. Allavegana nefndi ég það við kennarann að ég yrði að fá staðfestingu á því að ég hafi náð í næstu viku, upp á matið í MH. Gerði sem sagt bara ráð fyrir því að ég hafi náð. Ég er svolítið brjáluð.
Það er notalegt að sitja hér við tölvuna og hlusta á Ave Maria, með einhverri sópransönspíru sem ég veit ekkert hvað heitir. Í prófinu var ég svo stressuð að það leið ekki á löngu þar til ég var farin að söngla Ave Maria í hæstu hæðum tóntegunda, inni í mér. Þá leið mér vel. Það er nauðsynlegt að vera með eitthvað lag á heilanum. Stundum kemur það manni svolítð á óvart hvað maður byrjar að söngla inni í sér. Fyrir jól var ég í ensku 413, sem er stúdentsáfangi fyrir Félagsfræðibraut og er svona til þess að undirbúa mann fyrir háskólanám. Ég var svo hrædd um að falla í honum og svo tók ég prófið klukkan 18.00 með öldungadeild. En mér til mikillar furðu byrjaði ég að söngla lagið "Júdas", sem frændi minn gaf út með hljómsveitinni sinni á disk, sem kom út í 15 eintökum. Alveg fáránlegt. Ég hafði ekkert verið að söngla það eða neitt, veit ekkert hvaðan það kom. Ég byrjaði að heyra fyrir mér einhvern bassagang og það endaði í þessu lagi. Stundum kem ég sjálfri mér á óvart. Jæja, í dag eru eftir tónstigar og ritgerð. Best að hætta ruglinu.



Ég farin að hugsa hvernig útskriftardragtin eigi að vera.....ég er draumóramanneskja. Ég er líka að hugsa hvort ég eigi að drekka meira af í sumar, Citron eða danska appelsíninu. Citron hefur samt alltaf vinninginn held ég. Ég er líka að hugsa um hvort að fyrsti ísinn í sumar eigi að vera gammel davs eða ís í pappírsformi....röndóttur sem maður sker eins og lagköku. Hvort á ég svo að kaupa meira af fílakarmellum eða Toms karmellum í fríhöfninni. Og svo í sambandi við næstu jól.....í hverju á ég að dimmitera?



torsdag, maj 01, 2003

Kúl!! Ég get útskrifast um jólin, vá hvað það er geðveikt. Ég er svo glöð, núna get ég ekki hugsað um annað en það hvort ég geti þetta. Þarf samt að fá staðfestingu á því á morgun. Þá væri vorönnin bara ljúf. Bara tónskólinn og svo væri ég bara að vinna kannski smávegis með, kenna aðeins meira eða eitthvað. Hver veit nema ég gæti tekið kúrsa í Háskólanum, veit samt ekki hvort ég gæti það, en það væri ljúft líf. En svo er planið að hella sér í tónskólann af fullum krafti veturinn eftir næsta. Sem sagt haust 2004. Kannski að maður sækji um í FÍH, aldrei að vita.