The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

onsdag, juni 25, 2003

Bíldudals grænar baunir um helgina!!

Valid um sumarskemmtanir í ár stód á milli tveggja hátída. Roskilde Festival eda Bíldudals grænar baunir. Audvitad valdi ég Bíldudals grænar, hver hefdi ekki gert tad. En tar sem eina vinnan sem baudst var nær Roskilde, ákvad ég ad fara frekar á Roskilde. Tannig ad. Núna erum vid búnar ad redda okkur sunddýnum til ad sofa á, útilegu kollum, regnstøkkum, draslskóm og búnar ad handtvo naríur og buxur. Tetta er allt ad smella saman. Stundum velti ég samt fyrir mér, hvers vegna í óskøpunum ég sé ad fara á tessa hátíd. Er tad virkilega bara út af tónlistinni. Og alltaf kemst ég ad sama svarinu. Sakleysingurinn ad vestan, sem hefur adeins búid í Reykjavík í stuttan tíma og er einntá hræddur vid Reykjavík er adeins ad fara út af tónlistinni. En allir sem vita ad ég er ad fara hugsa,..já, bjór, hass og øskur, kúkad í tjøldin, naudganir, slagsmál og tjófnadir. En ljóshærda stelpan med flétturnar og bastkørfuna ætlar ekki ad smakka bjór, bara drekka kók ( -akóla), og læsa tjaldinu sínu, og bara ad hlusta á tónlistina. Tad kemur í ljós hvernig tetta fer allt saman. Ég vona bara ad tetta verdi gaman og tad verdi gott vedur.
Ég vona líka ad mamma selji mikid af kertum og Hibba mikid af kortum og allir skemmti sér vel. Ég sé tetta alveg fyrir mér. Otradalur verdur eins og lestarstød, med íslenskum lestum, m.ø.o. jeppum.
En allavegana, núna á frasinn hér ad nedan vel vid.

Rock on.........!!



lørdag, juni 21, 2003

Halløjsa

Hæ allir. Núna er ég búin ad fá mørg skemmtileg bréf. Thad var gaman. Thad verdur frábært ef Vala kemur í sumar. Okkur er farid ad leidast smá. Langar ad hitta fólk.
Allavegana. Mamma ætlar ad selja kerti á Bíldudals grænum. Thad er frábært. En thad er líka frábært ef thid komist í einhverjar gøngur, mamma og Hibba. Thid vitid...vigtin.... ;)
Vid ætludum nú í heilsu gøångu í dag. Ég er ordin svo spennt ad komast til ad púla og teygja og allt thad. En thad er búid ad vera leidinlegt vedur thannig ad thessi sporti dagur, ad skokka upp a bókasafn og koma svo vid i bud a leidinni heim, endadi i gallabuxum, ullarpeysu og jakkanum mínum. Thegar eg var nu buin ad klæda mig i føtin, uppgøtvadi ég ad ég var alveg eins og Jenný. Døkkar gallabuxur, hvítir strigaskor og ljos-drappadur jakki. Thannig ad eg ákvad ad vera svo god ad skipta um sko og fór i bláu pumaskóna mína.
Hér keyra stødugt framhjá heilu vørubílarnir, fullir af stúdentum á pallinum, skreyttir blødrum og blómum og stúdentarnir veifandi húfunum sínum og hrópandi og kallandi. OOhohohoho ég hlakka svo til.
Svo er thad bara Roskilde á næstu helgi. Ohohohoh ég titra ég er svo spennt!!

Ég fékk bréf frá Eggerti. Oho hvad ég var glød. Ég skildi samt ekki alveg thetta med tháttin á stød 2. Svo kom formadurinn? Mér finnst thetta hljóma eins og gamall brandari, en er samt ekki viss. Hver var formadurinn í draugathættinum?
Alltaf á kvøldin thegar vid førum ad sofa heyrum vid á slaginu 11 eda 12 í gamalli klukku í íbúdinni fyrir ofan. Ég man ekki hvad svona klukka heitir en thad heyrist í henni eins og í klukkunni í Otradal sem virkar ekki lengur. Mér finnst thetta svo draugalegt. En Eggert, gódur punktur med ad strákurinn fari ekki ad reyna vid okkur. En svekkelsid er einmitt thad ad hann er svo sætur...og mundi náttúrulega ekki detta í hug ad reyna vid okkur ....;) Ya´know whata´mean? (Hvernig skrifar madur annars svona?)

En jæja. På gensyn. Haldid áfram ad skrifa mér. Ég hef meira tíma seinna til thess ad senda øllum persónuleg bréf. En thá tekur einhæfa lífid aftur vid. Ad borda og horfa á sjónvarpid eda DvD í tølvunni.



torsdag, juni 19, 2003

Kok og karamellur

Gaman. Nuna get eg ekki skrifad med venjulegum islenskum støfum. Thvilikt fokk.
Her er allt dasamlegt ad fretta. Eg er komin med sko sar i munninn af ollu kokinu og karamellunum sem eg keypti i frihofninni og er ekki buin ad klara enn, sko karamellurnar.

Andskotans rakspiralyktin i ibudinni er alveg ad drepa okkur. Ibudin er frabær en drengurinn bara notar all svakalega mikid af rakspira, allstadar, a allt. Vinnan gengur vonum framar. Thetta er bara fint og eg fæ aukid sjalfstraust med hverjum degi sem lidur. Thad er erfidast ad tala vid folkid eins og a ad tala vid gamalt folk a dønsku. Hinu øllu er eg thokkalega vøn.

Veit ekki alveg hvad eg a ad segja. Vid eigum eftir ad kaupa okkur vindsængur fyrir Roskilde. Vid ætlum ad kaupa okkur svona sundsængur a 60 kall, sem er ekki mikid. Steinunn er alveg med thetta allt a hreinu. Thegar vid forum til hennar a thridjudag og føgnudum sjalfstædi islendinga i 59. sinn med thvi ad borda kinverskan mat, vorum vid ad plana. Sko. Vid ætlum ad taka fyrstu lest a morgnanna til Trekroner fra svædinu. Fara i sturtu og leggja okkur hja Steinunni. Fara svo um hadegi til baka til ad hlusta a hljomsveitirnar spila. Hlusta svo allan solarhringinn thangad til fyrsta lest fer daginn eftir. Thetta verdur nett gaman.

Nu thar sem eg er buin ad finna bokasafnid verdur audveldara ad koma og blogga, hef kannski eitthvad til thess ad segja. Sturtan i ibudinni virkar fint. Minnsti vaskur i heimi verdur ekki fyrir svo miklu adkasti og vid høfum bara litinn stol fyrir utan badherbergid (hjartalaga klappstol) thar sem handklædid er og føtin. Tannburstinn hangir i plastvasa a veggnum, og ja madur verdur alltaf ad muna ad fjarlægja klosettpappirinn. En allavegana, kæru landar og fjølskylda, hafid thad sem allra best um helgina :)



tirsdag, juni 17, 2003

Leyniþjónusta Ingridar og Jennýjar

Gleðilega hátíð kæru Íslendingar!

Allt er gott sem endar vel, ef endirinn er góður. (Amman og Magnús Hansson, Nonni og Manni)

Ég veit ekki alveg hvaðan þetta kom, en kannski bara vegna þess að hér gengur allt svo afskaplega vel og ég vonast til að allt sumarið fari vel og endi vel.
Hér ganga allir um með stúdentshúfur og ég fæ fiðring í magann. Ég verð spennt.

Við erum fluttar inn í íbúðina og hún er rosalega fín. Við þurftum reyndar að byrja á því að þrífa eldhúsið því blessaður Kristian er að gera upp eldhúsið og það var allt út í ryki og sagi. En þetta er mjög kósí.

Við komum á sunnudagskvöldið og þurftum þá að bíða eftir Kristian því hann var á fundi og við föttuðum ekki að hringja áður en við lögðum af stað. Við vorum í algeru hláturs-spennufalls kasti því þetta var allt svo klaufalegt. En hann er svo jolly að hann hló bara, með sínum hrikalega fyndna hlátri.
Hann var að taka saman fartölvuna sína áður en hann yfirgaf okkur og þá stóðst ég ekki mátið, ég bara varð að sýna honum tölvuna mína og monta mig og einnig kanna annað í leiðinni. Hann var alveg afskaplega hrifinn af handklæðatöskunni sem ég saumaði utan um tölvuna mína. Hmmmm...... why? Þegar hann var komin fannst okkur Jenný eitthvað dúbíus við þennan annars ansi sæta og skemmtilega strák. Við ákváðum því að skoða geisladiskahylluna. Þar vara meðal annars að finna Madonnu, Kyle...... o.s.fr. En hvað, þetta er nú alveg eðlilegt að 25 ára kennaranemi, strákur, fíli Abba. Þá stóðst Jenný Halla ekki mátið og kíkti inn í skáp. Þar voru að finna mörg myndaalbúm. Við fórum að skoða eitt þeirra. Kristian og einhver stelpa....Kristian og stelpur.....Kristian og strákur.....hmmmmm. Við vorum ekki alveg að fatta. Þangað til við sáum tímaritabunkann. Það er ekki um að villast. Hann er hommi. Ekki að það sé eitthvað ekki í lagi eða óeðlilegt, okkur finnst það bara fyndið, því hann lítur alls ekki út fyrir það. Og svo er hann sætur. Afhverju eru sætusut strákarnir alltaf hommar? AArrrgghhhhhhh!!!!

Allavegana. Þetta fundum við út með smá útsjónarsemi og góðum brögðum. Við ættum að stofna leyniþjónustu.

Við erum búnar að fá ný númer í símana og hver sá sem vill hafa samband í gegnum síma getur haft samband við mömmu og pabba og fengið númerið hjá mér.
Hér er allt bara svo frábært að orð fá því ekki lýst. Allt gengur svo vel. Vinnan er fín, kannski ekkert betri en við var að búast, ég var sett á Alzheimers-deildina. Great! En allavegana, ég hef gert þetta áður en það er bara að gera þetta á dönsku. Við vorum settar á vakt laug. og sunn. þegar Roskilde er en fengum sem betur fór frí. Allt gott um það að segja. Núna erum við búnar að borða kínverskan þjóðhátíðarmat hjá Steinunni á Trekroner og þessvegna er ég í tölvu. Best að koma sér heim fyrir myrkur. Berleggjuð :/
Ég biðst forláts að hafa vaðið svona úr einu í annað á þessum pósti. Kannski hef ég ekki svona mikið að segja næst.
En allavegana, þangað til næst...............



bla



bla



fredag, juni 06, 2003

Fyrsti dagurinn á landi hóla og bjórs, íss og trjáa.

Jæja, þá er ég nú komin til Danmerkur. Ferðin hingað gekk vel, eins og í sögu. Danskan er í smá ólagi, en það mun koma. Stundum kemur naar, þegar á að vera da, og öfugt. Svo er ég ennþá að reyna að finna út úr smaa og lille. Hvenær segir maður hvað?
Í dag höfum við verið með Steinunni inni í Kaupmannahöfn. Ég og Heiðbjört lögðum upp frá Farum með lest, og sátum í lestinni í langan, langan tíma. Þá vorum við loksins komnar til Roskilde, nánar tiltekið til Trekroner. Svo var ferðinni heitið á Burger King, þá í Hendes og Maurits og svo aftur í stóru HogM. Þar keypti ég mér eitthvað. Veit ég þarf að spara :s. Svo fórum við á Huldegaarden og borðuðum kvöldmat úti í garði. Það var ágætt veður og mjög góður matur. Allavegana, ég var búin að hugsa eitthvað voðalega fyndið til að skrifa en núna er ég bara svo rosalega þreytt að ég get bara ekki fundið neitt sniðugt til að skrifa, það kemur. Kannski þegar ég fer að horfa á Dani krítískum augum. Kannski að ég finni eitthvað sniðugt að skrifa í lestum og strætó hér í Danmörku, eins og ég geri heima.

Þar til næst.......



onsdag, juni 04, 2003

Síðasti dagurinn á landi fjalla og sunnudagsrúnta með ís í formi

Jæja, nú er komið að því. Eftir sólarhring mun ég sitja inni í Lobo 1, bílnum hHans (hahahaha, fattiði?..), á leið til Farum, þjótandi um hraðbrautir Sjálands. Spennt en þreytt.

Fór áðan og náði í passann minn. Hann er svaka kúl. Eftir fræðslu frænku minnar um vegabréf, veit ég nákvæmlega hvað ég þarf að hafa á hreinu ef ég ætla að falsa passa. Ég ætla ekki að láta nafns hennar getið, þar sem hún var að fremja glæpsamlegt athæfi, eða kannski ekki alveg. Svo fórum við pabbi upp í Júróprís að tékka á ferðatöskum. Það kom nefnilega í ljós í gærkvöldi að anskotans ferðatöskurnar eru bilaðar og ónýtar. Skrambans vandræði. Eftir að við sáum engar töskur þar, sagði ég pabba að við yrðum að fara í Rúmfatalagerinn. Hann játti því en keyrði mig strax heim. Ég er viss um að ástæðan var sú að hann hefur ekki viljað keyra niðrí Holtagarða og séð þar Europris í Vogunum, þar sem ég var búin að segja við hann á Kringlmýrarbrautinni að Europris væri þar, en nei, hann hélt ekki og keyrði alla leið upp í Árbæ. Ég hefði að minnsta kosti orðið svekkt, svona upp á bensínið og tímann í hans sporum, og náttúrulega að hafa ekki haft rétt fyrir sér. Eins og þið sjáið geri ég ráð fyrir að ég hafi rétt fyrir mér. híhíhí

Dagskráin er þétt á þessu heimili í sumar. Langey, Bíldudals Grænar, Vestjarðarvíkingurinn og svo Danmerkurferð. Ég mun víst ekki taka þátt í þessu öllu saman og þykir mér ver. En óska samt öllum góðrar skemmtunar í sumar, hvort sem þeir eru af þessu heimili eður ei. Ég óska líka sjálfri mér góðrar skemmtunar og ferðar. Það verður mjög gaman hjá mér, þó ég missi af íslenska sumrinu, en mér er alveg sama, það koma fleiri sumur.

Síjú...........



mandag, juni 02, 2003

3 dagar!



søndag, juni 01, 2003

Gleðilega hátíð

Allt í einu langaði mig svo til Ólafsvíkur. Ég var að lesa bloggið hennar Helgu. Hún og Jóhanna fóru á ball í gær. Mig langaði allt í einu svo rosalega á ball á Klifi, að fíflast með Jóhönnu og Helgu og gera grín af bræðrum okkar. Mig langaði líka svo allt í einu að taka þátt í Sjómannadeginum. Marsera Ólafsbrautina í þunnri hvítrí skyrtu í roki að drepast úr kulda með nóturnar fjúkandi fyrir framan mig, og alveg að detta af skrúðgöngustatífinu. "Öxar við ána......". Og þá fékk ég Hreðavatnsvalsinn á heilann. Mig langaði svo mikið allt í einu til að fara í skemmtisiglingu og fá Súperkókdós og prinspóló og fá svo í magann að mér langar helst til þess að gubba. En jafnframt sjá Jökulinn gnæfa yfir þessu litla vesældar sjávarþorpi sem er samt svo fallegt í sumarveðrinu. Mig langaði allt í einu svo mikið til þess að fara eftir kvöldmat í íþróttagallann og strigaskóna, skutlast yfir til Helgu og fá hana með í göngutúr til Jóhönnu. Laddla svo niðrá Olís og kaupa ís, fylgjast svo með hinum gelgjunum sem hanga niðrá Ólafsbraut, reka nefið upp í loftið og láta eins og ég sjái engann. Mig langaði líka svo allt í einu að fara út í löggu og bófa með Helgu og strákunum í kring. Færa þá í fangelsi á sólpallinn hjá Möttu og Óla og skjóta þá með spítu-byssu.

...........those where the days...........