The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

torsdag, november 27, 2003

Blogg og Spretthlaup

Bloggið virðist ekki vera á neinu undanhaldi...þó sumir bloggarar séu mjög svo óduglegir við að blogga....þið vitið hver þið eruð!!! En í hóp hinna málglöðu bloggara hafa bæst hún HAHAHalldóra fiðluleikari og Frakklandsfari (hún er nú reyndar komin heim) og minn ástkæri bróðir, Gertoz. Þar sem ég er með mjög svo "ófullkominn" makka þá get ég ekki linkað á þau beint en ég skal reyna mitt besta til að búa til link fyrir þau. En vefslóðirnar eru: hahahalldora.blogspot.com og folk.is/gertoz.

Í morgun byrjaði ég daginn á spretthlaupi. Hvað er betra en fara á fætur á hverjum morgni, svona viku fyrir prófin og fá sér smá hlaupasprett. Já, og ekki má gleyma að gera teygjur og einhverjar styrktaræfingar fyrir bak og axlir með.
Minn sprettur var nú samt af annari gerð en hér hefur verið látið í ljós. Já, ég hljóp nefnilega á eftir strætó. Meira að segja tveimur, því þegar ég hafði misst af öðrum, kom hinn akandi aðra leið og ég stökk yfir grindverk og bíla til að ná honum. Já, vitið menn, þessi sprettur var bara ansi hressandi. Mjög svo! Ég mæli með þessu.



mandag, november 24, 2003

Að vera frægur og fylgja málstaðnum

Ég er komin mjög neðarlega á lista Önnu T yfir pólitíska bloggara enda hefur ekki verið skrifað eitt pólitískt orð hér í hálft ár. Ég er rétt eins og aðrir. Pólitík skiptir mig engu máli fyrr en rétt fyrir kosningar. En hún Anna. Hún hefur skoðun á öllu og hún hefur frelsast af málstað sem hún gerir allt fyrir. Það eina sem ég gæti skrifað stjórnmálalegt hér núna eru klíkutengsl. Já, hún Anna heldur uppi málstaðnum og fyrir vikið hefur hún sambönd. (í gegnum mömmu sína) Þannig fékk hún birta mynd af okkur í Fréttablaðinu í dag og hef ég því loksins stigið hið stóra skref í átt til frægðar. Það sem er kannski sárast er sú staðreynd að myndin var ekki tekin sökum þess hve við stelpurnar erum fallegar, heldur vegna klíkuskapar. En svo lengi sem klíkuskapur kemur sér vel fyrir mig er ég sátt.
Ég hef fengið upphringingar í dag vegna myndarinnar. Ég vona að þetta komi sér vel í frægðarleit minni, ásamt þýsku sjónvarpsmyndinni og hlutverki mínu sem áhorfandi á jazztónleikum í Amerískri mynd, sem ég reyndar var ekki að leika.
Þannig er klíkuskapur og má segja að samfélag okkar sé gegnsýrt af klíkuskap. Nýjasta dæmið um listaverk Árna Johnsen hjá Árna frænda sínum í Reykjanesbæ.
Þannig eru stjórnmálin líka og það sem ég get sagt meira um stjórnmál núna er það að hér fyrir framan mig liggur bók um Alþjóða Stjórnmál sem kallar á mig og segir "Ingrid, það er próf á morgun". Og ég kem mér ekki að því að lesa hana. Ekki það ég gæti alveg svarað einhverjum spurningum á prófinu og bullað eitthvað og fengið 5. En svoleiðis gerir maður ekki. Maður lærir um svo há alvarleg mál eins og um hryðjuverk og umhverfisvandamál í heiminum. En ef maður lærir ekki....það væru svik við málstaðinn!!



lørdag, november 22, 2003

Om du var har, og jeg var dar, i dag...i gaar
(Kent) (ekki Kent ljósritari)

Í gær vaknaði ég klukkan 05:45 og fór í sturtu. Ég var sótt klukkan korter yfir sex og fór þá að hjálpa til við að undirbúa morgunmatinn í MH. Já, ég var nefnilega að dimmitera í gær. Klukkan, nákvæmlega 08.25, lögðum við stelpurnar, ég, Anna, Vala, Heiðdís og Áa, af stað heim til mín og gerðum innrást hér inn á baðið og fórum að mála okkur og klæða okkur í búningana og að sjálfsögðu hlusta á J.T. og Írafár. Svo var lagt af stað niðrí skóla þar sem leynilegar aðgerðir fóru fram í NKJ og dansað inni á sal fyrir framan allan skólann. Mér heyrðist ekki betur en öllum hafi fundist atriðið okkar bara kúl og flott. Við vorum allavegana búnar að æfa magadansinn alveg þrælvel og ég held bara að ekkert hafi farið úrskeiðis. Gunnlaugur Ástgeirs, sögukennari var sérstaklega hrifinn þar sem við Áa erum hjá honum í sögu Mið-Austurlanda. Einnig skilst mér að Steingrímur íslenskukennari hafi verið líka hrifinn og svo kom Guðrún dönskukennari og talaði um hvað henni fannst þetta flott. Hæstánægðar fórum við af stað í Kringluna þar sem var starað á okkur, svo niðrí MR þar sem stelpurnar en ekki ég, dönsuðu fyrir framan einn 6. bekkinn í frímínútum. Þarnæst fórum við á Pizza 67 þar sem allir hinir hóparnir voru saman komnir og borðuðum pizzu, sungum "Gleði" og skáluðum. Svo röltum við niðrá Austurvöll þar sem við hittum FBinga í hvítum bangsabúningum og FGinga í nunnubúningum. Þá ákvað ég að fara heim og lagði mig. Svo fór ég niðrá Vídalín og dansaði eins og brjálæðingur í allt gærkvöld.
Saadan var det i gaar!!



onsdag, november 19, 2003

Afskaplega er ég í skrýtnu skapi í dag. Það er eitthvað svo mikið framundan næstu einu og hálfu vikuna að ég veit varla hvort ég meika það. Ég veit allavegana að næsta helgi verður brjáluð hjá mér. Tvær æfingar og ég er búin að lofa að mæta á sunnudagsæfinguna því það er einhver rosa mikilvæg horn-lína sem saxinn á að spila, svo á að vera frænkuföndurkvöld...vei,vei! og svo þarf ég að æfa mig á fullu náttúrulega, læra fyrir próf, undirbúa fyrirlestur með því að horfa á kvikmyndir og klára síðustu yndislestrarbókina. Og auðvitað mun ég djamma á föstudaginn... það verður sko stuð!!!!

Nú hafið þið fengið að vita um allt það skemmtilega sem ég er að gera. Dettur ekkert annað í hug að skrifa um en þetta.



fredag, november 14, 2003

Þegar ég verð stór......


Þegar ég verð stór og hærri en allir í fjölskyldunni (sem ég býst ekki við að verða, ég er minnst) þá ætla ég að verða kontrabassaleikari í New Orleans og trommari í íslenskri FM hljómsveit. Mér finnst bara svona jazzkontrabassaleikarar kúl. Eyvör Pálsdóttir kom í skólann í hádegishlénu og var að syngja og spila. Þá uppgötvaði ég, er ég horfði á kontrabassaleikarann að þetta er bara heví flott. Svo getur maður verið í svaka stuði og snúið kontrabassanum í hring, svona eins og í teiknimyndunum. Ég vil líka vera svona fyndin, eins og dansk kontrabassaleikarinn í Nordic Heart. Hann var svo mikið krútt og eitthvað fyndinn í framan. Kannski verð ég bara svoleiðis.
Svo held ég auðvitað fast í þann draum minn að verða trommari í rokkhljómsveit sem ber trommurnar af miklum krafti og bara af kynþokkafullum hætti. Svo mun ég tromma í myndbandi þar sem ég slæ á trommurnar þegar við hækkum lagið um heiltón, og er auðvitað úti í riginingu og svo ber ég vatnið af troummunum sem gusast í allar áttir. Ógeðslega kúl. Svo ætlaði ég náttúrulega alltaf að vera með íslenska fánann á trommunni, ef við verðum eitthvað fræg í útlöndum, svona eins og trimbillinn í Bjórbandinu frá Íslandi, og eins og Ulrich í Metallica var með danska fánann á settinu á Roskilde í sumar. ohoh, ég verð svo kúl.

Ég ætti kannski bara að tala við Vigni og athuga hvort Írafár vanti ekki nýjan trommuleikara....þá gæti ég sko barið trommurnar í sundlaug!!!!



tirsdag, november 11, 2003

Kreisí stöff og barnahlátur

Á sunnudaginn leit ég upp frá stærðfræðibókinni....nei reyndar var ég að æfa mig (nennti ekki að læra fyrir stærðfræðipróf). Klæddi mig í hvítt pils og fór í fjölskylduboð. Tilefnið var það að Jóhanna Björk Snorradóttir átti eins árs afmæli. Ég bjóst við að þetta væri svona venjulegt fjölskkylduboð þar sem fjölskyldan skoðaði nýja húsið hans Snorra og við krakkarnir sameinuðumst svona út í horn til að tala um góðu kökurnar og allt milli himins og jarðar eins og venjulega. En þegar við göngum inn í húsið eru allir veggir tómir og Snorri ennþá á málningabuxunum. Málið var að þau eru nýflutt inn og allt í hönk, en afmæli varð að halda. Allt í einu fylltist húsið að fólki sem ég hef aldrei á ævinni séð og einhverjum litlum börnum. Stóðum við þarna, stóru barnabörnin úr Fremri Langey, og systur hennar Svövu (sem er konan hans Snorra) umvafin litlum börnum og gátum okkur hvergi hreyft fyrir fólki, börnum og blöðrum. Hlupu krakkarnir með þetta um allt hús og öskruðu og veinuðu. Það var mjög gaman. En fyrir öllu fólkinu, blöðrunum og börnunum gat ég voða lítið talað við litla afmælisbarnið sem hljóp bara um með blöðrur og skall svo stundum aftur fyrir sig á gólfið. Ég fór þá bara að tala við hana Ásdísi litlu, litlu systir Hófíar. Hún starði bara á mig úr fangi pabba síns og vildi ekkert kannast við mig. Ég rétti út hendurnar og spurði hvort hún vildi koma. Í smá stund horfir hún á fangið mitt og veltir þessu fyrir sér en snýr sér svo aftur við, setur upp smá skelfingarsvip og kúrir sig í hálsakotið á pabba sínum. Varð mér þá ljóst að börnum er kannski ekkert svo vel við mig eins og ég hef alltaf haldið.
En þetta var nú bara fínasta boð, og fínustu kökur. Fór ég þaðan vel södd, nema að svona barnaafmæli hef ég ekki verið í lengi.



fredag, november 07, 2003

Hí hí

cflatmaj
Cb major - life is full of complecations,
commitments and organisation. You love to make
sure everything is just perfect, but sometimes
this can cause you to fall over your own feet.
A slightly unsociable key: why Cb major when
you could be the identical Bmajor? It has less
accidentals.


what key signature are you?
brought to you by Quizilla

Ógeðslega fyndið. Ég breytti svörunum svo ég fengi út eitthvað sjokkerandi. Fyrst var ég bara Eb-dúr ógeðslega næs og ísi. Ég var viss um að ég fengi C-dúr, ógeðslega sléttur og einfaldur persónuleiki. En nákvæmlega. Af hverju að skrifa Cb-dúr þegar það gæti bara einfaldlega verið H-dúr. Fólk sem er Ces dúr er fólk sem gerir úlfalda úr mýflugu. H-dúr er mjög einfaldur.



Vááááá!!!!!

Ohoho, ég fór á svo æðislega tónleika í gær. Vá, hvað þeir voru mergjaðir. Ég var svo ánægð yfir að hafa drifið mig af stað og fékk meira að segja Hófí frænku með mér. Hún var nú svolítið rög við að koma með þar sem það kostaði 1800 kall. En við sjáum sko ekki eftir þeim pening. Hún var jafn hrifin og ég, ef ekki meira bara. Í alvörunni, þeir sem fóru ekki misstu af miklu. Þetta var æðislegt. Kristjana Stefáns er með frábæra rödd og er frábær söngkona og þessi Birgit, danska er með unaðslega rödd. Svo byrjaði hljómsveitin á því að taka Det Var En Lördag Aften og ég fékk gæsahúð þegar sú danska byrjaði. Jeminn. Ég bara á ekki til orð þetta var svo flott......!!!! Ég vona þetta verði gefið út. Hljómsveitin heitir Nordic Heart og þarna var sko útvarp og sjónvarp að taka upp. Sko Amerískt sjónvarp, þannig að ég og Hófí verðum sko frægar í Ameríku eftir svona u.þ.b. ár!!!



onsdag, november 05, 2003

Lífið er ein hrúga ákvarðana og fórna.....

Ég er alvarlega að pæla í að fara á einhverja tónleika Jazzhátíðar. Málið er bara að það er svo dýrt. Núna get ég t.d. ekki ákveðið mig hvort ég eigi að fara á tónleika annaðkvöld með tveimur jazzsöngkonum eða á tónleika Stórsveitar Reykjavíkur og einhvers sönghóps frá N.Y. hvorki meira né minna. Sko, tónleikarnir annaðkvöld eru ekki fyrr en klukkan 22.00 og kostar sko 1.800 inn. Tónleikar Stórsveitarinnar eru á sunnudaginn og kostar 2.900 KRÓNUR inn!!! Auk þess er stærðfræðipróf á mánudeginum. Ég fer þá bara á morgun og reyni að drullast til að klára fyrirlesturinn núna. Það minnir mig á það, ég ætlaði að æfa mig í dag á saxinn........!



tirsdag, november 04, 2003

Ættleiðið hvali!!.....Skilyrði um að taka þá með sér heim á jólunum

Á föstudaginn kemur mun ég halda fyrirlestur um Hvalveiðar í Alþjóða Stjórnmálafræði. Ég hef því verið á veraldarvefnum að leita mér að upplýsingum um hvalveiðar. Í nánast ölllum lýsingum sem koma upp um hverja vefsíðu, ef sláð er inn leitarorðinu "whales" er landið Iceland nefnt. Spyrja þá menn sig, hvað er svona merkilegt við þetta Ísland. Jú. Ísland er orðið heimsþekkt þjóð fyrir grimmd sína og ógeðfeldni í garð hvala. 80% þjóðarinnar er samþygg því að hvalveiðar verði teknar upp að nýju og nú hafa Íslendingar ákveðið að veiða heilar 38 hrefnur í vísindaskyni. Vefsíður sem koma upp ef maður leitar að orðinu hvalur á leitarsíðum, flytja áróður fyrir því að vernda hvali og að koma í veg fyrir Íslensk morð á hvölum. Grænfriðungar og aðrir náttúruverndarsinnar og hvalavinir, biðja fólk vinsamlegast um að taka þátt í þessari baráttu með því að sækja Ísland heim og borga sig í hvalaskoðun. Þetta myndi auka ferðamannastraum til Íslands og aukningu í hvalaskoðunum og þannig á að telja íslenskum stjórnvöldum trú um það að betra sé og arðbærara að selja hvalaskoðanir heldur en veiða stakkels hvalina. Enginn hefur hugsað sér að kannski sé hægt bæði að veiða hvali og selja í skoðunarferðir, sem er reyndar allt annar handleggur á málefninu.
Aðrir hvalavinir, sem oftar en ekki eru Bandaríkjamenn með Texas hreim eða hreim annarra inn-fylkja, reyna að beita sér fyrir hlutum sem eru aðeins nær þeim. Því býður ein vefsíðan upp á hvalættleiðingar. Innifalið í því að borga fyrir ættleiðinguna er að fá sendar myndir ef hvalurinn þinn skyldi einhversstaðar sjást. Þetta finnst mér afskaplega skemmtilegt.
Á einni síðunni, sem er sérstök áróðurssíða gegn Íslandi er sagt í einni grein frá 20.ágúst að Bandaríkjaforseti geti sett bann við öllum innfluttum vörum frá Íslandi. Er þetta afksaplega mikil ógn fyrir Íslendinga.
En það er sem ég sjái Gogga Bush kallinn, setja bann við öllum íslenskum vörum til að refsa okkur fyrir hvalveiðar, þar sem Bandaríkin eru þriðja landið á lista yfir flesta veidda hvali. Einnig þar sem Bush er ekki mikill umhverfissinni og vill frekar hafa stríðsrekstur en að til dæmis framfylgja Kyoto-bókuninni en nú eru USA ekki einusinni inn í þessum samningi lengur þar sem þeir hafa ekkert gert til að framfylgja minni mengun í heiminum. Svo ég segi bara Ha Ha Ha, hvalveiðar verða hafnar á ný innan fárra ára og munum við stinga þeim inn í fangelsi sem koma og sökkva hvalveiðiskipunum okkar.