Snjóofsinn
Í morgun þegar ég loksins opnaði augun við erfiðan leik klukkan rúmlega ellefu, varð mér litið út um gluggann. Allt var hvítt. Úti hafði snjóað, það var skafrenningur og él. Það fyrsta sem kom mér til hugar var að ég yrði ein heima í allan dag þar sem pabbi var farinn niðrí skóla, mamma í vinnuna, Heiðbjört hjá Viðari og Eggert fékk að gista hjá vini sínum í Mosfellsbæ. Ég sá fyrir mér hvernig björgunarsveitin reyndi að koma fólki á milli staða með litlum árangri, fólk yrði að eyða áramótunum hjá ókunnu fólki niðrí bæ, mamma héldi áramót á Landspítalanum, pabbi einn uppí skóla og Eggert og Heiðbjört þar sem þau eru stödd og ég hérna alein. En þegar ég opnaði gluggann og skafaði smá af honum að utan sá ég að þetta var nú ekkert svo rosalegt. Svo kom upp úr dúrnum að pabbi var bara niðrí bílskúr. Þannig að ég var ekkert alein.
Núna hef ég skemmt mér hérna úti í eldhúsglugga í dágóða stund við að horfa á reykvíska karlmenn leika hetjur í snjóofsanum. Þetta eru rekvískir karlmenn sem fara aldrei út á land nema á sumrin og þá geta þeir auðvitað ekki fest bílana sína uppi á fjöllum og lent í ævintýrum.
Nú er hver bíllinn á eftir öðrum búinn að festa sig hérna í innkeyrslunni inn í Fiskakvíslina. Ekki leið á löngu þar til margir menn voru komnir hérna með skóflur, í fjólubláa og gula skíðagallanum sínum, með loðhúfur og í kultabomsum. Komnir til að bjarga deginum.
Fyrst er að segja frá hvítum litlum flutningabíl. Hann festi sig hérna í hjólförunum eftir upphækkaða, fjórhjóladrifna jeppann hans pabba. Brátt voru sex menn komnir til að moka bílinn í burtu. Einn sat inni í bílnum og stýrði bílnum, hinir fimm héldu á skóflu og gegndu því hlutverki að ýta bílnum. Mennirnir æptu og öskruðu upp í veðrið á hvor annan. Svo röðuðu allir sér við húddið á bílnum og þá hófst talningin. Einn þeirra öskraði eins og hann væri að starta spretthlaupi “einn, tveir og ÞRÍR!!!”, og allir lögðu þunga sinn á bílinn og öskruðu eins og þeir ættu lífið að leysa. Svo var haldið áfram að öskra eins og þeir væru á fótboltaleik, meðan bíllinn reyndi að bakka og spólaði í snjónum. “Koma svo strákar!” heyrðist og mig langaði helst að öskra út um gluggann til að hvetja þá “Áfram fávitar, þið getið þetta. DFJÖFULL ERUÐ ÞIÐ AUMIR, AUMINGJAR!!” eins og ég væri að hvetja á kraftlyftinagamóti. En ég ákvað að gera það ekki. Svo loksins kom skafarinn til að ryðja braut strætós sem hefur hingað til átt erfitt með að komast upp brekkuna. Skafarinn skildi hins vegar eftir smá snjóhindrun við innkeyrsluna inn í götuna þannig að rétt í þessu var einn jeppinn að festa sig í henni, en var svo gáfaður að spóla sig ekki fastan. Nú er bara spurning hvaða gáfnaljós taka upp á því að fara á fjöll í þessu veðri, svona bara til að týnast og láta finna sig, þar sem ekki var hægt að týnast á rjúpnaveiðum í haust. Eitthvað verður björgunarsveitin að gera við þessa peninga sem hún fær fyrir flugeldasöluna, ekki satt?
Í morgun þegar ég loksins opnaði augun við erfiðan leik klukkan rúmlega ellefu, varð mér litið út um gluggann. Allt var hvítt. Úti hafði snjóað, það var skafrenningur og él. Það fyrsta sem kom mér til hugar var að ég yrði ein heima í allan dag þar sem pabbi var farinn niðrí skóla, mamma í vinnuna, Heiðbjört hjá Viðari og Eggert fékk að gista hjá vini sínum í Mosfellsbæ. Ég sá fyrir mér hvernig björgunarsveitin reyndi að koma fólki á milli staða með litlum árangri, fólk yrði að eyða áramótunum hjá ókunnu fólki niðrí bæ, mamma héldi áramót á Landspítalanum, pabbi einn uppí skóla og Eggert og Heiðbjört þar sem þau eru stödd og ég hérna alein. En þegar ég opnaði gluggann og skafaði smá af honum að utan sá ég að þetta var nú ekkert svo rosalegt. Svo kom upp úr dúrnum að pabbi var bara niðrí bílskúr. Þannig að ég var ekkert alein.
Núna hef ég skemmt mér hérna úti í eldhúsglugga í dágóða stund við að horfa á reykvíska karlmenn leika hetjur í snjóofsanum. Þetta eru rekvískir karlmenn sem fara aldrei út á land nema á sumrin og þá geta þeir auðvitað ekki fest bílana sína uppi á fjöllum og lent í ævintýrum.
Nú er hver bíllinn á eftir öðrum búinn að festa sig hérna í innkeyrslunni inn í Fiskakvíslina. Ekki leið á löngu þar til margir menn voru komnir hérna með skóflur, í fjólubláa og gula skíðagallanum sínum, með loðhúfur og í kultabomsum. Komnir til að bjarga deginum.
Fyrst er að segja frá hvítum litlum flutningabíl. Hann festi sig hérna í hjólförunum eftir upphækkaða, fjórhjóladrifna jeppann hans pabba. Brátt voru sex menn komnir til að moka bílinn í burtu. Einn sat inni í bílnum og stýrði bílnum, hinir fimm héldu á skóflu og gegndu því hlutverki að ýta bílnum. Mennirnir æptu og öskruðu upp í veðrið á hvor annan. Svo röðuðu allir sér við húddið á bílnum og þá hófst talningin. Einn þeirra öskraði eins og hann væri að starta spretthlaupi “einn, tveir og ÞRÍR!!!”, og allir lögðu þunga sinn á bílinn og öskruðu eins og þeir ættu lífið að leysa. Svo var haldið áfram að öskra eins og þeir væru á fótboltaleik, meðan bíllinn reyndi að bakka og spólaði í snjónum. “Koma svo strákar!” heyrðist og mig langaði helst að öskra út um gluggann til að hvetja þá “Áfram fávitar, þið getið þetta. DFJÖFULL ERUÐ ÞIÐ AUMIR, AUMINGJAR!!” eins og ég væri að hvetja á kraftlyftinagamóti. En ég ákvað að gera það ekki. Svo loksins kom skafarinn til að ryðja braut strætós sem hefur hingað til átt erfitt með að komast upp brekkuna. Skafarinn skildi hins vegar eftir smá snjóhindrun við innkeyrsluna inn í götuna þannig að rétt í þessu var einn jeppinn að festa sig í henni, en var svo gáfaður að spóla sig ekki fastan. Nú er bara spurning hvaða gáfnaljós taka upp á því að fara á fjöll í þessu veðri, svona bara til að týnast og láta finna sig, þar sem ekki var hægt að týnast á rjúpnaveiðum í haust. Eitthvað verður björgunarsveitin að gera við þessa peninga sem hún fær fyrir flugeldasöluna, ekki satt?