The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

lørdag, januar 31, 2004

Lítið hefur nú gerst í mínu lífi undanfarið. Nema hvað að ég hitti mömmu í gær en hana hafði ég ekki séð síðan á þriðjudaginn sökum anna. Samt vorum við báðar heima á næturnar og svona. Svona er bissí lífið. Ég þarf held ég verulega á því að halda að komast út á lífið, ég finn hvernig ég þarf að dansa. En, það er samt ekkert um að vera og meira að segja getum við ekki haft hljómsveitarpartý eftir tónleikana um næstu helgi því þeir verða á sunnudegi. En mikið verð ég feginn þegar þessir tónleikar eru búnir. Ég fór klukkan tvö í dag af stað á æfingu og þessi æfing var mjög erfið. Svo var líka svo kalt og æfingin var löng. Plús, ég var á æfingu til klukkan tíu í gærkveldi. Gaman það.
Hárið á mér er víst ekkert appelsínugult. Það er svona gulllitað og mér finnst það allt í lagi en samt ekki, það er svo öðruvísi, ég vil frekar vera dökkhærð en núna er það svo ljóst.
En jæja, fann bara fyrir mikilli þörf fyrir að blogga.

Gangið á Guðs vegum.



tirsdag, januar 27, 2004

Hárið á mér er appelsínugult!



mandag, januar 26, 2004

...the wind beneath my wings....

Aldrei hefur mér fundist "Wind Beneath My Wings" með Betta Midler flott eða dramatískt lag. Mér hefur bara alltaf fundist þetta hundfúlt, klísjukennt lag sem einu sinn var gert grín af í áramótaskaupinu, þar sem Bryndis Schram var að syngja þetta fyrir Jón Baldvin. En allavegana. Aldrei fyrr en á laugardagskvöldið skildi ég þetta lag til fulls. Ég bókstaflega grét yfir myndinn Beaches, myndin sem þetta lag er úr og ég aldrei vissi. Þessi mynd kom skemmtilega á óvart og þar sem þetta lag er um vinkonur er en ekki einhvern kall og konu þá fékk ég bara allt aðra sýn á lagið. Já svona er nú það.

Fyrir meiri vonbrigðum varð í gærkvöldi þegar NFTSDK (Nemendafélag Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar) horfði á West Side Story. Myndin var ömurlega hallærisleg og gerði algerlega út af við flottu tónlistina. Ég vil að þessi mynd verði endurgerð núna strax! Með einhverjum frægum sætum leikurum. Ég sé sko Ewan McGregor alveg fyrir mér sem Tony, en ég finn samt enga sem gæti verið Maria, "the most beautiful sound I've ever heard". Rómantísku lögin voru bara ekkert rómantísk í þessari lélegu uppfærslu á góðri sögu og söngleik í kvikmynd. En myndin er víst barn síns tíma og þarf bara að endurgera, eins og allt annað.

Það er leiðinlegt að vera með kvef og hósta. Mjög fúlt. Það hræðir mig að fara út, svo ég ákvað að halda mig inni í dag svo ég kæmist örugglega út á morgun og restina af vikunni.



lørdag, januar 24, 2004

Roskilde Festival 2004

Jæja. Ég vona að liturinn á síðunni komi eins út í tölvum annarra og minni. Reyndar í tölvunni hans Eggerts er liturinn mjög skær og frekar ljótur en hjá mér mjög flottur. Ég hef einnig bætt inn link, sem er mjög skemmtilegur, Tónlistarrýnirinn.

Nú fæ ég alveg fiðring í tærnar.(veit samt ekki hvort það sé fiðringur eða beinverkir) Ég sit hérna og kemst ekki á hljómsveitaræfingu vegna veikinda og í staðinn er ég að surfa á netinu. Núna er komið í ljós að David Bowie verður á Roskilde í sumar, Santana, Korn og Tim Christensen. Bara að vita að þessi nöfn eru komin á listann langar mig svo að fara. Þá er bara spurningin, hvort á maður að eyða peningnum í að fara í vikuferð á Roskilde eða eina viku til London. Að fara á Festival kostar ábyggilega meira en að fara til London, svona með öllu. Ohohoho...mig langar svo á Tim Christensen og Santana!!!! Það væri líka svo gaman ef að Mew og Kashmir yrðu aftur, þar sem ég þekki tónlist þeirra betur núna heldur en þegar á var á hátíðinni síðastliðið sumar. Svo gæti náttúrulega alltaf farið svo að Kent komi, þar sem þeir eru nú orðnir svona stór nafn á Norðurlöndunum, eða að óþekktum nöfnum eins og Carpark North fái að spila, eða bara að þessir stóru ákveði að koma og Radiohead spili fyrir trylltan lýðinn.



fredag, januar 23, 2004

Ingiríður Bergman var stórkostleg í Casablanca

Hér sit ég fyrir framan risa skjá inni í herbergi hjá Eggerti og ég sé bara ekkert á skjáinn. Hann er svo langt í burtu frá mér að mig verkjar í augun. Ég er nefnilega alveg orðin fötluð og hef verið frá miðvikudegi og verð þangað til í kvöld. Pabbi ákvað að gerast háskólastúdent (reyndar er hann ekki stúdent) og fór til Akureyrar með tölvuna mína. Eins og þeir sem inn í herbergið mitt hafa komið vita, er tölvan mín líf mitt. Ég ég á nefnilega engar græjur eða geislaspilara og öll tónlistin mín er inni á tölvunni. Kannski að ég ætti bara að nota tækifærið og spila geisladiskana mína inni í stofu, svona til tilbreytingar. En ætli ég verði ekki bara að nota tækifærið og læra eitthvað og æfa mig í staðinn fyrir að sitja allan liðlangan daginn í tölvunni.

Ég fletti Mogganum í morgun eins og flesta aðra daga. Rak ég þá augun í þessa fyrirsögn " Ingiríður Alexandra". Las ég fréttina og komst að því að það var eins í pottinn búið og mig hafði grunað. Hin nýfædda Noregsprinsessa á að heita Ingrid Alexandra. Alltaf fer það jafn mikið í taugarnar á mér þegar þetta nafn er þýtt. Í íslenskum Nafna- og þýðingarlögum, er ákvæði um það að öll konungborin nöfn skulu þýdd. Þessvegna er alltaf talað um Margréti Danadrottningu og Friðrik krónprins. Edward verður að Játvarði og svona mætti lengi telja. Mér þykir það samt ekki eins fáránlegt þegar þessi nöfn eru þýdd þar sem þetta eru eldgömul konungsnöfn og forn norræn og keltnesk nöfn. Ég veit ekki hvaðan nafnið Ingrid kemur, en ég veit bara að í nafninu Ingiríður er mikil hljóðbreyting frá nafninu Ingrid. Þá ætti nafnið Ingiríður að þýðast sem Ingered. Það þætti mér miklu nær. Mér þótti alltaf leiðinlegt meðan Ingrid drottningamóðir var á lífi, þegar talað var um Ingiríði drottningu og er gert enn í dag. Og nú hefur ein Ingrid enn bæst í hópinn. Nú verður náttúrulega ekki talað um annað en Ingiríði noregskrónprinsessu. Af hverju er nafninu Alexandra þá ekki breytt. Það fellur alveg eins vel að íslenskri tungu og Ingrid? Af hverju má konungsborið fólk ekki eiga sín nöfn í friði eins og annað fólk. Ekki tölum við dagsdagleg um Georg Bush, með íslenskum framburði. Aldrei var greyið Ingrid Bergman kölluð Ingiríður. Mér finnst þessar reglur bara fáránlegar. Sérstaklega þegar kemur að þessu nafni. Mér finnst alveg að það mætti endurskoða þessar reglur og athuga hvort einhver nöfn séu ekki bara úrelt. Svo ég tali nú ekki um hvað þetta er ljótt nafn, Ingiríður!!

Svo vil ég benda fólki á að lesa færslur Önnu T og Erlings um fundinn í MH um styttingu náms til stúdentsprófs. Færslurnar komu í gær eða fyrradag. Ef þið viljið kynna ykkur málin enn frekar bendi ég á umfjöllun um fundinn í Mogganum í gær. Góða skemmtun!



tirsdag, januar 20, 2004

Eggert bróðir minn á afmæli, til hamingju Eggert!



Þið verðið að afsaka að kommentakerfið er fyrir ofan hverja grein...það skiptir engu máli.



Alvarleg sjónvarpsveiki.....alvarlega einmanna

Ég bara gat ekki staðist það. Ég bara varð. Ég fór í gærkveldi inn á ruv.is og fór þar inn á heimasíðu Alias. Ég las um alla þættina í nýju seríunni fram að 7. þætti. Í Bandaríkjunum er sem sagt búið að sýna tólf þætti eða svo. Ég var næstum því farin að gráta þegar þátturinn endaði í gær. Ég sá fram á að geta ekki sofnað fyrir vonbrigðum. Að sögn eins af framleiðendum þáttanna urðu þeir að láta þættina taka þessa stefnu. Hann sagði að þættirnir hefðu verið á góðri leið með að verða leiðigjarnir og að detta í eitthvað mót sem enginn nennir að horfa á. Sem sagt á hraðri leið til glötunar. Ég þakka samt fyrir að Sidney eða Vaughn voru ekki látin deyja, heldur þetta koma fyrir, sem kom fyrir í þættinum í gær.
Þegar ég fór að hugsa meira út í þetta, kemur þetta allt vel heim og saman. Ef einhver spenna á að vera í þáttunum var a) ekki hægt að drepa Sloane, b) ekki hægt að ná Irina Derewko og láta þær Sidney verða hamingjusamar mæðgur og c) alls ekki láta Sidney og Vaughn vera hamingjusamt par sem giftir sig og eignast börn og þarf að takast á við venjuleg sambandavandamál. Þannig að niðurstaðan varð þessi. Nú hefst enn á ný baráttan um samband Sidney og Vaughn. Ást þeirra er ekki hægt að bæla algjörlega niður í þáttunum, þannig að nú bíða áhorfendur spenntir eftir að þau nái saman á ný sem gerist ekki fyrr en eftir svona eina og hálfa seríu. Því....(og nú kemur það sem enginn vill vita en samt búin að reikna út í huganum) að Vaughn er giftur. Og ég held að sú heppna (eða óheppna) kona sé ekki á leiðinni að fara að drepast.

En hvað merkir þessi þráhyggja mín, hjartslátturinn minn í gær og grátstafurinn í kverkunum? Eru Alias svona virkilega góðir þættir að þeir ná að hrífa uppteknustu manneskjur? Eða gæti verið að líf mitt sé bara svona innihaldslaust að ég hef ekkert annað að gera en að gráta yfir ástum persóna í þætti sem eru ekki til í alvörunni, og í þokkabót eru saman í alvörunni þegar þau eru ekki að leika? Ætti ég kannski að gráta meira yfir eigin ástum? Er sjónvarp bara handa þeim sem eiga sér ekkert líf? Eða er sjónvarp kannski vettvangur fyrir hvern sem er til að gleyma eigin lífi í smá stund og hugsa um eitthvað annað, hafa áhyggjur af einhverju sem ristir ekki djúpt, bara út af því að maður verður að hafa áhyggjur af einhverju? Ja.....dæmi nú hver fyrir sig!



mandag, januar 19, 2004

Það er óhollt að fylgjast með Alias. Núna líður mér illa!



Sætir strætóbílstjórar

Hafið þið einhverntíman rekist á sæta strætóbílstjóra. Mér þykir það nú bara ekki annað en hæfa að skrifa um góðu hliðar þess að taka strætó, þar sem ég hef nú lýst yfir vanþóknun minni á Strætó BS.
Ég tók strætó í dag í hljómfræði og sá sem keyrði strætó var bara mjög sætur ungur maður...strákur. Og viti menn, hann var líka að keyra strætó þegar ég fór heim og ég þurfti að tala smá við hann, sem var mjög skemmtilegt. Já, það þarf lítið til að gleðja einfalt hjarta. Endilega látið vita ef þið hafið séð myndarlega unga strætóbílstjóra.

Í morgun fór ég fyrsta daginn minn í strætó í vinnuna. Það var mjög skrýtið þar sem allt annað fólk var í strætó. Ég tók fjarkann og í strætó var furðulegt fólk. Bara fólk á miðjum aldri. Enginn með skólatöskur. Undarleg tilfinning.



torsdag, januar 15, 2004

Ég var alveg búin að ákveða um hvað ég ætlaði að skrifa í gærkveldi. Okkur er það tamt að vilja skrifa um það markverðasta yfir daginn í svona dagbækur, sem bloggsíður eru í raun og veru.
Þetta sem ég er að tala um reyndist þó í lok dagsins ekkert endilega vera það markverðasta sem gerðist í gær. Berjast þó tveir atburðir um fyrsta sætið.
Ég fór í fyrsta ökutímann minn í gær. Þykir mér það heyra til tíðinda. En það sem mér þótti einnig afskaplega merkilegur og skemmtilegur atburður var símtal sem ég fékk í gærkveldi þar sem ég var stödd hjá Jenný Höllu að horfa á Extreme Makeover. Símtalið var eitthvað á þessa leið:

-Já, Ingrid. Sæl, ég heiti Berglind og er að hringja frá Fegurðarsamkeppni Íslands.
-...hhhuuu, já, ok.
-Við fengum ábendingu um þig og ég vildi spyrja hvort þú værir ekki til í að koma í prufu á föstudaginn fyrir Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur. (eða hvort hún sagði Ungfrú Reykjavík, ég man það ekki)
-...öööö...hmmm...huuu..ég veit það ekki......ég held samt ekki...því miður.
-Ertu alveg viss, viltu ekki koma á föstudaginn og prófa?
-huuuu...hehe...nei, ég er ekki í svoleiðis hugleiðingum núna, ég held ekki.
-Ertu alveg vi..
-Já!
-Ok, en ef þú skiptir um skoðun þá hringiru bara aftur í okkur.
-Já ok BLESS!

Eftir á fór ég að hugsa hvers vegna í ósköpunum ég hafði sagt "því miður". Því miður fyrir hvern? Ekki þau allavegana. Eins og það séu ekki stelpur í tonnatali sem bíða eftir því að slá í gegn sem fyrirsætur eða fegurðardrottningar.
Eins og ég held ég hafi áður skrifað á þessa síðu er fegurð mjög afstæð. Ég persónulega þarf ekki dómara og leðurbrúnt fólk með aflitað hár til að dæma hvort ég sé falleg eða ekki. Enda held ég að ég sé of lágvaxin til þess að fá að taka þátt.
Það er þó hrós að vera skráð á listann, takk Sunna.
Það eina sem gæti lokkað mig í svona keppni er "makover", að verða "Ny Kvinde" og kaupa ný föt. En peningurinn sem maður þarf að leggja sjálfur í þetta er gríðarlegur og mér fannst bara ég vilja frekar taka bílprófið heldur en þetta.
Ég sá þetta alveg fyrir mér hvernig ég væri alltaf á uppastaðnum World Class á Laugum og kæmist aldrei í ökutíma og gæti ekki tekið sitgpróf á saxinn og gæti ekki farið í hamborgara og fataferð til DK, svo ég tali nú ekki um að þurfa að hætta að drekki pepsí og kók. Nei, takk, ekki fyrir mig!!



onsdag, januar 14, 2004

Djööö!!! Ég vil ekki giftast honum, ég vil giftast Colin Firth. Ég ætla að gefa Sunnu hann. Sunna mín, þú mátt eiga hann :)


You are going to marry Brad Pitt. He is always
friendly to anybody he ever meets and he is
very talented as an actor. He is also very
sincere and friendly. He will respect you until
the day he dies. Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla



tirsdag, januar 13, 2004

Sumarið 2004

Brian Adams fékk fyrsta sex strengja gítarinn sinn sumarið '69. Hann stofnaði hljómsveit og varð ástfanginn í fyrsta sinn. Hann taldi þá daga þá bestu í lífi sínu.
Ég var að hugsa um hvaða sumar ég gæti einhverntíman samið lag um eða þá sungið um eins og Brian syngur um Sumarið '69. Ég gæti mögulega sungið um sumarið '99 eða '89 (þá er ég náttúrulega að tala um 1999). Ég man reyndar ekkert eftir sumrinu '89. En hvað gerðist sumarið '99. Jú, ég flutti suður á mölina. Ég fékk fyrsta saxafóninn minn árið 2001, þannig að ekki gæti ég sungið um það. Fyrsta hljómborðið (og það eina hingað til) fékk ég í fermingargjöf '98. Níutíu og átta myndi mögulega passa inn í textann. "It was the summer of ninetyeight" ( ég er virkilega riðguð í enskunni). Sumarið níutíu og átta var líka mjög skemmtilegt sumar. Við byrjuðum á því að fermast og svo fóru allir í lúðrasveitarferðalag til Englands, þar sem margt var brallað. Já það myndi bara passa fínt.

Síðasta sumar myndi líka henta mjög vel sem markvert sumar, en ártalið myndi bara ekki passa inn í textann. Ég er því held ég neydd til þess að semja nýtt lag. Þar sem ég þarf að semja nýtt lag, sem mun taka mig óralangan tíma og verður aldrei tilbúið fyrr en eftir ár, gæti ég alveg eins samið um næsta sumar sem ég veit ekki ennþá hvernig verður. Það er svo spennandi hvernig sumarið verður. Ég er strax farinn að hlakka til. Um leið og fréttir berast um snjóstorm á Akureyri verður mér hugsað til sumarsins. Ég sé þetta allt fyrir mér, London, sólbað, vinna, kannski vinna á safninu, kaupa sér ís, fá bílpróf...já allt það, sumarið sem ég verð 17 ára. ....Nei bíddu nú við, 20 ára!!

Annars hefur þessi dagur verið mjög viðburðaríkur. Ég vaknaði, fór í sturtu, klæddi mig, borðaði cheerios, æfði mig á píanóið, las Moggann, æfði mig á saxinn og er svo búin að hanga síðan. Hápunktur dagsins var þegar ég hljóp út í fiskbúð til að kaupa mjólk.



lørdag, januar 10, 2004

Ansans vandræði......

Nú hefndist mér fyrir að mæta ekki á fimmtudagsæfinguna. Ég var algjörlega utanvelta í einu verkinu, en stóð mik ágætlega í verkinu sem ég var búin að skrifa út fyrir saxinn sjálf. Duglega ég.

En vandræðin sem ég ætla að ræða um eru nú af heldur stærra lagi og spinnast utan um lítinn brandara og litla lygi...sem varð að stórri lygi.

Þannig er mál með vexti að hann Bergur sendi fanmail á heimasíðu Nik og Jay, danskra rappara sem halda að þeir séu endurbornir Snoop Doggy og allir þeir....eða hvað sem þetta fólk heitir. Í bréfinu sagði hann þeim að Nik og Jay ættu helling af aðdáendum á Íslandi og spurð hvort þeir ætluðu ekki að fara að koma hingað til að halda tónleika. Í rauninni vitum við ekki um fleira fólk sem fílar þá en okkur þrjú, ,mig, Jenný og Berg. Meira að segja er þetta ekki tónlist sem ég fíla. Það eina sem ég fíla við þessa tónlist er að þeir rappa á dönsku og eru danskir. Annars er þetta alveg afspyrnuleiðinleg tónlist eins og flest R&B sem er spilað á The Voice og Fm 957.
Ekki nema hvað en nú hefur Bergur fengið svar frá heimasíðunni um að það gæti vel verið að Nik og Jay myndu skjótast til Íslands til að kynna nýju plötuna þeirra. Einnig var spurt hvort að hann héldi að aðdáendurnir væru það margir að það væri hægt að halda tónleika.
Eins og skilja má veit Bergur ekki alveg hvernig hann á að snúa sér í þessu máli, þar sem þessi litla lygi hans um aðdáendahópinn er orðin þó nokkuð stór og gæti kostað heilan hóp af fólki sem starfar í kringum tvo stráka, mikið vesen. Bergur var samt ekki lengi að hugsa sig um og sendi tölvupóst til stjórnanda FM útvarpsstöðvarinnar, Sigvalda Kaldalóns, og sagði honum þá í annað sinn frá Nik og Jay auk þess að útskýra hverju hann hefði logið. Hugmyndin er engu að síður góð. Ef FM 957 myndi bara taka sig til og setja þessa tónlist í spilun myndi álit mitt á þessari útvarpsstöð stórhækka. Ef fjölmiðlar sem eru mestu áhrifavaldar á ákveðnu tímabili í lífi unglinga, gætu komið með eitthvað nýtt úr annarri átt, væri það stórt skref í átt frá heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Ég meina það. Eina tónlistin sem er spiluð er frá Bandaríkjunum og náttúrulega öll á ensku. Krakkar vita varla hvað danska er í dag. Hvað þá franska!
Ég vona því bara að þetta dæmi gangi upp hjá Bergi, að fá íslenska unglinga til að læra dönsku af kúl tónlist.



fredag, januar 09, 2004

Mér leiðist. Ég fór í sturtu áðan, bara til að gera eitthvað. Ég þreyf baðið í dag, bara til að reyna að vera dugleg og gera eitthvað. Ég var svaka dugleg að æfa mig í saxinn í korter og líka píanóið í korter. Ég er í nýju pilsi og get ekkert farið í því og hef ekkert að gera. Ég get einu sinni ekki horft á Idol í kvöld og það er ekki til neitt pepsi. Finnið þið ekki til með mér...?



torsdag, januar 08, 2004

Á meðan allir aðrir voru á æfingu, er ég búin að sitja hérna sveitt við að reyna að skrifa út fyrir sjálfan mig brjálað hljómsveitarverk eftir Erik Mogensen. Þetta ætti að vera leikur einn en er það bara ekki fyrir mig. Ég á að tónflytja lagið svo það henti saxinum, um heiltón upp...jájá ekkert mál. Svo allt í einu uppgötva ég að ég er farin að tónflytja lagið niður....!! niður um einn!!! Þá þurfti ég náttúrulega að strika það út og byrja upp á nýtt á línunni! Verkið heitir L'homme armé en á íslensku heitir það Vopnaði maðurinn. Ég skil þá ekki af hverju það heitir ekki bara Hermaðurinn en ég held að það sé rétta þýðingin á franska nafninu...eða ég veit það ekki. Af hverju heitir lagið þá ekki bara L'homme avec la revolver....ég er svo búin að gleyma frönskunni, já eða bara L´homme revolver. Byssumaðurinn. Er revolver ekki annars franska orðið yfir byssu....?



Enn einn erfiði dagurinn

Þetta er búinn að vera mjög erfiður dagur í dag. Ég vaknaði klukkan hálf tíu, það var mjög erfitt að fara á fætur svona snemma. Eftir að ég hafði skellt í mig smá Cheeriosi fór ég með Hibbu til að hlaupa á bretti í Sporthúsinu í 20 mín. Þá brunuðum við heim til að komast í sturtu áður en ég átti að mæta í píanótíma klukkan tólf. Svo kom ég heim rúmlega eitt og fékk mér að borða. Núna er klukkan 14.41 og ég er alveg að sofna. Á eftir þarf ég að fara upp í Grafarvog til að kenna og enda mjög líklega á því að skrópa á hljómsveitaræfingu í kvöld. Það kemur samt í ljós.
Já svona eru erfiðir dagar, ég bara get ekki ímyndað mér hvernig þetta var einu sinni hjá mér, þegar ég mætti í skólann klukkan átta og var ekki búin fyrr en níu á kvöldin! Úffff....ef þessi dagur er erfiður hvað hefur það þá verið..ég bara man það ekki!!



tirsdag, januar 06, 2004

Þreytt í fótunum

Nú hef ég mátað svona næstum því allar gallbuxur í Smáralindinni og ekkert passar á mig. Ég er mjög þreytt akkúrat núna. Eftir að hafa gengið á bretti og skokkað smá í dag, lyft með höndum og fótum og teygt á í Sporthúsinu fórum við Heiðbjört í Smáralindina með gjafabréfin okkar að leita að fötum. Ég fann ekki neitt. Heiðbjört var svo lánsöm að finna á sig skó, en mig vantar buxur og það er bara ómögulegt að finna á mig buxur. Vandinn er líklega sá að ég er með mitti, en það er ekki gert ráð fyrir að vera með mitti í dag. Allir eiga að vera þráðbeinir upp úr og niðrúr.

En það er þó bót í máli að ég fer til Danmerkur í mars og get þá keypt eitthvað á mig, þó ég viti ekki hvað ég á að nota gjafabréfið í. Þann 9. mars verð ég í flugvél á leið til DK í fimm daga afmælisveisluferð. Við ætlum í afmælisveislu en ætlum líka að nota tækifærið til að skoða í búðir og versla, heimsækja Danmörku að vetri til, sjá nýju stofuna í sumarbústaðinum, drekka bjór og citron. Ég hef ákveðið að fara hamförum inni í H&M og Fona. Ég mun koma heim með fangið fullt af DVD myndum og geisladiskum. Þá get ég líka keypt allt sem ég hætti við að kaupa í sumar. (sem var ekki mikið)
Við vorum svo gáfuð í gær að hanga fyrir framan tölvuna og reyna aftur og aftur að fá flugfar á 0.00 krónur. Það tókst að lokum og mun ferðin kosta fram og til baka rúmar 13.000 á mann. Ég tel það bara vel sloppið. Ég borgaði allavegana eitthvað smá meira fyrir aðeins aðra ferðina þegar ég fór í sumar og eitthvað svipað til baka. Þetta verður æðislegt. Ég hefði alveg nennt að vera lengur úti, en það myndi líka kosta fleiri pengina. Aldrei að vita nema maður skelli sér svo aftur út í desember og upplifi jólastemmarann. Það væri nú gaman.



lørdag, januar 03, 2004

Undur og stórmerki

Hið ótrúlega gerðist í gær. Ég fór, askvaðandi inn í Sporthúsið, upp að afgreiðsluborðinu og bað um þriggja mánaða kort! Já, þið megið sko halda það. Þar gerðist ég jafn fáránleg og allir hinir. Allir hinir með áramótaheitin um að vera svaka duglegir í ræktinni.....svo ekki sé talað um öll jólakílóin sem á að losna við. Ástæður mínar er nú samt allt öðruvísi en allra hinna. Ég er líka hrædd um að ef ég missti mörg kíló yrði ég að litlu. Það er frekar óhuggulegt að vera bara þrjátíu til fjörutíu kíló nítján ára. Nei, ég ætla að bæta á mig kílóum.
Ég var búin að ákveða að kaupa mér einhverskonar kort í ræktina eða eitthvað annar, fara kannski í afródans eða einhverja aðra hreyfingu eftir jólin með Hibbu. Fyrir nokkrum dögum sagði Hibba mér hins vegar að þriggja mánaða kort kostaði 16000 krónur. Mér fannst mér allri lokið og ákvað að ég skildi ekki í líkamsrækt. En svo var það í gær sem Sunna lílkamsræktarjötunn, hringid og tilkynnti okkur að öll kort í Sporthúsinu væru á 50% afslætti. Við vorum ekki lengi að hugsa okkur um og skelltum okkur í musteri súkkulaðibrúnna glansgæja og vöðvabúnta og keyptum okkur sitthvort kortið, Heiðbjört keypti sér reyndar árskort á sama verði og þriggja mánaða kort venjulega. Já, þarna vorum við innan um jólafeitt fólk og támjóar konur og karla (með strípur og leðurhúð), staðráðnar í að mæta í Lotto buxunum okkar og sína hvað í okkar aumu og litlu vöðum býr.

Ég er að hlusta á In-Grid á The Voice...

.....af því tilefni ætla ég bara að minna ykkur á að það er "... frem og tilbage, fra side til side, la'mig se dig gaa, op og ned, kom nu bli' ved, la'mig se det er svide paa din krop, babe la være at stop, tempaturen stiger, det er hot, hot, hot, hot, hot."
(Nik og Jay)