Í dag fór ég hinn gullna hring með Dönunum. Um aðra Dani sem stunda fótbolta verður ekki rætt hér. Hinn gullni hringur eru Þingvellir, Geysir og Gullfoss. Skemmtilegur hringur sem ég hef aðeins farið tvisvar áður.
Næstu viku verð ég mjög einmanna. Ég er nýkomin með bílpróf en ég get ekki boðið krökkunum á rúntinn því þau eru öll að flýja til Belgíu í fyrramálið. Og hvað er ég að fara að gera? Vinna!! Ég mun vinna ekstra mikið um helgina. Á laugardaginn mun ég spila dinner í brúðkaupi. Það er reyndar mjög spennandi þar sem ég hef aldrei gert það áður og þarf að æfa mig nokkuð fyrir það. En, æfing er æfing og peningur er peningur. Ef einhver vill heimsækja mig á safnið um helgina er sá hinn sami velkominn.
Svo er það náttúrulega hápunktur vikunnar á sunnudaginn. Ég hef reyndar smá áhyggjur af þessum tónleikum þar sem ég mun troðast undir eða fara í bakinu. Annaðhvort. Ef ekki verður búið að koma upp risaskjám í höllina hef ég eytt 6.500 kalli í ekki neitt. Jú, bakverk, hávaða og spítalalegu eftir að hafa verið tröðkuð niður. Ég og Eggert verðum að halda fast í hvort annað. Verst að Eggert er ennþá svo lítill, ekki nógu stór til að taka mig í fangið, eins og sumir. Ég mun heldur ekki nenna að blogga mikið næstu vikuna þar sem æstustu aðdáendur síðu minnar verða staddir í Belgíu að rokka feitt með poka á bakinu og helling af nammi handa mér!!!!