The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

fredag, juli 30, 2004

Orð vikunnar er:

göndull, -uls, -lar K 1 samansnúið (aflangt) flókaberði; vöndull. 2 gróft band. 3 jarðvöðull.


Íslensk Orðabók, MM, RVK,1997.



tirsdag, juli 27, 2004

Ég hef ákveðið að koma með nýjan vikulegan lið á bloggið mitt. Þetta mun vera orð vikunnar, og setning vikunnar. Munu orðin vera valin af handahófi upp úr íslenskri orðabók og setningar valdar upp úr bókinni "Orð í tíma töluðu". Eitthvað verður maður að nota þessar bækur í.

Mun ég byrja á setningu vikunnar sem er eftirfarandi:

Eigi skal gráta Björn bónda, heldur skal safna liði
-Orðin eru eignuð Ólöfu Loftsdóttur (1412-1480), konu Björns Þorleifssonar hirðstjóra (1408-1467), þegar hún frétti að enskir sjóræningjar, sem svo eru nefndir í heimildum, hefðu vegið hann vestur á Rifi á Snæfellsnesi 1467. Orð Ólafar eru tilfærð af Jóni sýslumanni Espólín í árbókum hans. JE II 1823:69.

Þess má einnig geta að Björn ríki var hálshöggvinn á Rifi og má sjá axarfarið á steininum ennþá. (Þeir sem vilja sjá steininn þurfa að beygja inn á Rif við afleggjarann Ólafsvíkurmegin og keyra fram hjá Virkinu, þá ætti þetta að koma í ljós)
Fyrir þá sem vilja það vita þá er einmitt fyrst getið um bæinn Árbæ (sem safnið sem ég vinn á er kennt við) í heimildum þegar Ólöf ríka á að hafa komið þar við á seinni hluta fimmtándu aldar.



søndag, juli 18, 2004

6 ára eða 66 ára. Hver er munurinn?....

Komið þið nú öll sumarsæl og blessuð. Ég hef þjáðst af mikilli bloggleti undanfarið. Orsök hennar eru óljós. Verið er að rannsaka þau.
Elsa Nína hringdi í mömmu áðan mjög æst yfir því að hafa séð mig í sjónvarpinu sitja á Árbæjarsafni við það að prjóna, þetta var víst tekið annaðhvort í dag eða í gær. Mömmu fannst þetta undarlegt þar sem ég er bara búin að sitja úti á svölum í sólbaði alla helgina. En Elsa Nína og Jónas þekktu mig bæði. Þetta var Ingrid!! Já, bara ef. Nei, ég hefði ekki viljað vera að vinna þriðju helgina í röð. Ágætt að fá frí núna.
Um síðustu helgi kom kona (svona milli fimmtugs og sextugs) á safnið og spurði mig hvort ég væri gömul kona. Ég neitaði því kurteislega. Þá hélt konan áfram.: "Já, þú átt að vera gömul kona", Aftur svaraði ég neitandi. "Já, en þú ert að leika gamla konu!". "Nei, ég er að leika unga konu" sagði ég. Konan sagði ekkert svo ég hélt áfram: " Sjáðu til, í gamla daga voru líka til ungar konur. Þær voru klæddar svona. Þær ungu konur urðu svo gamlar og þeim man þín kynslóð eftir."
Ég man ekki hvort ég útskýrði þetta nákvæmlega svona en inntakið var allavegana þannig. Mér finnst þetta svolítið fyndið. Það er nefnilega þannig að Íslendingar fatta hlutverk okkar ekki. Það gera hins vegar túristarnir. Hversu oft hefur maður ekki lent í því að kallar á sextugsaldri kalli á eftir manni "Nei, amma!!" eða "Nei, krakkar, sjáiði gömlu konuna!". Íslendingar detta einhvernvegin bara inn í tímann þegar þeir voru sex ára og voru sendir í sveit. Þar voru húsfreyjurnar klæddar í treyju eða skyrtu, pils og mittissvuntu og voru kannski með kollu með skúf eða skuplu. Sumar voru kannski í peysufötum. Útlendinar eru miklu gáfaðri en Íslendingar í þessum efnum. Útlenginar fatta að við erum þarna til að sýna hvernig gamli tíminn var í Reykjavík fyrir 100-200 árum, en ekki þarna til að leyfa Íslendingum að upplifa gamlar æskuminningar sérstakleg fyrir þá, þegar þeir hlupu upp á torfþökunum á gamla bænum og máttu snerta eldhúsdótið og setjast í stólana. Svo átta þeir sig ekki alveg á hvar þeir eru staddir og geta þess vegna ekki gert barnabörnum sínum grein fyrir því í hvaða tíma þau eru stödd. Þessvegna koma börnin upp að manni og spyrja "ert þú í gamla daga?" eða "ert þú dáin?" því tímaskyn þeirra ruglast verulega þegar æskuljóminn kemur í augu ömmu þeirra og afa. Á þessum tímapunkti verður kynslóðabilið ekkert á milli barnanna og ömmurnar og afans. Saman hlaupa þau um Árbæjarsafn í kassabíló með kandís í kramarhúsi, öll sex ára.

.............enginn



mandag, juli 12, 2004

Hið daglega skemmtilega líf

Nú er ég búin að vinna alveg nóg. En enn á ég eftir fjóra vinnudaga fram að tveggja daga fríi. Það má eiginlega segja það að ég sé búin að vinna hvern einasta dag sem klámfengnu en skemmtilegu vinir mínir hafa verið í Belgíu. Ég sökkti mér í v innu af söknuði.
Á föstudaginn fór ég þó í bæinn með vinnunni. Ég held ég hafi farið inn á alla skemmtistaði miðbæjarins. Þetta var heldur skrýtið. Fór meira að segja inn á furðulegan rokk-bar sem heitir Ellefan. Þar heyrði ég þó lagið Ace of Space. Enn og aftur fékk ég bjór gusu á mig á Hverfisbarnum.
Árbæjarsafn var fjörlegt um helgina. Nei, ég er bara að ljúga. Laugardagurinn hefði ekki getað verið meiri mygla. En hyrnan mín er þó orðin þónokkuð myndarlega stór. Merkilegt hvað maður prjónar hratt þegar maður er komin upp á lag með þetta.
Næst á dagskránni er bara að drífa fátækum Belgíuförum með sér á djammið næstu tvær fríhelgar svo ég geti skellt í mig nokkrun köldum bæjurum. Já, og svo eru það Eyjar 2004!!!......nú halda allir að ég sé að fara til Eyja um verslunarmannahelgina. Nei þvert á móti, ég læt ekki sjá mig á svo ómerkilegri hátið (Roskilde-snobbið). Nei, ég mun vinna þá og hugsa mér gott til glóðarinnar. Þriggja daga vinnuhelgi með álagi.
Í staðinn mun ég halda til Eyja viku eftir fylleríið og sitja þar í viku með hámenningar fólki og spila hámenningartónlist. Mozart er þó farinn að ligga undir skemdum hér á borðinu hjá mér. Ætli sé ekki best að kíkja á hann.



tirsdag, juli 06, 2004

Ætli maður verði ekki að tjá sig um tónleikana á sunnudaginn. Það getið þið lesið hér .