The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

søndag, oktober 31, 2004

Jóhanna Björk litla frænka mín á tveggja ára afmæli í dag, kossar og knús til hennar.

Ég var í barnaamæli áðan og gat bara ekki staðist það að knúsa þessi litlu krútt. Ásdís var ekkert allt of hrifin og fékk ég bara klór í staðinn. Jóhanna mátti heldur ekkert vera að þessu því hún var svo upptekin af því að taka upp pakka og að hlaupa á eftir hinum ólátabelgjunum. Ég settist nú bara og fékk mér kók og köku. Voða afslappað, á meðan ég sat þarna í öllum þessum hávaða í börnunum (sem voru að meiri hluta stelpur og höfðu platað strákana með sér í mömmó) hugsaði ég til skrambans verkefnisins um rökfærslur og forsendur og tók þá ákvörðun um að skila því ekki. Já, ég er orðin slugsi. Það er miklu skemmtilegra að horfa á Kröniken og spila svo bara eitthvað svona tjill í kvöld...eins og Cry me a river, og bara swinga og vera kúl á því eins og Diana Krall.

Svo munið þið bara krakkar mínir....gingangúllígúllígúllígúllí vassangingangú, gingangú, gingangúllígúllígúllígúllí vassangingangú, gingangú, heila og heila seila og heila seila heila hú-ú-ú, heila og heila seila og heila seila heila hú, varívarívarívarívarí..........!!



fredag, oktober 29, 2004

Heiðbjört Tíbrá stóra systir mín og verndari, á afmæli í dag. Til Hamingju Hibba Tibba!!

Allt er hálf hræðilegt. (samt ekkert svo) Ég er búin að vera með kvíðaverk í maganum alla vikuna út af þessu bannsetta forprófi í næstu viku, ég er orðin svo hrædd um að þetta verði alveg hörmulegt hjá mér og ég fái bara hátt og skýrt "Nei" frá prófdómurunum. Svo er alltaf verið að kaffæra mig í verkefnum...á meðan skytturnar fara bara í sund og hafa það huggó. En nei, Ingrid þarf að læra...Ingrid þarf að mæta á æfingu...Ingrid þarf að æfa sig...Ingrid er orðin of sein...Ingrid þarf að gera hitt og Ingrid þarf að gera þetta. Í rauninni ætti ég að vera komin með blæðandi magasár. Nei, í staðinn er ég með tak í vinstri öxlinni og auma óhuggulega kúlu í hnakkanum. Ég held ég fari að nefna þessa kúlu einhverju skrítnu nafni. Kannski ég kalli hana bara Friðþjófur, eða eitthvað álíka.
En, eins og venjulega ( sem mun alltaf haldast þannig) kemst ég ekki í visindaferð í dag. Út af því að ég er að fara í tónheyrnarpróf og er að vinna.
En, jæja, ég kíki bara á stelpurnar á Prikinu eftir afmælismatinn hjá Hibbu.

Þar til næst...



lørdag, oktober 23, 2004

Ég er gömul kona

Ég rak mig á það hvað ég er orðin rosalega gömul, þegar ég á föstudaginn var að reyna að syngja fyrir 11 ára nemanda minn "Vinur Hafnarfjarðar" og sagði svo "manstu ekki eftir þessu?". Aumingja barnið hristi bara höfuðið og sagði að mamma sín og pabbi mindu ábyggilega eftir þessu. Þetta lag er nefninlega í bókinn Píanóleikur 2. Ég fór þá að hugsa aftur í tímann og staðsetja þetta lag í mínu, að svo virðist, langa lífi. Ég heyrði þetta lag fyrir mér á SÍSL- móti og sá þá fyrir mér gengið úr Ólafsvík. Í dag rifjaðist svo upp fyrir mér að þetta lag er eldra en það. Ég var að spila þetta með Lúðrasveit Tónskóla Dalasýslu þegar ég var níu ára! Hvernig gat ég ætlast til þess að litla barnið þekkti þetta lag? Einhverjir sem þetta lesa muna ef til vill eftir Landsmóti Íslenskra Skóla Lúðrasveita 1993 þar sem þetta var aðal lag mótsins? Ég á fánann ennþá og barmerkið, sem ég bar alla tíð mjög stolt í lúðrasveitabúningnum mínum, aðallega út af því að þá var ég alltaf með einu fleira barmerki en hinir í Lúðrasveitinni Snær. Ég man hvað mér fannst þetta allt yfirþyrmandi, Lækjarskóli var mjög stór skóli, sko byggingin, eins og hann er lítill í dag, og lækurinn þarna fannst mér alveg magnaður. Ég man að ég hugsaði út í það ef það væri svona tjörn fyrir framan skólann okkar, þar sem maður gæti verið með bátasiglingar í hverjum frímínútum. Búningarnir okkar voru hins vegar flottastir. Brúnir og frekar sjúskaðir. Þetta var á tímum útvíðu buxanna og karamellu sleikjóanna, Withney Houston og Stjórnarinnar, Múmínálfanna og Strumpanna. Já, mér fannst ég bara verða að gamalli konu sem man sko tímana tvenna.



onsdag, oktober 20, 2004

Af hinu og þessu

Hvern haldiði að ég hafi séð á Orkunni, annan en Kalla Bjarna? Já, þið megið sko vita það. Þetta var yndislega skemmtileg lífsreynsa sem ég mun alltaf búa að.....þið skiljið mig.
Þetta var skemmtileg bensínför, sérstaklega þar sem bannsettur sjálfsalinn gleypti kortið mitt. Helvískur!
Sumir voru ekkert allt of ánægðir með síðustu færsluna mína. En það er allt í lagi. Það er erfitt að vera unglingur, það ætti ég að vita.
Svo vil ég benda áhugasömum á að lesa t.d. fyrsta mánðinn sem ég bloggaði. Ég er hrópandi mótsögn við sjálfan mig. Stanslaust. Ég er líka farin að hallast að því að ég sé brjáluð. Sérstaklega eftir að hafa lesið þetta gamla dót.

Svo datt mér nýtt viðurnefni á Barböru í hug, Jenný "stuna-buna". (tilvísun í orð Jennýjar fyrir sýningu myndarinn Wimbledon um daginn).

Inga Gimbill á afmæli í dag, sendi ég henni góðar kveðjur.



mandag, oktober 18, 2004

I like them with.......

Ég viðurkenndi fyrir mínum ranghvelfdeygða bróður að eina ástæðan fyrir því að ég horfði á One Tree Hill væru körfuboltaæfingarnar. Þegar þeir hlaupa um í þessum ermalausu bolum....jebbs. Upphandleggsvöðvar eru sem sagt my thing. Og þá ranghvolfdust augun í mínum ennþá meira, og ég sem hélt þau væru í öftustu stöðu. En það er nú kannski bara gott fyrir hann að vita hvað stelpur vilja, þær vilja ekki tölvukryppu. Ég og Jenný erum líka sammála um þessa herðabreiðu. Það er náttúrulega málið. Í alvöru talað held ég að það sé allt í lagi að tala um þetta. Unglingsstrákar í dag verða bara að hugsa fram í tímann. Og hvað er þá betra en að eiga eldri systur sem getur miðlað sinni reynslu og kunnáttu. Auðvitað er enginn myndarlegri í öllum Árbænum en Tobbi minn og þetta verður hann bara að vita.



søndag, oktober 17, 2004

Ég ákvað að breyta um útlit. Held að þetta eiturgræna þema fari ekki vel í augun á sumum. Ég er mjög sátt.

Gærkveldið var ansi skemmtilegt. Ég fór í afmælisveislu til hennar Höllu og þar var mikið stuð. Álpaðist eitthvert með Bergi, Martini og Álfdísi og endaði svo inni á Sólon þar sem ég og Bergur sýndum sko fólki hvernig á að fara að þessu, "dörtí, sjóldersjeik, diskó, bömp" og ég veit ekki hvað og hvað. (pikkaði upp dans orð á netinu) Og einhverra hluta vegna samþykkti ég að fara með Bergi inn á Jón Forseta. Þar var reyndar mikið stuð þar sem DJ-inn spilaði Nik og Jay. Þetta var undarlegt, en skemmtilegt engu að síður. Ég var bara virkilega sátt við þetta kvöld.
Svo var bara ekkert annað að gera í dag en að skella sér í ræktina þar sem ég eyddi síðustu orkudropum vikunnar. Ég verð fullhlaðin í fyrramálið á ný. Þá tekur við frívikan góða, verkefnavinna, æfingar fyrir forpróf og annað slíkt.

Paa gensyn.



fredag, oktober 15, 2004

Góðan og blessaðan daginn!

Setti inn tengil á Þórunni. Veit ekki af hverju ég er ekki löngu búin að því.

Svo rústaði ég liðinu í Matador í gærkveldi.

Góða helgi krúttin mín !



tirsdag, oktober 12, 2004

Lítið á þetta hér
Það sem er að gerast á Bíldudal er hræðilegt. Í Mogganum í dag birtist mynd af landfyllingunni. Landfyllingin mun eyðilegga þennan ltila fallega vog sem Bíldudalur stendur við. Ég mun ekki fara ofan af því að hingað til hefur Bíldudalur verið eitt fallegasta bæjarstæði á landinu. Það er því synd að eftir atvinnukreppu þarf að grípa til þess að eyðileggja fallega fjallið og fallega voginn. Bæjarstjórn getur sjálfri sér um kennt. Annar staður bauðst og hefði verið tilvalinn fyrir þessa verksmiðju, en fyrir einhverja týpíska íslenska sveitalega hugsun var ákveðið að gera þetta ennþá dýrara og að meiri landspjöllum. Ég er næstum því feginn að horfið var frá því að hafa verksmiðjuna í Otradal. En þarf að eyðileggja þennan fallega stað? Maður veltir fyrir sér hvort þetta sé ekki einmitt bara vitnisburður þess hvers vegna atvinnumálin eru eins og þau eru. Yfirvöld eru bara alveg að missa það!



Hver man eftir þessu?

Friðrik sjöundi kóngur
samsalabimsabomsaladússaladei
Friðrik sjöundi kóngur

dó.



søndag, oktober 10, 2004

Óvænt gleðikvöld

Já, það má segja að sumir hafi komið okkur skemmtilega á óvart í gær með því að birtast allt í einu í boði hjá Jennýju í gær. Þetta var allt mjög óvænt þar sem ég fékk óvænt boð í gær frá Jennýju um að koma í samhitting til hennar um kvöldið. Allt í einu var mikið fát á fólki og Inga sussaði á alla. Ég skildi ekki upp né niður. Birtist þá ekki bara góðvinur okkar Bergur, sem ég taldi vera staddan í Kóngsins Köben. En já, þetta var allt mjög skemmtilegt og óvænt. Ég, Bergur og Jenný sýndum fólki inni á Hverfis hvað í okkur býr þegar út á dansgólfið er komið....já svona eða þannig.
På gensyn.



fredag, oktober 08, 2004

Hér með tilkynnist að ég var rétt í þessu að hlusta, í beinni símaútsendingu, á lagið Hot á Nik og Jay tónleikum í Kaupmannahöfn!! Takk Bergur!!!!



Lífið er fallegt....

...og það er ég líka. Allt er fallegt. Ég æfði mig fallega í morgun, í langan fallegan tíma og núna er fallegur föstudagur og fallegur laugardagur á morgun. Í gær sá ég fallegan mann í fallegri bíómynd. Fegurðin er allt um kring.
Við komumst að því um daginn í aðferðum og vinnubrögðum, (í skólanum) að erfitt er að finna málfræðileg dæmi um 2. og 3. persónu á bloggsíðum. En bloggsíður eru fjársjóður til málnotkunarkönnunar. Bloggsíður eru aðallega skrifaðar í fyrstu persónu og þar sem sú er staðreyndin ætla ég að halda þeirra hefði við. Ég mun ávallt halda þeim sið að skrifa aðeins um mig, ágæti mitt og glæsileika. Ég hef nefnilega komist að því að fólk er fífl. Nema ég. Ef þið sjáið mig gera mig að fífli á einn eða annan hátt skuluð þið ekki halda að ég hafi núna rangt fyrir mér. Í hvert sinn sem ég læt kjánalega eða fíflalega er ég aðeins með látalæti. Það er svolítið erfitt að lifa í heimi, fullum af fíflum en vera svo sjálf ekki fífl. Ég verð því að vera með. Þannig að í hvert sinn sem ég geri mig að fífli, er það bara smá grín. Þannig að fram vegis mun ég aðeins skrifa um sjálfan mig, og ef til vill hversu mikil fífl aðrir eru.
Í nótt ákvað ég til dæmis að látast með. Vera fífl. Mig dreymdi svo fíflalegan draum. Hugsið ykkur, ég get látist vera fífl, líka þegar mig dreymir. Þannig var að mig dreymdi ósköp eðlilegan draum þar sem ég hitti fólk og svona...blablabla. En seinna um nóttina breyttist svefninn minn, já eða gerð draumsins, er ekki alveg viss. Svefninn var ekki lengur bara svefn, heldur var ég farin að sofa nýjum svefni sem byggðist upp á hljómagangi og raddfærslum. Tegund svefnsins var sem sagt bassi, tenór, alt og sópran. Þetta var frekar furðulegt. Mér leið mjög vel og vildi helst bara sofa sem lengst og átti mjög erfitt með að vakna í morgun. Ég var mjög ánægð með þennan raddfærsludraum/svefn.
Pabbi sagði að nú væri þetta of langt gengið, þegar hljómfræðin og tónlistin væri að taka yfir sjálfri mér í svefni. Ja, ég veit ekki. Það líður örugglega ekki á löngu þangað til mig verður farið að dreyma sagnbeygingar, tíðir, föll, frumlag og andlag. Þ.e.a.s. að svefninn minn verður gerður úr orðflokkagreiningu og setningarfræði.



søndag, oktober 03, 2004

Ég átti afmæli í gær....haps, haps, haps...nu skal vi ha' snaps....

Í gær var haldin hér heljarinnar veisla í tilefni af fimmtugsafmæli pabba í ágúst og tvítugs afmæli mínu í apríl....jhaaa, hvort sem þið trúið því eður ei. Mamma vildi endilega að haldin yrði fjölskyldu veisla fyrir mig, en það var ekki gert sökum fermingar Begga bróður í vor, og ekki var haldin veisla fyrir pabba af óflýjanlegum ástæðum. Þannig að í gær var öllu rúntað til í stofunni, sett upp langborð um allt hús og haldin 70 ára afmælisfrokost. Sátu menn lengi til borðs og borðuðu rúgbrauð með áleggi, drukku snafs og öl, sungu svolítið, héldu ræður og skemmtiatriði og borðuðu súkkulaðikökur í eftirrétt, sungu svo svolítið meira. Planið var að fara með frændsystkynunum í bæinn eftir veisluna, en var það ákveðið á Oktoberfest á föstudaginn. Svo virtist samt sem sumir hefðu skemmti sér svo vel á ölkvöldinu góða að þeir voru ekki upplagðir í meira djamm í gærkveldi. (Ekki ég, ég var driver á föstudag). Það má því segja að kvöldið hafi snúist upp í algjöra andhverfu sína þegar foreldrarnir ákváðu með miklum látum að skella sér í bæinn en ég fór ekki!!!!!! Hjálpi mér allar heilagar flugur, hugsaði ég þegar þetta kom upp. Var þetta eiginlega Otra og Láru að kenna, en Otri vildi endilega taka stóru systur sínar með sér á kraftakallaskemmtistaði...sem sagt koma þeim frítt inn með dyravarðasamböndum sínum. Sem betur fer voru þau ekki lengi í bænum og þurfti heimasætan ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim. Sofnaði vært og rótt vitandi að Betty Crocker biði mín á eldhúsborðinu þegar ég vaknaði. Sem sagt, "semi-afmæli" í gær. Ég fékk meira að segja afmælisgjöf!!
En góðvinur minn Bergur á afmæli í dag. Sendi ég honum hugheilar afmæliskveðjur!!