The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

søndag, februar 27, 2005

Neyðarástand!!!...Neyðarblogg!!!

Ég sé mér ekki annað fært en að blogga og koma upp einhverri nýrri umræðu hér á þessari bloggsíðu, áður en allt fer í bál og brand og plön okkar Bergs um sameiginlega fjölskyldu fara alveg algjörlega út um þúfur.(Sunna þú verður að passa þig ef þú vilt að eitthvað verði af þessu, og þú líka Bergur!) Ég veit annars ekki hvað það ætti að vera en ég get sagt ykkur það að ég er komin í rassgat með öll verkefnaskil. Ég er hálfum mánuði á eftir í að skila ritgerð í tónlistarsögu. Sem betur fer hefur Erik ekki rukkað hana, en ég vona að ég geti klárað hana á þriðjudaginn fyrir tíma. Ég er að skrifa um Sinfóníur Bachs, tónmál og hljómfræði, og er að reyna að kreista út úr sjálfri mér fleiri orð. Er komin með 848 orð og veit bara ekki hvernig ég get komist upp yfir 1000. Ætli maður verði ekki að fara að bulla um ágæti Bachs og eitthvað þannig rugl og hvaða áhrif hann hefur haft á tónlistarsöguna og þannig. Þetta er náttúrulega allt heilagur sannleikur en alveg augljós skrifkreistingur til þess að ganga í augun á kennaranum og fylla upp í orðafjöldann sem kennarinn setur upp. Svo er það nú aukaverkefnið í beygingarfræði sem ég er ekki enn byrjuð á. Byrja kannski á morgun. Svo er það setningarfræðiverkefnið sem ég er búin að hafa tvær vikur til að gera og byrjaði á í morgun. Ætla að skila því á morgun þegar ég er búin að hitta stelpurnar og get rætt þetta við þær...þ.e.a.s. spurt þær um það sem ég veit ekki og hermt eftir þeim. ....og eins og gengur er það hljómfræðin sem ég ætti ekki að vera voða "chilluð" yfir eins og ég er...en núna er það bæði hljómsetning og greining á Beethoven fyrir miðvikudaginn...djísus.
Já ég veit elskurnar mínar. Ykkur þykir voða gaman að lesa um leiðinlegu verkefnin mín. Ég veit að frænku minni Elísabetu Jónínu finnst það voða gaman.

Hvað finnst ykkur svo um Idolið? Eigum við að rífast soldið um það?



torsdag, februar 24, 2005

Strætó endurfundir

Strætó sögur á þessari síðu heyra sögunni til. Síðan í haust hefur Ingrid Hilton krúsað um á bíl sem hún hefur til eigin afnota. En í gær varð bíllinn veikur. Þess vegna varð ég að taka strætó í morgun. Þeir endurfundir voru ekki skemmtilegir. Þó svo það hafi verið frekar hressandi að ganga út í strætóskýli og ég hafi þurft að vakna fyrr en venjulega þá var ég nú næstum farin að gráta við það að stíga inn í drusluna og vita að í dag ætti ég eftir að eyða 660 krónum bara í strætóferðir. Mér finnst það nú soldið fúlt. Ég þoli ekki strætó og mér finnst það alveg rosalega leiðinlegt að þurfa að taka strætó. Það tók ryðdolluna um það bil 25 mínútur að skila mér niðrá Engjateig. Ég er sjálf á bílnum svona fimm mínútur að skutlast þangað, þrátt fyrir mikla umferð. Hvernig væri nú bara að sprengja soldið hérna fyrir neðan Reykjavík og bara búa til eitt stykki almennilegt leiðarkerfi? Metro, það er bara málið. Gætum við ekki farið að hugsa aðeins til framtíðar, í staðinn fyrir tíu ár kannski þrjátíu ár fram í tímann. Nei, það gerist seint. Og á meðan ætla ég ekki að taka strætó. Kemur ekki til greina. Ég hef ekki nýtt mér almenningssamgöngur síðan fyrir jól út í Danmörku og það ekki að ástæðu lausu. En ef ég get ekki keypt mér bíl þá skal ég frekar ganga allar mínar leiðir frekar enn að þurfa að sitja inn í þessum úldnu strætóbílum.....eða svona, kannski. Vonandi mun ég bara þurfa að nýta mér strætó þegar ég flyt af landi brott og kem svo heim rosalega fræg og rík tónlistarkona og kaupi mér BMW, en þangað til krúsa um á flotta asíska kagganum.



onsdag, februar 23, 2005

Bonjour!

Hver veit hvaða lag þetta er?

Bonjour, mon coeur, bonjour, ma douce vie
Bonjour, mon oeil, bonjour, ma chére amie!
Hé, bonjour toute belle, ma mignardise, bonjour, mes délices,
mon amour,
mon doux printemps, ma souce fleur nouvelle, mon doux plaisir,
ma douce colombelle, mon passereau, ma gente tourterelle!
Bonjour, ma douce rebelle, bonjour ma douce rebelle!

Fyrir þá sem voru ekki búnir að fatta það, þá er þetta lag eftir Orlando di Lasso. Það sem mér finnst algjör snilld við þetta lag er eftirfarandi:.....(hvaða snillingi dettur þetta í hug?)

Sjáumst aftur, við sjáumst áreiðanlega aftur. Sjáumst aftur, við sjáumst áreiðanlega aftur.
Ég var einn og yfirgefinn, leið hvorki vel né illa' fannst eins og lífið væri tómt.
Þá komst þú eins og engill hingað til mín og kenndir mér að öðlast skarpari sýn.
Sú kemur tíð er varir okkar mætast.
Einmannaleikann sigrað ég get.
Nú veit ég hvað ástin er.

Já, þetta er snillingurinn Páll Óskar. Ég veit ekki hver fékk þessa hugmynd, hvort það var hann, Sverrir Guðjóns eða hvort hann hefur bara stolið hugmyndinni frá einhverjum öðrum. En að taka gamalt franskt chanson og poppa það soldið upp, láta samt raddfærslurnar halda sér, bæta við jözzuðum rythma...útkoman er bara rosaleg skemmtileg. Og það sem er merkilegt er það að þessi útgáfa af laginu er búin að fylgja mér og systur minni (og frænkum mínum) frá því diskurinn kom út árið 1995. Sem sagt, í tíu ár, hefur þetta alltaf skemmt mér jafn vel og gerir eiginlega bara enn betur í dag! (af því að ég kann allar raddirnar. mwuhahaha!!)



torsdag, februar 17, 2005

Sporthúsið...hús ævintýranna!

Ég elska þegasr sólin skín. Það eru alltaf góðir dagar.
Í gær fór ég í Sporthúsið eins og venjulega á miðvikudögum. Ég og Heiðbjört göngum galvaskar inn í tækjasalinn með spilarana okkar, tilbúnar í hlaupið. Ég tek mér stöðu á einu brettinu með ískalt vatn, iPodinn (Starsailors For To The Floor) í rosa stuði. (Takið eftir að ég skrifa í sögulegri nútið ;) ) Þegar ég er búin að hlaupa, skokka, ganga, svona eitthvað hreyfingar kombó í svona korter byrjar brettið allt í einu að hækka sig og áður en ég veit af er ég farin að hlaupa upp mjög bratta brekku. Fyrir utan hvað það var áberandi hversu hátt upp í var allt í einu. Ég byrja í ofvæni að lækka brettið aftur. Það lækkar sig en ég er ekki fyrr búin að neyða það aftur niður á 0.0 en það byrjar að hækka sig aftur. Heldur þessi barátta mín og brettisins áfram í smá tíma. Ákvað ég þá að ýta bar á stopp-takkann, nema hvað hann vildi ekki virka. Það var ekkert annað í stöðunni en að þrusa lófanum á "emergency" hnappinn. Stoppar þá loksins brettið. Á ákvað svo að starta þessu aftur og byrja að ganga. Nei nei nei, þetta er ekki allt búið. Haldiði ekki að skrambans hlaupabrettið hafi aftur byrjað að hækka sig og nú fékk ekkert stöðvað það. Til að koma í veg fyrir hvers konar vandræðilegar aðstæður skelli ég hendinni aftur á neyðar hnappinn. Nema hvað í þetta sinn stoppar hlaupabrettið í hæstu stöðu, þannig að ég gnæfði yfir allan salinn og byrjar að gefa frá sér mikinn hávaða. Sé ég bara hvar fólk í kringum mig lítur til mín og sportistarnir sitt hvoru megin við mig hrökkva í kút. Og það skal tekið fram að þeir voru báðir með tónlist á eyrunum. Eins og gefur að skilja voru þetta ábyggilega þær vandræðalegustu aðstæður sem ég hefði getað lent í. Ég leit aftur fyrir mig þar sem ég vissi af Heiðbjörtu og hún svoleiðis skildi ekkert hvað væri í gangi. Hún hafði líka hrokkið í kút við hávaðann þrátt fyrir að vera með Gasolin á fullu í eyrunum í góðu stuði. Brettið hætti nú að gefa frá sér hljóð eftir stutta stund og var Ingrid Örk ekki lengi að koma sér í burtu, hreinlega hlaupa í burtu frá tækinu.

Já, gaman að þessu!



lørdag, februar 12, 2005

Idol....don't get me started

...ég er samt svo brjáluð að ég ætla að rífa mig aðeins yfir þessu ruslsjónvarpi.

Mér finnst mjög gaman að horfa á Idol. En ég þoli það samt ekki. Í gærkveldi var ég stödd á þorrablóti íslenskunema og því miður horfðum við ekki á Idol, en það hefði verið mjög skemmtilegt að vera innan um málfræðinema og hlæja að Bubba...."oxið"!!
En sumir áhugasamir horfðu á endursýninguna ruglaða áðan með kalt pepsi í hönd.
Ég held að Þorvaldur þurfi að átta sig á því og hætta að halda því fram að keppnin sé söngkeppni. Því það er hún ekki.
Finnst íslensku tónlistarfólki ekki nóg komið þegar allt í einu er orðið flott að syngja falskt? Já, ok, ég dreg í land "óhreint"...mjög óhreint. Er það ekki niðurlægjandi fyrir tónlistarbransann þegar dómarar í þessari keppni kunna ekki að nota ákveðin tónlistarhugtök rétt og vita jafnvel varla sjálfir hvað þau þýða, en eiga að vera þarna fulltrúar einhverrar "reynsluríkrar" kynslóðar tónlistarmanna? Kemur ekki illa út fyrir Stöð 2 að ráða frægt og "virkt" tónlistarfólk til að leiðbeina ungu reynslulausu söngfólki, sem geta svo ekki talað rétt mál, búa að einstaklega litlum orðaforða og eins og áður sagði hafa kannski ekki mikið vit á því sem þau segja? Er það ekki skref í ranga átt í íslensku sjónvarpi að bjóða almenningi upp á ekki betri málnotkun en þetta?
Þessu getið þið kannski svarað sjálf. Ég hljóma kannski eins og eldgömul kelling, en kommon!!
Idol snýst sem sagt ekki um söng eða tónlist. Undirleikurinn í hverjum þætti er líka til háborinnar skammar, bara svo það komi fram. Idol snýst um skrípalæti og að svara þörfum áhorfandans. Fólk myndar sér skoðun á þættinum, kynnum, dómurum og keppendum. Allstaðar er talað um Idol. Á hverjum föstudegi er maður spurður eftirfarandi spurningar; ætlaru ekki að horfa á Idol í kvöld? En þá er einmitt tilgangnum náð. Þátturinn með öllu tilheyrandi skapar heitar samræður í samfélaginu, svona eins og ég virðist gleypa um leið, og rakar inn peningum fyrir þá sem standa að þættinum. Þátturinn snýst þess vegna ekki um að finna einhverja stjörnu, heldur um að græða pening, hafa ljós og stuð, flott föt og auglýsingar. Ég heyri samt engann mótmæla þessu. Á ekki að vera hægt að búa til raunveruleikasjónvarp sem snýst líka um tónlist en ekki bara undir því yfirskini. Ætti íslenskt tónlistarfólk ekki að mótmæla þessu? Ég stend allavegana föst á þeirri skoðun að Idol getur snúist um söng og tónlist ef viljinn er fyrir hendi.
En svo er það fólkið í landinu og mat fólks á söngfuglum. Nenni ekki að skrifa um það, enda gæti ég haldið áfram í allan dag. En ég held samt áfram að fylgjast með og hneykslast!



torsdag, februar 10, 2005



Já elskurnar. Ég held þið vtið hvað ég á við....hvað er þetta með þennan mann??!!!



onsdag, februar 09, 2005

April

The blue, pure snowdrop- flower, and near it the last snowdrops. The last tears over past griefs, and first dreams of another happiness. A. Maykov.

Ég veit að ennþá eru tæpir tveir mánuðir í apríl. En í mínum huga er komið vor, þrátt fyrir snjókomuna. Í mínum huga er vor því ég veit að snjórinn sem fellur í dag, verður horfinn í apríl. Í apríl fara hlutirnir að gerast. Þá mun ég klára 6. stigið og verða formlega komin á framhaldsstig. Þá get ég farið að plana flutninga til annarra landa, inntökupróf og annað slíkt. Á þessu ógnvekjandi en jafnframt spennandi prófi mun ég einmitt spila April eftir Tchaikovsky. Það eitt er mikið tilhlökkunarefni. Ég er strax farin að spila það og hlakka til að geta hlustað á það. Ég fór einmitt núna á netið til að leita að því. Þegar ég stimplaði "april" inn, fékk ég alveg helling af lögum með einhverri söngkonu sem voru tekin upp á tónleikum þann 7. apríl. Þetta finnst mér alveg magnað þar sem ég er fædd þá og segir mér bara það eitt að flest ætti að vera frábært og ég get litið björtum augum fram á við. Það er alltaf gaman að líða svona. Þegar ég geng um heyri ég tónlist á bak við í takt við gang minn. (svona eins og þegar maður mætir slísi vöðvabúntum í sporthúsinu og það vantar bara...dúff...dúfff.,,,dúff...dúfff , tónlistina í stíl við gaurinn)
Mér finnst líka málsgreinin hér að ofan alveg einstaklega skemmtileg og rómatísk en hún er einmitt á fyrstu síðu umrædds tónverks. Enda er ég nú svo dramatísk manneskja.

Á mánudaginn hringdi frænka mín frá Danmörku. Mamma sagði henni (og ég var vitni) að við værum að borða bollur því í dag væri bolledag! Mér fannst þetta mjög fyndið, en mamma var nú ekki lengi að kveikja og gat leiðrétt sig en nú man ég ekki hvað bolludagurinn heitir á dönsku. En svona gæti nú misskilist og ef maður segði við Dana sem ekki þekkti Ísland vel að einu sinni á ári væri "bolledag" er óvíst að hann vildi sækja Ísland heim. (Nema auðvitað hann væri mjög graður).

Lifið heil!



søndag, februar 06, 2005

Enn önnur helgin búin
Helgin hefur ekki alveg verið mín helgi. Byrjaði á því að ég glataði öðrum eyrnalokknum mínum. Við erum að tala um uppáhalds eyrnalokkana mína sem eru hvítir G-lyklar. Ótrúlega er ég svekkt. Svo stari ég hérna á setningarfræði verkefnið sem ég á að skila á morgun og er ekki alveg að fatta hvernig ég á að leysa það. Kannski ég setjist bara við píanóið og syngi smá. Þá leystast alltaf flest vandamál.

Í gær var haldið hið margumtalaða og glæsilega matarboð Ingridar og Jennýjar. Maturinn var hreint yndi og og skreytingarnar með þeim fegurstu sem sést hafa. Svo ekki sé talað um þá glæsilegu gesti sem komu til matarboðsins. Ber þar fyrst að nefna glæsiparið Ingu og Ragga og glæsipíuna sem oft er með þeim í för, Salbjörgu. Þá komu sjentilmaðurinn Bergur og draumóramanneskjan Þórunn. Einnig kom herramaðurinn Gunnar Ingi. Skemmtileg blanda fólks þar á ferð og eins og við var að búast glatt á hjalla í Fiskakvíslinni í gærkveldi.

Í dag var svo haldið á Sólarkaffi Arnfirðingafélagsins. Þar áttu Mikki refur og Lilli klifurmús að stíga á stokk en ég og Eggert nenntum ekki að bíða eftir þeim (við erum líka svo hrædd við Mikka ref) svo við bara létum okkur hverfa.

Annars er bara að bretta upp ermarnar fyrir næstu viku. Sumir þurfa að fara að taka sig á í æfingum og lærdómi. Ekki alveg að standa sig þar. Ég hvet alla til að gera slíkt hið sama og ég, þá meina ég að standa sig vel í vikunni, enda ekki seinna vænna.



onsdag, februar 02, 2005

Bókarkaup

Í dag fór ég og keypti mér bók. Eftir að hafa eytt hálfum gærdeginum í Tónastöðinni að skoða A Capella bækur og útsetningar, ákvað ég að fara í dag og kaupa mér bók sem ber heitið The King's Singers-Lennon MacCartney Collection. Í þessari bók er að finna útsetningar fyrir fjórar raddir á nokkrum Bítlalögum sem ég á einmitt á diski sem heitir The King's Singers -The Beatles Connection. Reyndar eru ekki öll lögin sem eru á disknum í bókinni, en nokkur. Ég titra og skelf af spenningi að sýna frænkum mínum þessa bók og syngja úr henni. Ég er nú þegar búin að læra tenór-röddina í einu laginu og syng það áttund ofar í Barrokk stíl. Kreisí stöff!

Ég las umræður á einhverju bloggi um Bubba Morthens. Hef ekkert um hann að segja. En í umræðunum fór einhver að benda á hversu mikil snilld lagið Jolene með White Stripes er. Það sem sá herramður greinilega veit ekki er að þetta lag er með Dolly Parton og vakti okkur Jennýju, Steinunni, Önnu og hina stelpuna sem ég man ekki hvað heitir, um miðja nótt á Roskilde sumarið 2003. Loksins þegar ég hafði sofnað værum svefni þurftu ógeðslu Norðmennirnir að fara að hlusta á Dolly Parton. Alveg við eyrun á okkur. En þetta var annars stuð hátið og nú er ég alveg dottin út úr beygingarfræðiverkefninu mínu. Damn it!

Stuð og stemmning forever!