The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

onsdag, marts 30, 2005

Enn ein sagan um það þegar ég var lítil

Þegar ég var lítil fannst mér skemmtilegast að leika mér. Það sem mér þótti skemmtilegast var að setja upp veitingahús í kofanum, búa til smá fjölskyldudrama í höfðinu um fólkið sem bjó í kofanum mínum. Mér fannst líka afskaplega skemmtilegt að setja upp leikrit og söngleiki og gerði það mjög oft með Barbie dúkkunum mínum. Ég og Jenný lékum okkur í morð-Barbie og spunnum afskaplega dramafulla sögu í kringum það þegar geðbiluð stúlka myrti bróður sinn(Barbie kallinn var með lausan haus og þetta var besta lausnin til að þurfa ekki að nota hann í leiknum). En það sem ég vildi sagt hafa var það að ég var sem sagt svona stúlka sem hljóp út í haga á sumrin og söng yfir fegurð heimsins, gerði snjóengla í snjónum á veturna og orti ljóð um stjörnurnar og fannst virkilega merkilegt að bak við kofann minn var bara girðing og skurður en ekki annar heimur (en hann var reyndar til í höfðinu á mér). Áðan var ég að lesa bloggsíðuna hennar Ástu. Ásta var svona barn sem velti fyrir sér ástæðu þess að heimurinn er eins og hann er og setti fram kenningar um ástæður hlutanna í kannski svona ljóðrænu samhengi. Það segir kannski meira en mörg orð að í dag er Ásta að læra stærðfræði, ég get ekki lært stærðfræði. Þetta finnst mér soldið fyndin staðreynd. Enda var ég bara glöð yfir því að heimurinn skildi vera en eyddi kannski ekki of miklum tíma í að velta fyrir mér af hverju hann væri.
Þrátt fyrir þennan ólíka barndóm þá eigum við Ásta eitt mjög mikilvægt atriði sameiginlegt. Það er blessaði nördisminn. Ástu finnst fyndið að gera ýmislegt sem mér finnst fyndið að gera en engum öðrum finnst fyndið. Sem dæmi þá heyrðust margar efasemdaraddir þegar nemendur í TSDK tóku upp á því að syngja Mario Bros Theme a capella í árshátíð, en við Ásta trúðum á þetta og sannfærðum aðra með okkur. Nýjasta dæmið hennar Ástu finnst mér alveg frábært og það má lesa á bloggsíðunni hennar. Þetta er sko uppátæki að mínu skapi. Ég ætla að biðja fólk um að bera virðingu fyrir nördismanum og bið frænkur mínar sérstaklega að taka þetta til sín. Við höfum nokkur uppátæki í pokahorninu sem mér finnst við ættum að framkvæma. Er það ekki Hófí??!!!



tirsdag, marts 29, 2005

Og það var Langey!!

Eins og flestir aðdáendur þessarar síðu geta ímyndað sér fylgdist ég spennt með þættinum "Það var lagið" á S2 síðasta föstudagskvöld. Ég sá reyndar ekki allan þáttinn þar sem ég var í matarboði og við erum ekki með Stöð 2. En mér finnst þessi leikur alveg stórskemmtilegur þó ég hafi nú fengið að heyra að mörgum fannst hann alveg glataður. Það sem mér finnst fyndnast við þennan þátt er það að ég sá þáttinn Hit med sangen í DK þegar ég var á kvöldvakt eitt sinn á föstudagskvöldi. Mér fannst þetta svo sniðugur leikur þó svo að ég þekkti ekki helminginn af lögunum þar sem þau voru á dönsku (reyndar þekkti ég lagið..og om lidt er kaffen klar..klassík) og hugsaði sem svo að ég vildi óska að þessi þáttur yrði gerður á Íslandi. Við eigum svo mikið af skemmtilegum lögum og tónlist sem hægt er að nota í þáttinn svo ekki sé talað um alla erlenda tónlist sem hefur gripið Íslendinga föstum tökum.
Annars held ég að það sé fáum sem þykir þessi þáttur skemmtilegur öðrum en mér (og Júlíönnu frænku reyndar líka). Ég tel einmitt að föðurfjölskyldunni minni þyki hann skemmtilegur og þetta væri skemmtilegur "annan í jólum-leikur". Og vil ég þá bara varpa fram þeirri hugmynd að Langeyjarfjölskyldan búi til svona leik því að það geta allir farið í þennan leik. Lilja og pabbi verða fyrirliðar og svo er bara farið í keppni. Ég sé fyrir mér þessa stöðu í leiknum 1- 2- dottin- börn- 5- brunn. Keppendur fatta um leið þegar hér er komið við sögu hvaða lag er á ferðinni og allir syngja saman lagið um söngheitin: Do er' dottin börn í brunn, re er rekstur hestanna, mi er' miklir Langeyingar, fa er fallegt æðarvarp, so er sofið of lengi...o.s.fr.
Einnig sé ég þetta fyrir mér í stöðunni: var -2- og- yfirgefinn. Keppendur stökkva upp af kæti og allir syngja saman raddað lag Orlando di Lasso- Sjáumst aftur.

Ladyes and gentlemen!!
The Von Langey family singing!!!



søndag, marts 27, 2005

Gleðilega páska

Í gær var mér boðið í eplaskífur. Þar fékk ég að upplifa þessa gömlu góðu söng-feimni mína, sem ég eiginlega skil ekki sjálf. Eins og flestir vita sem mig þekkja, elska é að syngja og syng við hvert tækifæri óbeðin. En þegar ég er beðin um að syngja þá get ég það ekki. Mér finnst ég þá vera svona geðsjúkt athyglissjúk manneskja. Jebbs, jebbs, ég er furðuvera. En núna ætla ég að reyna að snúa þessu við og bara syngja og syngja. Fyrsta skref er að syngja sem mest með hinum ótrúlega góða söngflokki Dömubandinu. Við erum að syngja skemmtileg lög og verkefni en þau eru öll hernaðarleyndarmál svo enginn geti stolið hugmyndum okkar og nótum. Nú er svo verið að leggja drög að minningartónleikum í haust á Patreksfirði. Elsa Nína er búin að biðja okkur mæðgur um að syngja og þar sem mamma er frekar fyrir óperusönginn ætla ég bara að útsetja eitthvað sjálf og syngja fallega poppslagara. Þá er bara að setjast niður og setja nýjar spennur í flata og tilbreytingarlausa hljóma Sálarinnar og Bubba Morthens. En nú ætla ég bara að biðja fólk um að vera ekki að stela hugmyndunum mínum frá mér!!
(svo er ég að hneykslast á fólki sem notar of flókin og snobbuð tónlistarorð við fólk sem hefur ekki lært jafn mikið í tónlist...mér ferst. Ég er snobbhæna!)

Lag dagsins: "....lord konws it was the sweet loving son of a......."



torsdag, marts 24, 2005

Af hinu og þessu

Í gær var merkilegur dagur. Þá átti hún Sunna María syss 25 ára afmæli. Ég vil óska henni innilega til hamingju með þennan stóra áfanga og þakka henni fyrir skemmtilega afmælið í gær. Ég vildi óska að ég hefði verið hressari til að fara niður í bæ og dilla á mér bossanum. Ég ætlaði að skrifa mikinn og merkilegan, ef til vill sögulegan, pistil um Sunnu Maríu, í gær en ég var svo lasin í gær að ég svaf bara þegar ég kom heim úr tónskólanum þangað til ég fór í veisluna. Pistillinn skemmtilegi kemur seinna.

Í dag gerðist nú svolítið sem setti mark sitt á þessa blessuðu páska. Draumaprinsinn bankaði upp á og bar upp bónorðið. Nei, nú er ég að ljúga.
Þannig er mál með vexti að ég ætlaði að fara inn í Hafnarfjörð til að horfa á Matador á Tjarnarbrautinni. Þegar ég er ekki komin lengra en fram hjá Smáralind á Reykjanesbrautinni, stanza (standsa) ég á rauðu ljósi og búmmsarabúmm, annar bíll kemur á fleygiferð og keyrir aftan á mig. Vei! Ég sá fyrir mér að bíllinn minn væri gjörónýtur. En allt kom fyrir ekki og það sást bara ekki neitt á honum. Vor gud bevares. En hinn bíllinn var hins vegar bara nánast í klessu. Húddið bara voða beyglað og ljósin öll brotin. Stuðarinn hafði beyglast töluvert inn á við. En minn kaggi stóð þetta af sér eins og klettur í hafi. Hins vegar, þrátt fyrir að þetta hafi nú allt verið í lagi, þá fylgir þessu voða vesen, ég þurfti að hringja á lögguna sem reyndar gerði ekkert nema að rétta okkur tjónaskýrslu og keyra í burtu. Hann hefur ábyggilega verið á kafi á löggustöðinni greyið að lesa einhverja skemmtilega bloggsíðu þegar hann var ræstur út, dengstaulinn. Hann var nú reyndar svo almennilegur að leyfa mér að hringja í mömmu því síminn minn dó. Svo heimtaði yfirlöggan í familíunni að ég yrði keyrð niðrá slysó og þar tók við eins og hálfs klukkutíma bið eftir að læknir kom til mín, skoðaði mig ekki og sagði bara að ég ætti að fara heim og leggjast á hitapoka. (Hann stakk reyndar upp á heitu baði og ég er bara að pæla í að láta verða að því). Allar línur voru glóandi milli fólks á leið í fermingarveislu í Keflavík, Reykjavíkur og Fremri-Langeyjar á Breiðafirði. Skemmtilegt það.
....Bergur minn ég verð bara að koma seinna og horfa á Matador. Svo kemuru bara með Citronið til mín af því að ég er svo mikill "sjúklingur".



tirsdag, marts 22, 2005

Jibbbííííí

Í nótt dreymdi mig mjög leiðinlegan draum. Ég fékk ekki fulla vinnu á Árbæjarsafni. Vonandi að það sé ekki rétt. Spurning hvort svona draumar séu fyrir einhverju ákveðnu.

En ég veit núna að ég er að fara hingað í sumar!! Jibbííííí!!!!



mandag, marts 21, 2005

Ég fæ citron á miðvikudaginn!!!!

Eftir setningarfræði í morgun fór ég upp í Grafarvog til þess að æfa mig. Ég gafst fyrr upp en ég ætlaði mér þar sem píanóbekkurinn var með yfirþyrmandi stórum og óþægilegum kanti og svampurinn örþunnur. Mér var bara orðið illt í rassinum. Litla mjóa Ingrid getur ekki setið á hörðum stólum. Það er af og frá.
Ætlaði að segja eitthvað mjög merkilegt en man það ekki frekar en venjulega. Er í átsjokki etir veislur gærdagsins. Tekur mig væntanlega nokkra daga að jafna mig á því. (Ég spái að það taki mig ekki lengri tíma en þangað til í kvöld)



torsdag, marts 17, 2005

Þegar ég verð stór ætla ég að verða röddin sem telur inní á play-along diskum

....One, two, ..one, two, three, four.......Killeeer Joooooooeeeeeee...

Krefjandi og mikilsmetið starf.

Páskahretið byrjað, fallegt og ljúft, heitt og seiðandi. Verði ykkur að góðu.

Annars ætlaði ég bara að segja ykkur frá því að í dag eru akkúrat þrjár vikur þangað til ég á afmæli. Ætlaði að skrifa eitthvað mjög merkilegt í sambandi við afmælið mitt einmitt, en man bara ómögulega hvað það var. Annars hlakka ég bara til að fá Beethoven Sónöturnar..hint, hint.
Jú, ég ætlaði að segja ykkur að einu sinn átti ég afmæli á páskadag. Það var mjög gaman. Byrjaði daginn á messu alveg eldsnemma með morgunkaffi og alles, kom svo heim og tók upp helling af pökkum og fann svo páskaeggið mitt í spariskónum mínum í stofunni. Góðar minningar frá góðum degi. Annars fannst mér alveg hræðilegt að verða tólf ára og dreymdi að ég ætti eftir að deyja eftir tólf ár. Nína frænka mín túlkaði nú drauminn þannig að ég ætti eftir að gifta mig 24 ára. Þannig að þessa dagana keppist ég við að vera mjög heimsk því samkvæmt einhverri rannsókn eru minni líkur á að gáfaðar konur gifti sig. Og þó mig langi til að vera mjög gáfuð þá las ég sko allar brúðkaupssíðurnar í Fréttablaðinu í gær og hef reynt að hanna ófáa Barbie brúðarkjólana úr hvítum sokkum í gegnum tíðina.

Eigiði góðan dag. (ofsalega falleg íslenzka tekin beint úr ensku)



tirsdag, marts 15, 2005

Ráðvilla á ráðvillu ofan

Ung stúlka í Reykjavík flettir Fréttablaðinu í dag, ánægð með líf sitt, hefur nýlega tekið þá afdráttarlausu en samt óljósu ákvörðun að helga lífi sínu tónlist eftir að hafa tekið ráðum samstarfsmanns og eiginlegs lærimeistara sem ákvað 35 ára, með eigin lögfræðistofu og inni á þingi, að snúa frá villu síns vegar og gerast tónlistarmaður. Tónlistina losar maður sig aldrei við og hún mun alltaf elta mann á röndum. Unga stúlkan flettir blaðinu áfram, ánægð með að ætla að taka 12, 5 einingar í "áhugamálinu" á næstu önn en þrátt fyrir allt búin að henda inn umsókn í FÍH, og ætla svo að láta þar við sitja í "áhugamálinu". Kvíðir fyrir að tilkynna saxófón kennaranum frá ákvörðun sinni en hlakkar til að hella sér yfir píanóið. Að vera með B.A. gráðu er ekki lífið, og maður þarf ekki að klára B.A. þegar maður er akkúrat 23 ára eða jafnvel fyrr. Það er ekki málið. Þrátt fyrir allt saman segir rektorsframbjóðandi í blaðinu í dag að fyrsta háskólagráða sé eins og stúdentspróf fyrir 20 árum. Unga stúlkan rekur í roga stans. Hvar stendur þá metnaðarfulla unga stúlkan, með stúdentspróf á 7 önnum og mikið tónlistarnám á bak við sig, stóra drauma og sterkar skoðanir? Vill ekki vera minni manneskja en hver annar og vill helst vera klárari en allir og vera með tvær háskólagráður áður en hún verður 21 árs, sem er eftir þrjár vikur!! Finnst samt gott að sofa út og vera heima hjá sér með kókglas og gera helst ekki neitt!!

Var þessi blaðafletting ekki bara til að gera málin flóknari?



lørdag, marts 12, 2005

Saga af systkinum

Langar til að skálda smá sannsögulega sögu fyrir þá sem nenna að lesa.

Búðardalur 1985.

Svanhvít, ung kona, situr við símann á heimili sínu í Búðardal. Maðurinn hennar, Kjartan, stendur andspænis henni í símaholinu með kvikmyndatökuvél. Dætur þeirra tvær leika sér og Kjartan tekur allt upp á vidjó. Heiðbjört, 5 ára, hefur náð í flautuna sína og nótnabók og eftir hvatningu foreldra sinna, tekur við að spila af mikilli innlifun Góða Mamma. Græn, gul, rauð, rauð, græn, gul, rauð.... Ingrid, systir hennar, að verða tveggja ára. Kemur buxnalaus hlaupandi að Heiðbjörtu og sparkar í nótnabókina. "ohoho, Ingrid" segir Heiðbjört, setur bókina á sinn stað og byrjar aftur. Þegar Ingrid hefur sparkað aftur í bókina gefst Heiðbjört upp á því að spila. Svanhvít skilur athyglisþörf Ingridar og hvetur hana tl að synjga fyrir myndavélina. Ingrid snýr sér að myndavélinni, annað augað horfir beint í myndavélina en hitt nokkrum sentímetrum til hliðar við hana. Nú tekur Ingrid við að syngja hátt "Lalalalalahaha" þá þorir hún ekki að syngja meira, snýr sér snökkt við og felur andlitið í kjöltu móður sinnar. Heiðbjört kemur þá gangandi og segir mjög skýrt í myndavélina. "Nú ætla ég að syngja lagið um prinsessuna" svo horfir hún sínum saklausu fallegu óskökku augum í myndavélina og syngur lag sem engan endi ætlar að taka um prinsessuna sem fór í sveitina til ömmu sinnar og afa.

Búðardalur 1987.

Kjartan, tónlistarkennari í Búðardal, situr við píanóið heima hjá sér, sallarólegur og bíður eftir að systir hans Lilja, og dóttir hans Heiðbjört birtist í stofunni. Snorri bróðir hans stendur fyrir aftan myndbandsupptökuvél. Heiðbjört, 7 ára, birtist í stofunni mjög ljóshærð og raðar upp tveimur súlum úr kubbum. Hún hleypur út úr stofunni. Þá kemur Lilja, 10 ára, með sippuband, stendur á milli súlnanna og býður fólk velkomið á þessa skemmtun. Hún kynnir fyrsta söngvara kvöldsins, sem er Heiðbjört. Hún ætlar að syngja lagið um prinsessuna. Heiðbjört kemur og syngur í sippubandið lagið um prinsessuna og Kjartan spilar undir. Þar næst koma þær báðar á sviðið og syngja dúettinn Lóan er Komin og syngja í sitthvorn enda sippubandsins. Undirleikarinn spilar ekki feilnótu. Í miðju lagi birtist Ingrid, 3ára, í dyragættinni fyrir aftan þær, gengur hægum skrefum í átt til þeirra, horfir á tærnar á sér og sparkar svo í kubbana svo súlan dettur og eyðilegst. Heiðbjört beygir sig niður til að laga sviðið "ohoh, Ingrid" . Þegar laginu er lokið hverfa allar stelpurnar fram. Eftir stutta stund kemur Lilja og kynnir næsta söngvara sem er Ingrid og hún ætlar að syngja...Lilja hverfur fram og kemur aftur "Litlu andarungarnir". Ingrid kemur inn í sokkabuxum og nærbol með sippubandið uppi í munni. Kjartan byrjar að spila Litlu andarungarnir. Ingrid byrjar að syngja og skilur nú tilgang sippubandsins. Í miðju erindi ruglast hún, snýr sér við að pabba sínum og segir "ohoh, ég ruglaðist". Kjartan brosir bara og segir "jája, við byrjum bara aftur". Aftur er byrjað en aftur ruglast Ingrid. Svona gengur þetta þangað til Ingrid nær að staulast í gegnum lagið án þess að ruglast.

Búðardalur, sumar 1992.

Eggert Thorberg tveggja ára liggur ofaná píanóbekknum í stofunni heima hjá sér að Búðarbraut. Hann er nýkominn á fætur og er aðeins í nátttreyjunni og í bílanærbuxum. Mamma hans, Svanhvít, stendur fyrir aftan myndatökuvélina. Systir hans Heiðbjört, 12 ára, birtist í stofunni, sest í stól andspænir Eggerti og biður hann um að syngja. Eggert liggur bara áfram á stólnum, gerir sig líklegan til að byrja að syngja. Ingrid, 8 ára, hleypur inn í stofu og tekur Eggert ofan af píanóbekknum við mikil mótmæli hans. "ohohooh, Ingrid" segir Heiðbjört, þegar Eggert byrjar að æpa. Þegar loksins hefur náðst að fá Eggert til að syngja, sest hann upp á píanóbekkinn, kroppar í tærnar á sér og syngur: "Góa mamma, geju mér, góa mjókki dekka KÓK!". Þá segir Ingrid, jæja, eigum við að syngja saman. Og svo syngja þau saman systkinin við stirt og óljóst undirspil Ingridar á píanó. Eftir það æsist leikurinn í jarðskálftatilraunir og einsöng Heiðbjartar um spiladósina og nornina. (Tobmobile).

..já sumt breytist aldrei.



onsdag, marts 09, 2005

Negrakoss

Hvað er betra en dönsk ekta flødebolle þegar maður er um það bil að beila á beygingarfræðiverkefni og á leiðinni í tveggja klukkutíma hljómfræði?

.....hehe, jú það veit ég. Flødebolle á ströndinni í Danmörku eða í letikasti á rólusófanum í garðinum. Sólbrennd, þreytt, sæl og hamingjusöm með mitt græna fallega land og gula fagra hús. Engin hljómfræði, engir málfræðitímar, engir tónstigar. Ekkert stress! Ekkert múður!

Nik og Jay forever!!



fredag, marts 04, 2005

Já elskurnar, hérna kemur þetta!!

G/D Am(6/4)/G G7

C Am7
Er pluds’lig sent til tælling med et slag
Dm7
Hvor var det jeg kom fra?
Dml9 Em7
Hvor er jeg på vej hen?

 Cmaj7 Am7
Et enkelt blik og jeg var sent til vægs.
Dm7
Jeg smed mine våben.
Dml9 (Dm/F#) Em
Mit hjerte var åbent.

 Gm7 A7 Hm dim C#dim Dm7 G7
Jeg kæmper mig tilbage – Og husker hvad du sagde

  C7 Am7
Jeg tænder på dig - indeni
Dm7
Tænder på os to
G7
Og noget jeg ik’ tør sig’
C7 Am7
Jeg drømmer om dig – dag og nat.
Dm7
Drømmer om os to
G7
Min sjæl er som besat.

Gm7
Kan ikke finde ord
A7 Dm7
Du fylder op min tænketank
G7
Så alting går i stå

Har prøvet på at lyve for mig selv
Alt under kontrol, ja.
Du rammer mit skjold, ja.

Men li’ meget hvad jeg gør – er intet, intet helt som før.

  Jeg tænder på dig - indeni
Tænder på os to
Og noget jeg ik’ tør sig’

Jeg drømmer om dig – dag og nat.
Drømmer om os to
Min sjæl er som besat.
 
Kan ikke finde ord
Du fylder op min tænketank
Så alting går i stå

Jeg tænder på – jeg tænder på dig(Jeg tænder på dig yeah)
Jeg drømmer om – jeg drømmer om dig(Jeg drømmer om dig)

Jeg tænder på dig - indeni
............................................
..........................



onsdag, marts 02, 2005

ÉG ELSKA DANSKA JÚRÓVISJÓN LAGIÐ!!!

Ég er gjörsamlega búin að vera með þetta lag á heilanum síðan á laugardaginn. Pikkaði það upp um leið og hef ekki sungið annað síðan. Ég held að þessu sinni með mínum landi.....vona samt að við vinnum frekar því þeir stálu af okkur MTV hátíðinni......það verður líf og fjör í útvarpsráði ef við vinnum...og á þingi líka!!! Vona að Þorvaldur og Vignir standi undir væntingum..Tónskóli Sigursveins elur ekki af sér neina lúsera!

Árshátíð Mímis er á föstudaginn og er ég búin að tilkynna árshátíðarforföll í tónheyrn. Stærsta spurningin núna er bara í hvaða skóm maður á að vera. Þolir maður út hælana frá klukkan 17:00 og fram eftir nóttu? Beauty is pain, vissulega, en hvað vegur mest, dansinn eða fegurðin?
Setti á mig brúnkukrem í gær. Varð hálf asnalega brún, næstum því appelsínugul þannig að ég hætti við að setja á afganginn. Betra að vera bara hvtí. Ég verð líka brún í sumar, og það er nú ekkert svo langt í sumarið.