Æskuminning
Búðardalur er búinn að skjóta upp kollinum oft í þessari viku og minningar frá Búðardal. Það byrjaði allt með því að ég keyrði niðrá Essó um daginn og beið meðan Eggi Beggi fór að kaupa kók og nammi. Þar sá ég Jón Egil inni í sjoppunni. Einhverra hluta vegna flæktist þá Jón Egill greyið inn í drauma mína í vikunni sem lítill feitur strákur sem gat ekki sagt stærðfræði. Svo fór ég að skoða bloggsíðu hjá einhverjum strák sem kom svo í ljós að bjó víst einu sinni í Búðardal. Hann var að tala um leiki í mjólkurstöðinni...sælar, en þó soldið sárar minningar. Það var bara sama hvernig maður stóð í dimmalimm alltaf skyldi maður fara aftast! Svo var náttúrulega toppurinn að leika sér í mjög furðulegu listaverki sem jafnvel enginn veit hvað átti að tákna fyrir utan mjólkurstöðina og eini tilgangur þess var að vaggast í læðingnum í Hvammsfirðinum. Í kjölfarið minntist ég margs úr Búðardal. Svo var það í dag að ég leit upp úr hundleiðinlegri bók sem heitir Íslensk orðhlutafræði og fór með mömmu í Krónuna. Þar mættum við konu úr Búðardal. Mömmu bekkjarbróður míns úr sem sagt 1.-4. bekk. Svo núna sit ég hérna við skrifborðið mitt, horfi út um gluggann á sólina og vorið (það er reyndar eitthvað að brenna upp á Kjalarnesi) og vildi svo ótrúlega heitt óska að ég væri bara lítil stúlka, annaðhvort í Búðardal eða Ólafsvík á leiðinni út í löggu og bófa eða Eina krónu. En ætli sé ekki skemmtilegra þó að vera orðin semi-fullorðin manneskja í háskóla, svona þegar á heildina er litið......en samt!!! Ég vil ekki vera að lesa inni í vorinu!!!!
Búðardalur er búinn að skjóta upp kollinum oft í þessari viku og minningar frá Búðardal. Það byrjaði allt með því að ég keyrði niðrá Essó um daginn og beið meðan Eggi Beggi fór að kaupa kók og nammi. Þar sá ég Jón Egil inni í sjoppunni. Einhverra hluta vegna flæktist þá Jón Egill greyið inn í drauma mína í vikunni sem lítill feitur strákur sem gat ekki sagt stærðfræði. Svo fór ég að skoða bloggsíðu hjá einhverjum strák sem kom svo í ljós að bjó víst einu sinni í Búðardal. Hann var að tala um leiki í mjólkurstöðinni...sælar, en þó soldið sárar minningar. Það var bara sama hvernig maður stóð í dimmalimm alltaf skyldi maður fara aftast! Svo var náttúrulega toppurinn að leika sér í mjög furðulegu listaverki sem jafnvel enginn veit hvað átti að tákna fyrir utan mjólkurstöðina og eini tilgangur þess var að vaggast í læðingnum í Hvammsfirðinum. Í kjölfarið minntist ég margs úr Búðardal. Svo var það í dag að ég leit upp úr hundleiðinlegri bók sem heitir Íslensk orðhlutafræði og fór með mömmu í Krónuna. Þar mættum við konu úr Búðardal. Mömmu bekkjarbróður míns úr sem sagt 1.-4. bekk. Svo núna sit ég hérna við skrifborðið mitt, horfi út um gluggann á sólina og vorið (það er reyndar eitthvað að brenna upp á Kjalarnesi) og vildi svo ótrúlega heitt óska að ég væri bara lítil stúlka, annaðhvort í Búðardal eða Ólafsvík á leiðinni út í löggu og bófa eða Eina krónu. En ætli sé ekki skemmtilegra þó að vera orðin semi-fullorðin manneskja í háskóla, svona þegar á heildina er litið......en samt!!! Ég vil ekki vera að lesa inni í vorinu!!!!