The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

tirsdag, maj 31, 2005

Hvíta beinagrindin

Þessi ógnvænlega og ótrúlega spennandi frásaga hefst á augnlæknastofu á ónefndum stað í Reykjavík.
Ingrid Örk situr og bíður þess að kallað sé á hana inn til augnlæknisins.
-Ingrííid!?, heyrist skyndilega kallað. Ingrid stendur upp og gengur í átt til augnlæknisins og heilsar honum.
-Það eru nú ár og öld síðan við hittumst, segir hinn viðkunnanlegasti augnlæknir.
-Já, svarar Ingrid.
Hefst þá skoðunin. Augnlæknirinn skoðaði í augun í Ingridi og sagði henni frá öllu því sem hefði hrjáð augun í henni í gegnum tíðina og þó ekki, því öllu var bjargað þegar hún var lítil og hún hefur aldrei þurft að nota gleraugu, þangað til núna.
Þegar augnlæknirinn hafði lokið skoðuninni tók hann við að skrifa gleraugnarecept handa henni.
-Ertu búin að ákveða hvar þú ætlar að kaupa gleraugu, spyr hinn bráðskemmtilegi augnlæknir sem hafði sagt marga skemmtilega brandara á meðan á skoðuninni stóð.
-Nei, svarar Ingrid, en mamma lét mig nú samt hafa eitthvað afsláttarkort sem henni áskotnaðist einhversstaðar í ákveðna gleraugnaverslun hérna í bænum.
-Já, einmitt, segir augnlæknirinn. Já, Svaaaan...uuu, Svaaaanhiiiii..nei?
-Svanhvít, segir þá Ingrid, mamma mín.
-Já, einmitt, segir þá augnlæknirinn.
Ingrid hugsaði þá, já vá, roslega man hann vel eftir mér, samt er rosalega langt síðan ég kom hingað síðast. Ég hlýt að hafa verið svo sérstakt keis.
Líður þá smá stund áður en augnlæknirinn tekur til máls.
-Hérna, ég ætti nú kannski ekki að segja það en hérna, þegar ég var að læra þá fór ég á námskeið, krufninganámskeið í Englandi og hérna þá keypti ég mér beinagrind.
-Já, alvöru beinagrind? spyr Ingrid.
-Jájá, alvöru, En hún hérna var alltaf svo rosalega hvít. Hún var alveg snjóhvít og ég hérna....kallaði hana alltaf Svanhvíti. Þess vegna man ég alltaf hvað mamma þín heitir.

Ingrid kafnaði ekki úr hlátri fyrr en hún kom heim, fannst soldið dónalegt að engjast um á gólfinu fyrir framan augnlækninn. Svanhvít móðir hennar, var fegin að hafa ekki verið á staðnum, því hún hefði fengið algjöran krampa úr hlátri.
En svona getur þetta verið. Maður veit aldrei hvað annað fólk hugsar um mann hvort sem það er af illu eða góðu, eða bara einhverjur fyndnum og af algjörri tilviljun.

En dúllurnar mínar, nú verðið þið miklu fallegri næst þegar ég sé ykkur. Ég hlakka til englabossarnir mínir!!



torsdag, maj 26, 2005

Nú sannast hið fornkveðna...

Oft eru nördar með gleraugu.

Ingrid gleraugnasauðfé.



tirsdag, maj 24, 2005

Jazz og Kleppur

Ég vildi að ég kynni að setja svona mp3 lög á netið því ég var að spila á tvennum tónleikum og tók mini spilarann með mér og tók atriðin mín upp. Það sem er eiginlega merkilegt er það að ég var að spila jazz á báðum tónleikunum, svona í ljósi þess að TSDK er nú eiginlega eingöngu klassískur tónskóli...(nema inni í tímum hjá Óla). Þetta gekk bara ágætlega fyrir utan það að trommuleikarinn taldi allt...allt of hægt inn í í Fly me to the moon svo við vorum bara þarna á einhverri ofsalegri hægferð, svona 10 km/klst og það að ég klúðraði törnarándinu (turn around) í eitt skiptið. En jæja....hljómar ágætlega.

En að allt öðru. Hinn ágætis skrifglaði bloggari Friðrik Thor commentaði hérna hjá mér um daginn og var víst eitthvað að kvarta yfir því að hafa ekki fengið neitt svar. Ég veit nú eiginlega ekki hverju ég á að svara honum eða við hverju hann vill fá svar, en ég ætla samt að gera smá tilraun til þess núna.

Kleppur er víða. Hann er hér inni herberginu mínu, því Guð má vita að ég er nú stórklikkuð manneskja með "stórborg fagurs kjaftæðis" inni í höfðinu á mér, hérna úti á götu, í næsta húsi og auðvitað í Búðardal. Um hvítasunnuhelgina fór ég vestur á Breiðarfjörð. Einu sinni var mikið líf í eyjunum þarna í kringum Fremri-Langey og þar bjó ofsalega gott og mikið fólk, enda er ég nú komin af því fólki. Hins vegar bjó fólk upp í landi og þar gekk nú ýmislegt á (jájá ok, langamma var dóttir vinnukonunnar, ég er ekki búin að gleyma því en hún var stórgóð blanda, stórbrotin kona). Þessa helgi var einmitt verið að segja frá sápuóperu sögunum úr sveitinni. Fólk hafði sér lítið til dundurs annað en að hlaupa út í hlöðu eða upp undir húsvegg og kjassast í laumi, eignast lausaleiksbörn og auðvitað, hlaupa á milli bæja og eiga þar góðar sundir í faðmi (já eða bara klofi) húsbóndans eða húsfreyjunnar þar.
Afkomendur þessa fólks býr í Búðardal, Búbba, eins og ég kýs að kalla bæinn núna. Ófáar skemmtisögurnar hefur maður heyrt þaðan, sem er kannski engar skemmtisögur þar sem svona uppákomur, ef þær eru sannar, geta sært fólk og valdið miklum erfiðleikum. En þrátt fyrir að við séum komin á 21. öldina, með ADSL tengingum, ABS bremsum, gsm sambandi og hvaðeina, er eins og fólk þarna hafi sér alls ekki neitt til að gera. Þetta á auðvitað ekki um alla sem þarna búa, fjarri því og ef við hugsum út í það á þetta við um alla staði á landinu, meira að segja hérna í Reykjavík. En hvað sem því líður er Búðardalur ofsalega furðulegur staður og mikið þar og hefur verið í gegnum tíðina sem má kalla Klepp, jafnvel litlu stelpurnar sem þar bjuggu og léku sér í morð- Barbie, fundu risa holu í grasinu fyrir neðan Sunnubraut og töldu það vera gamla saurholu, stúlkan sem nældi sér í gat á hausinn á Búðarbrautinni, strákarnir sem klipptu í sundur einu útijólaseríuna okkar meðan við vorum í heimsókn hjá Þóru og Lárusi og strákunum sem tóku upp tré frá okkur, stungu inn í bílinn og keyrðu í burtu. Kleppur er alls staðar. Það var rétt hjá Rögnvaldi ( af hverju minnir mig að hann hafi heitið Brynjólfur geðlæknirinn en Rögnvaldur var vinurinn sem átti jeppa og drap sig). Og kannski var þetta vægt til orða tekið hjá honum. Múrarnir milli einstaklingsins og heimsins eru alls staðar, þeir eru háir og þar sem þeir eru, er Kleppur og þar keyrir Kleppur Hraðleið.

Við búum nefnilega í heimi sem er " fake plastic earth" og " town full of rubber plans" sem "looks like the real thing" . Allir sem við viljum en fáum ekki eru í raun "my fake plastic love". "It wears me out" og þá stækka múrarnir milli mín og heimsins.

Er Kleppur inni hjá mér eða hvað?



mandag, maj 23, 2005

Sssssssssssjjjjjjjjjjjjiiiiiiiitttttttt

Inntökupróf eftir klukkutíma og ég er ekki alveg búin að ákveða hvernig sólóið á að vera......af hverju er svona erfitt að komast í jazz nám. Damn it!

Best að hlusta á þetta hjá einhverjum öðrum....vá ég er allt í einu rosa stressuð.....hin svala og mjög svo kúl á því Ingrid!!!! Hvað er í gangi hérna??



søndag, maj 22, 2005

Í gær var ég að tala við fólk. Ég var að tala um ágæti íslenzkunnar og þann brunn orða og .......blablabla, sem við Íslendingar eigum. Ég fattaði að eftir smá stund var enginn að hlusta á mig. Allir höfðu bara labbað í burtu. Ekki gáfulegt umræðuefni í parýi.
En ég ætla ekki að tala um það.
Ég las á bloggi einu formála að bók sem vefskrifari sá ætlaði að skrifa. Það var mjög myndrænn texti og allt það, frekar flott. Vandamál mitt með svona bókarskrif eru margvísleg. Eitt stærsta vandamálið kannski það að ég var fimmtán ára þegar ég byrjaði á bókinni minni og ég sé það að eftir því sem líður á bókina þroskast textinn, stafsetningavillum fækkar og orðaforði eykst. Ég er líka alltaf að fá nýjar hugmyndir og breyta bókinni. Svo er það annað vandamál. Mér finnst þurfa að vera tónlist á bak við textann. Allt sem ég hugsa og skrifa, miðast einhvernveginn við einhver ákveðin lög og tónlist. Sama á við um bloggið. Ég vildi að lesendur gætu verið með þá tónlist á bak við sem ég er með, til að fá tónlistina.
Þá fékk ég þessa hugmynd. Hvernig væri að skrifa bók og láta geisladisk fylgja. Í byrjun hvers kafla væri vísað í eitt ákveðið lag, kannski bara Lag nr. 1. Svo ætti það að vera á "endurtekningu" þangað til höfundur (ég) tilgreinir hvenær á að hlusta á næsta lag við lesningu bókarinnar. Texti gæti þá verið einhvern veginn svona.

Sólin kastaði geislum sínum yfir bæinn.

Grieg - Morning

Sólargeislarnir glitruðu á næturdögginni á grænum laufblöðum stórra trjánna. Fólk lá ennþá í fastasvefni og dreymdi um betra líf á fjarlægum slóðum, þó svo allir væru grunlausir um fegurð morgunbirtunnar í þeirra heimabæ.
Ingrid var snemma á ferð og skokkaði sinn daglega bæjarhring.

Hit the Road Jack- Ray Charles.

Ingrid var smávaxin stúlka, ljóshærð og með græn augu..................(svo gæti komið svona löng Laxness lýsing á henni)

Annað dæmi er þetta hér:

Nonni horfði þvert yfir salinn þar sem Gunna stóð, hún horfði á móti með glampa í augunum.

Friday Night-Darkness.

Nonni gekk áleiðis til hennar. Í gegnum þvöguna. Hjarta Gunnu barðist ótt og títt..................


Þetta finnst mér hin ágætasta lausn á vandamáli mínu. Ef ég á einhverntíman eftir að skrifa bók (sem ég efast um) verður hún svona. En ég á einkaleyfi á þessu.



lørdag, maj 21, 2005

Í gær grét Ísland

Í gær grét Ísland. Börn neituðu að mæta í skólann af sorg. Fólk mætti ekki til vinnu til að votta landi og þjóð virðingu sína, sorg en væntumþykju. Umferð var stöðvuð og svartir borðar bundnir um umferðaljós, byggingar og almenningsvagna. Fánar voru dregnir í hálfa stöng og forystumenn þjóðarinnar ávörpuðu þjóðina í sjónvarpi. Skemmtidagskrá kvöldsins var lögð niður í sjónvarpi vegna sorgar. Tár runnu niður hvarma lítilla barna sem skildu varla þá sorg og trega sem hafði skyndilega lagst yfir þjóðina, og þau grétu og veinuðu "við viljum Júróvisjón". Mæður þeirra reyndu að hugga þau, á sama tíma og þær grétu sjálfar yfir hörmungum kvöldsins áður. Fólk safnaðist saman niður við tjörn og lögðu kertaljós á tjörnina. Ljósin áttu að tákna hvert stig sem Ísland átti að fá en fuku yfir hafið til Noregs og Makedóníu.

Í dag vaknaði þó hin íslenzka þjóð að hætti Gunnars á Hlíðarenda, Grettis, Egils og Gísla Súrs. Hin íslenzka sterka þjóð mun hvergi bugast og bera höfuðið hátt. Stigin voru send táknrænt á tjörninni yfir hafið, hvert ljós fyrir hvert atkvæði, til Noregs. Norðmenn eru frændir vorir og munum við sýna þeim stuðning okkar. Danir kúguðu okkur í margar aldir, en við erum umburðarlynd þjóð og höfðum fyrirgefið þeim kvölina og munum einnig sýna þeim hver er meiri þjóð og betri. Við, við, við, Íslendingar. Við erum bezt í heimi. Við munum líka vinna Júróvisjón á næsta ári!

Það mætti allavegana halda að ástandið sé svona.



fredag, maj 20, 2005

Svona hefðum við komist áfram!

Já ég held það bara. Hjartað sló hraðar í gær þegar umslögin voru tekin upp í Kænugarði. Ég skil það ekki, mér er nefnilega alveg drullusama. En ég get nú svosum skilið að Selmu sé ekki sama.
En hvað segið þið? Osló 2006? Eða kannski bara Köben, þó ég stór efi það. Samt gott að halda alltaf í vonina! Áfram Danmörk!



tirsdag, maj 17, 2005

Ég held ég hefði átt að gerast smiður.....

Um helgina smíðaði ég kassabíl. Ég hjálpaði Lilju sem hannaði hann. Ég komst samt að því að ég er miklu betri smiður en hún, merkilegt nokk og verð að fá að segja frá því. Enda hef ég nú smíðað heilan kofa, framleitt marga danska fuglakofa og smíðaði mörg skip til að draga á eftir mér í Búbba, forðum daga.
Ég er strax byrjuð að plana aðra Langeyjarferð. Ef ég fer aftur fljótlega verð ég háð því að fara í Langey. Í Langey er nefnilega bara alsæla. Ekkert rafmagn (jú það er verið að leggja það og búið að setja rafmagnsskúr og rafmangsvél), símasamband aðeins á einum stað í húsinu, engin tölva, ekkert internet, engin umferð, engin mengun og síðast en ekki síst, engin vöðvabólga. Vöðvabólgan hvarf um leið og ég steig upp í bátinn í Hólminum, Svo er það nú sjóróðurinn. Sjóróður er allra meina bót, Svo ég tali nú ekki um sjóróður á fögru vorkvöldi á Breiðarfirðinum í kvöldsólinni, inni á litlum vogi í logni. Ef ég myndi róa á hverjum degi í tíu mínútur myndi ég fá ofsafengna upphandleggsvöðva og vöðvabólgan myndi hverfa að eilífu.
Núna er ég afskaplega sólbrennd í framan eftir að hafa setið fram í stefninu í bátnum alla leiðina í Hólminn í gær, í sól og blíðu. Frænka mín sat þarna með mér og við sólböðuðum okkur þarna. Ég gat nú samt ekki lokað augunum því fegurðin var allt í kringum mig. Þarna sat ég með kalda kók, í sígvélunum, þakklát fyrir að vera til og þakklát fyrir að búa á þessu fallega landi, vera frá þessum fallega firði, búa á þessari jörð. Því ferðin frá Langey og í Hólminn var fegurð ein, allan tímann. Sólin, eyjarnar, sjórinn, fuglarnir, ofbirtan í augunum og skaðbrunnin húðin mín.

Friður.



fredag, maj 13, 2005

Dancing Queen

You can dance, you can jive,
having the time of your life.
Oh, see that girl, watch that scene,
dig in the dancing queen!

Friday night and the lights are low,
looking up for a place to go,
oh, where they play the right music,
getting in the swing,
you com to look for a king.

Anybody could be that guy,
night is young and the music's high,
with a bit of rock music,
ev'ry thing is fine
you're in the mood for dance
and when you get the chance
you are the dancing queen
young and sweet.........

Ég ætla ekki að skrifa meira af textanum því það sem ég eftir kemur á ekki við mig. Þetta á hins vegar allt saman við mig. Ég er reyndar ekki að djamma núna og mun ekki gera það um helgina, en ég bind miklar vonir við vorið og komandi sumar. Reyndar er aðal stuð-dans félagi minn orðin djammþreytt og ráðsett manneskja. Þess vegna bind ég miklar vonir við hinn aðal stuð-dans félaga minn sem kemur frá DK í lok júní. Hlakka mikið til þess og stóla á að hann svíkist ekki undan og saman gerum við allt það sem stendur í þessum texta. Því þegar ég, elskurnar mínar, byrja að dansa, fær ekkert mig stöðvað og ég er dansdrottningin! Já, og svo er alveg satt sem stendur þarna í textanum, anybody could be that guy. Bara ef ég fæ að krulla á mér hárið, kaupi mér kannski gullskó og fæ að dilla, dilla, dilla mér.

En nóg í bili.
Er farin út í Langey!



torsdag, maj 12, 2005

Einu sinni fyrir langa löngu...........

...voru lítil systkini í litlu þorpi sem hét Búbba. Þau hétu Hibba Tibba, Ibba Öbba og Eggi Tobbi. Mamma þeirra hét Svabba og pabbi þeirra Kjarri. (Kjabbi...híhíhí) Þau áttu frænku sem hét Subba Mubba. Þau voru öll þæg og góð.

Köttur út í mýri sett'upp á sig stýri, úti er ævintýri



tirsdag, maj 10, 2005

Dadadaa, dadadaa, dadadaa, dadadaa, .......

Í dag get ég ekki skrifað einhvern texta því í spilun í gær og í dag hefur verið Babh og Vivaldi, En ef þið skilduð þekkja Brandenborgarkonsertinn, getið þið sungið hann með því að lesa þetta hérna fyrir ofan. Ég gæti kannski skrifað textann When I'm laid in earth eftir Handel, hef líka verið að hlusta á það, en það er svo þunglyndislegt. Reyndar var ég að hlusta á þetta sökum tónlistarsöguprófs, en allt þetta er bara svo ótrúlega skemmtilegt.

Alltaf þegar ég hlusta á Veturinn eftir Vivaldi finn ég hvernig eitthvað vont er í aðsigi, svo finn ég það þegar fiðlan ræðst á mig eins og brjáluð væri. Svo tekur við svo ofsalega tignarlegur stormur að mér verður hálf kalt. Þetta á nú samt ekkert við þetta yndilslega vor.

Þegar ég hlusta svo á Brandenborgarkonsertinn eftir Bach finn ég hvernig fríið nálgast óðfluga. Það er eins og ég þeysist á fögrum fáki í átt til sumarsins. Ótrúlegt en satt!! Ég mæli með Brandenborgarkonsertinum til að komast í gott skap. Þið getið ímyndað ykkur ef til vill Hróa Hött eða kónginn koma ríðandi að hallarhliðinu og það er sko handagangur í öskjunni þegar hann kemur. Ja, reynar er Hrói Höttur meira tengdur miðöldum, en segjum bara Skytturnar þrjár. Held einmitt að Loðvík 16. hafi tekið við þarna einhverntíman rétt eftir barokkið, var það ekki annars. Það var Loðvík 14. sem var þarna um aldamótin 1700.
Allavegana.

Áfram með smjörið....(það vantar sögn í þessa setningu, undarlegt!)

.....dadadadadada



fredag, maj 06, 2005

Sometimes I think.....

Ef Tori kellingin getur verið fræg og átt helling af peningum get ég það líka. Hef samið fullt af lögum sem eru eins og hennar. Bara ef ég hefði alla hljóðfæraleikarana sem fara nákvæmlega eftir því sem ég heyri inni í höfðinu á mér. Nytsemi hljómfræðinnar og kontrapunktsins kemur núna skýrt í ljós. Sem minnir mig á það að núna er ég bara búin með klassíska hljómfræði í TSDK. Þarf ekki að pæla í þessu meira, þangað til ég fer í háskóla. Vona samt að ég geti farið að pæla í jazzhljómfræðinni næsta haust.

Það sem ég vildi samt sagt hafa var það að píanóið er búið að öskra á mig síðustu daga. Ég var gjörsamlega að tapa glórunni hérna í gær. Vissi að ég varð að fara yfir allt efnið fyrir beygingarfræði en allar hugmyndirnar sem komu upp í kollinn á mér og þörfin til að snerta píanóið var yfirgnæfandi óþægileg. Sérstaklega þar sem ég var að hlusta á Tori Amos og langar svo til að pikka öll lögin upp og syngja þau. Voðalegt er þetta. Svona er þegar maður er orðinn að algjörum nörd sem elskar að láta fingurna strjúka hljómborðið og stíga ofurmjúklega á pedalinn. Þetta minnir mig á svona spænskan súkkulaðimola sem spilar ofurfallega á gítar. Einu sinni var einhver sem spurði pabba hvernig maður ætti að halda á gítar og þá svaraði pabbi (eftir nokkra bjóra): Maður spilar á gítar eins og maður sé að strjúka konu!! Þetta finnst mér sko rétta "attitude-ið". Ég man líka eftir einu ofurhallærislegu myndbandi með Tony Braxton þar sem hún bað elskhuga sinn að spila á sig eins og hann spilaði á gítarinn sinn og svo sást hvar hann spilaði svona blíðlega á gítarinn sinn enn allt í einu breyttist gítarinn í hana. Halló! En samt var þetta soldið sneddý. Margir muna eflaust eftir kontrabassaleikaranum í Sex and the City sem spilaði á Carrie og það eina sem hann virtist kunna og geta talað um greyið var jazz og kynlíf. En það er bara eitthvað ofurfallegt við að sjá hljóðfæraleikara spila á hljóðfærið sitt af svo mikilli innlifun. Það er bara fegurð!

......you want me to touch you



onsdag, maj 04, 2005

Gucci.......

Já, það hlaut að koma að því sem ég hef beðið eftir núna í þrjú ár. Þeirri staðreynd að ég ætti einhverntíman eftir að fíla blessuðu Tori Amos. Föðurbróðir minn hélt að allar átján ára stelpur fíluðu Tori og gaf mér þess vegna tvo diska með henni í átján ára afmælisgjöf. Ussumbuss. Hef ekkert hlustað á þá. Hef ekki þolað þessa kellu. En núna er ég orðin rangeygð á ný í próflestrinum og þar sem ég var nú að kvarta í matarhjúin Jennýju og Óla um það að ég væri orðin leið á diskunum mínum og öllum lögunum í tölvunni, ákvað ég að grafa upp þessa algjörlega óskrifuðu diska og viti menn! Tori kellingin er bara fín í próflestrinum. Aðallega fór ég nú að leita að þessu þar sem ég er komin með Paranoid Android fráhvarfseinkenni þar sem ofspilaði diskurinn minn liggur einhversstaðar einn þar sem enginn veit um hann, en ákvað að kannski væri bara tími til að vera aðeins víðsýnni. Radiohead er ekki allt lífið.
Svo var ég í hljómfræðiprófi í dag og er alveg komin með upp í kok á Impromptu í Es-dúr eftir Schubert og held það sé tímabært að hvíla Waldstein Sónötu Beethovens. En þettu eru verk sem ég þurfti að kunna góð skil á í prófinu. Þannig að kannski er Tori bara málið í nokkra daga. (reyndar sló Páll Óskar öll met í tölvunni minni um daginn, alltaf ljúfur og góður)
Áður en ég fór í prófið setti ég á mig meik og maskara í fyrsta sinn í þrjá daga. Var voða fín ....bara gucci fín. En svo ákvað ég að fara í ísbíltúr með mor og far áðan og núna er ég bara eins og svín af of miklum ís. Á ekki séns svona útlítandi í ANTM!

.....little piggy



mandag, maj 02, 2005

Every night.......

Sest ég við tölvuna og opna msn. Sad but true.

En í dag gerðist ég svikari. Sveik Skógarbæ og játaðist Árbæjarsafni. Jeij!!

Þar mun ég sitja og prjóna....

.....when the sun goes in