Um helgina gerði ég eftirfarandi:
Föstudagur:
Keyrði vestur svona eldhress eftir smá svefn, eftir Dúndurfréttatónleika sem voru algjört DÚNDUR!.
Mætti á Bíldudal og drapst næstum því úr kulda.
Náði síðustu viðureigninni í sundlaugagreininni á Tálknarfirði og klappaði mjög fyrir sköllótta manninum sem vann.
Hlustaði á mömmu syngja á Bíldudal í risatjaldi á hafnarbakkanum.
Borðaði grill. Mætti svona eldhress með einn Sigga Ben-bjór á hafnarbakkann og varð ætt minni til skammar á Bardúkkuballi í risatjaldinu. Átti gott spjall við harmonikkuleikara hljómsveitarinnar og já, við skulum bara segja að hlutirnir fara vonandi að hreyfast núna. Bíð eftir að ákveðin stofnun niðrí bæ hafi samband við mig......vonandi.
Laugardagur:
Vaknaði drullug og ógeðsleg í ísköldu tjaldi á Bíldudal. Borðaði kleinu, kexköku og kaffibolla í morgunmat....ekki það besta, en ágætt. Mætti í mínu sólskinsskapi í roki og rigningu og reyndi að selja Bíldælingum ullarþæfðar töskur, trefla, málverk og eyrnalokka. Ég er lélegur sölumaður.
Fór út úr risatjaldinu og fylgdist spennt með frændanum í "Við-skulum-endilega-reyna-að-henda-20-kílóum-aftur-fyrir-okkur-yfir-mjög-háan-vegg-og-fáum-hann-örugglega-ekki-í-hausinn-ein-daginn-greinina" á Víkingnum. Fagnaði mjög. Rúntaði inn í Otradal og reyndi við nokkrar kellingar. Þær flöttust ekki neitt enda er ég algjörlega dottin úr æfingu.
Mætti eldhress í regnfötunum á bryggjuball og háði mjög spennandi dans einvígi við ömmu félaga Eggerts. Ég tapaði. Reyndi að sofna seint um nóttina í kulda en Bíldudalslogninu sem loksins ákvað að koma þá.
Sunnudagur:
Vaknaði enn drullugri en daginn áður og brunaði með liðinu á Patró og fór í sturtu. Mætti þá í messu á Bíldudal þar sem mamma var að syngja. Fallegur og góður endir á frábærri helgi. Drakk gott kaffi á Patró áður en allir brunuðu í bæinn.
Farið nú að koma í heimsókn á safnið gullin mín. Það væri nú gaman að sjá framan í ykkur.
Föstudagur:
Keyrði vestur svona eldhress eftir smá svefn, eftir Dúndurfréttatónleika sem voru algjört DÚNDUR!.
Mætti á Bíldudal og drapst næstum því úr kulda.
Náði síðustu viðureigninni í sundlaugagreininni á Tálknarfirði og klappaði mjög fyrir sköllótta manninum sem vann.
Hlustaði á mömmu syngja á Bíldudal í risatjaldi á hafnarbakkanum.
Borðaði grill. Mætti svona eldhress með einn Sigga Ben-bjór á hafnarbakkann og varð ætt minni til skammar á Bardúkkuballi í risatjaldinu. Átti gott spjall við harmonikkuleikara hljómsveitarinnar og já, við skulum bara segja að hlutirnir fara vonandi að hreyfast núna. Bíð eftir að ákveðin stofnun niðrí bæ hafi samband við mig......vonandi.
Laugardagur:
Vaknaði drullug og ógeðsleg í ísköldu tjaldi á Bíldudal. Borðaði kleinu, kexköku og kaffibolla í morgunmat....ekki það besta, en ágætt. Mætti í mínu sólskinsskapi í roki og rigningu og reyndi að selja Bíldælingum ullarþæfðar töskur, trefla, málverk og eyrnalokka. Ég er lélegur sölumaður.
Fór út úr risatjaldinu og fylgdist spennt með frændanum í "Við-skulum-endilega-reyna-að-henda-20-kílóum-aftur-fyrir-okkur-yfir-mjög-háan-vegg-og-fáum-hann-örugglega-ekki-í-hausinn-ein-daginn-greinina" á Víkingnum. Fagnaði mjög. Rúntaði inn í Otradal og reyndi við nokkrar kellingar. Þær flöttust ekki neitt enda er ég algjörlega dottin úr æfingu.
Mætti eldhress í regnfötunum á bryggjuball og háði mjög spennandi dans einvígi við ömmu félaga Eggerts. Ég tapaði. Reyndi að sofna seint um nóttina í kulda en Bíldudalslogninu sem loksins ákvað að koma þá.
Sunnudagur:
Vaknaði enn drullugri en daginn áður og brunaði með liðinu á Patró og fór í sturtu. Mætti þá í messu á Bíldudal þar sem mamma var að syngja. Fallegur og góður endir á frábærri helgi. Drakk gott kaffi á Patró áður en allir brunuðu í bæinn.
Farið nú að koma í heimsókn á safnið gullin mín. Það væri nú gaman að sjá framan í ykkur.