The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

mandag, juni 27, 2005

Um helgina gerði ég eftirfarandi:

Föstudagur:
Keyrði vestur svona eldhress eftir smá svefn, eftir Dúndurfréttatónleika sem voru algjört DÚNDUR!.
Mætti á Bíldudal og drapst næstum því úr kulda.
Náði síðustu viðureigninni í sundlaugagreininni á Tálknarfirði og klappaði mjög fyrir sköllótta manninum sem vann.
Hlustaði á mömmu syngja á Bíldudal í risatjaldi á hafnarbakkanum.
Borðaði grill. Mætti svona eldhress með einn Sigga Ben-bjór á hafnarbakkann og varð ætt minni til skammar á Bardúkkuballi í risatjaldinu. Átti gott spjall við harmonikkuleikara hljómsveitarinnar og já, við skulum bara segja að hlutirnir fara vonandi að hreyfast núna. Bíð eftir að ákveðin stofnun niðrí bæ hafi samband við mig......vonandi.

Laugardagur:
Vaknaði drullug og ógeðsleg í ísköldu tjaldi á Bíldudal. Borðaði kleinu, kexköku og kaffibolla í morgunmat....ekki það besta, en ágætt. Mætti í mínu sólskinsskapi í roki og rigningu og reyndi að selja Bíldælingum ullarþæfðar töskur, trefla, málverk og eyrnalokka. Ég er lélegur sölumaður.
Fór út úr risatjaldinu og fylgdist spennt með frændanum í "Við-skulum-endilega-reyna-að-henda-20-kílóum-aftur-fyrir-okkur-yfir-mjög-háan-vegg-og-fáum-hann-örugglega-ekki-í-hausinn-ein-daginn-greinina" á Víkingnum. Fagnaði mjög. Rúntaði inn í Otradal og reyndi við nokkrar kellingar. Þær flöttust ekki neitt enda er ég algjörlega dottin úr æfingu.
Mætti eldhress í regnfötunum á bryggjuball og háði mjög spennandi dans einvígi við ömmu félaga Eggerts. Ég tapaði. Reyndi að sofna seint um nóttina í kulda en Bíldudalslogninu sem loksins ákvað að koma þá.

Sunnudagur:
Vaknaði enn drullugri en daginn áður og brunaði með liðinu á Patró og fór í sturtu. Mætti þá í messu á Bíldudal þar sem mamma var að syngja. Fallegur og góður endir á frábærri helgi. Drakk gott kaffi á Patró áður en allir brunuðu í bæinn.

Farið nú að koma í heimsókn á safnið gullin mín. Það væri nú gaman að sjá framan í ykkur.



tirsdag, juni 21, 2005

Som ung forlanger man....
...........som voksen ønsker man


Ég held ég sé orðin fullorðin, þar sem ég óska mér á hverju kvöldi. Ég horfi á sólsetrið og óska mér. Alveg heilan helling. Óska þess sem hefði getað orðið og þess sem getur orðið.
Það er ábyggilega ekkert fallegra en að óska sér kvöldið sem sólin er hæst á lofti og dagurinn er lengstur. Ekkert er fegurra en stillan sem leggst yfir landið þegar kvöldar og skýin sem hörfa fyrir kvöldhimninum og kvöldsólinni.

Það er staðreynd að veðrið og landslagið bera með sér fögnuð til fólksins, hamingju og ást. Því þó ástin, hamingjan og fögnuðurinn sé ekki þarna í einvhers konar föstu og áþreifanlegu formi, er það þarna einhversstaðar. Þarna innst inni, í eiginleika sínum, hver sem hann er.

...Leitið og þér munuð finna



mandag, juni 20, 2005

Hyrnan mín góða

Jæja lömbin mín. Ég hef nú formlega klárað hyrnuna mína góðu eftir þriggja vikna prjón. Er ég mjög ánægð með þennan árangur. Hlakka mikið til að vera í henni á næstu helgi þegar ég fer á víkinginn og baunirnar. Já, ég er sko búin að fá frí á föstudaginn til að ná öllu fjörinu sem verður þá. Þá er sundlaugagreinin, það verður gaman að fylgjast með henni. Það sem mér finnst nú verst við það er að ungu mennirnir sem taka þátt þar eru ekkert flottir. Þeir eru bara feitir og með vöðva. Engnir One Tree Hill upphandleggsvöðvar þar skal ég segja ykkur. En það sem ég get nú sagt ykkur er að sundlaugargreininni fylgir farandbikar, Svanurinn, kenndur við Svan minn kæra. Þegar hann tók þátt var hann sko flottasti og sætasti keppandinn, það get ég sko sagt ykkur.
Svo um kvöldið er setning hátíðarinnar Bíldudals Grænar Baunir og þá á sko stórsöngkonan hún mamma mín Svanhvít að syngja.
Þá skuluð þið ekki að koma í heimsókn á safnið því ég er ekki að vinna. Komið helgina á eftir, og helgina þar á eftir því þá er ég líka að vinna. Ekki samt örvænta, ég er mjög góð í að djamma og djúsa þrátt fyrir að vera að vinna daginn eftir. Það gerði ég einmitt um helgina þegar ég fór með vinnufólkinu á Celtic. Þar var stuð og stemmari þrátt fyrir að ég væri á bíl. Mér finnst það alltaf best. .......Bergur ég stóla á að þú standir sko undir nafni (Bergur diskódvergur) og dansir með mér þegar þú kemur heim....!! ha?!

Jæja börnin góð. Lifið í lukku en ekki í krukku!



tirsdag, juni 14, 2005

Drullusamfélag

Það er eiginlega frekar leiðinlegt að skrifa þetta á brúðkaupsafmælisdag mömmu og pabba, eftir þetta skemmtilega kvöld, garðveisluna, allt leyndóið og allan ísinn, eftir þennan annasama dag á safninu og sturlaða og stressaða eftirmiðdag hérna heima og alla gestina. En, við búum í drullusamfélagi. Hvað í andskotanum á maður að gera til þess að geta stundað það nám sem maður vill? FÍH skal sitja uppi með mig sem nemanda einn daginn!!
En það er eins og segist, þegar Guð lokar dyrum, opnar hann einhverstaðar annarstaðar glugga. Ef þessi hlekkur lífsins gengur ekki upp hlýtur einhver annar að ganga núna upp. Ég veit bara ekki hvað, þetta var það eina sem átti eftir að ganga upp til að gera líf mitt svona eiginlega fullkomið í ár.

.......skítuga vitlausa nýríka þjóð. Við kunnum ekkert ennþá. Vitum ekkert hvað við viljum. Ef allur þessi peningur á að vera til í þessu landi skil ég ekki hvar hann er. Ég held þetta sé allt saman lygi. En ef hann er til veit ég ekki hvert hann fer, allavegana ekki í tónlistariðkun og menntun!



Elsku mamma mín og pabbi eiga 25 ára brúðkaupsafmæli í dag!!!!

Til hamingju gullin mín. Knus og kram.

Ég veit ekki hvaða þemalag á að fylgja þessari færslu en eitthvað unglingalag frá 7. og 8. áratugnum ætti ef til vill best við. Lög með Beach Boys, Eagles, Bítlunum og fl. myndu lýsa mömmu og pabba best. Eilífðarunglingunum



søndag, juni 12, 2005

Ég þoli ekki mánudag...............

Ég trúi því varla að þessi helgi sé að verða búin. Aftur vinna á morgun...en jæja, jæja. Vill til að vinnan er ágæt.
Fór á skemmtilegt skrall í gær með henni Sunnu Maríu og vinkonu hennar frá Patró. Voða gaman. Hitti margt skemmtilegt og fallegt fólk og dansaði ofsalega mikið. Það var afskaplega gaman.

Gaman að því.

Lifið heil lömbin mín.

..en skána strax við þriðjudag

..já eitt enn. Ég eeeeeeeelska Garden Party!!!

(Þetta var afar tilgangslaus færsla)



fredag, juni 10, 2005

Ísland Ögrum skorið........

Já gullin mín. Það má segja það að lífið hafi snúist um þjóðerniskenndina undanfarið. Þá íslenzku.
Ég verð að fá að segja frá því að ég var beðin um að máta hinn eina sanna skautbúning. Sko hinn eina sanna. Og þó ykkur þyki það halló, þá ætla ég ekki að vera með neina stæla hérna á þessu bloggi og bara segja ykkur að ÉG FÉKK AÐ MÁTA SKAUTBÚNING REYKJAVÍKURBORGAR, HINN EINA SANNA SEM FJALLKONAN ER ALLTAF Í..................EN ÉG VAR ALLT OF MJÓ OG LÍTIL Í HANN!!!!!!! Þetta gerðist um daginn og sama dag kom Brúðubíllinn á safnið og ég og Helga Steph erum sko bestustu bestu vinir. Hún bað mig að hringja í tívíet en þeir höfðu sko enga einasta áhuga á því að koma á Brúðubílinn Smrúðubílinn. Svo kom líka forsetinn til að horfa á Brúðubíliinn og við áttum sko gott tjatt saman um hvar kaffisalan í Dillons væri staðsett á svæðinu. Góður dagur.
Annars gengur hyrnan mín ofsalega vel og ég er búin að vera mjög dugleg við að flagga á Lækjargötunni, sópa, pússa glerið, spila á flygil Sigvalda S. Kaldalóns, og prjóna meira. Annað sem ég hef verið mjög dugleg við er að drekka kaffi og hef ábyggilega drukkið allt of mikið kaffi undanfarið. Fékk nefnilega voða gott cappochino í gær, ókeypis!! Er samt komin á svona starfsmannasamning hjá Te og Kaffi í Dillons, fæ fimmtíu kall af hverjum bolla. Svo er náttúrulega voða gott að gera kaffitilraunir og taka með út í hús í hitabrúsa.
Annars dreymir mig Skautbúninginn á hverrri nóttu. En í staðinn fæ ég að vera í 20. aldar upphlut eða einhverjum nýjum peysufötum. Pæling hvort ég fari bara ekki í fitun fyrir næsta ár, lengingu og geti þá passað í skautbúninginn. Ég þrái að vera stjarnan á safninu á 17. júní. Málið er nefnilega að það er einhver voða fræg leikkona sem fær að lesa ljóð hjá Jónsa kallinum niðrí bæ (sem einhver dúllan um daginn spurði hvort væri Halldór Ásgrímsson) á 17. júní. Svo er hún bara drifin úr búningnum, hefur ábyggilega engan áhuga á honum, er nokk sama, og svo er hann bara keyrður upp á Árbæjarsafn og við fáum að vera í honum allan daginn.....mwuhahahahahahaha!!!!! Þar getur fólk skoðað hann, tekið myndir og dáðst að fallegu stúlkunni sem þarf ekki að lesa nein ljóð til að draga fram fegurð búningsins. Oh, hvað ég ætla svoooooo að vera í honum á næsta ári!!

...ég vil nefna þig



søndag, juni 05, 2005

Welcome to Árbær museum, my name is Ingrid and I'm going to guide you trough the museum today. If you have any questions you are welcome to ask me. I'm going to tell you a little bit about the houses here and then we are going to the old farm and the old curch wich takes about five minutes to walk to. This house was built in 1907 and..................

Já, litlu súkkulaðihjúpuðu lakkrísbitarnir mínir (kúlusúkkin mín).
Ég ætla að segja ykkur það að ég þoli ekki Íslendinga sem geta ekki drullað sér út þegar verið er að loka. Svo þoli ég heldur ekki hópa sem panta leiðsögn en nenna ekki að hlusta á mann og geta ekki haldið hópinn frekar en fimm ára krakkarnir. Reyndar er þetta voða gaman og þetta með "women on the left side and men on the right side" í kirkjunni slær alltaf jafn vel í gegn og þá er maður orðinn frábær og er fyrirgefið vonda enskan.
Ef einhver vill kenna mér, þýsku, frönsku eða spænsku er sá hinn sami velkomin til þess. Í gær komu Frakkar sem voru brjálaðir við eina greyið stelpuna fyrir að kunna ekki frönsku. Fyrr má nú vera. Maður getur ekki lært öll tungumál, en samt sem áður þá er stundum voða leiðinlegt að geta ekki tjáð sig við gestina.
En, þrátt fyrir allt saman er afskaplega fínt í vinnunni. Ég er í fríi um næstu helgi og auglýsi hér með eftir djammfélögum. Hver vill dansa við mig? Kommentið svo eitthvað, ég er orðin leið á þessu núll comments. Bergur, hvar ertu????
Komið svo endilega við hjá mér á safninu! Það er lang best að koma á virkum degi ef þið eruð í fríi, bara senda sms og segja mér að þið séuð að koma.

Bless í bili!



fredag, juni 03, 2005

Kvöldsól yfir jökli

Kvöldsólin yfir jöklinum er eitt það fallegasta sem ég veit. Þjóðerniskenndin er stundum alveg að drepa mann. Að sitja á Árbæjarsafni og fræða krakka um gamla tímann, Reykjavíkina. Fara svo á skólaslit TSDK og syngja Hver á sér fegra föðurland við undirspil strengjasveitar, sitja svo hér og lesa Stein Steinar við kvöldsólina yfir Faxaflóanum.
Stundum finnst mér ég vera svo sorgleg. En þegar ég les Stein Steinar veit ég að einhver og alveg fullt af fólki hefur verið í gegnum tíðina og er mikli miklu sorglegra en ég. Ég er nú soldið hipp og kúl, og nörd í bland.

Orð fá ekki lýst allri þeirri eymd sem hlýtur að hafa búið í Steini Steinari.

Landslag

Sólskin.
Sjávarströnd.
Klettur, sem rís
upp úr ryðbrúnum sandi,
eins og risahönd.

Grár fugl
í gulrauðu þangi.

Mitt hjarta er barn
í bárunnar fangi.

Ég hef tekið eftir því að hann hefur haft dálæti á einstökum orðum, svo sem eymd, vitund, vatn, tíminn, djúp, dimmur, hönd, ég, þú, sál...o.s.fr. Þrátt fyrir það hefur Steinn verið algjör snillingur.

Nýjasta uppáhalds setningin mín er einmitt eftir hann.
Nei, Hamlett sæll, þú herra krónprins Dana!

Henni er nefnilega hægt að breyta. Ég get farið út í sumar og staðið við Amalienborg og kallað: Nei, Friðrik sæll, þú herra krónprins Dana!

Svo er hægt að breyta henni upp á nýtt og segja: Nei, Ingrid sæl, þú fröken drottning Dana!

....ahahahahahaha, oh, ég er svo sniðug.....................



onsdag, juni 01, 2005

I'm a weirdooooooooooooo.....

Enn og aftur vitna ég í elskurnar mínar í Útvarpshöfði hér á þessu bloggi, og það ekki af ástæðulausu.
Vinnan gengur barasta vel. Ingrid orðin nörd eins og hinir sagnfræðingarnir, þjóðfræðingarnir og mannfræðingarnir (og stjórnmálafræðingurinn) með gleraugu. Ætla samt að hafa þau sem minnst á mér. En anyways. Í dag tók ég minn fyrsta "gæd" á ensku. Leiðsögnin var frekar stutt, ég hafði ekkert að segja og mistókst að segja flest það sem ég hefði vel getað sagt á íslensku. Ég tók það nú samt sérstaklega fram að þetta væri fyrsta leiðsögnin mín þannig að fólkið var umburðarlynt. Ég sagði þeim aðeins frá kirkjunni og hefðunum í kirkjunni en fannst því miður eins og þau höfðu lítinn áhuga á ártölum og þannig staðreyndum sem er ábyggilega auðveldast að segja á ensku. Annars hitti ég vel í mark með að geta sagt "this is droppings that people used to burn". Nú er bara að bæta í orðaforðann og eftir leiðsögnina fattaði ég að Alþingi er hous of parlament, en ég varð sem sagt að segja bara famous house in town center af því að ég stóð bara á gati í frásögninni um hvernig við lærðum að skera stein eða "make houses of stone".
Í gær tók ég allra fyrstu leiðsögnina mína sem voru 20 stykki 6 ára strákar. Ég var bara hörð en víst rosalega skemmtileg, eða þess varð ég áskynja. Þeir voru ekki alveg að fatta leikinn um "að halda í þumalfingurinn með hinn hendinni fyrir aftan bak" þegar inn í ltilu húsin var komið. Allir hlutirnir eru bara of spennandi til að snerta þá ekki.
Allavegana, þetta lærist og núna er bara vinna og aftur vinna.
Verði mér að góðu, weirdo sem kann ekki ensku!