The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

torsdag, juli 28, 2005

I nott skein maninn skært

Her verdur mer litid ur svefni. Ekki af thvi ad her se ekki svefnfridur, en thegar thad eru utgafuparty a hverju einasta kvoldi er erfitt ad vera komin i rumid fyrir midnætt...eda fyrir klukkan eitt, mjog erfitt. I gærkveldi var eg samt mjog snemma a ferdinni, fyrr en adur, og gekk ut ur caféen ad verda half tvo. Mjog dugleg. Gekk eg tha ut i stjørnubjarta nottina og sa fallega manann. Thad er alveg undarlegt hvad maninn getur verid fagur. Ef til vill ekki furda thar sem einn mesti og besti madur sem uppi hefur verid i minni verøld fægir manann a hverju einasta kvøldi. Thetta var falleg nott. Er alveg viss um ad hun hafi verid alveg jafn og ef ekki bara fallegri og bjartari heima a Islandi.

Knus til fjølskyldu minnar nær og fjær. Kvedja til afa hvar sem hann er.



tirsdag, juli 26, 2005

EG HATA BIRDLAND!!

Er alveg buin ad fa meira en fjandi nog af thessu lagi. Heyri aldrei neitt i sjalfri mer, hljombordid vill alltaf bara vera stjarnan. Damn that hljombord! Sa sem spilar a thad er nagranni minn og nu geymi eg leyndarmal um hann sem nagranni hans...segjum ekkert meira en eg for fram a klosett thegar ein saxafonstelpan kom ut ur herberginu vid hlidina a mer til ad bursta tennurnar....fjor i theim kofanum.
Er samt nuna i studio upptøkum. Jibbiii jeijj!! Gaman gaman. Birdland hljomar bara agætlega og eg heyri i sjalfri mer. Thetta swingar mjog vel.

EG ELSKA BIRDLAND



søndag, juli 24, 2005

Godan og blessadan daginn godir halsar

Jæja. Afram rignir. Endaust. En eins og eg hef nu adur sagt her, skiptir thad litlu mali thvi eg hangi inni allan daginn og spila. Thad hefdi samt verid agætt ad hafa solskin i dag thvi nu hef eg legid i sma thynnku eftir frabæra veislu i gærkveldi. Thad kemur mer eiginlega a ovart hvad allir eru ofsalega søde og rare og Dønum finnst ekkert ad thvi ad snertas mikid. Thad finnst mer i hreinskilni sagt mjøg undarlegt. Klapp a bakid er ekki mikid mal, og knus og fadmløg. Mjog svo spes. (ekki svo ad skilja ad her seu stundadar einhverjar orgiur...en thid vitid hvad eg meina)
En thad sem einnig er mjog frabært er hvad øllum kemur mjøg vel saman. Eins og eg hef nu upplyst althjod um er thessi "gubb" stelpa i hopnum minum. En thratt fyrir thad eru allir mjog sattir og gladir og fara sko ekki i launkofa med thad hvad theim finnst um thad. Eg er buin ad heyra svo oft "hopurinn okkar er alveg frabær". Og øllum likar svo vel vid alla ad thetta gæti eiginlega ekki verid betra. Og thad sem meira er, eg er svo ofsalega hissa a hvad øllum finnst thetta namskeid frabært og hversu innilega sammala eg er øllum. Eg kem sjalfri mer a ovart a hverjum einasta degi. Eg held eg hafi aldrei verid stødd a svona stad thar sem øllum finnst allt svona frabært.
Eitt sem mig langar til ad nefna. Thad er thetta lydhaskola form sem mer thykir ad Isleningar ættu ad taka ser til fyrirmyndar. A hverjum morgni er morgunstund, byrjum a thvi ad syngja lag og svo faum vid og allir bara, tækifæri til ad gefa hvort ødru imyndad blom fyrir eitt eda annad. Svo faum vid sma fyrirlestur um lifid og tilveruna hja skolastjoranum, eda eiginlega bara svona umrædur og thad er bare helt fantastiskt. Mjog snidugt.
En jæja litlu sykursætu nysprottnu jardaberin min. På gensyn!



fredag, juli 22, 2005

Jæja

Nu er solin loksins komin og mig klæjar allstadar eftir ad hafa legid a tuninu fyrir framan stora svidid, sem eg fæ vist ekki ad spila a. Allavegana. Her er eiginlega allt bara frabært. Dansadi i gær og godvinkonu minni henni Louise fannst thad alveg frabært. Eg var sem od manneskja. Dansadi vid hann Morten og thad var svo gaman thvi thad var alveg eins og ad dansa vid hann vin minn Berg. Morten er algjort krutt. Hann spilar a gitar. Vid fengum ad vita thad um daginn (sko allur skolinn)ad kærastan sagdi honum upp sidastlidinn føstudag, single i viku sem sagt. Hann var næstum tvhi farinn ad grata igær, eda for eiginlega ad grata, thegar kennararnir heldu sma djamm- sessions tonleika og toku Hello med Lionel Richie. Morten er frabær. Algjor skapahommi.
Svo er thad nu hann Jonas. Algjor snilld! Trommari af bestu gerd sem spiladi med Big bandi i Færeyjum og for i tonleikaferdalag til Islands. Vid getum talad mikid saman um Færeysku. Utflutningsferdavagn...eitthvad, man ekki alveg, en thad er sem sagt barnavagn. Jonas opinberadi sig lika algjorlega i gær thegar hann byrjadi ad dansa og syngja med diskoløgum. Samt ekki hommi, algjør rokkari, bara algjor snilld.
Svo er thad Nina! Shitt! Hversu athyglissjukur getur madur verid? Hun er stundum agæt en svona oftast tholi eg hana ekki.
Lars er spilar a bassa i hopnum minum. Hann er greinilega mesti sjarmørinn a svædinu. Væntanlega vegna thess ad hann er lika algjor snilld! Alltaf med thumalinn a lofti og lyftandi augabrununum eins og svona algjor bangsi, segjandi ur orafjarlægd "va madur, gedveikt, thetta var frabært". Gott ad hafa folk i hopnum sem nennir ad hlusta a mig sem er svo lengi ad tala og tja mig.
Lousie er lika ofsalega ædisleg. Vid erum bunar ad vera bestu vinkonur fra klukkutima eitt. Hun nennir ad hlusta, er hledræg og er mikill fønki søngvari.
Svo eru thad Jeppe, Poul og Kurt sem eg a eftir ad nefna. Tha thekki eg ekki mjog mikid en thad sem eg veit er ad their eru finir, their eru allir lika i hollinu minu. Svo er thad Nils Vinding, kennarinn. Hann er trommari. I gær sat hann og spiladi med pipuna i munninum. Algjor snilld thessi madur.
Stal og Hnifur kennslan gengur vel. Allt hljomar mjog vel. Er bara med skrambans Birdland a heilanum daginn ut og inn!
En nu verd eg ad thjota, er ad fara ad æfa eitthvad med annari Ninu. Hun er mjøg sæt og god, ekki eins og thessi i minum hop. Gubb.

Bæjo



tirsdag, juli 19, 2005

Hvernig er thad. Tharf folk endilega ad syngja eins og arabar i kvarttonum thegar thad lærir lag a tungumali sem thad thekkir ekki. Thetta thykir mer i hæsta mata ovenjulegt. Nu sit eg herna hja tolvunum og heyri i ødrum samspilshopum og verd ad segja....djøøø, af hverju lenti eg med svona lelegum songvurum. Thvi allir hljodfæraleikararnir eru svo godir og vid spilum svo vel saman, thetta er alveg gedveikt og tho eg skilji tha ekki tha er bara neistar a milli hljodfæranna. En svo koma søngvararnir og thad er sama hvernig eg reyni ad kenna theim raddirnar sinar, thad gengur alls ekki. Eg verd ad segja ykkur fra manninum honum Kurt, hann heldur ad hann se ofsalega godur søngvari og hefur sungid i svo mørgum korum. En uffsibuffsi. Talandi um ad kunna ekki neitt...geta ekki sungid thann ton sem manni er gefinn og geta buid til adra rødd....ja gerdu thad tha i rettri tontegund!! Vildi ad eg hefdi dømubandsfrænkur minar med mer!
Svo verd eg lika ad skrifa um hann Rasmus. Sem betur fer er hann ekki i minum hop. En eg lenti med honum i jammsessioni i gær. Uff...thad var rosalegt. Hann byr lika i sama husi og eg og sko ef eg skil ekki dønsku, tha skil eg ekki hans dønsku. Hann er lika svo leidinlegur. Svo uppljostradi hann okkur lika um thad i gær og hann heyri ekki muninn a dur og moll og var bara pirradur yfir ad geta thad ekki. FARDU THA OG ÆFDU THIG!!! En jæja, æfingin skapar meistarann. Her er nefnilega folk sem kann mis mikid og thad er bara gaman. Ofsalega gaman. En nuna er bandid aftur farid inn i stofuna og eg verd ad smutta. Hausinn a mer er reyndar ofsalega steiktur thar sem eg tharf ad hafa mig alla vid ad skilja allt og lika ad einbeita mer ad tvi ad spila....rugl um bull. Gott ad hafa nammi inn a herbergi.

Bæjo



mandag, juli 18, 2005

Ingrid bragdarefur...hihihihi

Jæja. Einn solarhringuri i Den Rytmiske Højskole, og hvad haldid thid ad Ingrid se buinn ad gera annad en ad kenna lidinu Stal og Hnifur. Skildi nokkra framurstefnu thenkjandi straka og einhvern "Eg hefsamidhellingaftonlistfyrirsjonvarpogergedveiktfrægur"- gaur, aleina inni i herbergi med Stal og Hnifur og thegar eg kom til baka, get eg ekki sagt annad en ad utkoman hafi verid skemmtileg. Svo er eg natturulega buin ad kenna lidinu textann. Utkoman er hreint ut sagt skemmtileg. Er ordin massatreytt i handleggjunum serstaklega yfir arpeggiunum sem eg hef litid æft en a svo allt i einu ad brjot alla hljoma upp. Thad er bara erfitt. Stakkels Ingrid. Her er vistin min god, oftast heyrist thar hljod....hihihih. Jæja, ætla ad hætta nuna af tvi ad mig langar ut i solina adur en djamm sessionid i kvold byrjar.

Hej so længe. :)



Hæ hæ allir saman.

Jæja, tha er madur komin i tennan skola og allt litur bara vel ut. Her er alls konar folk, a øllum aldri og litur allavegana ut. Eg hef reyndar litinn tima nuna til ad skrifa en ætla a næstu døgum ad koma med ofsalega flotta lysingu a øllu sem her er og tvilikt skemmtilegan pistil um Dani. Engin spurning.

Farid vel med ykkur rusinulummurnar minar!



onsdag, juli 13, 2005

Sjææææææse!!

Ókei. Smá vangaveltur. Saxinn liggur hérna rólegur undir rúminu mínu og ég get engan veginn fundið út hvort ég eigi að taka hann með mér eða ekki. Það er náttúrulega bara vesen að ferðast til útlanda með hljóðfæri, þess vegna er einmitt svo gott að spila á píanó. En ég hef svo miklar áhyggjur af því að kannski var þetta allt misskilningur og ég á að spila á saxafóninn á námskeiðinu (skrifaði nefnilega innan svigar að ég hefði lært á sax)....úps, saxinn heima á Íslandi undir rúmi. Svo getur nefnilega alveg líka farið svo að ef ég tek hann með, svona gamni, þá verði alltaf sagt "æ, viltu ekki bara spil á saxinn, það er svo gaman að vera með saxófón líka, sérstaklega stelpu sem spilar..ha? viltu það ekki bara?" ..og ég fæ ekkert að spila á píanóið. Daaaamn! Lífið er stundum of flókið.
Ferðataskan er allavegana komin á gólfið og ég er byrjuð á strauja.
Það sem er hins vegar í fréttum er að beljan helti allri mjólkinni niður í morgun svo ég bölvaði kvikindinu og strunsaði heim í sturtu. Annars vegar að Colin Firth hefur enn ekki komið á Árbæjarsafn. Spurning hvort ég skrifi honum ekki bara bréf og segi honum að koma, við erum allar klæddar eins og konur voru 1813, sko samt á Íslandi, (en hann þarf ekkert að vita það, heldur bara að við séum allar eins og Miss Bennet. Hann gæti kannski kennt okkur að dansa eins og í Pride and Prejudice. ..hmmm....



mandag, juli 11, 2005

.....may I tell you how utterly I admire and love you!

.........eru orð sem eflaust mjög margar stúlkukindur bíða eftir að heyra frá hinum eina sanna. Spurning samt hvort allir þeir "hinir einu sönnu" séu jafn getnaðarlegir og kynþokkafullir og Colin Firth sem Mr. Darcy.
Nú eigum við Sunna bara eftir að horfa á þrjá síðustu þættina. Hlakka til "the wet shirt" í fimmta þætti.
Þreyta einkenndi helgina enda að vinna aðra helgina í röð. Vaknaði samt glaðlega í morgun er ég mætti í vinnuna og allir byrjuðu að hoppa og skoppa af kæti yfir að hafa horft á hinn kynferðislega Colin Firth í Pride and Prejudice um helgina. Algjört Hroka og hleypidóma æði hefur gripið um sig í vinnunni. Vonandi endist það æði sem lengst.
Undirbúningur fyrir DK- ferð hófst í dag með ljósritun og skipulagningu nótna.

.....ooooooo goody!



tirsdag, juli 05, 2005

Kaffibollar: 1
Kókglös:....þurfið þið að spyrja!
Hitaeiningar: gæti ekki verið meira drullusama.
Sólböð: 10 mín
Ísskálar: 1 (fer bestnandi)
Lofsræður um ágæti Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep: 0 (vá, þetta sætir tíðindum)

19:00 Fiskibollur hjá ömmu. Æðislegt. Ömmumatur er sá besti í heimi. Ofsalega gott að koma til ömmu eftir langan dag og þá er ekkert vesen með : HVER GENGUR FRÁ NÚNA?? eða HVAÐ Á AÐ VERA Í MATINN..OHOHOHHO...Stundum verð ég sjálf þreytt á að hugsa um að þurfa að útbúa mat og öfunda mömmu ekki mjög mikið að þurfa að hugsa um það. Reyndar þarf hún ekkert að hugsa mikið út í það þegar pabbi er ekki heima því við getum bara tekið okkur eitthvað sjálf úr ísskápnum. En ef vel liggur á mér og mömmu líka þá getur verið gaman að útbúa góðan mat saman.
21:00 Keyrum heim og einhverra hluta vegna fer mamma að segja okkur ofsalega skemmtilega sögu af sjálfri sér þegar hún var ung símamær á Bíldudal. Eins og þeir vita sem þekkja til fjölskyldu minnar er mamma mín með afbrigðum mikill húmoristi, stundum mjög svo utan við sig og einnig mikil sögumanneskja en sögur hennar af sjálfri sér hafa ósjaldan ratað inn á vefdagbókarskrif mín. Þannig var að í gamla daga þurfti fólk úti á landi að panta símtal til Reykjavíkur í gegn um svæðis símstöðina. Eitt sinn hringdi kona á símstöðina þegar mamma var á vakt og þurfti að fá samband við tannlækni að nafni Dagfinnur. Konan gefur henni upp númerið og mamma hringir. Hún þurfti þá að ávarpa þann sem svaraði, spyrja eftir viðkomandi sem reynt var að ná í og gefa honum svo samband við þann sem reyndi að ná í hann. Svarar þá maður og mamma æpir næstum með talsímarödinni sinni í símann:
-Dagfinnur dýralæknir!?
Eitthvað fát kemur þá á manninn sem svarar:
-Ég er nú reyndar tannlæknir.
Áttar þá símamærin sig á hvaða mistök hún hefur gert og tekur við að hlæja hástöfum. Hún náði varla andanum af hlátri og það sem meira var, hún gleymdi að aftengja sjálfan sig þannig að greyið "Dagfinnur dýralæknir" þurfti að hlusta á alla hlátursrokuna. Að lokum varð hún að taka sig taki og afsaka framkomu sína og segja honum erndið og gefa honum svo samband við konuna sem reyndi að ná í hann.
Þetta finnst mér alveg ferlega skemmtileg saga og við Eggert hlæjum ofsafengið mikið í bílnum. Hvort þetta sé lygasaga skal ósagt látið. Á eftir að ganga á eftir henni hvort þetta sé lygasaga en hún er nú þó það góð að ég ákveð um leið að skrifa hana á bloggið. Mamma rugludallur.



søndag, juli 03, 2005

Kaffibollar: 0
Kóla light glös: of mörg
Skemmtilegar samræður: 1 1/2
Skemmtilegar bækur: 1
Skemmtilegar bíómyndir: 1
Ísskálar: 2
Súkkulaði karamelluvindlar: 365
Pervískir gamlir bíladellukallar á safninu: þúsund
Kvíðaköst yfir því að þurfa að taka morgunmjaltir í fyrramálið: 396

10:00 Opna Krambúðina. Fornbíladagurinn. Andskotans, nú verður fullt af fólki í dag.
10:05 búin að gera allt klárt og sest með ótrúlega illa þýddu bókina um Bridget Jones, búin að kveikja á litla rafmagnsofninum sem blæs suðrænum vindi á mig. Æsist í hvert sinn sem ég les atriði um Mark Darcy. Sé þá kynþokkafullar, karlrembulegar en þó mjúku hreyfingar Colin Firth fyrir mér. Hvað getur lítil ljóshærð, íslensk krambúðarsúlkuskjáta á Árbæjarsafni, með fléttur í hárinu, gert til að lífga upp á daginn.

12:30 Hádegismatur liðinn og bílarnir farnir að streyma inn á safnið. Æ, má ég ekki bara sitja hérna og lesa? Safnið fer að fyllast af fólki.
14:00 Smá törn búin, búin að selja ágætlega það sem af er deginum. Enginn inn í búðinni í augnablikinu. Les áfram og uppgötva að ég er Bridget Jones. Alltaf að reyna að ná í Tom (Berg) til að láta hann segja mér hvað ég eigi að gera og segja mér að ég sé fallegust í heiminum. Hringi oft í Jude (Jennýju) til að væla um ömurlegheit mín. Les áfram. Mark Darcy birtist skyndilega. Hann birtist alltaf svo skyndilega í bókinni að maður hefur eiginlega ekki tíma til að æsast upp og verða spenntur yfir öllu sem hann segir eða gerir. "Má ekki bjóða þér upp í dans..." Djöfull! Fólk inni í búðinni. "Góðan daginn". Bros en vonsvikni yfir því að dansinn minn við Mark Darcy var eyðilagður.
15:00 Fullt af fólki og enginn tími til að hugsa. Öll kramarhúsin að klárast og ég verð að standa mig í stykkinu. Mikið vildi ég að ennþá væri lokað á safninu á mánudögum.
15:30 Smá lægð. Mark Darcy að bjarga heiminum. Ég elska hann!
16:00 Fæ Imbu til að leysa mig af. Hleyp á klósettið og þegar ég kem aftur í búðina stendur Imba og spjallar í smá. Gaman að fá félagsskap. Kemur þá upp úr dúrnum að ég veit ekkert hvað er á seyði á safninu og er eiginlega alveg sama. Væri bara þreytt á að hlaupa út um allt eins og ég geri flesta daga. Skemmtileg tilbreyting líka að svara spurningunni "það kostar 150 krónur" í staðinn fyrir "hérna sjáum við líkan af Reykjavík eins og hún var 1887". Finnst stundum sorglegt hvað ég kann mikið af ártölum utanbókar.
16:45 Jess, get farið að telja í kassanum. Staðráðin í því að fara heim og blogga eins og Bridget Jones og hafa færsluna mjög langa þannig að Bergur komist ekki á þennan stað og jafnvel ekki fleiri. Einnig staðráðin í því að fara beint heim og fá mér ís, kók og horfa á Bridget Jones 1. Hlakka til að berja kyntröllið augum í hundraðasta sinn. Tek ákvörðun um að gera ekkert í kvöld.
17:45 Komin heim, löggst upp í rúm með tölvuna og DVD diskinn, ísskál.
20:00 Aftur löggst upp í rúm og búin að borða kvöldmat. Tek upp bókina, er með kókglas og set á Dúndúrfrétta playlistann. "Welcome to the land of ice and stone...." Rifja upp þá hátíðlegu athöfn er átti sér stað á Hávallgötunni í gær þegar Pink Floyd kom saman í fyrsta sinn í 25 ár í beinni útsendingu.
Best að snúa sér að Bridget, fer nú Mark ekki að fara að hringja í hana. Bókin búin. Oh, skrambinn! Á hvorki bók né mynd númer tvö. Ég vil meira um Mark!

Kósý kvöld.