Nagli...je ræt!
Ég er nagli. Ég gekk upp á Úlfarsfell bæði í gær og aftur í dag. Þrátt fyrir að hafa verið að vinna. Ég veit ekki hvað það er sem veldur þessari miklu orku minni. Eins og hún hafi bara fallið af himnum ofan. Vildi stundum að hún kæmi í líki píanóæfinga- eða saxafónsæfinga æðis. Mætti líka alveg koma í líki brjálaðs tiltektarstuðs. En núna kom hún í líki hreyfingar og útivistarþarfar. Er það vel.
Kannski valda þessari auknu orku, þær skemmtilegu fréttir sem ég fékk á föstudaginn. Reyndar eru það bæði góðar og slæmar fréttir í senn. Góðar að því leytinu til að í vetur geri aðeins það sem mér þykir skemmtilegt og læri bara það sem ég vil læra. Slæmu fréttirnar þær að 1. september verð ég gjaldþrota.
En með góðum vilja og góðri hjálp...raðgreiðslum, vinnu og foreldrum, er allt hægt. Þetta þýðir reyndar að ég mun líklega ekki fara í paradísarreisu til Köben einhverja helgi í haust. En með miklum vitsmunum og hagsýni er nú líka allt hægt og kannski mun ég fyrr en varir sitja á tónleikum í Köben með bjór í hönd og í góðra vina hópi...kannski jafnvel spila tónlist með öllum nýju dönsku draumaprinsunum mínum og auðvitað vinkonu minni henni Louise.
Þangað til ætla ég að smyrja nesti heima (gangi mér vel!), drekka vatn á kaffihúsum og fara bara einu sinni í mánuði á 400 kalla myndir í bíó, kaupa engin föt og enga skó og svo framvegis. Ef ég er svona mikill útivistarnagli get ég líka alveg bara labbað allt..eða hjólað og sparað þannig pening (Einmitt Ingrid!).
........sjæse!
Ég er nagli. Ég gekk upp á Úlfarsfell bæði í gær og aftur í dag. Þrátt fyrir að hafa verið að vinna. Ég veit ekki hvað það er sem veldur þessari miklu orku minni. Eins og hún hafi bara fallið af himnum ofan. Vildi stundum að hún kæmi í líki píanóæfinga- eða saxafónsæfinga æðis. Mætti líka alveg koma í líki brjálaðs tiltektarstuðs. En núna kom hún í líki hreyfingar og útivistarþarfar. Er það vel.
Kannski valda þessari auknu orku, þær skemmtilegu fréttir sem ég fékk á föstudaginn. Reyndar eru það bæði góðar og slæmar fréttir í senn. Góðar að því leytinu til að í vetur geri aðeins það sem mér þykir skemmtilegt og læri bara það sem ég vil læra. Slæmu fréttirnar þær að 1. september verð ég gjaldþrota.
En með góðum vilja og góðri hjálp...raðgreiðslum, vinnu og foreldrum, er allt hægt. Þetta þýðir reyndar að ég mun líklega ekki fara í paradísarreisu til Köben einhverja helgi í haust. En með miklum vitsmunum og hagsýni er nú líka allt hægt og kannski mun ég fyrr en varir sitja á tónleikum í Köben með bjór í hönd og í góðra vina hópi...kannski jafnvel spila tónlist með öllum nýju dönsku draumaprinsunum mínum og auðvitað vinkonu minni henni Louise.
Þangað til ætla ég að smyrja nesti heima (gangi mér vel!), drekka vatn á kaffihúsum og fara bara einu sinni í mánuði á 400 kalla myndir í bíó, kaupa engin föt og enga skó og svo framvegis. Ef ég er svona mikill útivistarnagli get ég líka alveg bara labbað allt..eða hjólað og sparað þannig pening (Einmitt Ingrid!).
........sjæse!