The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

søndag, august 28, 2005

Nagli...je ræt!

Ég er nagli. Ég gekk upp á Úlfarsfell bæði í gær og aftur í dag. Þrátt fyrir að hafa verið að vinna. Ég veit ekki hvað það er sem veldur þessari miklu orku minni. Eins og hún hafi bara fallið af himnum ofan. Vildi stundum að hún kæmi í líki píanóæfinga- eða saxafónsæfinga æðis. Mætti líka alveg koma í líki brjálaðs tiltektarstuðs. En núna kom hún í líki hreyfingar og útivistarþarfar. Er það vel.
Kannski valda þessari auknu orku, þær skemmtilegu fréttir sem ég fékk á föstudaginn. Reyndar eru það bæði góðar og slæmar fréttir í senn. Góðar að því leytinu til að í vetur geri aðeins það sem mér þykir skemmtilegt og læri bara það sem ég vil læra. Slæmu fréttirnar þær að 1. september verð ég gjaldþrota.
En með góðum vilja og góðri hjálp...raðgreiðslum, vinnu og foreldrum, er allt hægt. Þetta þýðir reyndar að ég mun líklega ekki fara í paradísarreisu til Köben einhverja helgi í haust. En með miklum vitsmunum og hagsýni er nú líka allt hægt og kannski mun ég fyrr en varir sitja á tónleikum í Köben með bjór í hönd og í góðra vina hópi...kannski jafnvel spila tónlist með öllum nýju dönsku draumaprinsunum mínum og auðvitað vinkonu minni henni Louise.
Þangað til ætla ég að smyrja nesti heima (gangi mér vel!), drekka vatn á kaffihúsum og fara bara einu sinni í mánuði á 400 kalla myndir í bíó, kaupa engin föt og enga skó og svo framvegis. Ef ég er svona mikill útivistarnagli get ég líka alveg bara labbað allt..eða hjólað og sparað þannig pening (Einmitt Ingrid!).

........sjæse!



tirsdag, august 23, 2005

Litla Gula Orðabókin

Lítil gul dönsk- íslensk, íslensk-dönsk orðabók hefur tekið sér bólfestu á skrifborðinu mínu við hliðina á tölvunni minni. Undanfarna daga hef ég nefnilega upplifað sjálfan mig, stadda í harla óvenjulegum aðstæðum. Þannig er mál með vexti að tengsl mín við Dani og Danmörku hafa vaxið til muna í sumar. Nú get ég ekki bara státað mig af að vera mjög góð í danskri tungu í orði, nú þarf ég að sýna það á blaði, eða öllu heldur, neyðist til þess í skrifuðu máli. Nú þegar kemur að því að reyna að tjá sig almennilega í bréfaskriftum og msn spjalli þarf maður ekki bara að geta sagt orðin, maður þarf að geta stafað þau rétt. Nú svo maður haldi nú kúlinu sínu líka, þarf maður að vita hvaða orð maður á að stytt, hvar maður á að gera það og hvar úrfellingamerkin eiga að vera. Þetta skal ég segja ykkur, er bara aldeilis erfitt. Nú þegar allt kemur til alls, er ég ekkert svo góð í dönsku eins og ég hef viljað meina. Neyddist ég því til þess fyrir nokkrum dögum að ná í þessa orðabók inn til litla bróður míns, sem ég hafði afhent erfðagripinn góða og þannig afsalað mér þörf minni á að nota hana og einnig losað mig við eina bók úr bókaskápnum. Hafði þá góðvinkona mín hún Louise sent mér bréf og varð ég að svara henni hið snarasta og vildi endilega segja henni hluti sem krafðist meiri þekkingu á danskri tungu og orðaforða en ég hef haft. Nú þar sem ég hef fundið mér eina vinkonuna til sem nennir að sannfæra mig um mitt eigið ágæti og spjalla með mér um city of beautiful nonsense (ungmeyjardrauma), ganga bréfaskriftin hratt fyrir sig og hefur því ekki verið neitt einasta tækifæri til að ganga frá bókinni á sinn stað. Hefur hún því ákveðið að liggja hér um stundarsakir. Og reyndar eru þetta ekki einu bréfaskrifti mín, því nú spjalla ég oft við Dani ( og aðra Dani en Louise) á msn og til að geta komið vel fyrir sig orði er gott að hafa bókina hér og kvarta ég því ekki yfir veru hennar hér, nema kannski þegar ég er þreytt á því drasli í herberginu sem getur ekki komið sér út.

Þetta var sagan um litlu gulu orðabókina. Á morgun skal ég kannski skrifa jafn langan pistil um það af hverju eins líters Dooleys (original toffee and vodka)- flaska hefur staðið og búið á skrifborðinu mínu í núna bráðum þrjár vikur.



lørdag, august 20, 2005

Funk the dumb stuff!!

...er lag sem ég heyrði fyrst í Danmörku í júlí síðastliðnum. Síðan þá hefur fönk áhugi minn aukist til muna og fékk ég algjöra nostalgíu tilfinningu um mig alla áðan þegar ég gekk ásamt mömmu, Hibbu og Viðari í Pósthússtræti (Austurstræti, what ever) og heyrði hljóðprufu hjá Jagúar. Er ég staðráðin í því að hlusta á þá klukkan níu í kvöld.
Reykjavíkurborg átti afmæli 18. ágúst og einng hann faðir minn. Hamingjuóskir til pabba. Ég gaf honum rosa flotta design tappa á rauðvínsflöskur, held það hafi barasta verið Georg Jensen.
Þetta hlýtur að vera alveg drulluleiðinleg bloggsíða og er ég alveg steinhiss á að nokkur maður nenni að lesa þetta bull. Enda held ég að frænkur mínar á Patreksfirði séu nú barasta alveg hættar að nenna inn á þessa síðu. Jensína hefur ekkert kommentað hér eftir að hún kom með litlu fænku mína hana Freyju í ömmuferð á Árbæjarsafn og fann mig ekki. Enda skammaði ég samstarfmenn mína fyrir að hafa ekki látið mig vita eða sagt þeim í hvaða húsi ég væri. Elsa Nína er ábyggilega fyrir löngu orðin leið á þessari síðu þar sem hér er ekki að finna neinar hrakfallabálkssögur af mér eða öðrum, skreyttar svo skemmtilegu orðafari mínu.
Ég lofa að ég skuli skrifa eitthvað skemmtilegt sem kom fyrir mig á safninu í sumar hér inn von bráðar. Kannski get ég lýst gaumgæfilega fyrir lesendum með einstaklega góða frásagnarstíl mínum hvernig ég prjónaði tvær hyrnur í sumar í vinnunni.
En þangað til bið ég ykkur öll vel að lifa og ganga á Guðs vegum.



onsdag, august 10, 2005

Jæja sólarsteiktu kropparnir.....

Þessi gaur hefur verið ofsalega hrifinn af handfimi minni við píanóið. Reyndar vill svo til að þegar hann tók þessa myndaseríu (sem er á myndasíðu númer þrjú ef þið flettið áfram) var ég ekki að spila neitt mjög flókið lag. Ég er að spila lag samið af stelpunni í kjólnum sem er alveg að detta af henni, sem sagt Ninu truntunni, og þurfti aðeins að styðja við eina nótu í vinstri hönd. En fyrir þá sem ekki finna mig er ég í bleikum kjól og hvítri peysu. Ég hlýt reyndar að hafa verið ansi slöpp þarna eða bara alveg drulluþunn af því að ég man ekki baun eftir að þessi gaur hafi komið inn á æfingu og tekið þessar myndir. Sá sem þær tók er strákurinn sem tók um úlnlið minn eina og nóttina og bannaði mér að fara heim í hús að sofa. Ég verð að viðurkenna, ég varð nú smá upp með mér því hann VARÐ að tala meira við mig....þ.e.a.s. eins og kom á daginn að tala sjálfur um sjálfan sig og það sem meira er, tala um þetta eina skipti sem hann fór inn á Rosie Mcgeas (búin að steingleyma hvernig það er skrifað) og tjellan bara trúði því ekki að hann væri 28 ára og bað hann um skilríki. Drulluleiðinlegur gaur.

Anyways. Heyrumst !



søndag, august 07, 2005

Dúbbíídúúúú............................dansk version nedenunder.


Ég trúi varla að ég sé komin til Íslands og á ekki eftir að fara í Den Rytmiske Höjskole fyrr en kannski eftir ár.
Koman í vinnuna var vinaleg og jesús, stuðið í vinnunni. Fékk náttúruleg að vita beint í æð að þessi er pirraður út í þennan og þessi sagði þetta um þennan og hinn kjaftaði og þessi ætlar að klaga þennan og þar fram eftir götunum. Stuð á Íslandi.

Nej hvor er jeg bare daarlig til at skrive paa dansk. Jeg sidder ved min fars computer fordi min computer er ikke venner med blogger.com længere og i min fars computer er ikke danske bogstaver :( Men!
Jeg sidder nu og pröver paa at skrive ord til en melodi Jonas (trommeren paa mit hold) har skrivet. Men det gaar faktiskt ikke godt. Jeg mangler ogsaa resten af melodien fordi jeg skrivede den ikke paa et blad saa HVIS der er nogen fra sommerstævne 2005 som læser denne daarlige tekst og har kontakt med Jonas maa i godt fortælle ham at jeg mangler resten af melodien.
I dag har det stormet i Island og jeg har siddet ind paa museet og kedet mig. Harry Potter er en meget god ven naar man har et kedeligt job. Det er jo ingen som kommer ind paa et frilufts museum naar der er 20 m/s.



onsdag, august 03, 2005

Komin heim....jeeeeeiiiijjjj................uuuuuuuuuuuuuuuuu???

Komin á heimaslóðirnar. Veit ekki alveg hversu gleðin í því er mikil. Ég hefði alveg gjarnan viljað vera lengur. Hefði eiginlega bara alveg viljað vera uppi í Vig aaaaaðeeiins lengur. Svona satt best að segja sakna ég krakkanna....Louise, Lars, Jonas, Morten. Ég fæ nú bara alveg svona hálfgerða sælutilfinningu þegar ég hlusta á upptökurnar. Já, þegar ég kom inn úr dyrunum hérna í Fiskakvíslinni þá beið mín upptakan frá lokakvöldinu. Þá eru allar upptökur með mér komnar á stafrænt form, en enn vantar mig upptökur frá tónsmíðahópnum og lokatónleikum hinna hópanna.
Og svo hefði ég líka alveg viljað fara eina ferð enn inn í Köben, bæði til að eyða aðeins meira af peningum og líka til að skoða.
En svona er nú lífið og kannski á ég ekkert að vera súr yfir því að vera komin heim. Eins og Per Larsen skólastjóri DRH segir, la' være med at være trist over det man ikke kan göre noget ved! Hvad for man ud af det? Ikke en skid!

Gleði, gleði, gleði, gleði líf mitt er....hvar sem ég er stödd í heiminumm (svo lengi sem maður hefur internet og símasamband :) )