........og það eru aðeins til eftirlíkingar af hornunum..........og svo var það víst í fyrra sem kona kom með eyrnalokka sem langa langaamma hennar hafði átt og höfðu geymst í fjölskyldunni í öll þessi ár. Allir vissu að þetta væru skartgripir úr stolnu hornunum. Þið verðið að fara á þjóðminjasafnið því það fer bráðum að loka, áletrunin á hornunum er heimsfræg og ein besta heimild um frumnorrænu.....
Ingrid talar fyrir daufum eyrum foreldra sinna sem sitja fyrir framan tölvuna og reyna að bóka hótel í Kaupmannahöfn. Þau verða að fá sér almennilegan jólafrokost með alvöru jólabjór og verða að fá tax free á allar jólagjafirnar, fyrir þessi jól.
Aldrei hefur Ingrid þótt mikið gáfnaljós innan fjölskyldunnar. Í hvert sinn sem hún hefur uppgötvað eitthvað stórmerkilegt og vill deila því með öðrum, fær hún sama sem engin viðbrögð frá fjölskyldunni. Aðeins ef orðin "vitiði það að einu sinni..." koma fyrir í upphafi máls hennar eru eyru hlustenda lokuð.
Aðeins einu sinni náði Ingrid að sanna fyrir fjölskyldunni að öll þessi vitneskja, er ekki bara uppspuni í henni sjálfri, og aðeins í þetta eina skipti fannst fjölskyldunni eldgamall tími eitthvað merkilegur, þegar hún horði út um gluggann á hótelherbergi þar sem foreldrar hennar höfðu dvalið á í nokkrar nætur. Hún þurfti aðeins að líta einu sinni út um gluggann þegar hún kom frá Íslandi, til að vita að þetta væri gatan. Hún vissi hvorki hvað gatan héti, eða hvar hún væri nákvæmlega stödd í bænum. Aðeins sá hún gluggana á húsinu á móti en hún þekkti götuna. "Hér liggur gatan þar sem Jónas Hallgrímsson, bjó og lét lífið!". Og Ingridi varð ekki rótt fyrir en hún var búin að draga alla fjölskylduna út á götu til að sannreyna að þetta væri rétta gatan, sem og hún var og fékk því Ingrid mikla athygli og aðdáun fjölskyldu sinnar.
Þetta er kannski stórlega ýkt saga. Mér fannst sagan bara svo góð svona. Agalega á ég bágt, samkvæmt þessari sögu, hehehehe.