The FunkypeopleÉg var að finna blað. Á blaðinu er glataðasti rapptexti sem saminn hefur verið. Hann var allavegana saminn í einhverju algjöru gríni í Ólafsvík af mér og Jóhönnu Ósk vinkonu minni þegar við vorum svona...hmm....þrettán ára líklega. Reyndar fannst okkur hann alveg soldið fyndinn og röppuðum hann af mikilli snilli! Hljómsveitin sem átti að flytja lagið átti að heita The Funkypeople. En þess má geta að ég man það alveg mjög skýrt að það nafn varð til við próflestur fyrir sögupróf. Þannig mundum við hvað Fönikíumenn hétu (funkypeople). Ekki má svo gleyma að einu sinni sendum við frumsamið lag í hæfileikakeppni Dægurmálaútvarpsins og núverandi Skjáseins stjarna Sirrý, spáði okkur mikilli velgengni sem næstu íslensku Kryddpíurnar. ....en hvenær hefur hún nú haft rétt fyrir sér? Lagið hét Töfrataskan og textinn verður ekki birtur hér. En hér hafið þið rapplagið okkar góða. Njótið.
Sjáðu nú! (beinþýðing á check it out!)
Ég fór inn í hús, þar var lítil mús,
upp í gluggakistu, þar var falleg rós í appelsínudós.
Út úr skáp kom maður, hann var rosa glaður,
tók í hönd mér og sagði "hæ ég heiti Beggi, og ég safna skeggi".
Sjáðu nú
Eftir einn ei aki neinn,
eftir tvo og akið svo,
eftir þrjá, þú klessir á
eftir fjóra, fleiri bjóra,
eftir fimm þokan dimm
eftir sex, éttu kex
eftir sjö er klukkan tvö
eftir átta, farðu nú að hátta!
Þetta sagði löggan, hún telur þig ei glöggan,
þetta mátt' ei gera, þú verður að vera
eins og allir hinir, þeir verða svo linir (!??!)
er þeir drekka svona mikið og fara yfir strikið.
Já, þetta er lífið, svona er lífið
þessi öll líffræði, gefur frá sér gæði (what!!?)
já, ég get ekki meira, það er svo mikið fleira
sem ég eftir að gera, ég verð að láta það vera
Læra læra, kæra kæra, vinna vinna, þessu dalega lífi því verður að linna.
(þetta erindi kemur eins og skrattinn út úr sauðaleggnum miðað við erindin þrjú á undan)
Svo fór ég út í búð, keypti stóran snúð
upp að búðarborði, hún hafði það á orði,
þúsundkall takk, nei ég keypt' ekker lakk,
þú verður að borga og ekki fara að orga.