The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

torsdag, december 22, 2005

Frelsi

Bless Háskóli Íslands. Þú ert ágætur.



søndag, december 18, 2005


Fréttablaðið, sunnudaginn 18.desember 2005.


Ingrid Örk Kjartansdóttir, 21 árs nemi í Reykjavík, sló í gær heimsmet í að syngja háan tón. Samkvæmt tilkynningu frá Alþjóðlega Hljóðeðlisfræðisambandinu söng Ingrid fimmstrikað bé (Bb). Sló hún þar með heimsmet Mariuh Carey, hinnar heimsfrægu söngkonu. Forsetaembættið sendi Ingridi heillaóskir og forsætisráðuneytið einnig. Móttaka verður haldin henni til heiðurs á Austurvelli á mánudaginn klukkan 07:00. Mun Ingrid heilsa íslensku þjóðinni og syngja hið rammíslenska jólalag Jingle Bells í tóntegundinni C-dúr en grunntónn lagsins mun Ingrid syngja á þrístrikuðu c'''. Mun þetta vera gert til að vekja landsfólk og einnig til að sýna list Ingridar. Ingrid þakkar stuðning þjóðarinn og sendir vinum sínum heillakveðjur nær og fjær.

Eins og sést á myndinni spilaði Ingrid nokkur vel valin lög eftir að hún sló heimsmetið.



tirsdag, december 13, 2005

Sá þetta á blogginu hennar Helgu og finnst þetta svo agalega sniðugt að ég bara verð að koma með þetta hérna líka:

Skrifaðu nafn þitt í kommentakerfið og ég skal segja þér eftirfarandi um þig

1. Eitthvað handahófskennt um þig
2. Hvaða lag minnir mig á þig
3. Hvaða bragð minnir mig á þig
4. Eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Fyrstu skýru minninguna mína af þér
6. Einhverja spurningu sem ég hef lengi viljað fá svar við



mandag, december 12, 2005

The Funkypeople

Ég var að finna blað. Á blaðinu er glataðasti rapptexti sem saminn hefur verið. Hann var allavegana saminn í einhverju algjöru gríni í Ólafsvík af mér og Jóhönnu Ósk vinkonu minni þegar við vorum svona...hmm....þrettán ára líklega. Reyndar fannst okkur hann alveg soldið fyndinn og röppuðum hann af mikilli snilli! Hljómsveitin sem átti að flytja lagið átti að heita The Funkypeople. En þess má geta að ég man það alveg mjög skýrt að það nafn varð til við próflestur fyrir sögupróf. Þannig mundum við hvað Fönikíumenn hétu (funkypeople). Ekki má svo gleyma að einu sinni sendum við frumsamið lag í hæfileikakeppni Dægurmálaútvarpsins og núverandi Skjáseins stjarna Sirrý, spáði okkur mikilli velgengni sem næstu íslensku Kryddpíurnar. ....en hvenær hefur hún nú haft rétt fyrir sér? Lagið hét Töfrataskan og textinn verður ekki birtur hér. En hér hafið þið rapplagið okkar góða. Njótið.

Sjáðu nú! (beinþýðing á check it out!)
Ég fór inn í hús, þar var lítil mús,
upp í gluggakistu, þar var falleg rós í appelsínudós.
Út úr skáp kom maður, hann var rosa glaður,
tók í hönd mér og sagði "hæ ég heiti Beggi, og ég safna skeggi".

Sjáðu nú
Eftir einn ei aki neinn,
eftir tvo og akið svo,
eftir þrjá, þú klessir á
eftir fjóra, fleiri bjóra,
eftir fimm þokan dimm
eftir sex, éttu kex
eftir sjö er klukkan tvö
eftir átta, farðu nú að hátta!

Þetta sagði löggan, hún telur þig ei glöggan,
þetta mátt' ei gera, þú verður að vera
eins og allir hinir, þeir verða svo linir (!??!)
er þeir drekka svona mikið og fara yfir strikið.

Já, þetta er lífið, svona er lífið
þessi öll líffræði, gefur frá sér gæði (what!!?)
já, ég get ekki meira, það er svo mikið fleira
sem ég eftir að gera, ég verð að láta það vera
Læra læra, kæra kæra, vinna vinna, þessu dalega lífi því verður að linna.

(þetta erindi kemur eins og skrattinn út úr sauðaleggnum miðað við erindin þrjú á undan)
Svo fór ég út í búð, keypti stóran snúð
upp að búðarborði, hún hafði það á orði,
þúsundkall takk, nei ég keypt' ekker lakk,
þú verður að borga og ekki fara að orga.



søndag, december 11, 2005

vilka tror vi att vi ar

Gaman gaman. Mamma og pabbi skruppu til DK og komu heim með fangið hlaðið drasli og dóti. Ég fékk nýjar mjög flottar buxur, maskara og nammi. Jeij! Pabbi fór fyrir mig og keypti Bo Kasper disk og nýjasta Kashmir diskinn sem kom út í ár. Hann keypti líka Anything Goes með Brad Mehldau og ég get ekki annað sagt en að ég sé mjög hamingjusöm þrátt fyrir yfirvofandi próf og tónleikahald. Í þessum skrifuðu orðum er ég að hlusta á Kashmir. Ótrúlega skemmtilegt að heyra þennan kunnuglega Kashmir hljóm, ekkert líkt honum. Einnig hlustaði ég soldið á Bo Kasper í gær og það er líka alltaf ofsalega skemmtilegt að hlusta á hann, hann hefur svo skemmtileg rödd. En það sem er náttúrulega toppurinn á allri miklu tilverunni, er Brad kallinn. Ég fer bara í einhverskonar sæluvímu við að hlusta á hann og tríóið hans. Svona er þetta...sumu fólki bara steinfellur maður fyrir. Brad hefur núna stimplað sig rækilega inn í hjarta mitt, og er þar komin á sama stað og svo margir aðrir m.a. Radiohead, Abba, Travis, Ella Fitzgerald, Bítlarnir og margir margir fleiri sem skipa alltaf svona ákveðinn sess í huga mínum. Brad skipar núna stóran sess þar. ......sem sagt Everything in its right place (sem er einmitt Radohead lag sem Brad tekur svo snilldarlega á nýja diskinum mínum) :)



mandag, december 05, 2005

....mannstu þegar unaðslétt var sporið.....

Man einhver eftir að hafa heyrt mig tala um hvað söngkonan sem söng lag eftir pabba á geisladisknum (já eða plötunni) Birtir af Degi, væri léleg söngkona og hvað hún syngi þetta asnalega. Reyndar var pop-útsetningin af laginu alveg fáránleg sem hefur pottþétt gert söng hennar afkáralegan. En jæja.......ef þið munið það ekki, þá hef ég oft sagt það við einhverja og man það vel sjálf að hafa hugsað það........

Man einhver eftir að hafa heyrt mig tala um, já eða blogga um, hvað Kristjana Stefánsdóttir væri æðisleg söngkona og tónleikarnir með henni og Nordic Heart á Jazzhátíð 2003 vor mikil snilld? Allavegana hef ég oft hugsað það hvað hún er frábær jazz söngkona og svakalegur "skattari"......en jæja.....

Pabbi gerði merkilega uppgötvun í kvöld. Þetta er ein og sama konan!



fredag, december 02, 2005

All I want for christmas.........

Var að pikka upp Mariah Carey, All I want for christmas is you, og skrambinn hvað konan hefur vítt tónsvið. Ég á í erfiðleikum með að byrja lagið þar sem hún byrjar og komast upp á brjósttónunum....jesús! En engu að síður er þetta lag algjör snilld og einn daginn ætla ég að skjóta Brad Mehldau ref fyrir rass og spila það í þvílíkum skálm/jazz stíl að annað eins hefur ekki heyrst. Þá verð ég "the famous Ingrid Örk who plays jazz-stile Mariah Carey on the piano". Við mér blasir björt framtíð!