The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

tirsdag, februar 28, 2006

Prokofiev er maður að mínu skapi.

En Rómeó hefði ekki átt að drepa Tybalt, þá hefði málið kannski reddast. Getur maður verið að svekkja sig á eldgamalli skáldsögu sem er ekki nokkur möguleiki á að breyta?



søndag, februar 26, 2006

Nú sem endranær hef ég frá afar litlu að segja.

En frá því ég vaknaði klukkan 07:15 á föstudagsmorgun hefur eftirfarandi á daga mína drifið: keypit mér capoccino með irish cream sírópi því ekkert var swiss mokkað til í stjúpid bakaríinu upp í Grafarvogi sem opnaði by the way ekki fyrr en klukkan tíu. Spilað lag sem ég samdi, í áheyrn samkennara sem leist svona helvíti vel á það. Spilað Corcovado og Four eftir Miles á tónleikum (kláraði Mozart -dæmið á fimmutdaginn, guði sé lof). Tróð mér inn í tveggja manna hljómsveit sem varð þá allt í einu tríó. Held að bandið heiti Fucking Amazing Band. Fór á mjög óvænt dans djamm á föstudagskvöld og tapaði á því nokkrum þúsundköllum. Held ég sé búin að redda vini mínum giggi í sumar og vinkonu minni þar með dj í brúðkaupið hennar. Skoðaði tvær kjallaraíbúðir og einn hvítan bókaskáp. Rótaði í risastórum nærbuxnapoka og tapaði á því heilum 3000 kr. Séð eina bíómynd í kvikmyndahúsi, tapaði á því rúmlega þúsund kalli. Fór í jóga. Fór ekki í saxófóntíma. Borðaði rjómabollur hjá ömmu. Hlusta á lagið hans pabba sem Kristjana Stefáns söng og reynt að pæla í því hvernig ég geti stílfært það yfir á sjálfan mig. Bloggað.

Til hamingju. Þú hefur hér með lesið næstum allt sem ég gerði um helgina. Þú hlýtur að vera lúði eins og ég.



søndag, februar 19, 2006

Söngvakeppnir, þotuliðið og fleira

Ég og Jenný skelltum okkur á úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi, sem sagt júróvisjón. Við fórum þangað í boði pabba. (gaman að eiga foreldra með sambönd). Ég get ekki annað sagt en að ég skemmti mér einstaklega vel. Ég var komin með algjört ógeð á öllum lögunum áður en ég fór á keppnina því að með miðunum sem pabbi fékk fylgdi geisladiskur og ég ætlaði nú að hita vel upp og kunna lögin. Ég hafði því dálitlar áhyggjur þegar ég var komin á staðinn og viss að ég ætti eftir að hlusta á öll fimmtán fáránlega lélegu lögin aftur. En viti menn! Um leið og fyrsta lagið byrjaði fór ég bara í svona heljarstuð og stemmningu. Bara það að vera á staðnum, hávaðinn var mikill og svona og þá var bara fjör. Í einu af auglýsingahléunum hljóp ég alveg í spreng á klósettið. Frammi á gangi var svolítið þröngt á þingi. Allt í einu fann ég hvernig eitthver blað strýkst um vangann á mér. Stóð þá ekki þessi svakalega myndarlegi gæi fyrir aftan mig og marg baðst afsökunar á því að hafa rekið blaðið í mig. Mér var svo mikið mál að pissa og þorði varla að koma upp orði þannig að allt sem ég sagði var lítið "allt í lagi" og svo hljóp ég á braut. Bömmer!! Nú eftir keppnina lá leiðin á Kaffi Reykjavík þar sem haldið var lokahóf. Ég var nú bara soldið svekkt að vera á bíl og geta ekki fengið mér ókeypis bjór! Bömmer..aftur! Ég hafði dregið greyið Jennýju með mér í þetta partý því ég hélt að þetta væri eitthvað spennandi. En nei! Þarna stóð þotuliðið með bjór og drykki í hönd og talaði um keppnina og hvað þau væru falleg (mjög liklega) og hlustuðu enn aftur á leiðinlegu júróvisjón lögin. Ég og Jenný Halla stóðum þarna eins og von var eins og illa gerðir hlutir. Jenný kláraði bjórinn sinn og við létum okkur hverfa úr partýinu, ekki viss um að margir hafi saknað okkar. Þannig fór um sjóferð þá. En engu að síður snilldarkvöld.
Núna á eftir er ég að fara á Bamba í bíó. Mun þessi bíóferð vera fyrsta bíóferð Ásdísar litlu frænku minnar.

Lifið heil.



tirsdag, februar 14, 2006

....eins og svo margir aðrir dagar...letidagur

Úti skín sólin. Hugsun mín í morgun var.....kannski að ég fari út að labba eða skokka þegar ég er búin í píanótíma...kannski fer ég og þríf bílinn minn þegar ég er búin í píanótíma....kannski æfi ég þetta hérna aðeins betur þegar ég er búin í píanótíma.....en hvað haldið þið? Það eina sem ég hef afrekað eftir píanótímann er að panta far til Danmerkur á netinu. Ekki spila, ekki semja, ekki útsetja, ekki lesa, ekki skokka, ekki þrífa...EKKI NEITT!!

Ingrid letihaugur!



tirsdag, februar 07, 2006

Þemalagalisti

Jæja, gott fólk. Hér kemur það!

Mamma: Morguninn- Grieg.
Mamma er bara þannig manneskja, henni fylgir eitthvað fallegt og gott, vorið og sólin. Eitthvað í þá áttina. Ef að persóna mömmu ætti að koma fram í bíómynd væri þetta kynningarlagið hennar.

Pabbi:Toccata og Fuga í d-moll- Bach
...(sorrý pabbi, ekki illa meint) Ég held að allir sem þekkja pabba viti hvað ég á við að velja þetta lag.

Jenný Halla: Let me tell you'bout the birds and the bees and the flowers and the trees.....
Svona létt og skemmtilegt lag, gamaldags, soldið fyndinn og klúrinn texti en samt svo sætur.

Elsa Nína: Beyond the Sea-Bobby Darin
Þetta lag lýsir Elsu Nínu vel. Gott swing í því, það á soldið við hana og ást hennar á heimsborgara dúlleríslífi, ostum og víni.

Hólmfríður; Cry To Me- Solomon Burke.
....þessi manneskja er ákveðin, en það er ákveðinn þokki í hreyfingum hennar sem fylgja laginu. Hún segir meiningu sína eins og í þessu lagi.

Krimar:.....manneskja gengur inn....Gummy Bears- The Brown Derbies.
Ég á þessa útgáfu í tölvunni minni og þegar ég hlustaði á lagið vissi ég að þetta væri lagið hennar Kristínar Maríu. Svo hresst og kátt. Æla og horn á hillu sem sker skilur eftir sár og kúlu á enninu geta ekki eyðilagt gleði þessarar stúlku.


Heiðbjört Tíbrá:......manneskja gengur inn...: Solfeggietto- Carl Philipp Emanuel Bach.
Hér komu mörg lög til greina, enda þekki ég þessa manneskju eiginlega betur en nokkra aðra manneskju. Erfitt að velja lag fyrir þannig fólk. En þetta lag þeysist örugglega áfram, rétt eins og Hibba.


Sunna María: Right Next to the right one.
Þegar þessi manneskja gengur inn streymir kærleikurinn inn með henni, rétt eins og í laginu. Þessi manneskja er allavegana í Dúr. ....man ekki hver tóntegund lagsins er, en það er sætt og allavegana ekki sorglegt.

Auður Ben: ......Time after Time- Eva Cassidy.
Datt þetta lag í hug því Auður er svo ljúf og það er enginn asi á henni. Þetta er svona rólegt og ekkert of hratt



onsdag, februar 01, 2006

Theme song......einkennislög

Ef ég ætti mér mitt eigið þemalag eða einkennislag væri það mjög líklega, þessa daga allavegana, Garden Party. Ekki spyrja af hverju. Fólk myndi líklega finna mikið út úr persónluleika mínum bara við það að sjá líkamshreyfingar mínar þegar ég hlusta á þetta lag, þó svo að fólk gæti ekki fundið út úr aðdáun minni á Chopin, Evu Cassidy, Radiohead o.s.fr. En engu að síður er þetta lagið. Ég tek varla eftir vetrinum, riginingunni og kuldanum (þó hann hafi veirð lítill undanfarið) þegar ég hlusta á þetta lag. Það ber mig í huganum til sumarsins, Danmerkur, DRH og jafnvel Árbæjarsafns.

Skrifið endilega nafnið ykkar í tjáningarkerfið hérna að neðan og ég skal reyna að finna ykkur þematónlist eða lag sem mér finnst lýsa ykkur vel. Lofa ekki að geta svarað öllum svo allir verði sáttir en ég skal reyna mitt besta.