ÞemalagalistiJæja, gott fólk. Hér kemur það!
Mamma: Morguninn- Grieg.
Mamma er bara þannig manneskja, henni fylgir eitthvað fallegt og gott, vorið og sólin. Eitthvað í þá áttina. Ef að persóna mömmu ætti að koma fram í bíómynd væri þetta kynningarlagið hennar.
Pabbi:Toccata og Fuga í d-moll- Bach
...(sorrý pabbi, ekki illa meint) Ég held að allir sem þekkja pabba viti hvað ég á við að velja þetta lag.
Jenný Halla: Let me tell you'bout the birds and the bees and the flowers and the trees.....
Svona létt og skemmtilegt lag, gamaldags, soldið fyndinn og klúrinn texti en samt svo sætur.
Elsa Nína: Beyond the Sea-Bobby Darin
Þetta lag lýsir Elsu Nínu vel. Gott swing í því, það á soldið við hana og ást hennar á heimsborgara dúlleríslífi, ostum og víni.
Hólmfríður; Cry To Me- Solomon Burke.
....þessi manneskja er ákveðin, en það er ákveðinn þokki í hreyfingum hennar sem fylgja laginu. Hún segir meiningu sína eins og í þessu lagi.
Krimar:.....manneskja gengur inn....Gummy Bears- The Brown Derbies.
Ég á þessa útgáfu í tölvunni minni og þegar ég hlustaði á lagið vissi ég að þetta væri lagið hennar Kristínar Maríu. Svo hresst og kátt. Æla og horn á hillu sem sker skilur eftir sár og kúlu á enninu geta ekki eyðilagt gleði þessarar stúlku.
Heiðbjört Tíbrá:......manneskja gengur inn...: Solfeggietto- Carl Philipp Emanuel Bach.
Hér komu mörg lög til greina, enda þekki ég þessa manneskju eiginlega betur en nokkra aðra manneskju. Erfitt að velja lag fyrir þannig fólk. En þetta lag þeysist örugglega áfram, rétt eins og Hibba.
Sunna María: Right Next to the right one.
Þegar þessi manneskja gengur inn streymir kærleikurinn inn með henni, rétt eins og í laginu. Þessi manneskja er allavegana í Dúr. ....man ekki hver tóntegund lagsins er, en það er sætt og allavegana ekki sorglegt.
Auður Ben: ......Time after Time- Eva Cassidy.
Datt þetta lag í hug því Auður er svo ljúf og það er enginn asi á henni. Þetta er svona rólegt og ekkert of hratt