The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

torsdag, marts 30, 2006

Rebæk Søpark...

...er bara finn stadur, soldid sjabbi, en hvada kolleg er thad ekki? Herbergid hans Bergs er alveg thetta finasta herbergi bara. Eg steingleymdi ad kaupa mer nammi i frihofninni en sem betur fer atti Bergur til Bingokulur! Heppin eg. A morgun verdur haldid a skrifstofu Konservatoriets og svo ætla eg ad hitta vinkonu mina hana Louise. A laugardaginn munum vid Bergur arka nidri bæ thar sem Jenny og Oli munu standa spennt og æst eftir okkur og tha verdur nu handagangur i oskjunni thegar eg og Jenny gongum inn i H&M. A sunnudaginn er planid ad fara til Else og Ømmu. Thad verdur nu meira studid. Eg veit ekki hvort eg nenni ad blogga thangad til a manudaginn en i flugleidavelinni datt mer margt i hug til ad blogga en nenni engan veginn ad lata fingur mina theysast um lyklabordid i leit ad frabæru ordalagi.

Lifid heil og sæl.....thid megid samt borda sykur!



tirsdag, marts 21, 2006

2008!!!

Jæja fólk. Þá höfum ég og Halldóra píanókennari komið okkur saman um tímasetningu. 2008 gerist það! Þá mun ég klára þetta dæmi. Ég er strax orðin ótrúlega spennt og ætla að byrja að æfa mig eins og "mother funker" strax í fyrramálið. Ég er ýkt hamingjusöm (þrátt fyrir að ég hafi alltaf stefnt á 2007 en kommon...verð að vera raunsæ). Jibbbbbbííííííí!!!!!

p.s. pabbi kláraði súkkulaðikökuna áður en ég kom heim í gær. Vonandi fæ ég færri bólur fyrir vikið.



mandag, marts 20, 2006

Hungur

Í gær fór ég að sofa með undarlega tilfinningu í maganum. Ég var pakksödd....en samt svöng! Þetta var ótrúlegt. Ég borðaði í einu hendingskasti þennan dásamlega grillmat, til að missa nú ekki af Kröniken. Einhverra hluta vegna ákvað ég að skilja matinn minn eftir niðri, í staðinn fyrir að halda áfram átinum fyrir framan tv-et. Þannig að þegar Kröniken var lokið fór ég niður og hélt áfram að borða kaldan matinn. Bætti meira að segja á diskinn. Þá var ég orðin ansi ansi södd og hafði ekki list á súkkulaðiköku, hvað þá kaffi...bara engu. En samt sem áður fór ég að sofa aðeins nokkrum klukkutímum eftir og var með stingi í maganum af átinu en fann samt til svengdar.
Núna sit ég í smá píanópásu og er vægast sagt svöng. Ég er búin að borða einn banana klukkan hálfellefu og svo núna einn kleinuhring sem ég greip með mér í morgun því ég nennti ekki að hugsa um hvað ég ætti að smyrja á samloku og ...blablabla. Get samt ekki sagt að ég sé södd af þessum kleinuhring og vatnsglasinu. Verð bara að halda í mér og útbúa mér ljúft swiss mokka þegar ég kem heim og biðja til Guðs að enginn klári afganginn af súkkulaðikökunni áður en ég kem heim klukkan tvö!!!

Kær kveðja
Ibba Öbba fitubolla



tirsdag, marts 14, 2006

Hér sit ég með heyrnatólin á mér og hlusta á mismunandi útgáfur af Every time we say goodbye og There will never be another you. Ástæðan? Ég veit það ekki, finnst það bara gaman. Seinna lagið á ég reyndar að flytja á sitthvort hljóðfærið í sitthvorum skólanum í sitthvoru stigprófinu í apríl. Útgáfurnar er svona mis sorglegar eða gleðilegar. Allt eftir flytjendum og túlkun þeirra. En meðan þessir tónar leika við eyrun mín og tónheyrnar og tónfræðigreiningar-stöðvar heilans er nokkuð annað sem fer í gegnum huga minn.
Ég er nú ekki vön að skrifa neitt nákvæmlega frá persónulegum einkamálum og ætla ekki að gera það, en það eru svona hlutir sem ég hef bæði heyrt og upplifað undanfarið sem fá mig til að hugsa á þessum nótum í kvöld.
Akkúrat núna finnst mér allar heimspekilegar pælingar svolítið yfirþyrmandi. Hvað er það eiginlega sem við eigum að fá út úr þessu lífi? Af hverju eru sumir hamingjusamir, en aðrir berjast allt sitt líf við það að vera óhamingjusamir? Sumir eru fátækir aðrir eru ríkir. Sumir svífa á bleiku skýi í gegnum lífið en aðrir eiga nú ekki að komast klakklaust í gegnum lífið. Sumir verja öllu lífi sínu í það að þrá eitthvað sem þeir fá ekki, og enn aðrir fá allt sem þá dreymir um. Stundum verða þessar hugsanir mér ofviða og ég byrja bara að hugsa um eitthvað annað. Enda eru þetta spurningar sem mér finnst engin leið að hægt sé að svara og ég get ekki séð að neinn geti svarað þeim. Þá finnst mér einmitt sjálhverfan og sjálfselskan besti kosturinn í stöðunni.
En það sem ég ætlaði eiginlega að segja er svona svolítið tengt þessu, en svona ská-tengt málefni.
Ég hef nefnilega verið að velta fyrir mér þessu með hamingjuna. Hamingjan kemur að innan. En ég held að við verðum ekki hamingjusöm fyrr en við áttum okkur á því að það er svo stutt á milli óhamingjunnar og hamingjunnar. Það er nefnilega svo auðvelt að fylla okkur sorg. Af hverju er erfiðara að fylla okkur gleði? Ef við áttum okkur á þessu ættum við að læra að njóta hvers dags og sjá gleðina því sem við eigum og erum að fást við.
Við verðum því að bera virðingu fyrir lífinu og heilbrigðinu. Um daginn var ég einmitt á spjalli við manneskju sem er svo hræðilega skítsama um allt og alla að mig langaði til að taka manneskjuna og hrista úr henni neikvæðnina. Það hræðilegasta sem ég heyri einmitt fólk segja er þetta: "sko ég ætla nú bara að skjóta mig áður en ég verð rugluð og fer á elliheimili". Í þessari setningu er falin svo ótrúlega mikil óvirðing fyrir lífinu. En sem betur fer þroskast nú fólk oftast á lífsleiðinni og uppgötvar að svona er þetta nú ekki.
Þetta er svona það sem hefur flogið í gegnum huga minn undanfarið því ég veit í dag að það er ekki öllum gefið fullkomið heilbrigði, það eru ekki allir sem fá það sem þeir vilja og þrá og það eru ekki allir sem fá að lifa það sem við köllum heila ævi.
Nú ætla ég sem sagt að reyna að hugsa um þetta og verða hamingjusamari í kvöld og á morgun en ég var í dag.
Lfið heil!



torsdag, marts 09, 2006

Já, tilraunastarfsemi af hvers konar tagi getur fætt af sér hluti eins og eitthvað svona.



mandag, marts 06, 2006

Rúsínukrútt í prófum

Nú standa yfir prófdagar hér í TSDK. Reyndar eru líka próf í Hörpunni og á einmitt einn nemandi minn að taka fyrsta stig í næstu viku. Þetta er því þriðji nemandi minn sem ég sendi í próf á mínum kennaraferli. Greyið krakkinn er ábyggilega alveg orðinn hundleiður á grútleiðinlega kennaranum sínum sem getur ekki hætt að láta hann spila með taktmæli...og einu sinni enn...höfum þetta alveg jafnt og einu sinni enn.....
En það sem er svo skemmtilegt við það að sitja í tónskólanum núna er að fá að fylgjast með þessum litlu rúsínum sem koma í próf. Stigpróf er greinilega mikil athöfn hjá mörgum þessum krökkum. Þau bíða fyrir utan prófsalinn, pínulítil og vita eiginlega ekki við hverju þau eiga að búast. Foreldrarnir fylgja báðir með í mörgum tilfellum og sitja hjá barninu og bíða. Foreldrarnir sitja næstum eins og dauðadæmdir, eins og þeir séu að fara að taka prófið en börnin eru bæði soldið spennt en kvíðin í senn. Svona eins og þau séu að fara til tannlæknis í fyrsta skipti, hafa heyrt að þau fái dót þegar allt er yfirstaðið, það sé vont smá, en svo fljótt búið, sumir hafa sagt að það sé rosalega vont að fara til tannlæknis en foreldrarnir hafa reynt að koma börnunum í trú um að það sé i alvörunni ekkert að óttast. Vita samt að það er haugalygi. Foreldrarnir vita líka að svona próf eru mesta helvíti á jörðu og hafa því einn ganginn enn uppfyllt börnin sín af eintómri lygi og vitleysu. Núna sitja þau stjörf og snjóhvít í framan af kvíða fyrir hönd barna sinna og bíða þess að vera kölluð inn í próf. En eins og allir vita er ekkert mál að taka próf....eða þannig sko. Krakkinn gengur inn og óttast ekkert þegar kennarinn þeirra mætir með bros á vör og biður þau um að setjast og byrja að spila. Prófdómarinn er líka svona andskoti viðkunnanlegur og indæll. Þetta stress í foreldrunum er sem sagt allt bara ímyndun og einu sinni enn geta börnin staðið frammi fyrir foreldrum sínum og sagt kokhraust "mamma og pabbi, þið voruð bara miklu hræddari en ég". Sannfærð um að vera betri manneskja en foreldrarnir, sem er ábyggilega bara satt.