The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

fredag, april 28, 2006

Mojn!

Í gær sá ég ansi athyglisverða mynd í landbúnaðarblaði Fréttablaðsins (minnir það hafi verið Fréttablaðið frekar en Moginn). Reyndar var myndin ekkert það athyglisverð kannski. Það sem var athyglisvert var textinn fyrir neðan þar sem stóð : Heyskapur við Árbæinn í upphafi 20. aldar.

Það sem hefði átt að standa var "Heyskapur með gamla laginu á Árbæjarsafni". Því á myndinn mátti glögglega sjá að túnið var ekki fyrir framan bæinn, heldur aftan, eins og það er núna á safninu, þar mátti sjá krakka í dökkri úlpu og búmmsarabúmm ...syttuna af konunni að strokka smjör sem er eiginlega svona lógó safnins.
Mér þótti þetta augljóslega ótrúlega bjánalegt.

Annars er þetta svona eins og hver annar hlutur í hinu daglega lífi sem skiptir engu máli og mér finnst bjánalegt. Ég er ótrúleg. Eins og þetta skipti einhverju máli.

Annars er það bara Joshua Redman. (Svo kemur J-Lo sterk inn þessa dagana með laginu Let's get loud, salsa fíllingur með gamla góða III- I VII. C- Ab G)

Mojn!



mandag, april 24, 2006

Síðasti sólarhringur...

Risin upp frá einhversskonar drullu og byrjuð á hversdagslífinu góða aftur;
-komin með helminginn af Intermezzo eftir Brahms utanbókar.
-pirruð á Bach.
-æsist og tryllist meir og meir af spenningi yfir Brad Mehldau tónleikum og ef til vill fleirum á Festivalinu á komandi sumri.
-Jagúar í botni í bílnum í sólinni (og snjókomunni).
-Fyrirlestur um Pál Ísólfsson, hata Open Office Presentation!
-Búin að nauðga Tears in Heaven einn ganginn enn með Joshua Redman. (sem er víst mesta "hönk" jazz heimsins í dag og ég er bara ekki frá því að það sé satt, þar sem hann er nú saxisti)
-kláraði loksins Gimbilinn litla (útsetning) og þarf nú bara að hreinskrifa hann. John "Tony" Speight bara þokkalega ánægður með mig.
-Óli Jóns ábyggilega furðu lostinn yfir heimsku minni í jazz hljómfræði, ljóskuhætti, hugsunarleysi og hversu einstaklega treg ég er.

Sem sagt, same old, same old.......



onsdag, april 19, 2006

Brad Mehldau Trio á Copenhagen Jazz Festival.....

.....OG ÉG VERÐ ÚTI OG GET FARIÐ Á TÓNLEIKANA!!! JIBBBÍÍÍÍÍÍÍÍÍ !!!!!! YES! YES! YES!



onsdag, april 12, 2006

Upp, upp, upp á fjall, upp á fjallsins brún
niður, niður, niður, niður, alveg niðrá tún


Var það sem ég ætlaði mér í dag en ég gafst upp þegar leiðin upp var aðeins hálfnuð. Svo var þetta reyndar ekki fjall, heldur fell. Gildir einu.
Ég er orðin gulhærð og mun verða það því miður fram að næstu útborgun! Þá kemur í ljós hvað hárgreiðslufólk mun geta gert fyrir mig.

Þakka allar góðar gjafir og kveðjur á afmælisdaginn. Þótti mjög vænt um það allt saman og sérstaklega inn "gormað" bloggið mitt fyrstu fimm mánuðina. Þetta er löng lesning. Ég er brjáluð gelgja og er það enn, því miður, 22 tveggja ára stúlkan. Elisabeth Bennet var 21 þegar hún varð Frú Darcy. En hún var nú aldrei til hvort eð er.

Gleðilega páska!



fredag, april 07, 2006

Klukkan er 10:54 og mig langar í kóla læt.

Reiknistofnun Háskóla Íslands er snilld. Áðan þegar ég loggaði mig inn til að komast á vefpóstinn minn kom upp afskaplega skemmtilegur midi fæll sem spilaði lagið "The Birthday Song". Gaman að því!



tirsdag, april 04, 2006

Jæja....

.....þá er fjórða stigið í höfn. Kannski komin tími til. Hef ekki tekið stigpróf á blessaðan saxinn síðan ég var 13 eða 14 ára. Svo er það stigpróf í FÍH á morgun þar sem prófdómari verður líklega sá sami og í dag. Skemmtilegt það. Tvö fjórða stig í sömu viku finnst mér bara nokkuð gott. Klöppum fyrir mér.

....jú það var alveg rosalega gaman í DK. Hló hin heil ósköp og keypti alveg jafn mikið.