The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

onsdag, august 23, 2006

Vinnan......

Ég ætla ekkert að tala hérna um vinnuna mína nema að segja ykkur það að ég er orðin ofsalega leið á vinnunni og hlakka til að hætta. Ykkur er öllum velkomið að koma og heimsækja mig í vinnuna því mér leiðist alveg óskaplega þessa síðustu daga því túristarnir eru orðnir aðeins færri.
Tvær síðustu helgar var ég í fríi og voru þær fríhelgar ekki af verri endanum. Fyrri helgina fór ég austur fyrir fjall í smábæjarsælu og brúðkaup í sveitinni. Það var agalega skemmtilegt allt saman. Inga og Raggi eru svo sæt hjón og falleg og veislan þeirra var svo sæt og falleg líka. Á sunnudeginum rúntaði ég með Leifi um Þingvelli og einhverja skóga rétt hjá Selfossi.
Nú. Síðasta helgi var líka alveg milljón. Á laugardeginum var mér og Leifi boðið í hádegismat á Salatbarnum. Alltaf gaman að fá svona boð. Svo var náttúrulega haldið niðrí bæ þar sem Leifur rogaðist með bassann um miðbæinn og ég svona þóttist hjálpa honum með bassan í fínu kápunni minni. Eftir að hafa hlustað á Tepoka spila í Hinu Húsinu og borðað Hlölla í sólinni, hjálpaði ég Tepoka við að koma upp fáránlegu tjaldi fyrir utan Delí í Bankastrætinu og var nafnspjaldadruslan þeirra. Þetta voru þrusugóðir tónleikar þarna úti í gosbrunninum og allir áhorfendur í feiknastuði. Á sunnudeginum var auðvitað sofið lengi og svo skelltum við okkur með hinn bráðholla morgunmat (eplakaka með marsbitum og ís+swiss mokka) útá svalir í sólina og sátum þar mest allan daginn.

Nú fer bara allt í gang aftur von bráðar og ég er farin bara að hlakka til, svei mér þá....og auðvitað að hætta að vinna.