Að vinna....að græða
Núið er skemmtilegur net-´póstleikur. Á hverjum virkum degi fæ ég meil þar sem ég á að svara einhverri auglýsingu og þá fæ ég að sjá hvort ég hafi unnið. Ég er búin að vinna ótrúlega oft og mamma líka. Mamma er búin að fá tvo fyrir einn á einhverjum veitingarstað, 25% afslátt á Lækjarbrekku, ég er búin að vinna þrjá video leiguvinninga og 20% af brúnkumeðferð. Vinna! Eða hvað?
Fyrst vann ég tvær fyrir eina á Grensásvideo. Þangað fór ég, afskaplega glöð og leigði tvær myndir, gamlar og keypti tvö prins póló. Þetta kostaði mig rúmlega 700 krónur þar sem ein mynd kostar 500 kr. Þegar ég fór, hafði ég ekki farið á eigu í nokkur ár. Auk þess er svo mikið að gera alla daga að ég náði náttúrulega bara að horfa á eina mynd eitt þriðjudagskvöld og fór sem eftir skóla daginn eftir til að skila myndunum. Hafði ekki nokkurn tíma í að horfa á báðar, enda væri það bara tímasóun. Ef ég hefði ekki fengið þennan glaðning á Núinu, hefði ég pottþétt sparað mér 700 kr, allavegana 500 kr því ég hefði bara tekið einhverja mynd úr hillunni hjá Eggerti eða sjálfri mér og horft á aftur.
Er þetta þá vinningur. Þetta eru eiginlega bara tilboð. Reyndar er hægt að vinna ferðir, eins og um daginn hefði verið hægt að vinna ferð til Ljublana, sem einhver gerði. Um svipað leiti fékk mamma glaðning sem var tvær vikur í Jiu Jitsu. Mamma horfði furðu lostin á skjáinn og eiginlega í smá sjokki því hún hélt að hún hefði unnið ferð til Asíu. En svo kom í ljós að Jiu Jitsu er sjálfsvarnarskóli!
Samt sem áður hef ég velt þessu fyrir mér. Ef ég er meðvituð um það að ég er ekki að græða neitt þá er þetta allt í lagi. Því í hvert einasta sinn sem ég fæ glaðning og á skjánum birtast þessi orð "Til hamingju, þú hefur unnið glaðning, .... o.s.fr." þá verð ég svo glöð. Þeysist frá tölvunni og læt alla sem vilja heyra, vita að ég hafi unnið. Gleði hríslast um mitt litla sálartetur og skilur eftir sig einhverskonar hamingju í amstri dagsins.
Áhrifin eru sem sagt sú, að um leið og ég fæ glaðning, eru það orð að sönnu, glaðningur og gleði. Þetta er eiginlega bara svona sálrænn netleikur. Klapp fyrir því!
Núið er skemmtilegur net-´póstleikur. Á hverjum virkum degi fæ ég meil þar sem ég á að svara einhverri auglýsingu og þá fæ ég að sjá hvort ég hafi unnið. Ég er búin að vinna ótrúlega oft og mamma líka. Mamma er búin að fá tvo fyrir einn á einhverjum veitingarstað, 25% afslátt á Lækjarbrekku, ég er búin að vinna þrjá video leiguvinninga og 20% af brúnkumeðferð. Vinna! Eða hvað?
Fyrst vann ég tvær fyrir eina á Grensásvideo. Þangað fór ég, afskaplega glöð og leigði tvær myndir, gamlar og keypti tvö prins póló. Þetta kostaði mig rúmlega 700 krónur þar sem ein mynd kostar 500 kr. Þegar ég fór, hafði ég ekki farið á eigu í nokkur ár. Auk þess er svo mikið að gera alla daga að ég náði náttúrulega bara að horfa á eina mynd eitt þriðjudagskvöld og fór sem eftir skóla daginn eftir til að skila myndunum. Hafði ekki nokkurn tíma í að horfa á báðar, enda væri það bara tímasóun. Ef ég hefði ekki fengið þennan glaðning á Núinu, hefði ég pottþétt sparað mér 700 kr, allavegana 500 kr því ég hefði bara tekið einhverja mynd úr hillunni hjá Eggerti eða sjálfri mér og horft á aftur.
Er þetta þá vinningur. Þetta eru eiginlega bara tilboð. Reyndar er hægt að vinna ferðir, eins og um daginn hefði verið hægt að vinna ferð til Ljublana, sem einhver gerði. Um svipað leiti fékk mamma glaðning sem var tvær vikur í Jiu Jitsu. Mamma horfði furðu lostin á skjáinn og eiginlega í smá sjokki því hún hélt að hún hefði unnið ferð til Asíu. En svo kom í ljós að Jiu Jitsu er sjálfsvarnarskóli!
Samt sem áður hef ég velt þessu fyrir mér. Ef ég er meðvituð um það að ég er ekki að græða neitt þá er þetta allt í lagi. Því í hvert einasta sinn sem ég fæ glaðning og á skjánum birtast þessi orð "Til hamingju, þú hefur unnið glaðning, .... o.s.fr." þá verð ég svo glöð. Þeysist frá tölvunni og læt alla sem vilja heyra, vita að ég hafi unnið. Gleði hríslast um mitt litla sálartetur og skilur eftir sig einhverskonar hamingju í amstri dagsins.
Áhrifin eru sem sagt sú, að um leið og ég fæ glaðning, eru það orð að sönnu, glaðningur og gleði. Þetta er eiginlega bara svona sálrænn netleikur. Klapp fyrir því!