The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

mandag, januar 29, 2007

Sælar minningar

Oft tengir fólk ákveðna tónlist við ákveðin tímabil í lífi sínu. Allavegana ég. Í gær uppgötvaði ég að ég hef ekki enn sett Abba diskana mína inn í tölvuna, hvað þá heldur hlustað á Abba mjög lengi. Það var ekki fyrr en ég heyrði Ring Ring í útvarpinu um daginn (Guði sé lof fyrir Gullið) að ég mundi eftir More Abba Gold disknum.
Mér var þá ekki til setunnar boðið og gróf diskinn upp úr "uppáhaldspopp-rokk-geisladiskaskúffunni" minni og rifjaði upp skemmtilega tíma við skrifborðið hennar Hibbu niðrí Sílakvísl í sameiginlega herberginu okkar, en tónlistina á þessum diski tengi ég mjög við lærdóm fyrir samræmdu prófin, eða fyrir fyrsta árið í MH, man það ekki svo glöggt. Þá rifjast líka upp fyrir mér blái lava lampinn sem Hibba átti og stóð á skrifborðinu og truflaði oftar en ekki einbeitinguna þar sem það var svo gaman að fylgjast með bláu kúlunum taka á sig skrýtnar myndir.
Ég hlustaði mikið á þetta lag sem ég ætla að birta hér textann af. Það sem er náttúrulega líka soldið merkilegt er að ég samdi hreyfingar við textann. Þetta hef ég fáum sagt frá, ef til vill einungis Hibbu og Eggerti, en þau eru nú orðin svo vön nördaskapnum í mér.

Angeleyes.

Last night I was taking a walk along the river
when I saw him together with a young girl
and the look that he gave her made me shiver cause he always
used to look at me that way and I tought
maybe I should walk right up to her and say
ahaha, it's a game he likes to play

Look into his angeleyes, while look and your hypnotized
he'll take your heart and you must pay the price
Look into his angeleyes, you think you're in paradise
and one day you'll find out he wears a disguise
Don't look to deep into his angeleyes.



fredag, januar 26, 2007

Bískotti....Bescotti....helv....

Mamma tók sig til um daginn og bakaði bescotti, bæði vanillu og það sem verra er..súkkulaði bescotti. Hún bakaði svo mikið af þessu að ég held þetta ætli aldrei að klárast. Mér til mikillar armæðu. Ég hef misst mig gjörsamlega á kaf ofaní smákökuboxið að það hálfa væri meira en nóg. Ég hef nánast ekki borðað annað en súkkulaði bískotti síðustu daga.
Sem betur fer hafa engin aukakíló gert vart við sig, hvað þá heldur hægðavandamál. Guði sé lof fyrir því.
Ég hef af þessu tilefni ákveðið að kalla þetta bískottans... vesen. Þannig að næst þegar þið heyrið mig tala um að eitthvað sé bískottans þá þýðir það að ég er orðin húkt á einhverju og losan ekki við það, hvort sem ég vil það eður ei.
Þannig mætti einmitt segja að kók væri bískottans óþverri, en samt ofsalega gott, Eggert er alveg bískottans fyrir framan tölvuna og Leifur er alveg bískottans bara í mínu lífi :)

Lifið heil án bískottans.



onsdag, januar 24, 2007

Tónheyrn og vitleysa

Komið þið sæl.

Í dag er ég að fara í tónheyrnarpróf sem mun gilda 30% af heildareinkunn í tónheyrn 3 í FÍH. Það er sem er svo fyndið að allt sem er til þessa prófs er það sem ég er drullu léleg í. Þannig að einkunn sem ég er að vonast eftir er 4. Ef ég get tónbililn nokkurnvegin rétt, sem ég tel litlar líkur á, get laglínuna nokkurnvegin rétt, sem er svon það eina sem ég get og ef svo vill til, svína á réttar lausnir einhverju af öllu hinu, ætti ég að geta hífað mig upp í fjóra. Vonandi!
Annars er allt fínt að frétta. Síðustu helgi fór ég yfir á Selfoss og eyddi einum degi hjá tengdamömmu þar sem ég sat og lærði. Sem betur fer því að í dag finnst mér ekkert svo mikið að gera. Svona er nú gott að taka smá skurk í lærdómi og læra aðeins fram í tímann. Byrja á verkefnum og klára önnur.

Annars er allt bara svona...lala. Ekkert sérstakt til að hlakka til, nema kannski sumarsins og næsta sælgætisáti. Sælgætisát á sér núna stað of oft og eiginlega á hverjum einasta degi. Því miður. En það er kannski sólin í skammdeginu fyrir mér. Nammið.

Ætla að reyna að æfa mig aðeins núna áður en Leifur kemur að sækja mig. Ég er bíllaus og allt of mikil prinsessa til að taka strætó eða labba niðrí Rauðagerði. Geri það kannski þegar fer að vora, ég hef meiri tíma og ef skildi vera að ég verði bíllaus ;)

Góðar stundir.



lørdag, januar 06, 2007

Jæja gott fólk

Nú árið er liðið í aldanna skaut. Ekki vissi ég að aldirnar hefðu skaut, en eitthvað hljóta þær að hafa víst tíminn hverfur eitthvert.
Nú tekur grákaldur hversdagsleikinn við á ný. Kaldur, dimmur, erfiður,...venjulegur. Ekkert kók á hverjum einasta degi, ekkert nammi upp á hvern einasta dag. Ísskápurinn er ekki fullur af dýrindis afgöngum og mat. Jólaljósin verða slökkt og skrautið tekið niður. Hvað tekur þá við? Þetta er erfið spurning fyrir marga. En ég skal segja ykkur hvað tekur við hjá mér.
Í fyrsta lagi fékk ég bestu jólagjafir sem hægt er að fá. Fyrst ber kannski að nefna digital píanó frá mömmu og pabba, sem ég get dundað mér við að spila á svona til tilbreytingar frá píanóinu, í þessum fáu dundursstundum sem ég hef svona yfirleitt. Nú svo fékk ég gjafabréf í samkvæmisdansa frá honum Leifi mínum. Gjafabréfið var stílað á mig og herra. Ég ætla samt að vera góð og leyfa Leifi að koma með mér. Þetta verður einu sinni í viku alla önnina og hlakka ég ekkert smá til. Loksins einhver spennandi hreyfing. Þó svo að það sé mikið að gera er þetta bara mjög skemmtileg viðbót ofaná allt annað í stundatöflunni. Nú svo fer hækkandi sól á himni sem fyllir mig alltaf svo mikilli bjartsýni, gleði og orku. Bústaðurinn í Fljótshlíðinni hjá foreldrum Leifs tekur óðum á sig skýrari mynd og verður brátt hægt að fara og hafa það kósý útí sveit. Í mars er masterclass hjá Ítölskum píanóleikara og hlakka ég bara mikið til þess. Nú svo er annað og enn skemmtilegra en allt sem ég er að gera á döfinni innan einhverra mánaða og mun ég bara uppljóstra því þegar nær dregur þar sem það er allt óráðið enn.
Nú veit ég hvað mörgum dettur í hug, en ég er ekki ófrísk. Bara svo það sé á hreinu og ég er heldur ekki að fara að gifta mig.
En ok. Segjum það. Hafið það bara sem allra best og verið þolinmóð í blogglestri, Það er aldrei hægt að stóla á þennan bloggbransa.