The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

lørdag, februar 17, 2007

Jæja

Ég veit ég er heimsins latasti bloggari. En hvernig get ég bloggað um mitt spennandi líf þegar einu lesendur bloggsins hlæja inni í sér yfir aumkunarverða fátæka námsmanninum sem er ekki á leiðinni til Rhodos, og á sér þ.a.l. ekki spennandi líf. Annars er mér alveg sama. Það er örugglega leiðinlegt á Rhodos, eða eins og Leifur sagði, "það er bara ekkert gaman á sólarströnd". Ég held reyndar að hann sé bara öfundsjúkur, en hvað veit ég, ég hef aldrei verið á sólarströnd.
Líf mitt er meira að segja svo spennandi að ég er að fara á ljótustu ljótulagakeppni í heimi í kvöld. Vona samt að það verði gaman. Alltaf gaman að vera í beinni útsendingu. Ætla að borða heimatilbúna hamborgara áður og dressa mig upp. Svo skilst mér að Leifur ætli að koma hingað eftir giggið sitt og "passa" Eggert þar sem foreldrar okkar eru að drekka bjór í heitum potti yfir helgina í Borgarfirði. Gaman hjá þeim.
Hafið það gott í Evróvisjónæðinu.

kveðja
hin óspennandi