Fílamaðurinn
Eftir endajaxlatöku á mánudaginn, tók að hreiðra um sig einhverskonar fílamaður eða Quasiomoto í andliti mínu. Ekki út af mikilli bólgu, ég fór sko til kjálkaskurðlæknis sem gerði þetta voðavel. Nei, það var öllu heldur vegna stera sem áttu einmitt að draga úr bólgunni. Gott og vel. En í staðinn varð ég bara eins og risastór rauð blaðra í framan. Einnig vegna mikilla verkja tók ég soldið mikið af verkjalyfjum og fór hálf dópuð í skólann. Ætlaði að vera svo hörð af mér, en endaði með því að skilja bílinn eftir í skólanum og láta keyra mig heim.
Svona leit sem sagt fílamaðurinn út í morgun fyrir meikun. Þetta lítur kannski ekkert svo hræðilega út, en trúið mér, þetta var mun verra í gær.
Á hinni myndinni sést hvað ég get samt verið sæt í nýja jakkanum mínum, þegar ég er ekki á sterum!