The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

torsdag, juni 21, 2007



Langt er nú síðan stúlkan hefur bloggað! Lífið gengur sinn vanagang. Reyndar finnst mér lífið öðruvísi en venjulega, enda er nú kannski ekki skrýtið að það sé breyting á þegar maður flytur að heiman. Nú opnar maður bara ekki ísskápinn og fer að væla ef það er ekki eitthvað gott til í honum. Nú þarf maður að fara SJÁLFUR út í Bónus.
Ástæðan fyrir því að ég blogga nú er sú að ég er á næturvakt. Þetta er þriðja næturvaktin mín í röð og mun ég vera á þeirri fjórðu næstu nótt. Þetta er soldið strembið, sérstaklega þegar ég veit af Leifi heima steinsofandi á koddanum mínum (hann voða heppinn, stelur núna alltaf koddanum mínum) og þegar ég loksins kem heim til að kúra hjá honum þarf hann að fara, og ekki einu sinni það. Þegar ég loksins kem heim eftir að hafa hugsað um koddann og Leif alla nóttina, er ég svo þreytt að ég nenni eiginlega ekki að kúra upp að Leifi, er bara alveg eins og lömuð.
Það er nú samt ekki svo slæmt að gera þetta stöku sinnum í þrjá mánuði. Annars er þetta fín sumarvinna, ég er ekki í svo stórri prósentu þannig að ég get leigið í sólbaði, æft mig og unnið mér inn pening!
Ferðalagið gekk mjög vel og var mjög skemmtilegt. Leifur var orðinn svolítið leiður á fatainnkaupum mínum og sýndi því lítinn skilning. Þarf örugglega að senda hann á námskeið "what women needs"...eitthvað svoleiðis. Nú ætla ég að horfa á sjónvarpið og borða bráðum ostborgarana mína. Verið sæl að sinni.