The Sound of Music

Allt um ekkert og ekkert um allt......

tirsdag, februar 26, 2008

Nýja lúkkið og snúlla

Jæja, þá er ég komin með nýtt "dú". Þetta var reyndar ekk það sem ég sá fyrir mér og hafði hugsað mér að láta gera, en hárgreiðslumeistarinn minn var svo rosalega spenntur fyrir þessari nýju línu, varð að prófa hana. Nú er hárið reyndar styttra og kominn toppur, en ég hafði hugsað mér eitthvað þannig. Ætla að prófa þetta núna og endurskoða málið í vor. "Dúið" skiptir mig miklu máli núna því er komin með ógeð af þessari leti og vilja bara setja hárið upp í stert. Reyndar er máli það, að ég er með svo erfiðan sveip að aftan þannig að hann vildi alls ekki hafa það mjög stutt að aftan!! Svona er nú mikið vesen að vera með sveipi.
En jæja, hérna læt ég líka fylgja með mynd af Hibbu knúsa snúllu sína. Snúlla er uppáhaldsmanneskjan mín þessa dagana :)





søndag, februar 10, 2008

Sætustu stelpurnar!!





torsdag, februar 07, 2008




Þessi litla stúlka fæddist 4. febrúar kl 23:16. Hún er Heiðbjartar og Viðarsdóttir. Ég spái því að hún muni heita Ingrid Örk.....vil samt ekki veðja. :)

Ég reyndi að setja inn mynd strax á þriðjudaginn en vefurinn var með eitthvað vesen. Þetta er hin mesta fegurðardís. Öll fjölskyldan er í skýjunum yfir fyrsta barnabarninu í fjölskyldunni.